Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
Veður víða um heim 1.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 snjókoma
Hólar í Dýrafirði 3 alskýjað
Akureyri -1 skýjað
Egilsstaðir -3 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 4 rigning
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 1 heiðskírt
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 súld
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 5 súld
Brussel 7 þoka
Dublin 8 súld
Glasgow 4 alskýjað
London 9 alskýjað
París 8 alskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 5 léttskýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 7 rigning
Moskva -3 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 16 heiðskírt
Róm 12 heiðskírt
Aþena 7 skýjað
Winnipeg -26 léttskýjað
Montreal 0 léttskýjað
New York 14 léttskýjað
Chicago 0 snjókoma
Orlando 23 heiðskírt
2. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:19 15:46
ÍSAFJÖRÐUR 12:01 15:14
SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:55
DJÚPIVOGUR 10:57 15:07
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Sunnan 13-20 m/s og rigning, en úr-
komulítið norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 12 stig.
Á föstudag S og SV 5-13 og rigning eða súld, en
léttir til á N- og A-landi síðdegis. Hiti 4 til 10 stig.
Hægur vindur og þurrt norðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður á landinu, hiti 4 til 9 stig.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Ég held það sé óhætt að segja að
það hafi verið nánast allt uppbókað
um áramótin og mjög vel bókað um
jólin í Reykjavík,“ segir Kristófer Oli-
versson, framkvæmdastjóri Center
hótel og formaður Félags fyrirtækja í
hótel- og gistiþjónustu. Hann segir
aðsókn erlendra ferðamanna yfir há-
tíðirnar aukast ár frá ári. „Það eru
ekkert mjög mörg ár síðan nokkur
hótel lokuðu yfir jólin. Fyrst héldum
við bara einu opnu og svo fjölguðum
við þeim smám saman, svo hefur allt
verið opið undanfarin ár.“
Mikilvægt er að boðið sé upp á fjöl-
breytta afþreyingu fyrir ferðamenn á
þessum árstíma til þess að halda uppi
aðsókn þeirra, að sögn Kristófers.
„Það kemur enginn bara til þess að
gista á hóteli. Það skiptir öllu máli að
fólk geti haldið góð og skemmtileg
jól,“ segir hann og bætir við að það
séu engar blikur á lofti um að dragi
úr áhuga erlendra ferðamanna á Ís-
landi sem áfangastað á þessum árs-
tíma.
Fullir veitingastaðir
„Það hefur verið sett talsverð
vinna í að markaðssetja desember og
smám saman hefur þetta tekist,“
segir Kristófer, sem bendir á að hót-
elin reki einnig þrjá veitingastaði og
að áramótin hafi heppnast vel fyrir
ferðaþjónustutengda starfsemi.
„Þetta var bara mjög fínt, það voru
aðeins fleiri en í fyrra og meira opið.
Þetta var mjög jákvætt, ekki bara hjá
mér, hjá öllum,“ segir Nuno Alex-
andre Bentim Servo um aðsókn á
veitingastaði á gamlárskvöld, en
hann rekur veitingastaðina Tapas
barinn, Sushi Social, Apótekið og
Sæta svínið í Reykjavík. „Það var
mjög góð stemming alls staðar, gott
veður og allir í góðu skapi, fólk fékk
að njóta sín,“ segir hann.
Allrahanda ehf. var með á annað
þúsund erlenda ferðamenn í ferðum á
gamlársdag, þar af voru rúmlega sex
hundruð sem fóru í skipulagðar ára-
mótaferðir á brennu og flugeldasýn-
ingu, segir Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður fyrirtækisins. Um
er að ræða svipaðan fjölda og undan-
farin ár þrátt fyrir fjölgun ferða-
manna til landsins.
Takmarkað pláss
„Við höfum þurft að setja smá
bremsu á þetta, enda takmarkað
hversu miklum fjölda við getum kom-
ið fyrir á þessum stöðum,“ segir hann
og bætir við að fyrirtækið hafi verið í
samstarfi við Breiðablik um aðstöðu
fyrir hópinn sem sækir brennu í
Kópavogi og síðan sé farið þaðan á
flugeldasýningu.
Þórir segir fjöldann sem fyrirtækið
sinnir ekki hátt hlutfall miðað við
hversu margir erlendir ferðamenn
séu í borginni á þessum árstíma, enda
margir sem eru á eigin vegum. Þá
getur markaðssetning á skipulögðum
ferðum lokkað fleiri til landsins þó
þeir velji ekki slíkar ferðir, að sögn
Þóris. „Það sem drífur ferðamennina
til Íslands er framboð af afþreyingu,
sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Mörg fyrirtæki sem eru bjóða upp á
flotta vöru og standa sig vel vekja
kannski helst athygli á Íslandi sem
áfangastað.“
Hótelin uppbókuð um áramótin
Ferðamönnum fjölgar ár frá ári um jól og áramót Hótel og veitingastaðir full á gamlárskvöld
Takmarka hefur þurft vöxt í skipulögðum ferðum á brennur Gott veður og allir í góðu skapi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áramót í Reykjavík Víða um höfuðborgarsvæðið hópaðist fólk saman til þess að fagna nýju ári, meðal annars við
Landakotskirkju. Mikill fjöldi var við Hallgrímskirkju og Hörpu, þar sem niðurtalningu var varpað á vegg hennar.
breytt að stundum væri eins og 19.
