Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 27
frægustu dans- og dægurlaga- hljómsveitar landsins á þeim árum, KK-sextettsins. Auk þess stofnuðu þau hjónin og starfræktu verðlista sem í upphafi var pöntunarlisti sem fólki gafst kostur á að panta upp úr og fá sent í pósti. Þau Erla og Kristján tóku síðan upp á því að ferðast um landið og selja fatnað til fólks á lands- byggðinni. Á þessum ferðalögum sínum stofnuðu þau til traustrar og langvarandi vináttu við fjölda fólks á landsbyggðinni. Bernskudraumur Erlu rættist svo þegar þau hjónin opnuðu verslunina Verðlistann við Laugalæk í Reykjavík 5.4. 1965. Erla stóð vaktina í Verðlistanum í 52 ár eða allt til ársins 2014. Þar gekk hún í öll störf, sópaði stéttina, pússaði rúður, afgreiddi í verslun- inni og sá um rekstur fyrirtækisins. Erla hefur tekið virkan þátt í ýmsu félagsstarfi. Hún var fyrsti formaður Lionsklúbbsins Engeyjar og var mjög virk í klúbbnum fram á síðustu ár. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í þágu félagsins og á enn margar góðar vinkonur þar. Erla var einnig virk í starfi og ötull talsmaður Kaupmannasamtaka Ís- lands og var sæmd viðurkenningu samtakanna. Árið 2012 hlaut Erla svo þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) fyrir ævistarf sitt og fyrir að vera konum í atvinnulífinu hvatning og fyrir- mynd. Fjölskylda Erla giftist 31.7. 1949 Kristjáni Kristjánssyni (KK), f. 5.9. 1925, d. 2.6. 2008, tónlistarmanni og hljóm- sveitarstjóra. Hann var sonur Sig- rúnar Elínborgar Guðjónsdóttur, f. 7.10. 1904, d. 10.2. 1971, sauma- konu, og Kristjáns Karls Kristjáns- sonar, f. 14.11. 1902, d. 26.5. 1977, prentara. Börn Kristjáns og Erlu eru: 1) Þorbjörg Kristjánsdóttir, f. 7.12. 1949, verslunarmaður og síðar kaupkona í Verðlistanum, búsett í Reykjavík, en dætur hennar eru Erla Sigurðardóttir, f. 1967, kenn- ari í Mosfellsbæ, og Elínborg Sigurðardóttir, f. 1971, verslunar- stjóri í Noregi; 2) Pétur Wigelund Kristjánsson, f. 7.1. 1952, d. 3.9. 2004, tónlistarmaður og söngvari, en eiginkona hans er Anna Linda Skúladóttir og eru börn þeirra Íris Wigelund, f. 1980, talmeinafræð- ingur í Mosfellsbæ, Kristján Karl, f. 1984, nemi í Reykjavík, og Gunnar Eggert, f. 1989, nemi í Reykjavík, og 3) Sigrún Júlía Kristjánsdóttir, f. 4 11. 1959, á og rekur snyrti- og nuddstofuna Paradís í Reykjavík, gift Jóhanni Ásmundssyni tónlistar- manni og eru börn þeirra Auður El- ísabet, f. 1982, grafískur hönnuður í Reykjavík, Ásmundur, f. 1986, tón- listarmaður í Reykjavík, og Ragnar Pétur, f. 1994, söngvari í Reykjavík. Langömmubörn Erlu eru nú tíu talsins. Systir Erlu er Svala Wigelund, f. 2.3. 1930, kaupkona í Reykjavík, gift Steinþóri Steingrímssyni, píanóleikara og málara, og eiga þau fimm börn: Hrefnu, Steingrím, Pét- ur, Theodoru og Guðbjörgu. Foreldrar Erlu voru hjónin Vil- borg Dagbjartsdóttir, f. 26.12. 1911, d. 20.1. 1988, húsfreyja, og Peter Wigelund, f. í Þórshöfn í Fær- eyjum, 25.6. 1899, d. 22.12. 