Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Á árinu sem nú er gengið í garð hafa þegar orðið nokkrar hræringar í al- þjóðasamfélagi og -stjórnmálum, að- allega vegna kosninga sem haldnar voru í árslok 2018. Í fyrradag tók nýr forseti, Jair Bolsonaro, við í Brasilíu, og þykir hann líklegur til þess að láta á sér bera ef eitthvað er að marka umdeild ummæli og stefnumál hans. Á hinn bóginn tekur í dag við nýr meirihluti Demókrata- flokksins í fulltrúadeild Bandaríkja- þings sem mun líklega takmarka nokkuð völd Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Keisari kveður 30. apríl næstkomandi mun Aki- hito, keisari Japans, bætast í hóp einvalda sem hafa sagt af sér á síð- ustu árum í stað þess að sitja á há- sæti sínu til dauðadags. Á síðustu ár- um hafa drottning Hollands, konungar Belgíu og Spánar, emírinn í Katar og jafnvel páfi rómversk- kaþólsku kirkjunnar sagt af sér fyrir aldurs sakir og slíkt er farið að þykja eðlilegt í ríkjum þar sem þingbundin konungsstjórn er við lýði. Keisari Japans hefur hins vegar ekki sagt af sér síðan Kokaku keisari gerði það árið 1817. Það að keisarinn segi af sér hefur lengst af verið algengt í sögu Japans en sá siður lognaðist út af á nútímaöld Japans og setja þurfti sérstök ný lög til þess að Akihito gæti farið þá leið. Áætlað er að sonur Akihitos, krónprinsinn Naruhito, setjist á keisarastól þegar faðir hans dregur sig í hlé. Ljóst er að brott- hvarf Akihitos mun fela í sér kafla- skil fyrir japönsku þjóðina því Aki- hito gerði sitt til þess að nútímavæða embætti keisarans og breyta ásýnd Japans eftir valdatíð föður síns, Hirohitos. Forysta ESB endurnýjuð Dagana 23. til 26. maí næstkom- andi verður gengið til kosninga í ríkjum Evrópusambandsins og kosið til nýs Evrópuþings. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins frá 2014, hyggst ekki gefa kost á sér til endur- kjörs. Eftirmaður Junckers sem for- maður Evrópska þjóðarflokksins, bandalags íhaldssamra og mið- hægrisinnaðra Evrópuflokka, er þýski stjórnmálamaðurinn Manfred Weber. Líklegt má heita að Weber verði næsti forseti framkvæmda- stjórnarinnar ef Evrópski þjóðar- flokkurinn heldur forystu sinni á Evrópuþinginu eins og útlit er fyrir. Ekkert er þó útrætt um úrslit kosn- inganna og margir búast við því að flokkar ESB-andstæðinga og popúl- ista muni auka fylgi sitt nokkuð. Donald Tusk, forseti evrópska ráðsins, mun einnig láta af embætti í desember þegar síðara kjörtímabili hans lýkur. Ráðið mun kjósa nýjan forseta til tveggja og hálfs árs og verður hann þriðji forseti evrópska ráðsins frá því að embættið varð til árið 2009. Fara Bretar frá Þýskalandi? Bretland hefur haft nokkrar her- deildir staðsettar í Þýskalandi allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Samkvæmt áætlun sem ríkis- stjórn Bretlands gerði árið 2010 áttu síðustu bresku hermennirnir loks að hafa sig á brott frá Þýskalandi árið 2019. Nýlegri áætlanir setja hins vegar nokkurn fyrirvara á að Bretar hverfi frá Þýskalandi. Í skýrslu sem breska stjórnin gaf út í september kemur fram að um 185 hermenn og 60 starfsmenn breska varnarmála- ráðuneytisins verði áfram eftir að herdeildirnar snúa heim. Fyrir tæpu ári lýsti hershöfðinginn sir Nick Carter því yfir að Bretar yrðu að hafa aðgang að Austur-Evrópu til þess að bregðast við mögulegri hernaðarógn frá Rússlandi. Ísland í formennsku Árið 2019 situr Ísland í for- mennsku norrænu ráðherranefndar- innar. Yfirskrift formennskunnar er „Gagnvegir góðir“. Að sögn Katrín- ar Jakobsdóttur forsætisráðherra verður lögð áhersla á þrjú svið: Ungt fólk, hafið og sjálfbæra ferðaþjón- ustu. Ungu fólki verður boðið að taka þátt í samstarfi ráðherranefnd- arinnar á öllum sviðunum. Reynt verður að skapa jafnvægi milli vaxt- ar og verndar í ferðaþjónustu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hvað mun gerast árið 2019?  