Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Betur fór en á horfðist í Eddufelli 8 í
Breiðholti að kvöldi nýársdags þegar
eldur kviknaði í klæðningu fjölbýlis-
húss. Klæðninguna þurfti að rífa upp
og opna til að tryggja að þar leyndist
ekki eldur og talsverðar skemmdir
urðu á henni af þessum sökum. Eld-
urinn kviknaði á fyrstu hæð hússins
og breiddist út á aðrar hæðir sem eru
alls fjórar. Svo virðist sem hann hafi
ekki valdið tjóni á þeim 25 íbúðum
sem eru í húsinu. Þó varð nokkurt
vatnstjón í einni til tveimur íbúðum.
María Breiðfjörð, íbúi í húsinu,
segir að íbúum hafi brugðið, en þeir
reyndu sjálfir að slökkva eldinn í upp-
hafi. „Þegar brunakerfið fór í gang
fórum við út úr íbúðinni og sáum eng-
an eld í fyrstu, en fundum lykt. Þegar
við litum í rennurnar af svölunum
sáum við að það skíðlogaði allt. Við
reyndum að slökkva eldinn með
slökkvitækjum en það gekk ekki. Í
kjölfarið var blokkin rýmd,“ segir
hún, en rýmingin tókst vel og allir
komust heilu og höldnu út úr húsinu.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins
bjuggu síðan um íbúana í strætis-
vagni skammt frá blokkinni.
Óljóst um eldsupptökin
Bruninn var talsvert áfall fyrir
íbúana að sögn Maríu. „Við höfum áð-
ur lent í því að kveikt hefur verið í
hér. Þá var kveikt í blaðakössum fyr-
ir utan. Það var samt ekkert miðað
við þetta,“ segir hún. „Síðan hefur
það oft gerst að einhverjir vesalingar
hafa sett brunakerfið af stað, þannig
að sumir fara ekki strax út þegar þeir
heyra í bjöllunni. Við förum alltaf út
og lömdum á dyrnar hjá fólki, maður
veit aldrei hvort það er eldur eða
ekki,“ segir María.
Ekki er vitað um eldsupptök, en
slökkvilið afhenti lögreglu vettvang-
inn til rannsóknar að loknu slökkvi-
starfi. „Það er einhver vifta á þessum
stað sem gæti tengst þessu, en
slökkviliðsmennirnir vissu ekki í gær
hvað olli þessu,“ segir María spurð
um möguleg eldsupptök. Spurð hvort
eldurinn hafi mögulega komið til af
völdum flugelda, í ljósi árstímans,
segir hún að íbúar hafi ekki orðið var-
ir við slíkt kringum blokkina. „Við
sáum allavega engar rakettur og
heyrðum ekkert slíkt,“ segir hún.
Líkt og fyrr sagði virðast íbúðir í
húsinu hafa sloppið vel. „Það er ein
íbúð skemmd, mögulega tvær, vegna
vatnsskemmda. Það var mikið vatn á
svölunum hjá okkur og það var reynt
að láta það streyma niður niðurföll.
Síðan var því hætt af því það virtist
streyma inn í íbúð fyrir neðan,“ segir
hún. „Þegar ég kom inn í íbúðina
mína eftir á var eins og ekkert hefði
gerst, það var engin lykt eða neitt
slíkt. Þetta er auðvitað áfall, en á
meðan þetta gerist fer samt adrena-
línið af stað. Ég er eiginlega í meira
sjokki í dag en í gær,“ segir María.
Betur fór en á horfðist í Eddufelli
Íbúar reyndu í fyrstu að slökkva eldinn Gerðu öðrum íbúum skjótlega viðvart
Lítið tjón innanhúss, en klæðningin skemmd Ólíklegt að flugeldar hafi valdið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmdir Eldurinn breiddist út undir klæðningu og upp á fjórðu hæð.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Allar Evrópuþjóðir hafa leyft
þessa blóðgjöf með einhverjum tak-
mörkunum. Í flestum löndum er
þetta tólf mánaða kynlífsbindindi
sem karlmenn sem hafa stundað
kynlíf með öðr-
um karlmönnum
þurfa að viðhafa
áður en þeir gefa
blóð.
