Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 6
Azar fær yfir þrjár og
hálfa milljón fyrir störf sín.
Mosfellsprestakall
Aðalsafnaðarfundur
Lágafellssóknar
Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar
sem auglýstur var þann 14. maí er frestað.
Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili
Mosfellsprestakalls Þverholti 3, Mosfellsbæ
þann 21. maí kl. 20
Dagskrá: Venjuleg aðalsafnaðarfundarstörf.
Verið velkomin, Sóknarnefnd Lágafellssóknar
D Ó M S M Á L Lagaprófessor v ið
Óslóarháskóla, Mads Andenæs,
lýsti meintu vanhæfi Páls Hreins-
sonar, forseta EFTA-dómstólsins, í
umdeildu norsku máli, svokölluðu
Fosen-máli, sem er til meðferðar hjá
dómstólnum, í færslu á samfélags-
miðlinum Linkedin fyrir helgi.
Andenæs segir í færslu sinni að
Páll Hreinsson hafi sem forseti
EFTA-dómstólsins tjáð sig um málið
í fréttabréfi sem dómarar allra
aðildarríkja EFTA fengu sent og að
athugasemd forsetans um málið
megi skilja sem svo að hann sé á
öndverðum meiði við fyrri niður-
stöðu EFTA-dómstólsins.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
upplýsti forseti hæstaréttar Noregs
fyrir helgi að norski dómarinn við
EFTA-dómstólinn, Per Cristiansen,
hefði hvatt sig til að vísa málinu
aftur til EFTA-dómstólsins en hefur
þegar kveðið upp dóm í málinu um
skaðabótaskyldu norska ríkisins
gagnvart fyrirtæki vegna brota
á reglum um opinber innkaup.
Norskur áfrýjunardómstóll, sem
fékk málið til meðferðar, sýknaði
norska ríkið hins vegar og fór með
því gegn dómi EFTA-dómstólsins
í fyrsta skipti í sögu dómstólsins.
Dómi þessum var áfrýjað til hæsta-
réttar Noregs sem hefur nú vísað
málinu aftur til EFTA-dómstólsins
með ósk um ráðgefandi álit.
Það var svo núna fyrir helgi sem
uppvíst varð um samskipti norska
dómarans við hæstarétt Noregs og
af umræðunni í Noregi að dæma er
málið litið alvarlegum augum og
staða dómarans sögð mjög erfið.
Lögfræðingar sem Fréttablaðið
ræddi við segja dómarann í raun-
inni vera að grafa undan þeirri
stofnun sem hann vinnur fyrir og
ljóst sé að Fosen-málið verði ákveð-
inn prófsteinn á hvort EFTA-dóm-
stóllinn standi undir væntingum
um að vera sjálfstæður gagnvart
norska ríkinu.
Í fyrrnefndu fréttabréfi segir Páll
að spurning hæstaréttar Noregs
til EFTA-dómstólsins varði þrösk-
uld skaðabótaskyldu ríkisins og
það skilyrði skaðabótaskyldu að
brot þurfi að vera nægilega alvar-
legt. Andenæs er ekki einn um þá
skoðun að Páll hafi með þessu lýst
viðhorfi til málsins sem geri hann
vanhæfan sem dómara, en í svari
til Andenæs á Linkedin segir fyrr-
verandi forseti EFTA-dómstólsins,
Carl Bauden bacher:
„Þetta er skólabókardæmi um
hlutdrægni dómaranna frá Íslandi
og Noregi, því miður.“
Fyrirtaka var í Fosen-málinu
hjá EFTA-dómstólnum í gær. Páll
Hreinsson er dómformaður í
málinu, en norski dómarinn, Per
Cristiansen, veiktist skyndilega um
helgina og því þurfti að kalla inn
varadómara með stuttum fyrirvara
til að setjast í dóminn.
Fréttablaðið óskaði eftir við-
brögðum EFTA-dómstólsins við
fyrrgreindum ummælum um van-
hæfi Páls Hreinssonar í umræddu
máli.
Viðbrögð höfuð ekki borist þegar
blaðið fór í prentun.
adalheidur@frettabladid.is
Efast um hlutleysi hins
íslenska EFTA-dómara
Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir norska og íslenska dómara réttar-
ins hlutdræga við meðferð mála hjá réttinum. Norski dómarinn liggur undir
ámæli í Noregi. Efasemdum hefur verið hreyft um hlutleysi Páls Hreinssonar.
Páll Hreinsson er í leyfi frá Hæstarétti á meðan hann gegnir dómstörfum hjá EFTA. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þetta er skólabókar-
dæmi hlutdrægni
dómaranna frá Íslandi og
Noregi, því miður.