1974, skipasmiður í Keflavík og Reykja- vík. Úr frændgarði Erlu Wigelund Kristjánsson Erla Wigelund Kristjánsson Margrét Árnadóttir húsfr. á Klöpp Guðmundur Jónsson b. og sjóm. á Klöpp í Grindavík Valgerður Guðmundsdóttir húsfr. á Velli og í Ásgarði Vilborg Júlía Dagbjartsdóttir Wigelund húsfr. í Keflavík og í Rvík Dagbjartur Einarsson útgerðarm. á Velli og í Ásgarði í Grindavík Guðrún Sigurðardóttir húsfr. í Garðhúsum Einar Jónsson hreppstj. og dbrm. í Garðhúsum í Grindavík Einar Guðjón Einarsson aupm., hreppstj. og útvegsm. í Garðhúsum í Grindavík kBergþóraEinarsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari í KK og hljómsveitarstjóri Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona rni Guð- undsson form. og . í Teigi í rindavík Einar Júlíusson söngvari Á m Vilborg Árnadóttir húsfr. í Keflavík b G Laufey Árnadóttir húsfr. í Rvík Helena Eyjólfs- dóttir dægur- lagasöng- kona á Akureyri Svala Wigelund aupmaður í Rvík Vilborg Hrefna Wigelund Steinþórsdóttir útstillingahönnuður í Garðabæ og Rvík Theodóra Steinþórsdóttir húsfr. í Rvík kPétur Steinþórssonrafvirki og flugmaður í Rvík Steingrímur Steinþórsson sagnfr. og bókaútgefandi í Rvík Guðbjörg Steinþórsdóttir húsfr. Guðjón Einarsson skipstj. í Grindavík Einar Dagbjarts- son skipstj. og útgerðarm. í Ásgarði í Grindavík Dagbjartur Einarsson útvegsb., skipstj., ramkvstj. í Grindavík f Eiríkur Óli Dagbjartsson skipstj. og forstj. í Grindavík Jón Gauti Dagbjartsson skipstj. í Grindavík Sigurbjörn Daði Dagbjartsson viðskiptafr. og sjóm. í Grindavík Einar Dagbjartsson flugstjóri í Rvík Elisabet Christine Olsen Wigelund húsfr. í Þórshöfn Hans Danielsen sjóm. í Þórshöfn í Færeyjum Peter Wigelund skipasmíðameistari í Keflavík og Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Þórhallur Ásgeirsson fæddist íLaufási í Reykjavík 1. janúar1919. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Ásgeirsson, forseti Ís- lands, f. 1894, d. 1972, og Dóra Þór- hallsdóttir, f. 1893, d. 1964, systir Tryggva forsætisráðherra Þórhalls- sonar biskups Bjarnarsonar. Þórhallur varð stúdent frá MR 1937 og stundaði nám í hagfræði og stjórnmálafræði við Stokkhólms- háskóla 1937-1939 og á stríðs- árunum við Háskólann í Minnesota, BNA, þar sem hann lauk BA-prófi 1941 og mastersprófi 1942. Að námi loknu hóf Þórhallur störf sem viðskiptafulltrúi við sendiráð Ís- lands í Bandaríkjunum og starfaði þar til stríðsloka. Árið 1947 tók Þór- hallur við starfi ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu og starfaði þar samfleytt til sjötugs, að frádregnum fjórum árum sem fulltrúi Norður- landa við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington. Á starfsferli sínum vann Þórhallur að mikilvægum viðskiptamálum Ís- lands í fjóra áratugi og mótaði við- skiptaráðuneytið á umbrotatímum. Hann tók þátt í að skipuleggja við- töku Marshallaðstoðarinnar, leiddi gerð tvíhliða viðskiptasamninga við Rússland og önnur ríki Austur- Evrópu. Þórhallur var aðalsamn- ingamaður við inngöngu Íslands í EFTA 1970 og annaðist samninga fyrir Íslands hönd við Efnahags- bandalag Evrópu 1972. Þórhallur sat í stjórn Norræna fjárfestinga- bankans (NIB) um árabil, var m.a. formaður Verðlagsráðs, samstarfs- nefndar um gjaldeyrismál og lang- lánanefndar og var formaður Hrafnseyrarnefndar í tuttugu ár. Þórhallur var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1956, stórriddarakrossi 1969 og stjörnu stórriddara 1980, Danne- brogsorden, sænska Nordstjärn- orden, Finlands Lejon Orden og Den Kongelige Norske Sankt Olavs Orden. Eiginkona Þórhalls var Lilly Knudsen, f. 2.6. 1919, d. 23.1. 2016, frá Noregi. Börn þeirra eru Sverrir, Dóra, Ragna og Sólveig. Þórhallur lést 12. nóvember 2005. Merkir Íslendingar Þórhallur Ásgeirsson Nýársdagur 90 ára Ársæll Hannesson 85 ára Elísabet Eszter Csillag Þorsteinn Júlíusson 80 ára Anný L. Guðmundsdóttir Fanney Árdís Sigvaldadóttir Svanhildur Óskarsdóttir 75 ára Anna Margrét Hákonard. Bragi Steingrímsson Friðrik Jónsson Ríkarður Bergstað Jónass. