Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því var fagnað áKúbu á ný-ársdag að
sextíu ár væru liðin
frá því að einræðis-
herrann Fulgencio Batista flúði
af hólmi undan Fidel Castro og
samherjum hans. Sjálfur hafði
Batista rænt völdum árið 1952.
Sigur Castros hefur í augum
margra verið sveipaður ákveð-
inni rómantík. Mikið hefur verið
gert úr þeim árangri sem náðist í
heilbrigðis- og menntamálum í
tíð hans, en minna gert úr mann-
réttindabrotum og skerðingu
frelsis.
Staðreyndin er sú að Kúba
hefur aldrei verið nálægt því að
vera sjálfbær. Yfirvöld á Kúbu
treystu löngum á stuðning, eink-
um frá Sovétríkjunum, en einnig
frá Kína. Það kom berlega í ljós
hversu háð stjórnvöld á Kúbu
voru Sovétríkjunum þegar þau
liðuðust í sundur í upphafi tíunda
áratugar 20. aldar og skrúfað var
fyrir stuðninginn. Þjóðfélagið fór
nánast á hliðina.
Reynt hefur verið að verja
ástandið á Kúbu með viðskipta-
banninu, sem Bandaríkjamenn
settu skömmu eftir að Castro
komst til valda. Stjórnvöld á
Kúbu hafa einnig notað bannið
annars vegar sem skálkaskjól og
hins vegar til að herða á klónni.
Meginástæðan fyrir ástandinu
hefur hins vegar alltaf verið
stjórnarfarið í landinu. Það hefur
verið dragbítur á efnahagslífið
og haldið þjóðfélaginu í greipum
ógnar. Andófsmenn hafa búið við
ofbeldi, barsmíðar og fangels-
anir. Andóf kostar
þá vinnuna og börn
þeirra eru rekin úr
skólum. Alþjóða-
samfélagið hefur
verið fúst til að gagnrýna við-
skiptabannið, en tregara til að
gagnrýna stjórnarfarið.
Í febrúar verður haldið þjóðar-
atkvæði um að setja í stjórnar-
skrá ákvæði sem viðurkennir
eignarrétt einkaaðila, markaði
og erlendar fjárfestingar. Um
leið er hnykkt á því að komm-
únisminn sé hið félagslega mark-
mið, Kúba muni aldrei snúa aftur
til kapítalisma og kommúnista-
flokkurinn skilgreindur sem hið
eina stjórnmálaafl ríkis og sam-
félags. Líkt og í Kína.
Erfitt er að sjá hvert stefnir á
Kúbu. Kommúnistastjórnin get-
ur litlar vonir gert sér um stuðn-
ing utanfrá. Í Suður-Ameríku er
víðast hvar hægri sveifla. Jair
Bolsonaro, nýkjörinn forseti
Brasilíu, gætti þess sérstaklega
að bjóða ekki Miguel Diaz-Canel,
forseta Kúbu, þegar hann var
settur í embætti á nýársdag og
lýsti yfir því að brasilíski fáninn
væri „okkar fáni, sem aldrei
verður rauður“. Ekki geta
stjórnvöld í Havana heldur
vænst stuðnings frá Rússum eða
Kínverjum. Talað er um Castr-
isma án Castros. „Kúbanska
byltingin er ódauðleg, hún vex,
hún endist,“ skrifaði Diaz-Canel
á Twitter fyrir áramót. Andófs-
maðurinn Vladimiro Roca er á
öðru máli eins og kom fram í
fréttaskýringu AFP: „Byltingin
dó fyrir löngu.“
Enn undir fargi bylt-
ingar 60 árum síðar}Kúba breytist hægt
Kosturinn viðáramótaskaup
Ríkisútvarpsins nú
er að það setti nýjan
botn með afgerandi
hætti. Ganga má út
frá því og jafnvel
vona að það taki
nokkurn tíma að slá þetta met.
Engar líkur standa þó til þess að
oflátungarnir sem stjórna þess-
ari stofnun og þykjast eiga hana
læri nokkuð. Þar á bæ kunna
menn sjálfsagt sitthvað, en að
skammast sín er þá ekki eitt af
því.
Víst er að enginn algildur
mælikvarði er á skemmtigildi en
um þetta „skaup“ á þó hið forn-
kveðna við að það hefði verið
fyndnara hefði verið húmor í því.
Mest kom á óvart hvað skaupið
var ljótt, illgjarnt og hve lágt var
lagst og hverra erinda var geng-
ið. Það er nokkurt afrek að halda
svo illa á að það var orðið allt að
því óviðeigandi að þessi hópur
settist allsgáður í dómarasæti
yfir klausturmunkum eftir það
sem á undan gekk.
Tryggvi Gíslason, kunnur
skólameistari, gengur ekki of
langt þegar hann segir: „Nú er
sannarlega kominn tími til að
hætta svokölluðu skaupi í RÚV.
