Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 ✝ AðalbjörgMagnúsdóttir fæddist 17. desem- ber 1923 á Reyðar- firði. Hún lést 26. desember 2018 á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík. Foreldrar henn- ar voru Rósa Sig- urðardóttir, f. 1898, d. 1939, ætt- uð frá Seyðisfirði, og Magnús Guðmundsson, f. 1893, d. 1972, frá Felli í Breiðdal. Systkini hennar voru Aagot, f. 1919, d. 1983; Emil Jóhann, f. 1921, d. 2001; Rannveig Torfhildur, f. 1922, d. 2002; Stefanía, f. 1924, d. 2007; stúlka, f. 1924, d. sama ár; Guðmundur, f. 1926; Guðný Ragnheiður, f. 1927; Sigurður, f. 1928, d. 2011.Tveggja ára gömul fór hún í fóstur til hjónanna Önnu Carlsdóttur og Jóhanns Pálssonar á Heyklifi í Stöðvarfirði og ólst þar upp ásamt þrem fóstursystkinum, Stefáni, Jóhönnu og Jónasi, en b) Erla Dögg, sambýlismaður hennar er Gary M. Wake og eiga þau eina dóttur. c) Þor- steinn Jóhann, kvæntur Lisa Andersson. Þau eiga þrjú börn. 3) Þórólfur, f. 1949, kvæntur Ólrikku Sveinsdóttur. Þau eiga tvær dætur: a) Marína Ósk, unnusti hennar er Mikael Máni Ásmundsson. b) Helena Rós, gift Inga Frey Hilmarssyni og eiga þau tvö börn. 4) Jóhanna Rósa, f. 1955. 5) Oddný Jóna, f. 1957, gift Ellerti Inga Harðar- syni. Börn þeirra eru: a) Hörð- ur Már, b) Sigrún, unnusti hennar er Ólafur Páll Hólm- arsson, c) Aðalbjörg, sambýlis- maður hennar er Ísar Mar Árnason og eiga þau eitt barn. Aðalbjörg var húsmóðir á stóru heimili þar sem flest sem þurfti til daglegs lífs var heima- unnið. Hún var ein af stofn- endum Styrktarfélags vangef- inna á Austurlandi og einnig ein stofnenda Krabbameins- félags Austfjarða. Hún var í stjórn þessara félaga um langt árabil og gegndi formennsku í báðum félögum um tíma. Einn- ig sat hún í stjórn Krabba- meinsfélags Íslands eitt kjör- tímabil. Útför Aðalbjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. janúar 2019, klukkan 13. Stefán og Jóhanna eru nú látin. Árið 1941 giftist hún Þorsteini Sig- urðssyni sjómanni frá Búðum á Fá- skrúðsfirði og bjuggu þau þar til ársins 1994 er þau fluttust til Reykja- víkur. Þorsteinn lést 28. maí 2015. Börn þeirra eru: 1) Anna Guðlaug, f. 1943, gift Ólafi B. Kristinssyni. Þeirra börn eru: a) Kristinn, kvæntur Cecilie B. H. Björgvinsdóttur. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. b) Þorsteinn, kvænt- ur Lise Marit Kaspersen. Börn þeirra eru þrjú. c) Aðalbjörg Íris, gift Eiríki Ingvarssyni og eiga þau tvö börn. d) Brynjar, kvæntur Melanie Davíðsdóttur. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Sigurður Jóhann, f. 1946, kvæntur Sæunni Þor- valdsdóttur. Þeirra börn eru: a) Linda Björk, sambýlismaður hennar er Torsten Spannhake. Í dag er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir kærleiks- ríka foreldra, fyrir alla þá hjálp sem mamma og pabbi veittu fjöl- skyldu minni, þakklæti fyrir að hafa fengið að vera hjá mömmu um stund á aðfangadagskvöld, fyrir að hafa fengið að vaka hjá henni síðustu nóttina og fyrir að hafa fengið að halda í höndina á elsku mömmu þegar hún sofnaði svefninum langa. Í Reykholti bjuggu fjórir ætt- liðir og eins og gefur að skilja var ekki alltaf auðvelt að vera tengdadóttirin. Mamma var þó svo sannarlega kletturinn sem allir treystu á. Hún var trúuð og litaði það allt hennar líf. Mamma og pabbi voru samhent hjón og gengu í takt í 72 ár enda erfitt að tala um annað þeirra án þess að nefna hitt. Mamma hefur alla tíð verið stór partur af mínu lífi. Ég er yngst fimm systkina og var mikil mömmustelpa sem mátti varla af henni sjá. Hún var ólöt við að leyfa mér að fylgja sér eftir og ef hún fór niður í búr, sem var niðri í kjallara, þá skyldi ég með og það var auðfengið þrátt