Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 2
Klemens var allan daginn í gær uppi í höll og verður líka í dag. þannig að við hittumst nú lítið þó að ég sé komin á staðinn. Ronja Mogensen Veður Suðaustan 8-15 og rigning, einkum S- og V-lands. Hægari sunnanátt og dregur úr úrkomu seinnipartinn og styttir víða upp í kvöld og nótt. Suðaustan strekkingur við SV-ströndina, en annars hægari. Skýjað en úrkomulítið og víða bjart veður fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 20 Mikið undir í Ísrael Hljómsveitin Hatari hélt af stað í gærmorgun til að taka sína síðustu æfingu og dómararennslið svokallaða sem vegur þungt í möguleikum Íslands á að komast áfram í Eurovision. Það var létt yfir hópnum þótt einn hafi vantað. Hatara-hópurinn negldi rennslið. Sjá síðu 28 FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Ronja Mogensen, kærasta Klemens Hannigan, er komin út til Tel Avív til að styðja sinn mann og atriðið. Ronja er kasólétt, komin nánast á steypirinn, en þau eiga von á öðru barni sínu eftir rúman mánuð. „Hingað til hef ég ekki náð að vera í miklu sambandi því það er búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim. Við höfum varla geta spjallað í gegnum Facetime eða neitt slíkt því það er svo mikið að fara yfir eftir hvern dag,“ segir hún. Ronja bendir á að þrátt fyrir að vera komin til Tel Avív þá nái hún ekki mikið að hitta Klemens eða fólkið á bak við atriðið. „Klemens var allan daginn í gær uppi í höll og verður líka í dag. þannig að við hittumst nú lítið þó að ég sé komin á staðinn. En hann fær frí á morgun og þá fæ ég smá að njóta hans,“ segir hún og ekki laust við að það færist örlítil tilhlökkun yfir hana. Athyglin á Hatara er mikil og heimspressan fylgist vel með hverju skref i listamannanna. Í dag er áætlað að þeir tali við CNN en það er ekki algengt að sú ágæta stórstöð fjalli um Eurovision. Ronja segir að Klemens hafi alltaf verið mikill páfugl og ráði vel við þessa athygli sem er á þeim þessa stundina. „Hann hefur líka verið að koma fram mjög lengi, alveg síðan hann var krakki. En auðvitað er þetta mikið álag og ég hef kannski meiri áhyggjur þegar við komum heim í litlu Reykjavík. Þá er þetta bara búið. Það verður spennandi að sjá.“ Kasólétt en komin út til að styðja Hatara Hatari á rauða dreglinum. Klemens og hans lið fær frí á morgun og þá er stefnan að verja tímanum með fjölskyldu og vinum. NORDICPHOTOS/GETTY SKRIFA FRÁ TEL AVIV Eurovision Benedikt Bóas benediktboas@frettabladid.is Ingólfur Grétarsson ingolfurg@frettabladid.is Ronja Mogensen, kær- asta Klemens Hannigan, er komin út til Tel Avív til að sjá undanúrslitin í dag. Hún á að eiga annað barn þeirra eftir rúman mánuð og hlakk- ar til að eyða frídegi Klemens með honum. SAMFÉLAG Þann 1. maí voru tæp- lega 46 þúsund erlendir ríkisborg- arar búsettir á Íslandi. Hafði þeim fjölgað um rúmlega 1.500 frá því 1. desember í fyrra samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðskrá. Flestir koma frá Póllandi, eða um 19.600, og hafði þeim fjölgað um rúmlega 400 frá 1. desember. Frá 1. desember 2017 til 1. maí síðastliðins jókst hlutfall erlendra borgara af íbúafjölda landsins úr 10,9 prósentum í 12,7 prósent. Á því tímabili fjölgaði erlendum borgur- um um 20,9 prósent en Íslendingum aðeins um 0,9 prósent. – sar Tæp 46 þúsund erlendir íbúar Erlendum ríkisborgurum fjölgar hlutfallslega meira en íslenskum. FÉLAGSMÁL Á aðalfundi Blindra- félagsins sem haldinn var um síðast- liðna helgi var hugmyndum um að Hljóðbókasafn Íslands verði lagt niður og fært undir Landsbókasafn mótmælt. „Hljóðbókasafnið gegnir lykil- hlutverki við að tryggja blindum og sjónskertum þau sjálfsögðu mann- réttindi að fá notið bókmennta til jafns við aðra,“ segir í ályktun fund- arins. Þar kemur fram að ítrekaðar kannanir meðal félagsmanna sýni fram á mikla ánægju með þjónustu safnsins. Fer Blindrafélagið þess á leit við menntamálaráðherra að efnt verði til viðræðna um að félagið taki að sér rekstur Hljóðbókasafnsins. Þá voru samþykktar ályktanir um að stjórnvöld innleiði tafar- laust tilskipun ESB um vefaðgengi og að fjögurra vikna sóttkví fyrir leiðsöguhunda verði afnumin. Sóttkvíin sé ónauðsynleg sam- kvæmt nýju áhættumati og skerði ferðafrelsi þeirra sem notast við leiðsöguhunda. – sar Vilja ræða um Hljóðbókasafn ÍRLAND Dómsmálaráðherra Írlands, Charlie Flanagan, skrifaði í síðustu viku undir tilskipun sem bannar komu bandaríska prestsins Stevens Anderson til landsins. Anderson, sem rekur sjálfstæða kirkju skírara í Arizona, er mjög umdeildur og hefur margoft tjáð sig opinberlega um hatur sitt á gyðingum og samkynhneigðum. Þá hefur hann beðið fyrir dauða Baracks Obama og hrósað haturs- glæpamönnum. Ríf lega 30 lönd vilja ekki sjá Anderson en þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra Íra nýtir þessa heimild. Anderson hugðist predika í Dublin 26. maí. – smj Írar banna prest  1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F C -3 4 9 C 2 2 F C -3 3 6 0 2 2 F C -3 2 2 4 2 2 F C -3 0 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.