Sumar þjóðir
hafa fært þetta
niður í sex mán-
uði, nú Danir í
fjóra og Bretar
hafa verið með
þrjá mánuði síð-
an 2017. Svo eru einhverjar örfáar
þjóðir með engar takmarkanir,“
segir Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir í samtali við Morgunblaðið
um reglur Blóðbankans sem kveða á
um að karlmenn sem samfarir hafa
haft við aðra karlmenn skuli ekki
gefa blóð.
Þá segir Þórólfur óhætt að segja
að Ísland sé eftirbátur nágranna-
landa sinna í málaflokknum.
Tryggja að blóð sé öruggt
Ástæðan fyrir reglunum er að
tryggja að blóð sé eins öruggt og
hægt er, segir Þórólfur og bætir við:
„Ég hef sagt að það á enginn sérstak-
an rétt á að gefa blóð. Þeir sem fá blóð
eiga hins vegar rétt á því að fá eins
öruggt blóð og mögulegt er.“
Þórólfur nefnir einnig að hópurinn,
þ.e. karlar sem stunda kynlíf með
karlmönnum, sé mjög fjölbreyttur:
„Það eru alls konar einstaklingar þar.
Fólk sem lifir mjög heilbrigðu lífi og
ekkert meiri hætta á smiti frá þeim en
öðrum. Svo eru aðrir sem lifa mjög
fjölskrúðugu kynlífi og eiga þannig á
hættu að geta dreift smiti.“
Í þessu samhengi nefnir hann að
einnig eigi sömu sjónarmið við um þá
sem hafa stundað vændi eða sprautað
sig með fíkniefnum eða vefaukandi
sterum. Þessir hópar mega sömuleið-
is ekki gefa blóð. „[Þær reglur byggj-
ast] á nákvæmlega sama grunni. Það
er verið að reyna að útiloka þessa ein-
staklinga sem mest hætta er á að geti
smitað.“
Þá minnist hann á aðferðir sem ná-
grannaþjóðir okkar hafa tekið upp:
„Með því að nota þessar skimunar-
aðferðir, og að hafa þessa sex eða tólf
mánaða reglu, getur maður sagt að
blóðið sé eins öruggt og mögulegt er.“
Blóðbankinn ræður för
Þórólfur segir að það sé Blóðbank-
ans að ákveða hvort reglunum sé
breytt. „Blóðbankinn ákveður þessar
reglur, þ.e. hverjir geta gefið blóð og
hverjir ekki.“ Hann segir að sé ætl-
unin að breyta reglunum sé hægt að
nýta sér reynslu Norðurlandaþjóð-
anna, og að spurningar sem snúa að
því hvort „kynlífsbindindi“ hafi verið
viðhaft þurfi að vera vel orðaðar, enda
sé slíkt ekki hægt að sannreyna með
óyggjandi hætti. „Það er mjög mik-
ilvægt að svona spurningar séu vel
orðaðar og ekki íþyngjandi eða móðg-
andi.“
Ísland eftirbátur í blóðgjafarmálum
Reglur um kynlífsbindindi venjan í Evrópu Enginn á sérstakan rétt á að fá að
gefa blóð, segir sóttvarnalæknir Spurningar mega ekki íþyngja eða móðga fólk
Morgunblaðið/G.Rúnar
Gjafir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum mega ekki gefa blóð.
Þórólfur Guðnason
Ekkert banaslys varð á íslenskum
fiski- og flutningaskipum tvö síðustu
ár og mun það vera í fyrsta skipti sem
ekkert banaslys verður meðal lög-
skráðra sjómanna tvö ár í röð. Árin
2008, 2011 og 2014 urðu heldur ekki
banaslys meðal lögskáðra sjómanna,
en ekki var óalgengt á árum áður að
tugir sjómanna létu lífið í slysum ár-
lega. Jón Arilíus Ingólfsson, rann-
sóknarstjóri siglingasviðs rannsókna-
nefndar samgönguslysa, segir þetta
bera vitni um jákvæða þróun sem hafi
orðið og ákveðna menningu sem nú sé
að finna í flotanum.
