Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Eggert
Strætó Fargjöldin munu hækka um
tæp 4% frá og með deginum í dag.
Gjaldskrá Strætó hækkar að meðal-
tali um 3,9% í dag. Hækkunin bygg-
ist á samþykkt stjórnar frá 7. des-
ember um að fyrirtækið myndi
hækka gjöld í takt við almenna
verðlagsþróun, að því er segir í til-
kynningu Strætó. Stakt fargjald
með smáforriti fyrirtækisins hækk-
ar um tíu krónur og er nú 470 krón-
ur og staðgreiðslufargjald fyrir 6-
17 ára, aldraða og öryrkja er nú
235 krónur, en var áður 220 kr.
Samkvæmt eigendastefnu Strætó
er stefnt að því að fargjöld standi
undir 40% af rekstrarkostnaði, en
þau standa undir 30% kostnaðar í
dag.
Fargjöld Strætó
hækka um 3,9%
Í takt við almenna verðlagsþróun
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
AIR OPTIX® COLORS
Linsur í lit
www.apotekarinn.is
- lægra verð
REYKLAUS
VERTU
Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL ME
Nicotinell
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnso n.
Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf
á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Ð
gstöflu , orðaplástur. Inniheldur nikótí
*
* 15% afsláttur af öllu lyfjatyggigúmmí, öllum styrkleikum
og pakkningarstærðum. Afslátturinn gildir út janúar 2019.
Ný vefsíða
www.Nicotinell.is
myndir berast reglulega allan sólar-
hringinn af landinu og hægt sé að
lesa úr þeim ýmsar upplýsingar.
Hins vegar náðist ekki ljósnæm
mynd um miðnættið þegar lands-
menn skutu upp flugeldum í gríð og
erg þar sem gervitungl með þá
tækni var ekki á braut yfir landinu á
þeim tíma.
Fyrr um kvöldið náðist þó hita-
mynd úr einu af gervitunglum
NASA sem sýndi vel þær brennur
sem voru víða um land.
norðurljós við Vestfirðina, allir bæir
og þorp, jafnvel einstök hús í sveit-
um og skálar á hálendi. Lýsingin á
Reykjanesbrautinni sést vel og
gróðurhúsahverfi á Suðurlandi eru
áberandi. Ef rýnt er í myndina sést
snjóhula og hvaða vötn eru enn
ólögð, eins og t.d. Öskjuvatn,“ segir
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landa-
fræði við Háskóla Íslands, við Morg-
unblaðið en hún heldur m.a. utan um
fyrrnefndan vef HÍ á Facebook.
Hún segir fjölmargar gervitungla-
Eftir stormasamt veður framan af
gamlársdegi birti til um kvöldið og
nýársnótt. Ísland sást þá ágætlega
utan úr geimnum, eins og meðfylgj-
andi gervitunglamynd NASA ber
með sér, en hún birtist á facebook-
síðu eldfjallafræði- og náttúruvár-
hóps Háskóla Íslands.
Myndin er tekin rétt fyrir klukkan
fjögur á nýársnótt. Um er að ræða
ljósnæma mynd frá NASA sem sýn-
ir vel ljósin á landinu.
„Þarna sést ansi margt, eins og
Ljósmynd/VIIRS-NASA
Ljósadýrð á nýársnótt
Gervitunglamynd sýnir vel norðurljós við Vestfirðina
Kristrún Birgis-
dóttir, sérfræð-
ingur á greining-
arsviði Mennta-
málastofnunar,
hefur verið ráðin
aðstoðarskóla-
meistari Fjöl-
brautaskólans
við Ármúla.
Í tilkynningu
frá FÁ kemur
fram að Kristrún starfaði sem sér-
fræðingur í framhaldsskóladeild
menntamálaráðuneytisins. Hún
hefur lokið námi í náms- og starfs-
ráðgjöf, opinberri stjórnsýslu og
kennsluréttindum.
Kristrún ráðin að-
stoðarskólameistari
Fjölbrautar í Ármúla
Kristrún
Birgisdóttir
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Í lok ársins 2018 voru fimmtíu Ís-
lendingar á lífi sem voru hundrað ára
eða eldri. Þetta kemur fram í sam-
antekt Jónasar Ragnarssonar sem
stýrir facebooksíðunni Langlífi og
fjallar þar um „langlífa Íslendinga,
haldgóð hjónabönd, stóra systkina-
hópa o.fl.“ Í úttekt Ragnars er tekið
fram að aldrei hafi fleiri Íslendingar
á eða yfir hundrað ára aldri verið á
lífi en nú. Undanfarin ár hafa lifandi
Íslendingar á þessum aldri verið 32
til 46 talsins við árslok.
Af þessum fimmtíu einstaklingum
eru 12 karlar og 38 konur. Sú elsta
þeirra er Jensína Andrésdóttir, 109
ára gömul kona búsett í Reykjavík.
Næstar á eftir henni koma Guðrún
Straumfjörð í Reykjavík, sem er 107
ára, og Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi,
103 ára gömul.
Tvö 100 ára afmæli á dag
Af Íslendingunum fimmtíu eru sex
103 ára, þar á meðal tveir elstu karl-
arnir í hópnum en þeir eru Ib Árna-
son Riis, sem er búsettur í Banda-
ríkjunum, og Lárus Sigfússon í
Reykjavík.
Fimm úr hópnum eru 102 ára,
þrettán eru 101 árs og 23 hundrað
ára. Hugsanlegt er að Íslendingum
hundrað ára og eldri muni fjölga enn
meira á allra næstu dögum. Nú eru
32 Íslendingar á lífi sem eru 99 ára
og þrír þeirra gætu orðið hundrað
ára strax í janúar, þau Kristrún Sig-
urfinnsdóttir, Kristmundur Bjarna-
son og Svanfríður Þorkelsdóttir.
Á facebooksíðunni Langlífi er tek-
ið fram að af Íslendingum sem náð
hafa hundrað ára aldri hafi einn
fagnað hundrað ára afmælinu á að-
fangadag, sex á jóladag, fjórir á
gamlársdag og einn á nýársdag. Af
þessum jóla- og áramótabörnum var
aðeins einn karlmaður, Þorvaldur
Jónsson, sem varð þó 104 ára og elst-
ur þeirra allra.
Alls hafi rúmlega sjö hundruð Ís-
lendingar náð 100 ára aldri síðustu
hálfa aðra öld, að meðaltali tveir á
hverjum degi.
50 Íslendingar eru 100 ára
Aldrei fleiri Íslendingar 100 ára og eldri á lífi Jensína Andrésdóttir, 109 ára,
er elsti Íslendingurinn í byrjun þessa árs Fjölgað gæti í hópnum næstu daga