Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 22
Kate Miller- Heidke sem syng- ur fyrir Ástralíu í Eurovison-keppn- inni, settist niður með útsendurum Fréttablaðsins í Tel Avív og fór yfir hugmyndina að lagi hennar sem fjallar um að sigr- ast á fæðingar- þunglyndi. Kate Miller-Heidke frá Ástr-alíu er einlægur aðdáandi Hatara. Hún stígur á sviðið í Tel Avív á undan þeim. Kate hefur fylgst vel með liðsmönnum Hatara og er mikill aðdáandi. „Þau eru öll frábær. Atriðið sjálft er stórsnjallt og mér finnst frábært að sjá þau í viðtölum. Það er eins og þau séu öll með bakgrunn í leiklist – þau gera þetta allt alveg upp á tíu,“ segir hún. Lagið hennar og atriðið hefur einnig vakið töluverða athygli en lagið fjallar um hvernig hún reis upp úr fæðingarþunglyndi. „Ég man að ég vaknaði einn daginn eins og krafturinn væri að koma aftur og ég hafði stjórn á lífi mínu. Ég gat tengt við allt og alla og ég man svo vel hvað það var mikill léttir þegar það gerðist. Það var mikil gleði að þetta væri búið og lagið reynir að fanga þá gleði á þessum þremur mínútum.“ Miller-Heidke samdi lagið með manninum sínum en þau hafa unnið lengi saman að tónlist. „Hann hefur glímt við þunglyndi og við erum opin með það. Ég settist samt ekki niður og ákvað að semja lag um tilfinningar mínar og líðan. Mér finnst samt ég verða að semja og skrifa um eitthvað sem er raunverulegt og tengist mér. Annars er það bara leiðinlegt.“ Kate segir að alveg frá því að Ástralía fékk keppnisleyfi hafi hana dreymt um að keppa. Það sé því ákveðinn draumur að vera stödd í Tel Avív þótt dagskrá kepp- enda sé löng og ströng. „Þegar ég samdi lagið var ég ekki alveg viss hvort þetta væri Eurovision-lag en mig langaði að semja lag sem gæti lifnað við á Eurovision-sviðinu,“ segir hún. „Allt í kringum Euro- vision er svolítið klikkað en mér finnst ég mjög heppin að vera hér. Ég kvarta ekki.“ Atriðið er nokkuð sérstakt en það er listgjörningur frá hóp sem kallar sig Strange Fruit sem sér um það. „Það var eitthvað sem kallaði á mig þegar ég sá þau og mér fannst þetta passa við lagið. Eitthvað passaði, söngurinn og atriðið verða eitt.“ Ástralía tók fyrst þátt í Euro- vison-keppninni árið 2015. Þá sem sérstakur gestur í tilefni af sextíu ára afmæli keppninnar. Ástralar hafa verið með síðan en mikill áhugi er á keppninni þar í landi. Atriði Hatara stórsnjallt Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem fram- leiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslensk- um, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verk- efnastjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgna- hylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgna- hylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upp- lýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í f lestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Kate Miller-Heidke var glæsileg á rauða dreglinum á laugardag en hún mun stíga á svið á undan Hatara í kvöld. MYND/ THOMAS HANSES 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F C -5 2 3 C 2 2 F C -5 1 0 0 2 2 F C -4 F C 4 2 2 F C -4 E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.