„Með tilkomu Slysavarnaskóla sjó-
manna 1985 hefur margt breyst um
borð í íslenskum fiskiskipum og skip
og búnaður eru betri og öruggari en
áður,“ segir Jón Arilíus. „Nú þurfa
sjómenn að sækja námskeið á fimm
ára fresti og endurnýja kunnáttu
sína. Starfsreynsla skiptir miklu máli
en nú er algengt að menn séu lengur
til sjós en áður var og með auknum
starfstíma venjast menn þessum erf-
iðu störfum. Víða er gert áhættumat
um borð í skipum og þau svæði skil-
greind sem eru hættulegri en önnur.
Niðurstaðan er að til hefur orðið
ákveðin menning um borð, sem hefur
átt stóran þátt í að fækka alvarlegum
slysum.“
Banaslys við Vogabakka
Eitt banaslys á sjó er þó til rann-
sóknar hjá siglingasviði Rannsókna-
nefndar samgönguslysa. Eftirfarandi
atvikalýsingu er að finna á heimasíðu
nefndarinnar: „Þann 19. apríl 2018
rétt fyrir miðnætti var opinn
skemmtibátur á siglingu við Voga-
bakka í Faxaflóahöfn. Veður: NA 4
m/sek. Maður hafði verið að vinna við
viðhald á bátnum og eftir það sjósett
hann til prufusiglingar. Á siglingunni
virðist maðurinn hafa fallið útbyrðis
og fannst hann látinn í sjónum. Bát-
urinn fannst við bryggju á Voga-
bakka.“ aij@mbl.is
Ekkert banaslys í flotanum
Annað árið í röð sem ekkert banaslys varð meðal lög-
skráðra sjómanna Banaslys í skemmtibáti til rannsóknar
Morgunblaðið/Þórður
Sæbjörg Slysavarnaskóli sjómanna.
Fylgi Miðflokks-
ins fellur um nær
sex prósentustig
í nýjum Þjóðar-
púlsi Gallup og
mælist flokkur-
inn nú með 5,7%
fylgi. Á móti
eykst fylgi Fram-
sóknarflokks um
nær fjögur pró-
sentustig og
segja 11,4% að þeir myndu kjósa
flokkinn ef gengið væri til kosninga
í dag. Þetta kom fram í kvöld-
fréttum RÚV.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
stærstur með 22,7% fylgi og þar á
eftir kemur Samfylkingin með
18,4% fylgi. Þar á eftir koma
Vinstri græn, Framsóknarflokkur-
inn, Píratar og Viðreisn og mælist
fylgi þessara flokka á bilinu 11,6-
10,5%.
Fylgi við ríkisstjórnina minnkaði
um eitt prósentustig á milli mán-
aða, en 44,8% segjast styðja hana.
Fylgi Mið-
flokksins
minnkar
Framsókn sækir á
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Í samtali við
Morgunblaðið
segist Daníel
E. Arnarsson,
framkvæmda-
stjóri Samtak-
anna 78, ekki
vera ýkja hrif-
inn af reglum
um „kynlífs-
bindindi“ líkt
og þeim sem teknar hafa verið
upp á Norðurlöndum. Hann seg-
ist ekki geta ímyndað sér hvern-
ig framfylgja ætti þeim reglum
og segir að Ísland eigi frekar að
líta til landa eins og Spánar og
Portúgals, þar sem engar tak-
markanir séu á blóðgjöfum
samkynhneigðra manna. „Ég
myndi beina til stjórnvalda að
skoða þau lönd og athuga hvort
þau hafi lent í fleiri vanda-
málum eftir að reglurnar voru
afnumdar þar.“
Ísland horfi
frekar suður
SAMTÖKIN 78
Daníel E.
Arnarsson
10-60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALAN
ERHAFIN
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS