Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 40

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is Sex manns biðu bana og sextán slös- uðust í járnbrautarslysi á Stórabeltis- brúnni í Danmörku í hvassviðri í gær- morgun. Ekki var vitað hvað olli slysinu en margt þótti benda til þess að vagn flutningalestar hefði fokið af teinunum og skollið á farþegalest þegar þær mættust á brúnni, að því er fréttavefur Politiken hafði eftir Bo Haaning, sem rannsakar slysið á veg- um Rannsóknarnefndar samgöngu- slysa í Danmörku. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hvort vagninn hefði valdið slysinu eða hvort rekja mætti það til einhvers annars sem hefði fokið úr flutningalestinni á farþegalestina. Haaning sagði að ekki væri vitað hvort vagninn hefði lent framan á far- þegalestinni eða á hlið hennar. „Ýmis- legt bendir til þess að vagninn hafi verið tómur, en við erum ekki alveg viss um það. Við erum enn að safna upplýsingum um slysið,“ hafði Politiken eftir Haaning. Farþegalestin var á leiðinni frá Óð- insvéum til Kaupmannahafnar. 131 farþegi var í lestinni, auk þriggja manna áhafnar, þegar slysið varð klukkan 7.35 í gærmorgun að staðar- tíma á Stórabeltisbrúnni, milli Sjá- lands og Fjóns. Enginn þeirra sextán sem slösuðust er í lífshættu, að sögn lögreglunnar á Fjóni. Flutningalestin var að flytja bjór. Þurftu að stíga yfir lík Kim Agersø Nielsen, verkfræðing- ur og tæknistjóri fyrirtækisins sem á og rekur brúna, sagði að það hefði ekki verið brot á öryggisreglum að leyfa flutningalestinni að fara yfir hana. Vindhraðinn hefði verið undir 21 metra á sekúndu þegar slysið varð. „Hefði hann farið yfir 21 m/s hefði lestin átt að minnka hraðann í 80 kíló- metra á klukkustund. Hefði vindhrað- inn verið meira en 25 m/s hefði lestin ekki mátt fara yfir brúna,“ hefur fréttavefur danska ríkisútvarpsins eftir Nielsen. „Það heyrðist hár dynkur og rúð- urnar brotnuðu við höfuð okkar. Við köstuðumst á gólfið og lestin stöðv- aðist,“ hafði fréttavefur DR eftir ein- um farþeganna. Nokkrir þeirra brutu rúðu á hurð til að komast inn í vagn þar sem fólk varð innlyksa. „Síðasti maðurinn, sem við náðum út, komst þaðan 45 mínútum eftir slysið,“ hafði Politiken eftir einum farþeganna. „Hann var rifbeins- og haldleggsbrot- inn. En það voru fleiri þarna inni. Til að geta hjálpað fólkinu þurftum við að stíga yfir hina látnu sem lágu undir öllu brakinu á gólfinu.“ bogi@mbl.is AFP Lestarslys Björgunarmaður gengur framhjá skemmdum vagni flutningalestar á Stórabeltisbrúnni eftir slysið. Sex manns létu lífið á Stórabeltisbrúnni  Vagn fauk af flutningalest og skall á farþegalest í hvassviðri Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Repúblikaninn Mitt Romney gagn- rýnir framgöngu Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta í aðsendri grein sem birt var í dagblaðinu The Washington Post. Romney var for- setaefni repúblikana árið 2012, var kjörinn í öldungadeild Bandaríkja- þings fyrir Utah í nóvember og tekur sæti sitt þar í dag. Romney, sem er 71 árs, segir m.a. í greininni að forseti Bandaríkjanna eigi að sýna gott fordæmi, reyna að sameina þjóðina í stað þess að ala á sundrungu, eigi að sýna „heiðarleika og heilindi“, koma fram af hæversku og sýna andstæðingum sínum virð- ingu. „Og það er á þessu sviði sem brestir sitjandi forseta skera mest í augu.