Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
✝ Sunneva Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. febr-
úar 1930 og ólst
upp í Skerjafirði
og Laugarnesi.
Hún lézt að heimili
sínu, Melalind 12,
15. desember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Sigurfinnur Ólafs-
son, f. 11. október
1893 á Hvítárvöllum í Andakíl í
Borgarfirði, d. 1969, og Fríða
María Soffía Danielsen Ólafs-
son, f. 8. mars 1908 í Fær-
eyjum, d. 1983.
nóvember 1925 á Eyrarbakka,
d. 2010. Móðir hans var Guðný
Guðbjörg Bergþórsdóttir, f. 24.
september 1902, d. 1976. En
Guðmund fóstruðu afi hans og
amma, Bergþór Jónsson og
Sigríður Guðmundsdóttur. Guð-
mundur starfaði hjá Pósti og
síma sem línumaður, bílstjóri
og loks innkaupastjóri í
Reykjavík. Hann var kunnur
afreksmaður í frjálsum íþrótt-
um og heiðraður fyrir framlag
sitt á því sviði.
Sunneva og Guðmundur
gengu í hjónaband 1948 og
hófu búskap í Reykjavík,
bjuggu um tíma í Sigtúni 20
við íþróttavöll Ármanns, fluttu
að Tunguvegi 66 og bjuggu þar
lengst af og síðan í Melalind 12
í Kópavogi.
Sunneva verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag, 3. jan-
úar 2019, klukkan 13.
Sunneva var ein
fimm systkina;
Turid Fredrika, f.
9. júlí 1927, maki
Ástvaldur Gunn-
laugsson, f. 1924,
d. 2007; Sesselja, f.
5. október 1934, d.
2012; Ólafur, f. 7.
febrúar 1938, d.
2009; Bryndís, f.
24. ágúst 1939,
maki Raymond
Bjelf, og Johan D., f. 17.
desember 1945, maki Magnea
Þorsteinsdóttir, f. 1956.
Sunneva var gift Guðmundi
Ragnari Lauritzson, f. 23.
Elsku mamma mín, Sunneva
Jónsdóttir, verður borin til
hinstu hvílu í dag. Sunna amma,
eins og hún var alltaf kölluð á
mínu heimili, skilur eftir sig
skarð, sem verður aldrei fyllt.
Hennar er sárt saknað, enda
gegndi hún risastóru hlutverki í
okkar daglega lífi. Við áttum
okkar gæðastundir í viku hverri.
Drukkum morgunkaffi í Mela-
lind virka daga, borðuðum há-
degisverð saman reglulega og
svo kom hún ávallt til okkar í
Bæjargilið á laugardagskvöldum
þar sem hún átti fallega kvöld-
stund með okkur fjölskyldunni.
Mamma var íþróttaunnandi af
guðs náð, keppti í sundi á yngri
árum en tók sér hlé frá íþrótt-
unum meðan hún sinnti barna-
uppeldinu. Þegar um hægðist
hjá henni, tók hún upp þráðinn á
nýjan leik og fór að starfa mikið
innan Víkings. Fékk mikinn
áhuga á blaki og keppti í öld-
ungablaki fram yfir 70 ára aldur.
Mamma kom að stofnun öld-
ungablakdeildar Víkings sem og
að gera öldungamótin að sér-
stökum viðburði innan blak-
hreyfingarnar á Íslandi. Sat í
stjórn blakdeildar og einnig í
aðalstjórn Víkings á þeim tíma
er félagið var að koma sér fyrir í
Fossvogi. Mamma var einnig
mikil áhugamanneskja um heilsu
og heilsueflingu, lærði svæð-
anudd eða acupuncture án nála,
en notaði mikið sérhæft nálast-
ungutæki við sína iðju. Mamma
náði undraverðum árangri á sínu
sviði og streymdi til hennar fólk
á þessum áratugum sem hún
starfaði við svæðanuddið.
Mamma var enn að sinna fólki
fram til síðasta dags.
Félagslyndi mömmu var ein-
stakt og drifkrafturinn mikill.
Stundaði golf öll sumur með
pabba og eftir að pabba naut
ekki lengur við varð Gísli dóttur-
sonur hennar aðal golffélagi.
Mamma hitti sína yndislegu vin-
konu, Gígí, einn dag í viku
hverri, og þær gerðu ávallt eitt-
hvað skemmtilegt saman í meira
en 30 ár. Svo var spilað með
spilavinum hjá eldri borgurum í
Kópavogi. Mamma var eldheitur
fótboltaaðdáandi og horfði á alla
leiki með Tottenham. Þá var
mamma fastagestur á leikjum
KFG í 3. deildinni, en hún hafði
hannað merki félagsins, konan
mín átti nafnið og ég stofnaði fé-
lagið. Þær stöllur voru stuðn-
ingsmenn KFG nr. eitt og tvö.
