Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
hyggju og að þú hafir fundið
fyrir þakklæti mínu í þinn garð.
Þú munt alltaf eiga stóran stað í
mínu hjarta. Ég elska þig.
Mariko Margrét
Ragnarsdóttir.
Þegar Íslendingar greina frá
þjóðerni sínu á fjölþjóðlegum
mótum esperantista er alltaf
spurt fyrst sömu spurningar.
Ekki um Gullfoss og Geysi, fjár-
málahrunið eða Eyjafjallajökul,
heldur er spurt með andakt
„þekkirðu Baldur Ragnarsson?“
Því Baldur er ekki einungis
langsamlega þekktasti Íslend-
ingur meðal esperantista heldur
einnig með allra stærstu nöfn-
um alþjóðlegu esperantohreyf-
ingarinnar.
Baldur lærði esperanto um
miðja síðustu öld. Hann hreifst
strax af málinu og varð fljótt
ástríðufullur esperantisti og lét
að sér kveða innan alþjóðahreyf-
ingarinnar. Hann vakti athygli
með frumsömdum ljóðum og
þýðingum á íslenskum bók-
menntum, fornum og nýjum.
Hann gaf út fimm frumsamdar
ljóðabækur á málinu og þýddi á
það reiðinnar býsn af ljóðum ís-
lenskra skálda frá öllum tímum.
Honum voru falin ýmis mikil-
væg störf innan hreyfingarinn-
ar, hann var t.d. formaður Bók-
menntadómnefndar Alþjóða
esperantosambandsins 1975-86.
Frá 1979 til dauðadags var hann
meðlimur í hinni fámennu
Esperantoakademíu, sem er
æðsta stofnun hreyfingarinnar
viðvíkjandi esperanto sjálfu, til
þess að varðveita grundvöll
tungumálsins og hlúa að þróun
þess. Þá var Baldur í forsvari
fyrir Alþjóðaþingi esperantista í
Reykjavík 1977, sem sótt var af
1.200 manns hvaðanæva úr
heiminum og þótti takast sér-
lega vel.
Baldur var tvímælalaust
mikilvirkastur esperantoskálda
og þýðenda á Íslandi. Þegar
menntaskólakennslu hans lauk
árið 2000 urðu afköstin með
ólíkindum. Þá þýddi hann helstu
bókmenntaverk Íslendinga á
esperanto: Njáls sögu, Snorra-
Eddu, Egils sögu, Völsunga
sögu ásamt þeim Eddukvæðum
sem stuðst er við í henni. Einnig
þýddi hann Sjálfstætt fólk og
þrjár ljóðabækur Gerðar
Kristnýjar á esperanto. Þýðing-
ar hans á íslenskum skáldskap á
esperanto eru nú orðnar svo
margar og fjölbreyttar að þar
verður helst til jafnað sem eru
þýðingar Helga Hálfdanarsonar
úr erlendum málum á íslensku.
Þýðingar hans flestar eru með
einstökum snilldarbrag og má
þar til dæmis nefna þýðingu
Völsunga sögu og Höfuðlausnar
Egils Skallagrímssonar.
Þegar síðasta frumsamda
ljóðabók Baldurs á esperanto
kom út árið 2013 hafði hann ver-
ið esperantisti hálfa ævi alþjóða-
tungunnar og ætíð barist
ótrauður fyrir framgangi máls-
ins og hinni alþjóðlegu menn-
ingu sem hann gerði ennþá al-
þjóðlegri með því að auka við
hana íslenskum skáldskap frá
Agli Skallagrímssyni til Gerðar
Kristnýjar.
Baldur var atkvæðamikill í ís-
lensku esperantohreyfingunni
og gegndi þar mörgum
ábyrgðarstörfum – hann var
m.a. formaður Íslenska esper-
antosambandsins. Það mátti
treysta því að hann átti alltaf
mikinn þátt í að gera mánaðar-
lega fundi esperantista fróðlega
og skemmtilega – og miðlaði þá
af sinni óviðjafnanlegu þekkingu
og kunnáttu í málinu, sögu þess
og bókmenntum. Gott var að
hlýða á djúpa og fagra rödd
hans og óvenjulega góðan fram-
burð málsins þegar hann las
upp á esperantofundum.