“ Stjórnmálaskýrendur bandarískra fjölmiðla sögðu greinina benda til þess að Romney ætlaði að verða helsti gagnrýnandi Trumps úr röðum repú- blikana á þinginu. The New York Times sagði margt í greininni vera til marks um að Romney hefði jafnvel í hyggju að bjóða sig fram gegn Trump í forkosningum repúblikana fyrir for- setakosningarnar árið 2020. Gagnrýnir óheiðarleika Í greininni tekur Romney fram að hann telji ekki að Trump sé á villigöt- um í öllum málum. Hann kveðst t.a.m. styðja þá stefnu hans að lækka skatta á fyrirtæki, afnema íþyngjandi regl- ur, berjast gegn ósanngjörnum við- skiptaháttum Kínverja, koma á um- bótum í dómskerfinu og tilnefna íhaldsmenn í dómaraembætti. Romney kveðst ekki hafa stutt Trump í forkosningum repúblikana en vonað að hann myndi rísa undir ábyrgð sinni eftir að hann var kjörinn forseti árið 2016. Forsetaembættið hafi sigið „niður í djúpan öldudal“ í desember þegar Jim Mattis varnar- málaráðherra og John F. Kelly, skrif- stofustjóri Hvíta hússins, létu af störfum, Bandaríkin hafi hlaupist frá bandamönnum sínum og Trump hafi lýst því yfir „hugsunarlaust“ að Bandaríkjamenn hefðu lengi hegðað sér eins og „flón“ í heimsmálunum. „Þegar alls er gætt hefur framganga hans síðustu tvö árin, einkum gerðir hans í þessum mánuði, sýnt að forset- inn er ekki stöðu sinni vaxinn.“ Romney bætir við að yfirlýsingar og aðgerðir Trumps hafi valdið beyg víða um heim. „Í könnun Pew-rann- sóknastofnunarinnar árið 2016 sögð- ust 84% aðspurðra í Þýskalandi, Bret- landi, Frakklandi, Kanada og Svíþjóð telja að forseti Bandaríkjanna myndi „gera það rétta í heimsmálunum“. Ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 16%.“ Romney segir þetta gerast „á mjög óheppilegum tíma“, m.a. vegna póli- tísks umróts í nokkrum samstarfs- löndum Bandaríkjanna í Evrópu og vísbendinga um að ríki í Asíu séu far- in að „halla sér í auknum mæli að Kína“. Romney kveðst ekki ætla að elta ól- ar við allar yfirlýsingar Trumps á Twitter eða yfirsjónir hans. „En ég ætla að gagnrýna þýðingarmiklar yfirlýsingar eða aðgerðir, sem valda sundrungu, eru til marks um kyn- þáttafordóma, karlrembu, andúð á innflytjendum og óheiðarleika eða skaða lýðræðisstofnanir okkar.“ Segir Trump ekki vera stöðu sinni vaxinn  Mitt Romney gagnrýnir forsetann AFP Handtak Trump og Mitt Romney í Hvíta húsinu 19. nóvember 2016. Átök og mótmæli blossuðu upp á götum borga í Kerala-ríki á Ind- landi í gær eftir að skýrt var frá því að konur hefðu í fyrsta skipti farið inn í hindúahofið Sabarimala. Kon- um á aldrinum tíu til fimmtíu ára hefur öldum saman verið bannað að fara inn í hofið þar sem heittrúaðir hindúar telja að konur séu óhreinar þegar þær hafa tíðir og segja að hindúaguð, sem hofið er helgað, hafi gefið fyrirmæli um bannið. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði í september að heimila bæri konum að fara inn í hofið en heittrúaðir hindúar héldu áfram að meina kon- um aðgang að því. Tvær konur komust að lokum inn í hofið með aðstoð lögreglumanna í gær. Það varð til þess að æðsti prestur hofs- ins lokaði því í klukkustund vegna hreinsunarathafnar sem hann fyrirskipaði. Til átaka kom milli andstæðinga og stuðningsmanna bannsins á göt- um í Kerala eftir að skýrt var frá för kvennanna í hofið. Lögreglu- menn beittu táragasi, kylfum og höggsprengjum og nokkrir þeirra særðust í átökunum. AFP Mótmæli Hindúar í borginni Kochi mótmæla för tveggja kvenna í hindúa- hofið Sabarimala sem er helgað guðnum Ayyappan, eða Dharma Sastha. Átök vegna deilu um bann við konum í hofi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.