Mamma lifði sig inn í leikina og
lét dómarana fá það óþvegið ef
henni fannst halla á sína menn.
Mér er til efs að margir jafn-
aldrar hennar venji komur sínar
á knattspyrnuleiki á Íslandi.
Mamma og eiginkona mín, Ása,
áttu í einstöku kærleiksríku
sambandi, en mamma og pabbi
heimsóttu okkur reglulega með-
an við bjuggum í Belgíu og
Þýskalandi. Mamma leit meira á
Ásu sem dóttur en tengdadóttur
og ávallt ríkti fallegur og einlæg-
ur vinskapur milli þeirra. Eftir
að pabbi féll frá hélt mamma
heimili með Sigurborgu systur
minni í Melalind og var ómetan-
legt öryggi að vita af henni í
kærleiksríkum höndum Sigur-
borgar.
Elsku mamma, þú varst ekki
tilbúin að kveðja og lífsviljinn og
krafturinn í þér svo mikill. And-
látið bar svo sannarlega brátt að
og allir enn að reyna að átta sig
á því að hafa þig ekki lengur
meðal okkar.
Lárus Guðmundsson.
Snemma á síðustu öld stendur
ung og falleg stúlka í flæðarmál-
inu í Þórshöfn í Færeyjum,
Fríða María Soffía Daníelsen, og
bíður þess að róið verði með sig
út að skipinu sem mun flytja
hana heim til Íslands til fundar
við ástina, Jón Sigurfinn sjó-
mann. Þessi hugrakka stúlka var
móðir mömmu og atorka hennar
og dugnaður skiluðu sér vel í af-
komandanum, Sunnevu, sem og
vinsamlegt og hlýlegt fas föður-
ins.
Bernskuárin í Skerjafirði
buðu upp á aðstæður sem voru
ólíkar því sem við nú þekkjum,
e.t.v. ekki ólíkt því sem í Fær-
eyjum má enn finna, húsdýr,
fiðurfé og garðrækt í næsta ná-
grenni. Björt voru æskuárin og
vinirnir í Skerjafirði í minni
hennar. Þegar byggðin þurfti að
víkja fyrir flugvelli flutti fjöl-
skyldan í Laugarnesið.
Vegir mömmu og pabba lágu
snemma saman og gengu þau í
hjónaband 4. september 1948.
Hún var stoð hans og stytta á
ferlinum og íþróttir voru og urðu
alla tíð stór hluti af lífi hennar. Í
gegnum íþróttirnar eignuðust
þau einstaka vini og varð sú vin-
átta ævarandi. Á efri árum naut
mamma mikilla samvista við vin-
konu sína, Gígi, sem var henni
afar dýrmæt og létti stundirnar.
Hún var yndisleg og ástrík
móðir sem leiddi börnin sín fram
um veg, verndandi og leiðandi
með djúpri áherzlu á fallegt og
rétt mál. Bænir og fallegir
barnasálmar sem sungnir voru
fyrir svefninn voru hluti daglegs
lífs.
Sund, skíða- og skautaferðir
voru hluti uppeldisins og pabbi
varð að læra á skíðum líka en
hann var fyrir snjall listdansari á
skautum þannig að sannarlega
var gert vel við okkur börnin á
þessum sviðum. Þannig minnist
ég óteljandi skautaferða á Mela-
völlinn og tjörnina og skíðaferða
að vetrum.
Kveðja sem þessi býr við tak-
markaðan orðafjölda. Því er eng-
in leið að koma öllu því mikla
sem mamma afrekaði til skila.
T.d. svæðanuddið en hún veitti
svo mörgum ómetanlega hjálp í
meðferðum sínum.
88 ára gömul kona sem fór
leiðar sinnar á nýja bílnum
sínum, keyrði vinkonur um allan
bæ, sótti barnabarnabörn og fór
með í afmæli og stundum í sund,
fór með Gísla sínum í golf, spil-
aði brids, sótti öll afmæli og þáði
öll boð, sótti dægradvöl og þá
viðburði sem buðust, fór t.d.
vikuferð til Þýzkalands fyrir
rúmu ári og lét sér jafnvel detta
í hug að gaman væri að skreppa
á skíði. Hún var engum lík,
atorkan og eljan slík og hvarf frá
okkur snöggt og óvænt en eins
og hún lifði, á fullri ferð á hlaup-
um tilbúin á leiðinni í barna-
afmæli.
