Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 22

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 22
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfélagið Mannvirki áform- ar að hefja uppbyggingu sjö íbúða á Njálsgötu 60 og 60A með vorinu. Með uppbyggingunni hverfa tvö af eldri húsum götunnar. Njálsgata 60 var byggð 1903 og Njálsgata 60A árið 1923, samkvæmt húsaskönnun arkitektanna Páls V. Bjarnasonar og Guðfinnu Óskar Erlingsdóttur fyrir Minjastofnun árið 2004. Gömlu húsin eru lágreist en í staðinn koma hærri hús. Tillaga að breyttu deiliskipulagi er nú til kynningar á skipulagsvef Reykjavíkurborgar. Fram kemur í kynningunni að Minjastofnun hafi aflétt friðun Njálsgötu 60. Með breytingu á deili- skipulagi verða Njálsgata 60 og 60A sameinuð sem Njálsgata 60. Þá er byggingarreit breytt þannig að hann bjóði upp á betri nýtingu byggingar og garðrýmis. Ekki er leyfilegt að vera með gististarfsemi í húsinu. Framkvæmdum ljúki 2020 Bergur Rósinkranz, fjárfestir og framkvæmdastjóri Hótels Fróns, er í stjórn Mannvirkis ehf. Hann á fjórðungshlut í fyrirtækinu. Bergur segir félagið hafa byggt íbúðir í Urriðaholti í Garðabæ. Það áformi að byggja sjö íbúðir á Njáls- götunni á þessu ári og ljúka fram- kvæmdum á næsta ári, árið 2020. Íbúðirnar muni fara á almennan markað en ekki verða hótelíbúðir. Með framkvæmdunum verði gömlu húsin á lóðinni rifin. Fram kemur í áðurnefndri húsakönnun að árið 1918 veittu byggingarnefnd og bæjarstjórn leyfi til að byggja geymsluskúr úr stein- steypu á suðvesturhorni lóðarinnar Njálsgötu 60. Árið 1920 var honum breytt í íbúð. Húsið er nú skráð sem Njálsgata 60B. Með þessari uppbyggingu verð- ur frekari breyting á horni Baróns- stígs og Njálsgötu. Gamalt hús flutt um set Á Barónsstíg 28 stóð lítið timb- urhús sem var flutt á Þrastargötu í Vesturbænum og endurbyggt. Á lóð- inni var byggt fjölbýlishús árið 2015 sem varð að íbúðahótelinu The Publ- isher’s House en það tilheyrir keðj- unni Reykjavík Apartments. Þar við hlið er hornhúsið Njáls- gata 64 sem er eitt af svipmeiri hús- um sem snúa að Barónsstíg. Það er eitt margra húsa í götunni sem hefur verið byggt við í gegnum tíðina. Guð- mundur H. Þorláksson byggingar- meistari teiknaði húsið og kom með- al annars Einar Sveinsson arkitekt að síðari tíma breytingum á því. Ein- ar og Gunnar H. Ólafsson teiknuðu Heilsuverndarstöð Reykjavíkur steinsnar frá. Félagið Laugavegur 56 ehf. er skráður eigandi allra íbúða á Njáls- götu 64. Það félag tengist Mannverki sem byggir hótelíbúðir fyrir Reykja- vík Apartments. Mannverk hefur starfað með Ólafi Ólafssyni, sem gjarnan er kenndur við Samskip. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Njálsgata 60 og 60a Gömlu húsin í miðborginni víkja við þéttingu byggðar. Lágreistu húsin verða rifin. Reisa íbúðir á Njálsgötu  Gömul hús víkja fyrir nýbyggingum  Elsta húsið er frá 1903  Framkvæmdastjóri Hótels Fróns er meðal fjárfesta Teikning/Arkís Á grónum reit Húsin Njálsgata 60 og 60A verða sameinuð í Njálsgötu 60. Þar eru nú gömul hús. Hornhúsið, Njálsgata 64, snýr að Barónsstíg. Aðsóknarmet var sett í þjóðgarð- inum á Þingvöllum á síðasta ári en þá voru gestir um 1,3 milljónir tals- ins, samkvæmt tölum úr talningar- vél í Almannagjá. Það samsvarar um 3.600 gestum á hverjum degi ársins að meðaltali. „Öll síðustu ár á Þingvöllum hafa verið metár ef svo má segja. Hvert árið toppað það næsta á undan,“ sagði Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður í sam- tali við mbl.is í gær. Í Morgunblaðinu 6. ágúst 2009 kom fram að rétt rúmlega 300 þús- und einstaklingar myndu skoða Þingvelli það ár. Fæstir komu í janúar 2018 eða 63 þúsund, en flestir í ágúst þegar 187 þúsund gestir sóttu Þingvelli heim sem eru rúmlega sex þúsund gestir á dag að meðaltali. Þá komu um 76 þúsund í desember 2018 sem er 17% meira en á sama tíma 2017. „Al- mennt má segja að nokkuð ágæt- lega hafi gengið að taka á móti þess- um fjölda. Við erum vel mönnuð og höfum náð að vaxa með fjölgun ferðamanna. En eins og sést á tölum er oft þröng á þingi,“ segir Einar. Hann segir að hægt hafi nokkuð á fjölgun gesta, sem hefur skapað bætt andrými við uppbyggingu á svæðinu og til þess að sinna þeirri starfsemi sem er á svæðinu þrátt fyrir mikið álag. „Við höfum verið í miklum framkvæmdum á árinu bæði með nýja gestastofu og bíla- stæði. Það stendur til að taka bíla- stæðin í notkun á næstu vikum en einhver lítils háttar lokafrágangur hefur tafist. Þegar þau komast í gagnið verður nokkuð skýrara um- ferðarflæði á Hakinu,“ segir Einar. gso@mbl.is 1,3 milljónir á Þingvöllum  Gestir þjóðgarðsins í desember 17% fleiri en árið áður Morgunblaðið/Hari Þingvellir Aðsóknarmet var slegið. Fögnummeð KIM LEINE Útgáfuhátíð í Lækjargötuhúsinu á Árbæjarsafni fimmtudagskvöldið 3. jan. kl. 20.00 Rautt, hvítt og bílstjóradrykkir. Höfundur áritar og les úr bók sinni Rauður maður, svartur maður sem segir frá landnámi Dana á Grænlandi og kristniboðanum Hans Egede. Bókin hefur hlotið einróma lof og sex stjörnur hjá dönskum gagnrýnendum. Fyrri bækur Kim Leine, Spámennirnir í Botnleysufirði og Kalak hafa hlotið afburða góðar viðtökur íslenskra lesenda og nú er komið að meistaraverkinu Rauður maður, svartur maður. Sæmundur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.