fyrir að stiginn væri ekki mjög barnvænn og ferðirnar margar. Árið 1994 ákváðu mamma og pabbi að flytja til Reykjavíkur. Við fjölskyldan nutum svo sann- arlega góðs af því, þessi ákvörð- un var ekki síst tekin svo þau gætu hjálpað til við barnapössun. Þetta lýsir báðum foreldrum mínum svo vel, þau voru alltaf til staðar fyrir aðra, hvort sem það var fyrir okkur börnin þeirra eða vandalausa. Heima á Fáskrúðs- firði bakaði mamma handa þeim sem voru einir yfir hátíðirnar og hér í Reykjavík stóð heimili þeirra ávallt öllum opið og ein- stæðingum boðið að taka þátt í jólahaldinu með þeim. Við mamma heyrðumst í síma á hverjum degi. Það voru því ófá skiptin, eftir að hún var komin upp á Eir, sem ég tók upp tólið til að hringja í hana, alveg hugsun- arlaust. En fljótlega eftir að hún fór þangað fór henni að hraka. Það var sárt þegar hún þekkti okkur ekki en á góðum dögum var stutt í fallega brosið hennar og hún naut þess að hafa okkur hjá sér og vera föðmuð og kysst. Hún elskaði lítil börn og lifnaði öll við þegar hún fékk þau í fang- ið. Mamma var bæði hagmælt og músíkölsk. Þrátt fyrir sjúkdóm- inn skynjaði hún tónlistina og hafði gjarnan orð á því ef ég sló feilnótu á orgelið og sagði bros- andi og glettin á svip „þarna fórstu nú út af laginu“ og svo hlógum við saman. Ljóðið „Til söngsins“ lýsir mömmu svo vel og hvernig hún skynjaði lífið í gegnum söng og tónlist. Ó, mættir þú söngur sigra, og signa hvert jarðarbarn, gleði og göfgi veita, á göngunni um lífsins hjarn. Ó, mættir þú laða og leiða, með ljúfþýðum tónaseim, þá fegurð sátt og friður, æ fyndust hér í heim. (Aðalbjörg Magnúsdóttir) Að lokum langar mig til að þakka öllu því góða fólki, sem annaðist mömmu, fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð þau átta ár sem hún dvaldi á Eir. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Takk fyrir yndislega og ríkulega samfylgd. Í hjarta mínu átt þú alltaf stað. Minning þín er björt og hlý. Þín Oddný og fjölskylda. Það er komið að kveðjustund að lokinni langri ævi. Margt leit- ar á huga þeirra sem syrgja en stundum eru aðstæður þannig að sorginni fylgir léttir eftir að þrótturinn er löngu horfinn. Mamma ólst upp á bænum Heyklifi á Kambanesi við Stöðvarfjörð og þó bærinn hafi verið afskekktur á þeim tíma fór hún ekki á mis við hagnýta fræðslu. Fósturmóðir hennar kenndi henni og öðrum stúlkum á bænum hannyrðir og einnig bæði íslensku og dönsku. Með það veganesti fór hún sem ung kona til frekara náms á hús- stjórnarskólann á Hallormsstað. Mamma og pabbi felldu hugi saman þegar hún um tíma hafði tekið að sér heimilishald konu sem átti von á barni á Búðum við Fáskrúðsfjörð. Pabbi lét þess einhvern tíma getið að hafa fyrst tekið eftir þessari fallegu og dug- legu stúlku við snúrustaurinn hjá Lögbergi. Það varð upphafið að frekari kynnum og farsælu hjónabandi sem varði í 72 ár eða meðan bæði lifðu. Hún var atorkumikil og glaðvær sjó- mannskona sem annaðist stórt heimili þar sem bjuggu lengst af fjórar kynslóðir eins og algengt var. Hún eignaðist vefstól sem fósturforeldrar hennar gáfu henni og óf hún dúka, teppi, mottur og allt sem þurfti til heimilisins. Einnig prjónaði hún og saumaði fatnað á heimilisfólk- ið og síðar á börnin og barna- börnin. Oft var gestkvæmt í Reykholti og alltaf var pláss við borð eða rúm fyrir næturgest hvernig sem á stóð að öðru leyti. Mömmu var jafnan umhugað um þá sem minna máttu sín í samfélaginu og þess nutu ýmsir í þorpinu sem á þurftu að halda og fengu ýmist heimsóknir eða ein- hver var sendur af stað með glaðning til þeirra. Hún var lengi í heimaþjónustu við aldraða og tók þátt í félagsstarfi eldri borg- ara. Það var eitt af einkennum