Hún var ljós í lífi ættingja og
vina og stundir með henni þar
sem rætt var um daginn og veg-
inn, lífið og tilveruna dýrmætar
yngri sem eldri. Við elskuðum
hana fortakslaust. Við grátum
það að hún skyldi hverfa svo
snöggt frá okkur. Þetta er auð-
vitað vanþakklæti og eigingirni.
Okkur væri nær að þakka fyrir
reisn hennar í 88 ár, fyrir gjöfult
líf hennar og ljósið sem dreifði
hvar sem hún fór. Í 67 ár hef ég
notið fölskvalausrar móðurástar
og vináttu og þótt ég hafi reynt
að launa henni sem bezt ég má
finnst mér ég vera í mikilli skuld.
Móður sem þessa kveður mað-
ur í raun ekki, hún situr áfram í
hjartanu og sálinni, ljúf og góð
og yndisleg og hvíslar jafnvel
ströngu áminningarorðunum
sínum í eyra: „Hannes minn,
maður uppsker eins og maður
sáir.“
Uppskeri mamma eins og hún
hefur sáð þarf engu að kvíða.
Guð blessi minningu hennar.
Með þökk fyrir allt og allt.
Hannes Freyr
Guðmundsson.
Elsku Sunna mín, ef einhver
vann í tengdamömmulottóinu þá
var það ég. Þú varst ekki bara
tengdamamma mín og amma
barnanna minna, þú varst líka
svo mikil vinkona.
Ég er svo þakklát fyrir allt
sem við höfum gert saman í
gegnum þau 38 ár sem við höfum
þekkst. Þú, þessi glæsilega ung-
lega kona sem vildir alltaf vera
svo flott og þvílíkur orkubolti að
renna þér á skíðum, spila blak,
tennis, golf og brids og ótrúlegur
dansari. Allir fótboltaleikirnir
sem við fórum á í Belgíu og
Þýskalandi og ég tala nú ekki
um hérna heima með liðinu okk-
ar KFG, þú stuðningsmaður nr.
eitt og ég númer tvö. Þú lést
dómarann alveg heyra það ef þér
fannst hann lélegur. Krafturinn
og lífsgleðin var svo mikil.
Núna ylja minningarnar og vil
ég þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og mína, þú
varst alltaf til staðar þegar við
þurftum á því að halda og þú
varst besti nuddarinn, það er
ekki spurning.
Elsku Sunna mín, söknuður-
inn er mikill en ég veit að nú ert
þú hjá Guðmundi þínum og þið
vakið yfir okkur.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir
Ásgerður.
Elsku amma mín féll frá
skyndilega og þrátt fyrir háan
aldur þá hvarflaði ekki að mér að
hún myndi falla frá núna. Það
kennir manni enn og aftur að
bíða ekki með hlutina, fresta
ekki heimsóknum og rækta sína
nánustu. Ég vildi að ég hefði náð
að hitta hana einu sinni enn,
spjalla og horfa á hana kjassa
litlu börnin en hún amma mín
var mikil barnagæla og þótti
vænt um sitt fólk. Þegar ég var
barn þá fór amma með mig í
Laugardagslaugina og við æfð-
um sundtökin. Svo fórum við í
Bláfjöll og hún kenndi mér á
skíði. Þegar við barnabörnin vor-
um svo orðin fullorðin þá tóku
barnabarnabörnin við. Lífið
snérist líka svo mikið um íþróttir
hjá þeim afa og ömmu enda mik-
ið íþróttafólk. Svo var amma líka
orkumikil kona og var ekki mikið
fyrir að hafa ekkert að gera. Svo
vildi hún líka hafa fólk í kringum
sig og taka þátt í lífi sinna nán-
ustu. Hún hjálpaði mér í kring-
um skírnir drengjanna minna,
lánaði mér skál og borð og marg-
straujaði dúkinn undir. Mætti
með stóran kökudisk af pönnu-
kökum í barnaafmæli sem klár-
uðust fyrstar af öllu. Nú stendur
jólatréð á jóladúk sem hún kom
eitt sinn með til mín. Þó að
stundum hafi liðið langt á milli
þá var alltaf gott að hittast og
eftir að börnin komu í heiminn
vildi hún fá að sjá þau sem oftast
og sýndi þeim sömu ást og hlýju
og hún hafði alltaf sýnt mér. Við
náðum vel saman og áttum mörg
góð samtöl sem ég mun geyma í
hjarta mínu framvegis. Mér þótti
afskaplega vænt um hana ömmu
mína og ég vona að hún finni nú
afa þarna einhvers staðar, sem
ég veit að hún saknaði alla daga.
