Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Upphaflega stóð til að pússa upp gömlu innréttinguna og setja nýja borðplötu þar sem innréttingin var vel smíðuð og hefði ábyggilega enst lengur. Þá kom upp hug- myndin að færa til hurðargat og nýta plássið mun betur. Vinnan við að gera upp gömlu innréttinguna var því slegin út af borðinu og nýtt plan gert. Eigendurnir segjast hafa verið með aðra hugmynd að útliti lengi vel. Síðan hafi þau séð þessa gráu og prufað að raða henni í rýmið með hjálp eldhúsforritsins hjá Ikea. Síðan hafi þau fengið góð ráð bæði hjá hönnuðum Ikea og ætt- ingjum og urðu svo ánægð með út- komuna að ákveðið var að hafa eld- húsið grátt. Hugmyndin sem höfð var að leiðarljósi var að eldhúsið yrði mikið notað af fjölskyldu- meðlimum og því mætti ekki sjá mikið á innréttingunni þrátt fyrir að mikið mæddi á henni. Borðplatan var síðan keypt í Granítsmiðjunni en þar segjast eig- endurnir hafa fengið afbragðsþjón- ustu og séu mjög ánægð með út- komuna. Hins vegar hafi borð- platan kostað töluvert meira en þau reiknuðu með í upphaflegu áætluninni og því hafi þau horfið frá því að flísaleggja fyrir ofan hana og notað þess í stað vegg- fóður sem er bæði vatns- og hita- þolið. Þetta hafi verið algjör til- raunastarfsemi sem þau séu hæstánægð með. Efnið var ódýrt og kemur vel út. Auðvelt sé að þrífa það, sem sé lykilatriðið. Hurðaropið var fært og fyrir vik- ið var hægt að koma fyrir stórum ísskáp og nokkurs konar græju- skáp sem sé algjör snilld. Í honum eru innstungur fyrir brauðrist, samlokugrill, rafsuðuketil og önnur raftæki ásamt borðbúnaði. Í skúff- unum fyrir neðan sé geymd mat- vara svo það sé auðvelt að finna til eitthvað að borða á morgnana eða þegar komið er heim úr skólanum. Eigendurnir segjast hæstánægð með breytingarnar og að eldhúsinu fylgi mikil gleði. Það sé mikið not- að og gott að vinna í því. Það sé umfram allt notendavænt og nýtist því afskaplega vel. Eldhús á Fornhaga tekið í gegn Á Fornhaganum var á dögunum tekið í gegn eldhús og verður ekki annað sagt en framkvæmdirnar hafi tekist upp á tíu. Gamla innréttingin var rifin út og sagað gat á vegg til að opna inn í stofu. Eldhúsið hefur algjörlega umbreyst enda eru húseigendur afar ánægðir með útkomuna. Morgunblaðið/Eggert Hjarta heimilisins Eldhúsið er einstaklega bjart og stílhreint. Mikil breyting Eldhúsið fyrir breytingar. Vel nýtt Þar sem áður var inngangur í eldhúsið eru nú stór ísskápur og myndarlegur skápur. Allt um sjávarútveg Bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.