Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  1. tölublað  107. árgangur  NJÓSNARINN SEM KOM INN ÚR KULDANUM BER SÝN- INGUNA Á HERÐUM SÉR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM HEILSU EINRÆÐISHERRANN 33 32 SÍÐNA SÉRBLAÐHÆGRI HÖND BRANDS ÍÞRÓTTIR „Ef til staðar hafa verið einhver timburmenni eða eftirsjá frá seinasta ári þá skolaðist það út þarna,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, stjórnarmaður í SJÓR – Sjósunds- og sjóbaðs- félagi Reykjavíkur, sem í gær stóð fyrir hinu árlega nýársdagssjósundi í Nauthólsvík. Ragnheiður taldi að ríflega 200 manns hefðu mætt í sjóinn í gærmorgun og „flestir í búningi“ en hefð hefur skapast um að sund- fólk klæði sig upp í búninga í tilefni dagsins, til að auka skemmtigildi sundsins enn frekar. Sjórinn í Nauthólsvík var um ein gráða á Celsius í gærmorgun og sagði Ragnheiður að sundfólk myndi halda áfram að stunda sjó- sund yfir köldustu mánuðina, enda fengist „mesta kikkið“ þá. Nýja árinu fagnað í búningi í Nauthólsvík Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirsjá síðasta árs skolað út í einnar gráðu heitum sjó Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur alltaf verið svo erfitt að komast inn í Kína en netverslun yfir landamæri er að opnast meira og meira. Þessi möguleiki gefur litlum og meðalstórum fyrirtækjum mögu- leika að selja vörur í Kína án þess að vera með aðstöðu þar. Í dag geturðu verið með lagerinn þinn á Íslandi og farið inn á Kínamarkað með lítilli áhættu,“ segir Teitur Jónasson, stofnandi og einn eigenda Content People í Danmörku. Fyrirtækið sér- hæfir sig í markaðssetningu á netinu og hefur að undanförnu einbeitt sér að markaðinum í Kína. Í viðtali við Morgunblaðið í dag lýsir Teitur því að mikil tækifæri séu fyrir lítil og meðalstór íslensk fyr- irtæki til að koma sér á framfæri í Kína um þessar mundir. Þá fylgi stór tækifæri auknum straumi ferða- manna frá Kína en því er spáð að um 100 þúsund ferðamenn komi frá Kína til Íslands í ár. Vilji íslensk fyrirtæki ná til kínverskra neytenda og ferðamanna þurfi þau hins vegar að tileinka sér nýjar aðferðir, þar- lenda samfélagsmiðla og fyrirkomu- lag símagreiðslna. Ekki þýði að ætla sér bara að þýða efni heimasíðu fyrirtækisins á ensku eða að notast við hefðbundna miðla. Teitur hefur þegar unnið með nokkrum íslenskum fyrirtækjum að því að koma þeim á framfæri í austri. Hann telur að tækifærin séu næg fyrir fleiri fyrirtæki. „Ísland og Norðurlöndin eru heit og Ísland sló til dæmis í gegn í tengslum við HM í fótbolta. Fyrir vikið er vakning gagnvart íslenskum vörum og Kínverjar eru mjög áhuga- samir um ekta vörur sem Íslending- ar nota sjálfir. Þeir eru til dæmis áhugasamir um ferska matvöru, heilsu- og snyrtivörur og vörur fyrir mæður og börn þeirra.“ Mikil tækifæri fyrir ís- lensk fyrirtæki í Kína  Netverslun yfir landamæri opnast  Æ fleiri ferðamenn Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Ferðamenn í Hörpu Búist er við því að um 100 þúsund ferðamenn frá Kína komi til landsins á þessu ári. Þeim er lýst sem „eftirsóttum“ ferðamönnum. MMikil sóknarfæri í … »18 Mikill fjöldi erlendra ferðamanna kaus að dvelja á Íslandi yfir hátíð- irnar og var uppbókað á flestum hót- elum í Reykjavík yfir áramótin. For- maður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir hátíðirnar hafa verið góðar fyrir greinina. Þá voru fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en áður og voru þeir vel sóttir. Rekstraraðili segir fleiri hafa farið út að borða í Reykjavík en áður á þessum degi og einkenndist kvöldið af jákvæðum anda gesta sem og starfsmanna. Talsverður fjöldi var í miðbæ Reykjavíkur, en einnig eru í boði skipulagðar ferðir á brennur og flug- eldasýningar fyrir ferðamenn. Þær eru vinsælar meðal erlendra gesta, en eftirspurnin er umfram framboð af plássi við viðburðina. »4 Morgunblaðið/Hari Jólakötturinn Margir ferðamenn völdu höfuðborgina um áramótin. Vilja Ísland í desember Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan 21.19 í gærkvöldi vegna elds í klæðningu á húsinu við Eddufell 8. Var í kjölfarið allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang. Eldurinn kom upp á fyrstu hæð hússins og náði að breiðast út á aðr- ar hæðir. Húsið er fjórar hæðir og voru allar íbúðir þess rýmdar. Slökkvilið náði fljótt tökum á eld- inum og um tíuleytið var búið að slökkva allan yfirborðseld. Þá var hafist handa við að rífa klæðningu af þaki og vegg til að ganga úr skugga um að eldurinn hefði ekki borist þangað. Um hálfellefu í gærkvöld var farið að sjá fyrir endann á slökkvistörfum. Engan sakaði. teitur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldur Frá vettvangi. Allt tiltækt slökkvililið var kallað á staðinn. Eldsvoði í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.