Góða ferð, amma mín, ég á eftir
að sakna þín svo mikið, þín
Hrafnhildur.
Það kom eins og reiðarslag
þegar Lárus færði mér fréttir af
andláti móður sinnar, Sunnevu
Jónsdóttur. Sunna var góð vin-
kona móður minnar og móðir
eins af mínum bestu vinum.
Sunnu hef ég þekkt alla ævi
mína.
Margs væri hægt að minnast,
t.d. allra þeirra skipta sem ég
fékk far í leiki í gamla Volvo
Amazon-bílnum hjá Sunnu og
Guðmundi, þegar við Lalli vorum
að spila með yngri flokkum Vík-
ings. Við Lalli í aftursætinu þar
sem við á leiðinni í leikinn tókum
á móti hvatningarorðum og ráð-
leggingum frá Sunnu og Guð-
mundi. Þau voru óþreytandi í
stuðningi sínum. En áhugi
Sunnu á heilbrigði, heilsu og
íþróttum er mér ofarlega í huga,
enda fjölskylda hennar framúr-
skarandi íþróttamenn. Sunna gaf
svo sannarlega sitt til okkar Vík-
inganna í fótboltanum á sínum
tíma, þótt það færi ekki hátt.
Hún var nefnilega frumkvöðull á
Íslandi þegar kom að svokölluðu
svæðanuddi, sem við leikmenn
Víkings nutum svo sannarlega
góðs af. Iðulega kom það fyrir,
þegar einhver okkar varð fyrir
meiðslum, að haldið var til
Sunnu, þar sem hún kom manni
fyrir með fætur uppi á stól, fann
auma punkta og nuddaði lengi
eða þar til bata var náð eða svo
gott sem. Sunna gerði allt til að
hjálpa okkur Víkingunum og
koma leikmönnum í stand sem
fyrst. Oft nýtti ég mér innsæi
hennar og næmni í þessum efn-
um þegar ég átti við meiðsli að
stríða á fótboltaárunum, og
miklu oftar en ekki stóð ég betri
upp. Mig undraði oft hversu
næm Sunna var á meiðslin og
hversu tilbúin hún var að gefa af
sér, aldrei sagði hún nei þegar
leitað var til hennar. Hún var
alltaf til í að hjálpa.
Sunna hafði alla tíð mikinn
áhuga á óhefðbundnum lækning-
um, drifin áfram af einskærri
þörf til að hjálpa öðrum og gefa
af sér allt fram á síðasta dag.
Með Sunnu er gengin góð og
glæsileg kona, hennar verður
sárt saknað. Blessuð sé minning
Sunnu. Ég votta börnum og
barnabörnum innilegustu samúð
mína.
Heimir Karlsson
og fjölskylda.
Sunneva
Jónsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA ERLA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Akraseli 13,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. janúar
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Edda Björnsdóttir Halldór Jón Sigurðsson
Þórunn Árnadóttir Ívar Ásgeirsson
Árni Þór Árnason Mimmo IIlvonen Árnason
Jenný Árnadóttir Jay Manganello
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
RAGNAR SVEINN OLGEIRSSON,
áður bóndi á Oddsstöðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð,
Borgarnesi, aðfaranótt 29. desember.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 5. janúar
klukkan 14.
Hann verður jarðsettur í Lundarkirkjugarði að aflokinni
erfidrykkju. Þeim sem vilja minnast Ragnars er bent á
Minningarsjóð Brákarhlíðar í Borgarnesi, www. brakarhlid.is.
Sigurður Oddur Ragnarsson Guðbjörg Ólafsdóttir
Olgeir Helgi Ragnarsson Theodóra Þorsteinsdóttir
barnabörn og langafasynir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANDÍS SALÓMONSDÓTTIR
frá Ketilsstöðum í Mýrdal,
sem lést miðvikudaginn 26. desember,
verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju
laugardaginn 5. janúar klukkan 14.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín og amma okkar,
FJÓLA STEINSDÓTTIR MILERIS,
Skálagerði 5, Reykjavík,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 25. desember.
Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju
föstudaginn 11. janúar klukkan 13.
Georg Mileris
Ana Maria Mileris
Georg David Mileris
Vladimir Mileris
Angelika Mileris Dawes