Við, íslenskir esperantistar,
vinir Baldurs og Þóreyjar,
þökkum allar hinar góðu sam-
verustundir með þeim hjónum
og sendum Þóreyju og aðstand-
endum innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Íslenska esperantosam-
bandsins,
Kristján Eiríksson og
Steinþór Sigurðsson.
Látinn er á 89. aldursári
Baldur Ragnarsson, vinur okkar
og samstarfsmaður til nálega
þrjátíu ára.
Baldur var hæglátur og íhug-
ull maður, en ákveðinn og
fylginn sér ef því var að skipta,
viðræðugóður og samstarfsþýð-
ur. Hann var mikill grúskari að
eðlisfari sem kemur meðal ann-
ars fram í óhemju miklu starfi
við þýðingar á og af esperanto
og bókum hans um tungumál, en
einnig hjá hinu íhugula ljóð-
skáldi sem hann var. Baldur var
í árdaga ráðinn til MH ekki síst
til þess að styrkja þá grunn-
stefnu skólans að þjálfa nem-
endur vel og skipulega í ritun og
ritgerðasmíð, en að því hafði
hann áður unnið í skólakerfinu
sem kennari, námstjóri og
kennslubókahöfundur.
Einhvern tíma fyrir löngu
göntuðumst við með það hvaða
’kofa’ væri átt við í orðatiltækinu
að koma ekki að tómum kof-
anum hjá e-um. Ennþá vitum við
ekkert um þennan kofa en við
töldum þá að líklega hefði þetta
festst í málinu til að grípa til ef
lýsa þyrfti Baldri Ragnarssyni.
Hann var nefnilega hafsjór af
fróðleik og fáir jafn útbærir á
þekkingu sína og hann. Og svör-
in voru jafnan þannig að maður
skildi þau. Í þau fáu skipti sem
hann svaraði ekki um leið og
spurning var borin upp þá leið
ekki á löngu þar til hann gauk-
aði að okkur vélrituðum punkt-
um um efnið og við máttum nýta
að vild. Og væri það svo að
mann sárvantaði orðskýringar
við Sjálfstætt fólk eða leiðbein-
ingar við stílfræði eða bragfræði
eða goðafræði eða annað smá-
legt þá skrifaði hann bara
kennslubók um efnið. En
kennslubækur hans spanna allt
sviðið frá almennri málfræði,
málsögu, stílfræði og yfir í ljóða-
gerð.
Eftirminnilegt og lærdóms-
ríkt var að sitja með Baldri í
prófayfirferð í MH tvisvar sinn-
um á ári, árum saman. Hann var
rólegur eins og klettur, sat lengi
við í senn, hvarf svo stutta stund
og fékk sér kaffisopa og syk-
urmola með, tróð sér í pípu og
púaði og byrjaði svo á nýjan
leik. Og ef við bárum undir hann
einstaka svör nemenda, sem við
botnuðum ekkert í, þá svaraði
hann ævinlega með því að taka
málstað nemenda, sagði að þeir
ættu að njóta vafans og bætti
svo við að í þessu leyndist nú
kannski sannleikskorn ef við lit-
um á það með opnum hug. Já,
nokkrar stelpur og strákar sem
útskrifast hafa úr MH eiga
Baldri nú hugsanlega meira að
þakka en þau gera sér grein
fyrir.
Þegar við ræddumst við eftir
að okkur barst andlátsfregn
Baldurs barst talið meðal annars
að kveðskap hans. Svo einkenni-
legt sem það er þá rámaði okkur
báða í sama ljóðið eftir hann,
Orð, úr ljóðabókinni Undir
veggjum veðra sem kom út 1962.
Hann var nefnilega maður orða.
Orð eru næring
minna róta
þau styrkja þrótt minn
auka mér vaxtarmegn
en framar öllum
orð þín
orð ástar þinnar
sem líf mitt er vaxið upp af
þau ein
láta sál mína blómstra.