Oft hefur það verið aumt, en aldr-
ei eins og nú. Gam-
ansemi og góðlátlegt
grín er ekki því mið-
ur öllum gefið. Þá
grípa menn eins og
Jón Gnarr til kláms
og svívirðinga. Fy
fanden, segjum við
Danir.“
Og inn í skaupið var eins og
skratta úr sauðarlegg skellt bar-
áttuatriði um blóðgjöf þar sem
boðskapurinn var að réttur sem
kynni að tengjast henni snúist
um rétt til að gefa blóð en ekki
um réttinn til að mega geta vænst
öruggrar blóðgjafar á úrslita-
stundu! Stutt umsögn Páls Vil-
hjálmssonar segir það sem segja
má um pólitískan rétttrúnað á út-
opnu: „Andstyggð á þjóðkirkj-
unni og Sjálfstæðisflokknum var
á sínum stað. Kata Jak. var gerð
að undirsáta móðurflokksins og
Samfylkingin orðin svo ómerki-
leg að hún fékk ekki atriði. Dittó
Píratar. Pólitískur rétttrúnaður
trompar heilbrigðisvernd enda
blóðgjöf í þágu þeirra sem gefa
en ekki þiggja.
Lélegasta innslagið var af
fundi ungra sjálfstæðismanna
þar sem gamlingjar brostu að
misheppnaðri fyndni um góða
fólkið. Þeir sem ekki geta séð sig
í spéspegli eru hégómlegir.“
Það er þó fagnaðar-
efni að settur hefur
verið afgerandi botn
í lágkúru}
Náðu neðar
N
ýtt ár, nýjar ákvarðanir. Ein
fyrsta ákvörðunin sem verður
tekin á þessu ári á Alþingi
verður um veggjöld inn og út
úr höfuðborgarsvæðinu. Þau
veggjöld eiga að fjármagna framkvæmdir á
Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykja-
nesbraut ásamt nokkrum öðrum vegabótum
á svæðinu. Þær framkvæmdir eiga að kosta
um 65 milljarða króna. Það á að taka lán og
greiða svo fyrir það með veggjöldum á 22 ár-
um samkvæmt greiningu starfshóps um fjár-
mögnun framkvæmda við helstu stofnleiðir
til og frá höfuðborgarsvæðinu.
Til að byrja með þá eru þessar fram-
kvæmdir mjög nauðsynlegar. Enginn er á
móti því að flýta þeim. Þær fá samt ekkert
rosalega mikinn forgang í samgönguáætlun.
Það sem fólk deilir um er hvernig á að fjármagna þessar
framkvæmdir. Tillagan sem liggur á borðinu er að inn-
heimta veggjöld. Þau myndu vera á bilinu 100-1000 krón-
ur eða svo þar sem meðalgjald þyrfti að vera 300-600
krónur. Munurinn á meðalveggjaldinu er aðallega spurn-
ing um hvort byrjað yrði að innheimta veggjald strax, áð-
ur en framkvæmdum lýkur, eða eftir að þeim lýkur.
Til að hægt sé að átta sig á stöðunni er gott að hafa eft-
irfarandi atriði í huga. Fjármögnun samgönguáætlunar
kemur aðallega vegna skatta af bifreiðum, bensíngjaldi.
Mests af bensíngjaldinu er aflað á stórhöfuðborgarsvæð-
inu einfaldlega vegna þess að þar eru langflestir bílarnir.
Minnstu af framkvæmdafé samgönguáætlunar er hins
vegar ráðstafað til stórhöfuðborgarsvæðisins.
Vegtollarnir munu leggjast aðallega á íbúa stór-
höfuðborgarsvæðisins. Þannig borga íbúar þess
svæðis meirihlutann af því fé sem safnast til
samgönguáætlunar og því fé sem fer í uppbygg-
ingu þeirra framkvæmda sem veggjöld eiga að
standa undir.
Ég vil hafa það algerlega skýrt svo enginn
misskilji mig. Ég er ekki að mæla með því að
það sé jöfn dreifing á samgöngufé. Það þarf að
taka tillit til fjarlægða, arðbærni, byggðasjón-
armiða og annarra atriða. Ég er að segja að
dreifingin sem verið er að leggja til sé hins veg-
ar það ójöfn að landsmenn hljóti að vilja hafa
eitthvað um málið að segja. Við viljum öll að það
sé unnið að samgönguáætlun á sanngjörnum
forsendum. Alltaf. Ekki bara fyrir þessa sam-
gönguáætlun heldur um ókomna framtíð. Ef
skiptingin er ójöfn núna býr það bara til gremju í framtíð-
inni.
Þess vegna vil ég endurtaka beiðni mína til lands-
manna. Á vefnum https://sites.google.com/view/veggjold,
sem a.m.k. 800 manns hafa notað, er hægt að senda um-
sögn til samgöngunefndar um veggjaldaáætlun stjórnar-
innar. Ekki láta fyrstu ákvörðun ársins fara fram hjá þér
án þess að þú segir þína skoðun á málinu. Notaðu vefsíð-
una eða sendu póst á nefndarsvid@althingi.is með orð-
unum „umsögn um mál 172 og 173“ og nafninu þínu.
