Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Eins og við var búist fór lítið fyr-ir braggamálinu í áramóta- skaupi Ríkissjónvarpsins, enda mál- ið erfitt samfylkingarflokkunum. Þetta breytir því þó ekki að málið er óuppgert og að enn á eftir að skýra hlut borgarstjóra og annarra helstu for- svarsmanna borgar- innar. Dugar þar engan veginn að einn fyrrverandi starfsmaður borg- arinnar, fyrrver- andi undirmaður borgarstjóra, taki á sig alla sök.    Í þessum mánuði mun einn sam-fylkingarflokkanna, Píratar, funda í grasrótinni og taka afstöðu til málsins. Fróðlegt verður að sjá með hvaða rökum þessi flokkur sem jafnan þykist tala fyrir bættum vinnubrögðum hyggst rökstyðja áframhaldandi stuðning við borg- arstjóra.    Samfylkingarflokkurinn Við-reisn hefur reynt að fara huldu höfði í braggamálinu en gerir sig ekki líklegan til annars en áfram- haldandi stuðnings við borgar- stjóra, sem hlýtur að vera umhugs- unarvert fyrir þá sem töldu að flokkurinn gæti, sem ný viðbót, í það minnsta lagt eitthvað jákvætt til mála í meirihlutanum.    Braggamálið heldur sem sagtáfram og mun þar engu breyta þó að borgarstjóri hafi verið settur í rýnihóp yfir eigin verk og muni þar leggja hlutlaust og faglegt sam- fylkingarmat á þau.    Það eina sem sú ráðstöfun skilarútsvarsgreiðendum í Reykja- vík er að hún er frekari staðfesting á þeirri yfirgengilegu óráðsíu, stjórnleysi og feluleik sem við- gengst í borginni. Dagur B. Eggertsson Feluleikur um braggamál STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er fundur hjá Starfsgreina- sambandinu, SGS, á föstudaginn. Ég á von á því að Húsvíkingar skýri afstöðu sína á þeim fundi og þeir muni greina frá því hvað þeir eru ósáttir við,“ segir Björn Snæ- björnsson, formaður SGS. Hann segir að SGS muni fylgja þeirri áætlun sem ákveðin hafi verið og ef félög telji að þau geti náð betri árangri með því að fara í samstarf með öðrum þá eigi þau að gera það. Björn segir að fréttatilkynning samninganefnd- ar stéttarfélags- ins Framsýnar frá 28. desember um að félagið hafi veitt formanni sínum fullt umboð til þess að draga samnings- umboðið til baka frá SGS hafi ekki komið á óvart. Fara í annan farveg eftir vísun Björn segir ákvörðun Framsýn- ar engin áhrif hafa á það hvenær kjaradeilu SGS og SA verði vísað til sáttasemjara. „Við vitum ekki á hvaða tíma- punkti við munum vísa deilunni til sáttasemjara. En á meðan við get- um náð árangri með því að halda fundi með SA þá gerum við það. Málin fara í annan farveg þegar búið er að vísa til sáttasemjara. Vísunin er ekki aðalatriðið heldur það hvort við getum náð einhverj- um árangri og á meðan menn ræða saman er alltaf von á samn- ingi.“ Fundað meðan hægt er að ná árangri  Formaður SGS reiknar með að Framsýn greini frá óánægju sinni á föstudaginn Björn Snæbjörnsson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Björgunarsveitirnar, eða um 50 til 60 liðsmenn þeirra, aðstoðuðu um 30 til 40 ferðamenn á gamlársdag vegna þess að þeir óku inn á lokaða vegi. Fóru þeir inn á umrædda vegi þar sem þeir vissu ekki betur, annað hvort vegna þess að lokunarhliðin voru ófullnægjandi og ná aðeins inn á hálfan veginn eða þá að þau hafa ekki verið sett fyrir, segir Jónas Guð- mundsson hjá Landsbjörg. Hann segir að stórum aðgerðum vegna ferða erlendra ferðamanna hafi þó fækkað og verið fáar árið 2018. Jónas segir forvarnastarf og upplýs- ingagjöf hafa skilað töluverðum ár- angri. „Ef okkur myndi takast enn betur í sambandi við lokanir á vegum, þá myndu óþarfa útköll vegna þess nánast hverfa.“ Tíðarfar Nákvæmar tölur yfir fjölda útkalla björgunarsveita fyrir árið 2018 liggja ekki fyrir. Tölur yfir útköll segja þó ekki alla söguna útskýrir Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg, og bendir á að það geti verið stök útköll sem kalla á mikinn mannskap, en mörg útköll sem krefjist færri við- bragðsaðila. Eðli og fjöldi útkalla eru að miklu leyti háð veðurfari hverju sinni, segir Guðbrandur og bætir við að „við höf- um verið mjög heppin undanfarin tvö til þrjú ár hvað varðar tíðarfar, bæði að veturlagi og sumarlagi“. Hann segir slæmt veður yfir sum- armánuðina 2018 hafa dregið úr ferð- um um hálendið sem líklega fækkaði útköllum á þeim árstíma. Erfiður samanburður Spurður um atburði á afskekktum stöðum segir hann eðli þeirra útkalla mjög misjafnt og vísar til tveggja at- vika sem gerðust milli jóla og nýárs. Þá hafi bílslysið við Núpsvötn þar sem þrír létust og fjórir slösuðust krafist stórs hluta mannskaps nær- liggjandi björgunarsveita, en það hafi þó ekki verið fjölmennt lið. „Aftur á móti er útkallið sem varð við Grenivík þar sem stór hluti björg- unarsveita á Eyjafjarðarsvæðinu var kallaður til. Þar þurfti rúmlega hundrað björgunarsveitamenn til þess að aðstoða tvær konur sem féllu í bröttu fjalli og slösuðust illa. Þannig að þetta verður afstætt og erfitt að bera saman,“ segir Guðbrandur. Óku um lokaða vegi á gamlársdag  Útköll björgunarsveita misjöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.