Við kveðjum með virðingu og
söknuði öðlinginn Baldur Ragn-
arsson.
Fyrir hönd íslenskudeildar
Menntaskólans við Hamrahlíð,
Steingrímur Þórðarson og
Gunnlaugur Ástgeirsson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkæra, yndislega móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
HREFNA SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn
17. desember. Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. janúar klukkan 15.
Kolbrún Sveinsdóttir
Erla Sveinsdóttir Pétur J. Eiríksson
G. Ágúst Pétursson Sesselja Auður Eyjólfsdóttir
Ingibjörg Pétursdóttir Hartwig Müller
Pétur Pétursson Dóra Kristín Björnsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA SNORRADÓTTIR
frá Syðri-Bægisá, Öxnadal,
húsfreyja í Stóra-Dunhaga, Hörgárdal,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 4. janúar klukkan 10.30.
Þórlaug Arnsteinsdóttir Jóhann Þór Halldórsson
Sigrún Arnsteinsdóttir Jóhannes Axelsson
Árni Arnsteinsson Borghildur Freysdóttir
Hulda Steinunn Arnsteinsd.
G. Ingibjörg Arnsteinsdóttir Þórður Ragnar Þórðarson
Unnur Arnsteinsdóttir Friðrik Sæmundur Sigfússon
Heiðrún Arnsteinsdóttir Friðjón Ásgeir Daníelsson
og fjölskyldur
Ástkæra, yndislega móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
SUNNEVA JÓNSDÓTTIR,
Melalind 12,
sem lést á heimili sínu í Kópavogi
laugardaginn 15. desember, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 13.
Sigþór Guðmundsson Lilja Hafsteinsdóttir
Hannes Freyr Guðmundsson Hanna Sigr. Jósafatsdóttir
Sigurborg Guðmundsdóttir
Lárus Þór Guðmundsson Ásgerður Baldursdóttir
Elín B. Björgvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
amma,
RAGNHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Steinholtsvegi 7, Eskifirði,
sem lést föstudaginn 21. desember, verður
jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn
4. janúar klukkan 14.
Árni Halldórsson
Kristín Árnadóttir
Halldór Árnason
Björn Árnason
Sigrún Árnadóttir
Guðmundur Árnason
Auður Sigrúnardóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN ÓLAFÍA ÞORVALDSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 7,
Reykjavík,
andaðist laugardaginn 22. desember á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. janúar 2019, kl.
13.00.
Þorvaldur G. Ágústsson Anne Ágústsson
Grétar E. Ágústsson Hafdís Gísladóttir
Bárður J. Ágústsson
barnabörn og barnabarnabörn
Sumarið 1996
skráði ég mig í
gönguferð með
Ferðafélagi Íslands í
Héðinsfjörð og Hvanndali til
Ólafsfjarðar. Hvort tveggja kom
til, að þetta áhugaverða svæði var
þá fremur fáfarið og ekki síður, að
af fararstjóranum fór það orð, að
hann væri einstakur í sinni röð,
fróður með afbrigðum og færi ekki
alltaf troðnar slóðir í leiðsögn
sinni. Hvað um það, við félagi Sig-
urður Jónsson hittum hópinn á til-
settum tíma á Hóli í Siglufirði það-
an sem leggja skyldi upp í
gönguna yfir Hestskarð til
Héðinsfjarðar. Eftir fróðlegan fyr-
irlestur fararstjórans sem mættur
var til leiks í skyrtu með hálstau, í
síðum frakka og í takkaskóm, var
lagt í hann í einhverja eftirminni-
legustu göngu sem ég hef tekið
þátt í.
Þannig voru mín fyrstu kynni af
Valgarði Egilssyni, sem svo
sannarlega reyndist einstakur í
sinni röð á þessum vettvangi.
Þekking hans og frásagnarmáti
var í algjörum sérflokki auk þess
sem maðurinn reyndist einstak-
lega skemmtilegur félagi. Ein-
hverra hluta vegna myndaðist
þarna með okkur sérstakt sam-
Valgarður
Egilsson
✝ Valgarður Eg-ilsson fæddist
20. mars 1940.