Japanskeisari dregur sig í hlé  Kosið til nýs Evrópuþings  Bretar draga hersveitir sínar frá Þýskalandi  Ísland í formennsku norrænu ráðherranefndarinnar leggur áherslu á heimsmarkmið SÞ AFP Japan Akihito Japanskeisari flutti sitt síðasta áramótaávarp í gær. Hluthafafundur hjá Eik fasteignafélagi hf. verður haldinn þann 25. janúar 2019 Aðrar upplýsingar: Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem er aðgengilegt á vef félagsins. Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Umboðseyðublað má nálgast inni á www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en kl. 16.00 þriðjudaginn 15. janúar 2019. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en föstudaginn 18. janúar 2019. Mál sem ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Kjör nefndarmanna í tilnefningarnefnd skal vera skriflegt ef framboð fleiri aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem kjósa skal um. Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil sem finna má á vefsíðu félagsins, undirrita og votta seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta lagi einni klukku­ stund fyrir upphaf hluthafafundarins svo atkvæðið teljist gilt. Frestur til að tilkynna um tilnefningar til tilnefningarnefndar á netfangið stjornun@eik.is lýkur fimm dögum fyrir hluthafa­ fund, nánar tiltekið kl. 16.00 sunnudaginn 20. janúar 2019. Eyðublöð vegna framboðs til nefndarsetu er að finna á vefsíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólarhring eftir að framboðsfrestur rennur út. Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar hluthafafundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, eyðublöð vegna umboðs og tilnefningar til tilnefningarnefndar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæðaseðil vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir hluthafafund, skjöl sem verða lögð fram á hluthafafundi, upplýsingar um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er ­ eða verður eftir því sem þau verða til ­ að finna á vefsíðu félagsins, www.eik. is/fjarfestar/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Álfheimum 74, 104 Reykjavík, þremur vikum fyrir hluthafafundinn. Endan­ leg dagskrá frá stjórn og tillögur verða birtar föstudaginn 18. janúar 2019. Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd 2. Önnur mál löglega fram borin Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Kjarvalsstaða, Flókagötu 24, 105 Reykjavík, föstudaginn 25. janúar 2019 og hefst stundvíslega kl. 16.00. Eik fasteignafélag hf. Álfheimum 74, 104 Reykjavík www.eik.is Reykjavík, 3. janúar 2019 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Misjafnt er eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvort jólatré séu hirt eða hvort íbúar þurfi að koma þeim sjálfir á endurvinnslustöðvar. Á Seltjarnarnesi sækja bæjarstarfs- menn jólatré íbúa á mánudag og þriðjudag eftir þrettándann. Í Mos- fellsbæ verður ekki boðið upp á slíka þjónustu að sögn Tómasar Gíslasonar á umhverfissviði. Hann segir endur- vinnslustöð staðsetta í bænum og því ætti aðgengið fyrir íbúa að vera auð- velt. Hjá þjónustuveri Reykjavíkur- borgar fengust þær upplýsingar að jólatré yrðu ekki sótt en einhver íþróttafélög byðu upp á slíka þjón- ustu sem fjáröflun fyrir íþrótta- félögin. Í Kópavogi verða jólatrén hirt frá 7. til 11. janúar og eru íbúar beðnir að setja trén út á gangstétt þar sem ekki er farið inn á lóðir fólks. Á vef Hafn- arfjarðar kemur fram að jólatré verði ekki hirt hjá bæjarbúum eftir jólahá- tíðina. Í Garðabæ verða jólatrén sótt á mánudag og eru íbúar beðnir að setja trén út á sunnudag eða mánudag. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar bæjarins, segir skátana annast þjónustuna við íbúa en bærinn styrkir skátana á móti. Misjafnt hvort jólatré séu hirt  Byrjað að hirða strax á mánudag Morgunblaðið/Eggert Jólin kvödd Misjafnt er eftir sveit- arfélögum hvort jólatré eru hirt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.