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir Ævar Lúðvíksson 70 ára Baldur Steingrímsson Fatima Bekkaoui Hrönn Steingrímsdóttir Jón Thorarensen Karl Árelius Sigurðsson Margrét Sigurlásdóttir Trausti Valsson Örvar Ingólfsson 60 ára Ásgeir Núpan Ágústsson Elzbieta Wisniewska Erla Björg Sigurðardóttir Garðar Jóhannsson Guðný Jensdóttir Hildur Þorvaldsdóttir Laura Ann Howser Loftur Atli Eiríksson Marian Dzianach Ragnar Jónsson Sigríður Á. Guðmundsdóttir Sigurbjörg Árdís Indriðad. 50 ára Aras Ali Karim Esther Hlíðar Jensen Guðni Hjalti Haraldsson Guðrún Þórisdóttir Hafþór Pálsson Hilmir Arnarson Júlíus Ármann Júlíusson Linda Saennak Buanak Mostafa Bouya Nikola Glusica Vilborg Gunnarsd. Hansen Zahidah Talib H. Albu- Mohammed Þórhildur Sigurðardóttir Þórir Þórðarson Þröstur L. Hilmarsson 40 ára Aso Rashid Kadir Gísli Þór Ólafsson Guðmundur Valdimarsson Guzel Mukhammad Harald M. Karlsson Hjörtur Hjartarson Irina Cristiana Olaru Liezle Cequena Magnea Björk Valdimarsd. Ólína Elísabet Garðarsd. Paulina Agata Lichte Phat Kðay Chau Rahhal El Hannaouy Tahiri Shelan Chao Sigurður Máni Helguson Sylwester Sienkiewicz Sævar Hólm Valdimarsson Unnur Símonardóttir Zahid Tahseen Mahmood Þorbjörg Gísladóttir Örvar Ásmundsson 30 ára Áróra Lind Biering Ása María H. Guðmundsd. Basoz M.M. Mamand Bergdís Norðdahl Bisera Davitkova Dorota Dondelska Ewelina Kaluziak Ewelina Katarzyna Sawicka Guðmundur Egill Gunnarss. Gunnlaugur Gunnlaugsson Hannah Hjördís McVeety Kristófer Aron Reynisson Marteinn Sindri Svavarsson Moussa Teta Sif Ragnarsdóttir Sveinn Hólmkelsson Þröstur Leó Jóhannsson Miðvikudagur 95 ára Halldóra Sigríður Jónsd. 90 ára Katrín Eðvaldsdóttir Ragnhildur Rósa Eðvaldsd. 85 ára Halldór Hermannsson Sólveig Kristinsdóttir Þorbjörg Erna Óskarsdóttir 80 ára Sólveig M. Björling 75 ára Daggeir Pálsson Mary Ann Samúelsdóttir Torunn Sigurðsson 70 ára Anita Knútsdóttir Ágúst Ingi Ólafsson Bjarni Baldursson Eggert Gunnarsson Guðrún Helga Jónsdóttir Jónas T. Hallgrímsson Jón Árnason Svandís Magnúsdóttir Þorsteinn K. Óskarsson 60 ára Anfinn Heinesen Ankica Grnovic Birgir Sigurfinnsson Boguslaw Pawel Materna Bryndís Magnúsdóttir Jakob Svanur Bjarnason Kristín Ósk Þorleifsdóttir Matthildur Þ. Gunnarsd. Stefan Eagle Gilkerson Valdís Hulda Haraldsdóttir 50 ára Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Brynhildur Hall Carmencita D.M. Einarss. Elín Þóra Ingólfsdóttir Ellisif Malmo Bjarnadóttir Gintaras Paliekis Guðmundur H. Ásgeirsson Guðrún Linda Valbjörnsd. Guðsteina Hreiðarsdóttir Manoj Kumar Svanhvít Birna Hrólfsdóttir Þröstur Jóhannesson 40 ára Alejandro J.A. Baisson Ásdís Jörundsdóttir Daði Gunnarsson Dalibor Coric Elín Ósk Baldursdóttir Elísabet Birgisdóttir Ellert Sævarsson Gyða Þóra M. Stefánsdóttir Hulda Geirsdóttir Kanokwan Thiphakdi Leana Dawn Clothier Linda Y. Moncada Hengel Sigurður Áki Sigurðsson Snorri Sturluson Tatjana Jastsuk 30 ára Atli Einarsson Elísabet Ómarsdóttir Elvar Örn Guðmundsson Harpa Rún Víglundsdóttir Helgi Laxdal Helgason Hermann Hermannsson Hrönn Þorgeirsdóttir Jana Birta Björnsdóttir Revaz Genebashvili Til hamingju með daginn DRAUMAEIGN Á SPÁNI FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA Flamenca Village, Playa Flamenca Allegra, Dona Pepa Arenales del Sol, Los Arenales Mare Nostrum, Guardamar Gala, Villamartin Muna, Los Dolses Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.