mömmu að allt, sem hún gerði innan og utan heimilisins, gerði hún af mikilli gleði og einlægri fórnfýsi þar sem allir aðrir höfðu forgang. Börnin okkar nutu þess að dvelja sumarlangt á Reykholti við leik og störf fram á unglings- ár. Mamma var hagmælt og eftir hana liggja frumort ljóð, þýddir sálmar og tækifærisvísur, sem ortar voru af ýmsu tilefni, bæði afmæliskveðjur og gamanvísur. Tónlistin hafði sinn ríka sess á heimilinu og oft var mikið spilað og sungið. Kristin trú var hennar leiðar- ljós alla tíð og ung gekk hún til liðs við Kirkju sjöunda dags að- ventista. Mamma og pabbi fluttu til Reykjavíkur 1994 og bjuggu í næsta húsi við okkur. Eftir það fórum við saman í ferðalög um landið og erlendis. Ein af hugljúfustu minningum mömmu frá bernskuárunum á Heyklifi er tengd jólum en þá var ljósið látið loga á jólanótt. Að fá að sofna á aðfangadagskvöld í bjarmanum frá litla olíulampan- um var svo hátíðlegt og þrátt fyr- ir þá ljósadýrð sem einkennir jól nútímans var þetta litla ljós frá bernskujólunum það fegursta og það sem skærast skein í hennar huga hverja jólanótt. Í ljósi þess er gott að hugsa til þess að mamma fékk að sofna sinn síðsta blund á jólum. Blessuð sé minning um ást- kæra móður og tengdamóður. Hennar er sárt saknað. Anna og Ólafur. Elsku mamma mín. Þú náðir þeim háa aldri að verða 95 ára. Minningarnar streyma fram og það er ekkert sem jafnast á við barnæskuna í Reykholti þar sem við systkinin nutum þess að eiga þig, pabba, Laugu ömmu, afa og langömmu að. Sambúðin með fleiri kynslóð- um var ekki alltaf auðveld en það sem einkenndi mína barnæsku var kærleikur ykkar til okkar barnanna og ekki síst á milli þín og pabba, því kærleikurinn ykk- ar á milli var engu líkur og er fyr- irmynd fyrir okkur öll. Það var oft erfitt að horfa upp á þig hverfa inn í heim heilabil- unar og stundum náðum við ekki sambandi við þig. En ég hafði yfirleitt sterka tilfinningu fyrir því að þú varst þarna inni og skynjaðir návist okkar. Yndis- legast af öllu var að þrátt fyrir breytingarnar sem áttu sér stað, þá varstu alltaf þessi sama hjartahlýja og góða manneskja sem elskaðir okkur og naust þess að fá bæði faðmlög og kossa. Það voru forréttindi að fá að alast upp með mömmu sem var heima. Við vorum mörg í heimili og þú varst kletturinn í heimilis- haldinu með góðum stuðningi frá ömmu og langömmu. Það lék allt í höndunum á þér hvort sem það var að sauma föt á okkur, prjóna nærföt og margt annað á prjóna- vélina, bæði á okkur og til að gefa, sast við stóra vefstólinn og bjóst til efni í skyrtur og hin flottustu rúmteppi svo eitthvað sé nefnt. Þú bjóst til besta mat sem ég veit um og margir vildu fá uppskriftina að þínum frægu fiskibollum, en þú sagðir hana bara vera í höfðinu á þér. Á hvíldardagsmorgnum fórstu oft snemma á fætur, bjóst til kakó sem þú færðir okkur í rúm- ið. Þú passaðir alltaf upp á að við vöknuðum á réttum tíma til að fara í skólann, einnig hélstu okk- ur við efnið hvað varðaði að læra heima og skilaði það yfirleitt frá- bærum einkunnum. Það voru ekki bara við á heimilinu sem nutum góðs af þínum kærleika og fórnfýsi. Þú passaðir alltaf upp á þá sem minna máttu sín. Sendir okkur með mat handa þeim sem voru einir og áttu eng- an að. Aðstoðaðir lækninn að taka á móti börnum þegar ljós- móðirin var ekki við, þú bjóst um lík þegar einhver í þorpinu dó og þú heimsóttir og huggaðir þá sem áttu erfitt eða syrgðu. Þú settir líka samfélagsmálin á dag- skrá og vannst ötullega í þágu fatlaðra og í krabbameinsfélag- inu á Austfjörðum svo eitthvað sé nefnt. Þú varst mjög hagmælt og það eru ófáir sálmar og annar kveðskapur sem finnst eftir þig. Ég var mjög ung þegar ég fluttist