Hann lést 17.
desember 2018.
Útför Valgarðs
fór fram 28. desem-
ber 2018.
band og kunnings-
skapur. Árið eftir fór
ég aðra slíka ferð
með honum og enn
nokkru síðar var ég
svo lánsamur að
hann tók að sér að
leiða lítinn hóp á
mínum vegum frá
Grenivík yfir á Flat-
eyjardal og þaðan
gegnum Fjörður og
Keflavík að Látrum í
Eyjafirði þaðan sem síðan var siglt
inn til Grenivíkur – ferð sem ferða-
félagar þessa hóps gleyma seint.
Á þessum slóðum var Valgarður
jafnvel enn betur í essinu sínu sem
fararstjóri enda upprunninn í
Fjörðum og þekkti þar nánast
hverja þúfu. Honum voru þessar
slóðir einkar hugleiknar eins og
bækur hans um þetta svæði bera
fagurt vitni um.
Leiðir okkar lágu af og til sam-
an í seinni tíð og ævinlega var jafn
áhugavert að hittast og spjalla –
þar var ég yfirleitt þiggjandi frem-
ur en veitandi. Hann sýndi átök-
um, sem ég átti í á opinberum vett-
vangi varðandi fag mitt, mikinn
áhuga og stuðning og spurði gjarn-
an um framgang þeirra mála.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast og
eiga stundir með sagnamanninum
Valgarði Egilssyni. Í mínum huga
eru mikil verðmæti fólgin í þeim
kynnum og góðar minningar, sem
gleðja hugann.
Fjölskyldu hans sendi ég
samúðarkveðjur.
Guðmundur Jóelsson.
Þegar ég hugsa til
Henrýs, samstarfs-
manns í tónlistinni í
rúma hálfa öld sem nú er farinn á
annan stað og örugglega búin að
hitta Þór Valla og jafnvel Brian
Jones líka, þá kemur upp í hugann
mynd af traustum, trúum og um-
fram allt góðum vin. Henry var
hörkugóður bassaleikari og þegar
Ólafur Bachmann gekk til liðs við
bandið og þeir lögðu saman krafta
sína varð til þessi drifkraftur og
„drive“ sem gaf Logunum sinn
sterka svip og „sound“, má segja
vélin í bátnum sem hann réri fyrir
allt fram á þennan dag. Þegar leiðir
Loganna og Ámunda Ámundasonar
umboðsmanns Íslands á þeim tíma
skildi má segja að Henrý hafi um-
bað bandið upp frá því. Já, og þar
voru sko mál okkar strákanna í góð-
um og traustum höndum.
Henry Ágúst
Åberg Erlendsson
✝ Henry ÁgústÅberg Erlends-
son fæddist 15. nóv-
ember 1946. Hann
lést 8. desember
2018.
Útför hans fór
fram 27. desember
2018.
Henrý var mjög
ötull við að safna öll-
um heimildum um
Loga og held ég að
óhætt sé að segja
hans hjartans mál
hvort sem var í hljóð,
mynd eða á prenti.
Vonandi fær öll hans
vinna að koma fyrir
almenningssjónir til
að heiðra minningu
hans. Það eru ekki
margar hljómsveitir sem starfa í
meira en fimmtíu ár sem var raun-
in með Loga og má örugglega
þakka það hversu góð vinátta var
milli okkar strákana í bandinu,
vinátta sem heldur út ævina. Það
var ekki nóg með að bandið væri
hans hjartans mál heldur var
Henrý hjartað í bandinu, enda hef-
ur hann örugglega teipað það vel
og vandlega saman.
Þín verður sárt saknað, kæri
vinur og félagi, og þegar Keith
Richards sest að borði með ykkur
strákunum þarna uppi berðu hon-
um þá kveðju frá okkur.
Við vottum fjölskyldu hans og
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Hermann Ingi Hermannsson,
Helgi Hermannsson.