öldin hefði aldrei verið til. Katrín tel-
ur að fullveldið hefði verið sá aflgjafi
sem byggði upp núverandi hagsæld
og velferð sem ríkir á Íslandi auk
fjölbreyttara samfélags.
Ungt fólk í vanlíðan og fíkn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, og Agnes M. Sigurðardóttir
biskup lýstu bæði áhyggjum af ungu
fólki. Agnes sagði ungt fólk í heljar-
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Forsætisráðherra, biskup og forseti
Íslands lögðu öll áherslu á loftslags-
mál, tæknibreytingar, hraðann í nú-
tímanum, fullveldið og hjálpar- og
björgunarstörf í nýársávörpum sín-
um auk þess sem þau lögðu öll
áherslu á að fólk bæri virðingu fyrir
hvað öðru og léti gott af sér leiða í
samfélaginu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði í ávarpi sínu á gamlárs-
dagskvöld að risastór viðfangsefni
væru fram undan. Þau fælust í því að
byggja upp nýtt félagslegt hús-
næðiskerfi, lengja fæðingarorlof,
endurskoða skatta- og bótakerfi og
bæta lífskjör tækjulægri hópa. Auk
þess sem bæta þurfi samfélagslega
innviði. Katrín sagði að 100 ára full-
veldissaga Íslands væri saga fram-
fara og í raun væri allt svo gjör-
greipum fíknar
og ástvini þess
vanmáttuga. Hún
sagði hvert líf
vera mikils virði
og hafa tilgang.
Guðni sagði
samfélag á Ís-
landi miklu líf-
vænlegra frá
vöggu til grafar
en það hefði verið
fyrir 100 árum. Hann varaði við því
að gleyma því sem miður fór og
minnti á að fátæktar og misréttis
gætti enn á Íslandi. Hann benti einn-
ig á að í landi velmegunar væru
sjálfsvíg helsta dánaorsök ungra
karlmanna og of mörg börn yrðu háð
fíkniefnum og ávanalyfjum. Orðrétt
sagði Guðni „Við megum ekki bara
leyfa þeim að falla, æskufólki sem á
skilið aðstoð og von.“ Guðni velti upp
þeirri spurningu í ávarpinu á nýárs-
dag hvort þjóðin hefði misst sjónar á
góðum gildum í ys og þys nútímans
og benti á að kulnun, kvíði, streita og
stress hefði laskað líf of margra.
Hann sagði það ekki lengur æðsta
allra dyggða á Íslandi að vinna
myrka á milli og „skaffa vel“.
Virða á ólík sjónarmið
Guðni benti á það að þrátt fyrir
blikur á lofti og dökkt útlit farnaðist
mannkyninu í heild betur nú en
nokkru sinni fyrr. Guðni telur fram-
tíðina farsæla ef þjóðin hrekist ekki
af braut manngæsku, hugvits, vís-
inda og rökhyggju. Lokaorð Guðna
til þjóðarinnar voru þau að allir væru
mannlegir og ættu að reyna að hlúa
að því sem mestu skiptir, heill fólks
og vellíðan. Í nýárspredikun sinni
sagði Agnes þörf á því að fólk vand-
aði sig, hlustaði á og virti ólík sjónar-
mið og að almenningur legði sitt af
mörkum og tæki þátt í umræðunni.
Hraðinn ógnar samfélaginu
Forsætisráðherra, forseti og biskup samhljóma í áramótaávörpum Ekki leng-
ur dyggð að vinna myrkranna á milli Segja virðingu og samhjálp nauðsynlega
Guðni Th.
Jóhannesson
Katrín
Jakobsdóttir
Agnes M.
Sigurðardóttir
Það var í nógu að snúast hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu um ára-
mótin og komu 110 mál inn á borð
lögreglu frá klukkan hálfsex á gaml-
árskvöld til klukkan ellefu á nýárs-
dag. Þá urðu fangageymslur lög-
reglustöðvarinnar við Hverfisgötu
og við Flatahraun fullar, að því er
fram kemur í dagbók lögreglu.
Lögregla var meðal annars kölluð
til vegna hópslagsmála í Árbæ og
voru þrír karlmenn handteknir.
Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð
lögreglu þar sem honum tókst ekki
að vekja farþega. Lögreglan vakti
viðkomandi sem hélt leiðar sinnar
eftir viðræður við lögreglu.
Kona veifaði lögreglu eins og hún
væri í vanda stödd. Ljóst var að hún
var undir áhrifum og fór hún fram á
að lögreglumennirnir skutluðu henni
heim. Þegar henni var vísað á leigu-
bíla æstist hún og hóf að sparka í
lögreglubifreiðina. Konan var því
handtekin.
Ofbeldi
og ölvun
í borginni