Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 28
um 120.000 manns farist. Það dró
fyrir sólu vegna eldgossins og olli
það mestu kólnun sem orðið hefur
á jörðinni á sögulegum tíma. Kóln-
unin nam um hálfri gráðu á heims-
vísu. Haraldur sagði að líkur væru
á því að Tambora ætti eftir að láta
á sér kræla aftur. Ekkert bendir
þó til þess að slíkt eldgos sé yfir-
vofandi. Hann hefur farið þangað
með marga leiðangra og rannsakað
eldfjallið en segir að það skorti
tækjabúnað til að vakta eldfjallið
reglulega.
Annað stærsta sprengigos sem
orðið hefur á sögulegum tíma varð
í Krakatá árið 1883. Tveir þriðju
hlutar af 45 ferkílómetra stórri
eynni sprungu. Sagt er að hljóðið
frá sprenginunni hafi farið sjö
sinnum í kringum jörðina. Mikil
Morgunblaðið/RAX
Á Barni Krakatáar Vísindamenn á tindi eldfjallsins. Í baksýn sést Krakatá sem gaus gríðar-
stóru eldgosi árið 1883 og gætti áhrifa þess víða um jörðina.
Morgunblaðið/RAX
Myrkviði Frumskógurinn var mjög þéttur og dimmur. Á einstaka stað náði sólarglæta niður.
Leiðangursmenn þurftu að höggva sér brautir um skóginn og gæta sín á pöddum og slöngum.
Morgunblaðið/RAX
Köfun Kafað var við hættulegar aðstæður til að rannsaka eldfjallið.
kvika í mynd ösku og vikurs kom
upp á skömmum tíma. Það olli
flóðbylgju sem var allt að 35 metra
há þegar hún skall á ströndum
Jövu og Súmötru 1883. Þá fórust
um 36.000 manns vegna flóðbylgj-
unnar. Til samanburðar má nefna
að flóðbylgjan sem kom nú fyrir
jólin var 1-2 metra há. Mjög þétt-
býlt er við sundið á milli Súmötru
og Jövu en Krakatá og Anak
Krakatá eru í sundinu. Haraldur
sagði að Anak Krakatá, eða „Barn
Krakatár“ væri sama eldfjallið og
Krakatá og rót beggja sú sama.
Stærð eldgosa er mæld eftir
magni þeirrar kviku sem kemur
upp. Í Krakatárgosinu 1883 komu
upp 18 km3 af kviku en til saman-
burðar komu upp 12-15 km3 af
kviku í Skaftáreldum, að sögn
Haraldar. „Kvikuþróin undir
Krakatá tæmdist í þessu stóra eld-
gosi, eldfjallið hrundi og myndaði
öskju sem er að mestu leyti neðan-
sjávar. Askjan er 250-300 metra
djúp,“ sagði Haraldur.
Nær samfellt eldgos
Fljótlega fór að gjósa neðan-
sjávar í öskjunni en merki um eld-
gos sáust ekki fyrr en 1919 að
eldsumbrot í norðurbrún öskj-
unnar náðu upp á yfirborðið. Um
áratug síðar myndaðist þar eld-
fjallaeyja sem fékk nafnið Anak
Krakatá. „Hún hefur gosið nær
stöðugt síðan,“ sagði Haraldur.
„Gosið sem varð nú síðast er með
þeim stærri sem orðið hafa í
eynni.“
Auk flóðbylgjunnar stóru frá
Krakatá barst gjóskuflóð frá gos-
inu um 40 km yfir sjó og skall á
ströndum Súmötru. Gjóskuflóðið
samanstóð af brennheitri ösku og
vikri og ruddist áfram líkt og snjó-
flóð. Haraldur sagði að þetta
gjóskuflóð væri einstakt, að
minnsta kosti á sögulegum tíma.
Um eitt þúsund manns brunnu til
bana í gjóskuflóðinu. „Þetta voru
miklar hamfarir,“ sagði Haraldur.