til útlanda og ílengdist þar árum saman. Þegar ég var 18 ára og hafði ákveðið að flytja til Ástralíu, þá studdir þú það. En þegar það kom í ljós að ekki varð neitt úr því, þá sagðirðu við mig – af hverju ferðu ekki til Noregs, það er nú mun styttra ferðalag, sem ég og gerði. Þú áttir langt og gott líf, elsku mamma, þó síðustu árin hafi oft reynst erfið. Þú áttir óbilandi guðstrú sem var þinn styrkur. Ég er þakklát fyrir að þú varst ekki rúmliggjandi í langan tíma og fékkst að sofna inn sólarhring eftir að þú veiktist, og þú fékkst þá kyrrð og þann frið sem þú svo þráðir. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín, og ástarþakkir fyrir allt. Þín Rósa. Nú er komið að því, við kveðj- um Diddu-ömmu í síðasta sinn. Amma var stór áhrifavaldur í mínu lífi, sérstaklega framan af. Ég naut þeirra forréttinda að vera á Fáskrúðsfirði á sumrin frá því að ég var varla farinn að ganga og til 13 ára aldurs. Þar upplifði ég mikið frelsi og naut takmarkalausrar umhyggju og kærleika. Í hvert skipti sem mað- ur renndi í hlað í Reykholti, var tekið á móti manni opnum örm- um, breiðu brosi og innilegu faðmlagi. Það fór ekki á milli mála að maður átti stóran sess í hennar hjarta. Ég held að við höfum öll í fjölskyldunni upplifað það á sama hátt, við vorum öll einstök í hennar huga. Hún þráði að ná þeim áfanga að hægt væri að taka fimm ættliða mynd af henni og hennar afkomendum. Hún lifði það og gott betur, eign- aðist fimm langalangömmubörn áður en yfir lauk. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að nefna hennar sterku trúarsannfæringu. Hún átti óbilandi trú á Guð og var þess fullviss að eftir þetta jarð- neska líf biði annað og betra. Þessi trú var samofin þeim kær- leika sem hún átti. Það er ekki hægt að vera betri vitnisburður um kærleika Guðs til manna, en að sýna meðbræðrum sínum kærleikann í verki. Það gerði hún svo sannarlega með sínu lífi. Þeir voru ófáir samferðamenn hennar í lífinu sem nutu um- hyggju hennar og krafta. Ég man eftir því að hafa farið með henni til gamalmenna í þorpinu sem þurftu aðstoð og hún gat ekki hugsað til þess að væru af- skipt. Ég var sendur í Kaup- félagið til að kaupa eitt og annað smálegt fyrir Alla gamla í Dvergasteini og Buggu gömlu. Þau voru í hópi þeirra mörgu sem hún aðstoðaði þegar ég var barn, án þess að búast nokkurn tíma við að það yrði endurgoldið. Þeir eru líka ófáir sem þau afi heimsóttu á sjúkrastofnanir eftir að þau fluttu suður. Amma og afi höfðu verið gift í 72 ár þegar afi féll frá. Þau áttu mjög sterkt og sérstakt samband sem er okkur sem eftir lifum góð fyrirmynd. Það kom alltaf sama innilega kærleiksblikið í augun á þeim hvenær sem þau voru sam- an. Ekki efa ég að þau hafi átt sína erfiðu tíma, en þau fóru aldrei ósátt að sofa. Það var hennar sambandsráð til allra sem voru að byrja líf sitt saman. Henni féll aldrei verk úr hendi, hvort sem það var að færa heimilisfólkinu kakó og meðlæti í rúmið um helgar eða að klifra upp á þak til að mála þegar þess var þörf. Hún lét til sín taka í málefnum samfélagsins sem voru henni ofarlega í huga. Hún var m.a. stofnfélagi í Krabba- meinsfélagi Austurlands og Styrktarfélagi vangefinna á Austurlandi og gegndi for- mennsku í þessum félögum um árabil. Ömmu er sárt saknað, en hún var hvíldinni fegin. Hennar lífs- verki er lokið og við sem fengum að njóta þess fáum það aldrei fullþakkað. Við getum þó reynt að taka líf hennar okkur til eft- irbreytni og lagt okkar af mörk- um til að sýna samferðamönnum okkar kærleika og umhyggju, fátt hefði glatt hana meira en það. Kristinn Ólafsson. Elsku Didda amma er sofnuð og ég veit að hún er hvíldinni feg- in. Amma hefur verið stór