Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 26
Hjartans þakkir sendum við öllum
ættingjum og vinum fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við fráfall og útför
okkar elskulegu móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
Sigrúnar Pétursdóttur
fyrrverandi ráðskonu á Bessastöðum.
Pétur S. Valbergsson Bjargey Eyjólfsdóttir
Sigrún Valbergsdóttir Gísli Már Gíslason
Sigurjón Magnússon Helga Lilja Tryggvadóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigríður Einarsdóttir
áður til heimilis að
Smáraflöt 46 í Garðabæ,
lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu
í Boðaþingi, föstudaginn 10. maí
síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá
Garðakirkju föstudaginn 17. maí, klukkan 11.
Sigurður Bárðarson
Einar Sigurðsson Kristín Ingólfsdóttir
Stefanía Sigurðardóttir Andreas Resch
Helgi Steinar Sigurðsson Robin Miller
Gunnar Tjörvi Sigurðsson Hilda Björk Indriðadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurjón Guðmundsson
pípulagningameistari,
Reynimel 84,
lést miðvikudaginn 8. maí.
Útförin fer fram frá Neskirkju
fimmtudaginn 16. maí klukkan 13. Blóm og kransar
vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er
bent á Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna.
Svanfríður Jónasdóttir
Sverrir Örn Sigurjónsson
Guðmundur Kristinn Sigurjónsson
Hafsteinn Sigurjónsson
Marta Kristín Sigurjónsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín,
Inga Svava Ingólfsdóttir
viðskiptafræðingur,
lést þann 20. apríl.
Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hildur Karítas Jónsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Pétur Axel Pétursson
járniðnaðarmaður,
lést á líknardeild Landspítalans,
föstudaginn 10. maí. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju, föstudaginn 17. maí,
klukkan 15.00. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki HERU ásamt smitsjúkdóma- og líknardeild
Landspítalans fyrir mjög góða umönnun.
Pétur Jökull Pétursson Tina Teigen Pétursson
Stefán Pétursson Vigdís Jóhannsdóttir
María Pétursdóttir Philip S. Pedersen
Ásta S. Pétursdóttir Kasper Rasmussen
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ragna Kristín Karlsdóttir
frá Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku
Ólafsfirði sunnudaginn 12. maí.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 25. maí kl. 14.
Hulda Gerður Jónsdóttir Aðalsteinn Friðþjófsson
Magnús Símon Jónsson Silvia Putta
Hólmfríður Sólveig Jónsdóttir Gísli Heiðar Jóhannsson
Helena Reykjalín Jónsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson
Rögnvaldur Karl Jónsson Björg Traustadóttir
Harpa Hlín Jónsdóttir Magnús Rúnar Ágústsson
Elskulegur unnusti minn,
bróðir okkar og frændi,
Gísli Þór Þórarinsson
Lilleberg veien 13,
Mehamn, Noregi,
lést laugardaginn 27. apríl.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju, föstudaginn 17. maí kl. 13.
Aðstandendur.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
Sigurbjörn Reynir
Sigurbjörnsson
Tjarnabraut 8, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
mánudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá
Útskálakirkju, föstudaginn 17. maí kl. 13.
Eiríkur Stefán Sigurbjörnsson
Jóhanna Pálína Sigurbjörnsdóttir Wayne Carter Wheeley
Valdís Sigríður Sigurbjörnsdóttir Ægir Frímannsson
Símon Grétar Sigurbjörnsson
og frændsystkini.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Selma Sigurjónsdóttir
Lindargötu 33,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
4. maí. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. maí
klukkan 13. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks
Droplaugarstaða fyrir alúðleg störf og hlýhug.
Friðþjófur Björnsson
Ágústa Hrönn Axelsdóttir
Haukur Friðþjófsson Rannveig Gylfadóttir
Sigurjón Þór Friðþjófsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar,
nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar
Pálsson vann aðalverðlaunin þar í
fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðins
dóttir tónskáld.
Téð þing hefst í San Carlos de Baril
oche í Argentínu í dag og stendur til
18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk
eftir tvo Íslendinga hafa verið send
þangað nú, hennar og annað eftir Val
geir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum
ef laust fréttir af því á næstu dögum
hvernig okkar verkum reiðir af, það eru
útvarpsstöðvar alls staðar að úr heim
inum sem tilnefna, þannig að þetta er
stór pottur en það er heiður að fá að
vera með.“
Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur
árum með BAgráðu úr tónsmíðanámi
frá Listaháskóla Íslands og eftir það var
hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu
Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft
ágætlega mikið að gera síðan. Meðal
þess sem er á afrekaskránni hennar er
tónlist við einleikinn Griðastað, eftir
Eurovisionstjörnuna Matthías Tryggva
Haraldsson. Leikritið var útskriftar
verkefni hans af sviðshöfundabraut og
sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið
af Jörundi Ragnarssyni.
„Svo vorum við Ragnheiður Erla
Björnsdóttir saman með hljóðmynd
ina í verkinu Velkomin heim sem María
Thelma Smáradóttir var með í Kassan
um í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingi
björg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý
ég mér líka til sjálf, það er um að gera að
reyna að vera dugleg!“
Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingi
bjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuð
borgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung
byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja
en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og
klarinett. Svo eftir menntaskólann fór
ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár,
þar var ég að syngja og semja og hef varla
gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar
á leikskóla líka.“
Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir
Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju
heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og
þetta var bara vinnutitill, hvorki bók
stafurinn O né tölustafurinn 0, heldur
hnöttur!“ gun@frettabladid.is
O komið til Argentínu
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld úr Fellabæ á verk sem tilnefnt er til þátttöku
á alþjóðlega tónskáldaþinginu Rostrum of composers sem hefst í dag í Argentínu.
Ingibjörg Ýr er ánægð með að eiga verk í kynningu á alþjóðlegu tónskáldaþingi.
Það eru útvarpsstöðvar alls
staðar að úr heiminum sem til-
nefna, þannig að þetta er stór
pottur en það er heiður að fá að
vera með.
1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
C
-6
1
0
C
2
2
F
C
-5
F
D
0
2
2
F
C
-5
E
9
4
2
2
F
C
-5
D
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K