Carl Baudenbacer, fyrrverandi
forseti EFTA-dómstólsins
LANDBÚNAÐUR Félag atvinnurek-
enda (FA) gagnrýnir málf lutning
„Hóps um örugg matvæli“ en hópur-
inn hefur í auglýsingum varað við
innf lutningi á kjöti til landsins. Í
tilkynningu frá FA er bent á þá stað-
reynd að nokkrir af aðstandendum
auglýsingaherferðarinnar séu einn-
ig stórtækir kjötinnflytjendur.
Er þar um að ræða Sláturfélag
Suðurlands, Reykjagarð, Síld og
fisk, Matfugl og Kjarnafæði. Þessi
fyrirtæki fengu úthlutað um þriðj-
ungi af tollfrjálsum innf lutnings-
kvóta fyrir kjötvörur sem úthlutað
var á fyrri hluta ársins, samkvæmt
tollasamningi við ESB. Var þessi
tollkvóti upp á tæp 470 tonn af
kjötvörum.
Óla f u r St ephen s en , f r a m-
kvæmdastjóri FA, segir að sam-
kvæmt málflutningi þessara fyrir-
tækja sé innflutt kjöt stórhættulegt
og beri í sér bakteríur sem ógna lýð-
heilsu á Íslandi. „Í verki eru þau hins
vegar stórtækir kjötinnflytjendur
og sýna þannig að þau hafa engar
áhyggjur af því að innf lutningur
ógni heilsu fólks,“ segir Ólafur.
Hann segir að þessi fyrirtæki
verði að fara að gera upp hug sinn.
„Tvískinnungur af þessu tagi er alls
ekki trúverðugur.“
Frumvarp sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra sem heimilar
innflutning á fersku kjöti er nú til
meðferðar hjá atvinnuveganefnd
Alþingis. Markmið frumvarpsins
er að Ísland standi við alþjóðlegar
skuldbindingar samkvæmt EES-
samningnum.
Bændasamtök Íslands sendu frá
sér tilkynningu í gær þar sem farið
er fram á þriggja ára aðlögunartíma
vegna breytinganna. Það sé nauð-
synlegt þar sem nú stefni í að málið
verði afgreitt. Það sé óraunhæft að
boðuð aðgerðaáætlun ráðherra sem
ef la eigi matvælaöryggi hafi ein-
hver áhrif fyrir gildistöku laganna
í haust. – sar
Félag atvinnurekenda sakar kjötframleiðendur um tvískinnung
Hópur um örugg matvæli varar við innflutningi á kjöti. NORDICPHOTOS/GETTY
EUROVISION Assi Azar,
einn kynna Eurovison-
keppninnar, hyggst gefa
laun sín til hinsegin
samfélagsins í Ísrael.
Azar fær rúmlega þrjár
og hálfa milljón fyrir
að kynna keppn-
ina og mun gefa
alla upphæð-
ina til IGY-
samtakanna.
Samtökin eru
góðgerðar-
samtök sem
v i n n a að
rét t indu m
h i n s e g i n
fólks í Ísrael.
Azar er þekktur sjón-
varpsmaður í Ísrael og
komst á lista Out tíma-
ritsins yfir 100 áhrifa-
mestu hinsegin ein-
staklinga heimsins
árið 2009. Hann
mun kynna keppn-
ina ásamt Íslands-
vinkonunni Bar
Refaeli, Lucy Ayoub
og Erez Tal. –bdj
Eurovison-kynnir gefur
laun sín til hinsegin fólks
FERÐAÞJÓNUSTA Far þegum á Kefla-
víkur flug velli fækkaði um rúm lega
fjórðung í apríl miðað við apríl í
fyrra en um er að ræða fyrsta heila
mánuðinn eftir fall f lug fé lagsins
WOW air. Sem kunnugt er varð
félagið gjaldþrota í lok mars. Þá
fækkaði jafn framt skiptifar þegum
um helming að því er fram kemur í
skýrslu Isavia um mánaðar lega um-
ferð far þega um völlinn.
Þannig fóru 474.519 far þegar um
völlinn í apríl en þeir voru 659.973
í apríl í fyrra. Er fækkunin rakin
til færri skiptifar þega, sem voru
119 þúsund í apríl en þeir voru 253
þúsund á sama tíma í fyrra og er
fækkunin 52 prósent. Þá fækkaði
komu- og brott far ar far þegum um
10,4 prósent.
Far þegum sem fóru um völlinn
á fyrstu fjórum mánuðum ársins
fækkaði sömu leiðis um 300 þúsund
frá sama tíma bili í fyrra. Eru helstu
á stæður fækkunar far þega meðal
annars raktar til þess að meiri hluti
far þega með WOW air hafi verið
skiptifar þegar. – oæg
Farþegum fækkaði um
fjórðung eftir fall WOW
Fyrsti mánuður eftir WOW sýnir farþegafækkun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
C
-5
C
1
C
2
2
F
C
-5
A
E
0
2
2
F
C
-5
9
A
4
2
2
F
C
-5
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K