Vertu með. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Fyrsta ákvörðunin á nýju ári – vertu með
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
27 umsagnir bárust um drög að heil-
brigðisstefnu til ársins 2030. Henni er
ætlað að tryggja íslenskum almenn-
ingi örugga og hagkvæma heilbrigð-
isþjónustu þar sem aðgengi allra
landsmanna er tryggt, en ekki eru
allir á einu máli um að stefnan muni
tryggja það sem henni er ætlað og
víðtæk gagnrýni kemur fram í þess-
um umsögnum.
Í stefnuna vantar, að mati
margra umsagnaraðila, að geta ým-
issa mikilvægra þátta. Í umsögn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
segir að heilbrigðisráðherra hafi tek-
ið undir það sem kom fram í fréttum
RÚV um að heilbrigðisstefnan þurfi
að taka til fleiri atriða. Samt sem áður
hafi hún verið birt án þess að það
væri gert.
Viðar Magnússon, yfirlæknir
bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, seg-
ist í umsögn sinni sakna þess að
bráðaþjónustu sé getið í stefnunni.
Hann viðurkennir að illmögulegt sé
að byggja upp sérhæfða heilbrigðis-
þjónustu á landsvæðum þar sem fáir
búa og því sé „efling sjúkraflutninga
kjarninn í því að jafna aðgengi að
heilbrigðisþjónustu. Ekki síst í bráða-
tilvikum.“
Hjúkrunarfræðideild HÍ sendi
frá sér umsögn þar sem segir að ekki
sé fjallað á fullnægjandi hátt um heil-
brigðisþjónustu „fyrir langveika og
fjölveika sjúklinga og hrumt eldra
fólk“. Sömuleiðis má skilja af umsögn
deildarinnar að læknum sé gert
hærra undir höfði í heilbrigðisstefn-
unni en öðru heilbrigðisstarfsfólki.
Lítið um hjúkrunarheimili
Nokkrir umsagnaraðilar segja
vöntun á umfjöllun um endurhæfingu
í stefnunni og í umsögn Sjúkrahúss-
ins á Akureyri er því einnig bætt við
að vöntun sé á umfjöllun um hjúkr-
unarheimili.
Í drögin vantar einnig að mestu
„mikilvæg atriði sem snerta varnir og
viðbrögð við alvarlegum smit-
sjúkdómum og öðrum sjúkdómum
sem ógna almannaheill,“ að mati Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Skortur er á því að sérstaklega
sé minnst á sjúkraflutninga og bráða-
þjónustu að mati Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
„Mikið vantar upp á sýnileika þess-
arar mikilvægu þjónustu í heilbrigð-
isstefnunni og víða mætti nefna hana
sérstaklega, þar sem þörfin á umbót-
um er mikil en tækifærin jafnframt
mörg.“
Skortur á samráði
Sjúkraliðafélag Íslands og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga furða sig
á því að hafa ekki verið kölluð til sam-
starfs með formlegum hætti við mót-
un stefnunnar. Læknafélag Íslands
tekur undir það að „æskilegt hefði
verið að hafa viðameira og ítarlegra
samráð við hagsmunaaðila við undir-
búning stefnunnar,“ og félagið bætir
því við að ekkert ákvæði um réttindi
sjúklinga sé í stefnunni.
Þroskahjálp telur ekki koma
nægilega skýrt fram í stefnunni „að á
hlutaðeigandi stjórnvöldum hvíli
skylda til frumkvæðis og viðeigandi
stuðnings og aðlögunar til að
tryggja fötluðu fólki aðgang að
heilsugæslu og heilbrigðis-
þjónustu til jafns við aðra“.
Krabbameinsfélag Ís-
lands bendir á að í stefnunni
sé „lítið fjallað um krabba-
mein, þrátt fyrir að
aukning þess sé
fyrirsjáanleg, auk
mikilla breytinga í
greiningu og með-
ferð“.
Víðtæk gagnrýni á
heilbrigðisstefnudrög
Birgir Jakobsson, formaður
verkefnahóps heilbrigðis-
stefnunnar og aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, segir það
ekki vera á dagskrá að taka fleiri
þætti inn í stefnuna, eins og
margir umsagnaraðilar biðja um.
„Okkar fyrsta mat er að þess
sé ekki þörf,“ segir Birgir og
bætir við að ýmsar sérgreinar
heilbrigðisþjónustunnar, sem
fólk virðist sakna í stefnunni,
hafi ekki verið hugsaðar sem
hluti af stefnunni. Sérstakar að-
gerðaáætlanir til fimm ára
verði gerðar fyrir þá þætti
sem umsagnaraðilum þykir
vanta í stefnuna. „Þessi
stefna verður notuð sem
undirstaða aðgerðaáætl-
ana sem marka framtíð fyr-
ir hinar ýmsu sér-
greinar
heilbrigðisþjón-
ustunnar,“ segir
Birgir.
Engin þörf á
fleiri þáttum
SÉRSTAKAR ÁÆTLANIR
Birgir
Jakobsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjónusta Hjúkrunarfræðideild HÍ segir að ekki sé fjallað á fullnægjandi
hátt um heilbrigðisþjónustu fyrir hrumt eldra fólk í heilbrigðisstefnunni.