hluti af mínu lífi frá því ég var lítil. Á hverju sumri fórum við systkinin austur á Fáskrúðsfjörð og vorum hjá ömmu og afa lungann úr sumrinu. Þar var ýmislegt brall- að, vinsæll var lækurinn góði sem rennur við hlið Reykholts og ósjaldan komum við rennandi blaut inn. Fjaran, bryggjurnar, fjallið sem geymdi ber og læki, garðurinn þar sem maður bjó sér bú í Litla bæ og húsið sjálft sem innihélt m.a. smíðahús, kalt búr, símaherbergi og endann þar sem vefstóllinn hennar ömmu var sem og saumavélin, prjónavélin og rullan. Allt voru þetta staðir sem litlum krökkum þótti gaman að skoða og leika sér í. Amma sat ekki auðum hönd- um. Alltaf var nóg að gera á heimilinu og hún eldaði góðan mat alla daga. Kleinurnar henn- ar vekja upp sérlega góðar minn- ingar. Þær rétt náðu að koma upp úr pottinum þegar við krakkarnir vorum mætt og alltaf var boðið upp á ískalda mjólk með nýsteiktum kleinunum. Einnig saumaði hún og prjónaði föt af mikilli list á börnin sín, barnabörn og síðar barnabarna- börn. Amma var mjög trúuð kona en þau afi tilheyrðu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúin og það sem hún stendur fyrir spilaði stóran þátt í öllu lífi ömmu og afa. Hún og þau bæði vissu ekk- ert betra en að rækta trú sína og geta orðið öðrum að liði. Hún naut þess að dekra við aðra, elda það sem hún vissi að okkur þætti gott og á hverjum laugardagsmorgni færði hún okkur heitt kakó og smurt brauð í rúmið. Eftir það klæddum við okkur í betri fötin, fórum niður í stofu og þar var haldin Guðs- þjónusta með þeim 2-3 fjölskyld- um á staðnum sem einnig til- heyrðu Aðventkirkjunni. Afi spilaði á orgelið og stofan fylltist af söng. Það eru vissulega forréttindi að eiga slíkar minningar sem ein- kennast af kærleik og væntum- þykju. Minningarnar lifa áfram og þau áhrif sem amma hafði á fólkið sitt lifir áfram. Blessuð sé minning hennar. Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir. Það koma upp blendnar til- finningar þegar komið er að því að kveðja Diddu ömmu. Með henni fellur frá síðasti einstak- lingurinn af þeirri kynslóð sem bjó á Reykholti frá því að ég fór að muna eftir mér. Það eru ótal margar minningar sem ég hef um Diddu ömmu, afa Steina, Laugömmu (langömmu) og löngulöngu (Jóhönnu langalang- ömmu) sem öll bjuggu á Reyk- holti á mínum æskuárum. Stærst í minningunni er þó tilhlökkunin á hverju vori að fá að eyða sumr- inu fyrir austan. Um leið og skólaslit í Reykjavík voru afstað- in, var efst á lista að panta flug til Egilsstaða og komast sem fyrst til Fáskrúðsfjarðar og helst fá að vera fram á haust. Flestar þær minningar sem ég hef um ömmu frá mínum yngri árum tengjast athafnasemi hennar. Hún varði öllum stund- um ýmist í heimilishald eða að hugsa um aðra í kring um sig sem voru einmana eða þurftu á aðstoð hennar að halda. Ég var snemma fenginn til þess að skjótast ýmissa erinda til ein- stæðinga í nágrenninu og voru það ófáar ferðirnar sem ég fór til dæmis með brauð eða kökur til Buggu sem bjó innar í þorpinu. Mér er minnisstæð ein af þessum ferðum þegar ég var um það bil sjö ára gamall að amma biður mig að fara með formköku til Alla í Dvergasteini. Hún setti kökuna í poka og bað mig sér- staklega að fara varlega á leið- inni niður eftir því kakan gæti auðveldlega farið í sundur ef hún yrði fyrir hnjaski. Þetta þótti mér ekki mikið mál, greip pok- ann og hljóp af stað niður brekk- una fyrir aftan húsið. Ferðin nið- ur eftir gekk ekki betur en svo að ég datt þegar ég var kominn hálfa leið til Alla með þeim afleið- ingum að kakan brotnaði. Ég man eftir að hafa labbað til baka með tárin í augunum, Aðalbjörg Magnúsdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.