Eyjan Anak Krakatá hefur
byggst upp efst á brún neðansjáv-
aröskju Krakatár. Haraldur sagði
þetta svipað og ef virk eldstöð
væri uppi á brún Esjunnar. Þetta
væri svo óstöðugt að sífellt hryndi
úr Anak Krakatá niður hlíðarnar
og niður í öskjuna. Fyrir síðustu
jól hrundi stór geil úr suðvestur-
hlíð fjallsins og olli það flóðbylgj-
unni.
Haraldur sagði að með tímanum
mundi askjan fyllast af gosefnum
og byggja upp nýtt myndarlegt
eldfjall. Eftir nokkur þúsund ár
hefði myndast stór kvikuþró undir
því. Um síðir mundi sú kvika
brjótast upp á yfirborðið og mynda
nýja öskju. Þetta væri stöðug
hringrás.
Vanir menn Ragnar Axelsson og Árni Johnsen sögðu lesendum Morgunblaðsins frá rannsóknarleiðangri Har-
aldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Þeir réru eintrjáningi frá Sertung eyju út í Anak Krakatá og aftur til baka.
Morgunblaðsmennirnir Árni Johnsen, blaða-
maður, og Ragnar Axelsson, ljósmyndari,
auk kvikmyndatökumannsins Jóns Björgvins-
sonar, slógust í för með Haraldi Sigurðssyni
og samstarfsmönnum hans til Krakatáar árið
1990. Í leiðangrinum heimsóttu þeir eyna
Anak Krakatá sem hefur verið í fréttum
vegna eldgossins þar. Greint var frá ferða-
laginu í stórri grein, Krakatá, í Morgun-
blaðinu 3. júní 1990. Hægt er að lesa greinina
á vefnum timarit.is.
Árni Johnsen, sem var landvörður í Surts-
ey og bjó þar á meðan enn gaus, sagði að
Anak Krakatá hefði komið sér kunnuglega
fyrir sjónir. „Að stíga á land á Anak var eins
og að vera kominn heim, grjót og aftur grjót,
eyjan talsvert lík Surtsey og stemmningin í
eldfjallinu eins og gengur og gerist á Ís-
landi,“ skrifaði Árni. Anak Krakatá var þá
um 200 metra há og svipuð að stærð og Surts-
ey, um þrír ferkílómetrar. Anak Krakatá
gaus þá á um tveggja ára fresti.
Árni sagði í samtali við Morgunblaðið að
hann og Ragnar hefðu róið á eintrjáningi út í
Anak Krakatá frá Sertung-eyju. Aðrir leið-
Anak Krakatá minnti á Surtsey
angursmenn fóru hins vegar á hraðbáti. „Við
Rax vorum lengi að róa þetta á meðan hin
brunuðu hjá,“ sagði Árni og hló.
Ragnar rifjaði upp hvað frumskógurinn
var torfær. Þeir urðu að höggva sér leið í
gegnum myrkviðið og allt úði og grúði af
stórum eðlum, hættulegum slöngum, hnefa-
stórum köngulóm, leðublökum á stærð við
ketti og óteljandi smákvikindum. Hitinn var
kæfandi. Í sjónum var krökkt af hákörlum
enda eru helstu hákarlaslóðir Indónesíu ein-
mitt í Sunda-sundi á milli Súmötru og Jövu.
Ferðalagið var því erfitt, en mjög eftir-
minnilegt.
Haraldur sagði að gosinu í Anak Krakatá
svipaði um sumt til Surtseyjargossins. Þau
ættu það sameiginlegt að þar væri samspil
kviku og sjávar. Kvikan blandast sjónum sem
verður að gufu og við það þenst rúmmál kvik-
unnar út 1.500 falt og kvikan tætist í sundur.
Kvikan í Anak er með aðra efnasamsetningu
en kvikan í Surtsey. Í kvikunni í Anak er
meiri kísill og meira gas en í Surtseyjar-
basaltinu og hefur hún því meiri sprengi-
kraft.
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Eldgosið á Anak Krakatá