Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
✝ Jóhann Waagefæddist í
Tungu í Auðkúlu-
hreppi við Arnar-
fjörð 16. júlí 1922.
Hann lést 21.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Ólafur M.
Waage og Jensína
Jónsdóttir. Systk-
ini hans voru: 1.
Markús Waage, f.
1921, d. 1995. 2. Jensína
Waage, f. 1924, d. 2004. Hálf-
systir Jóhanns samfeðra var
Gyða Waage, f. 1920, d. 2006.
Börn Jóhanns eru: 1. Guð-
mundur Ingi, f. 1942, maki:
Birna G. Ólafsdóttir. Barns-
móðir Jóhanns var Ragnheið-
ur Guðjónsdóttir. Börn Guð-
mundar og Birnu: Ragnheiður
og Hafdís Brynja, barnabörn
eru sex og barnabarnabörn
þrjú. 2. Ingólfur, f. 1946,
maki: Ingibjörg Finnboga-
dóttir, d. 2009. Börn þeirra
eru Herdís, Hulda og Hrefna.
Barnabörn eru átta og barna-
barnabörn fjögur. Móðir Ing-
ólfs og fyrri kona Jóhanns var
Herdís Guðmundsdóttir. Þau
slitu samvistir. Jóhann giftist
Guðrúnu Björg Björnsdóttur,
f. 1929, árið 1954. Börn
þeirra: 3. Rúnar Viktorsson, f.
1951. Guðrún (Gígja) átti hann
áður, en hann ólst
upp hjá Jóhanni
alla tíð og leit á
hann sem föður
sinn. Maki Rúnars
er Kristín Guð-
jónsdóttir. Börn
þeirra: Guðjón, f.
1974, d. 1993.
Björg J. og Ró-
bert. Barnabörnin
eru fjögur. 4.
Jensína, f. 1954,
fyrrverandi maki Eiríkur G.
Guðmundsson. Börn þeirra:
Hrefna María, Lilja Björg og
Heiðrún Dagmar. Barnabörnin
eru tvö. 5. Hrafnhildur, f.
1955, fyrrverandi maki Einar
Karelsson. Börn þeirra: Harpa
og Gígja Dögg. Barnabörnin
eru fimm. 6. Ólafur, f. 1958,
maki Gunnþórunn B. Gísla-
dóttir. Börn þeirra: Jóhann,
Gísli Valur, Bjarni Ívar, Haf-
þór Ingi, Kristinn Már og
Kristín Björg. Barnabörnin
eru tíu. 7. Kári, f. 1959. 8.
Brynja, f. 1965, maki Ragnar
H. Jónsson. Þeirra börn: Reyn-
ir Bragi, Jón Bjarki og Kjart-
an Jóhann.
Jóhann lærði trésmíði hjá
Jóhannesi Reykdal og lauk
þar einnig meistararéttindum.
Útför Jóhanns fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 3. jan-
úar 2019, klukkan 14.
Hann blessaður afi minn er
fallinn frá, saddur lífdaga og
tilbúinn til að heilsa þeim ást-
vinum okkar sem á undan hafa
farið.
21. desember bauð okkur upp
á sitt fegursta púss og líklega var
þetta fallegasti dagur ársins, því
öll náttúran virtist brosa við hon-
um afa.
Ég náði upp í Borgarnes í rétt
tæka tíð og fékk að standa við
hlið hans og strjúka honum um
fallega hvíta hárið hans og halda í
hönd hans er hann kvaddi okkur í
friði, umvafinn stórum hluta af-
komenda sinna.
Afi var ansi magnaður kjarna-
kall. Hann var þrjóskan uppmál-
uð og stóð oft andspænis dauð-
anum en afi hafði engan tíma til
að fara. Við kvöddum hann oftar
en einu sinni en Selárdalsþrjósk-
an hafði ávallt yfirhöndina, eða
eins og hann hafði sjálfur orð á:
„Ég hef engan andskotans tíma
til að drepast.“
Afi var afar mikið séntilmenni,
bar sig vel, hávaxinn og mynd-
arlegur. Myndir af honum ungum
bera það með sér að hann hafi
haft undir allar skærustu stjörn-
ur hvíta tjaldsins þess tíma hvað
varðar þokka og glæsileika og
svo bar hann sín seinni ár sitt fal-
lega hvíta hár og hvíta yfirvara-
skegg. Oft horfði ég á þá bræður,
hann og Markús, hérna í denn og
hugsaði með mér að svona vildi
ég verða þegar að ég eltist. Gull-
tönnin hans afa var líka hans að-
alsmerki í fallega brosinu hans.
Afi hafði gaman af ýmiskonar
ræktun og minnistæður er garð-
urinn sem hýsti fjölda gróður-
húsa, rótarbeða og fegurstu sum-
arblóma. Afi var listasmiður og
var oftast inni í bílskúr að smíða
eitthvað og bera gripir hans vott
um verklag hans sem margir
sóttu í. Vildi ég stundum óska
þess að hafa erft smíðahæfileika
hans. Það magnaða er að flestir
afkomenda hans eru mjög list-
fengt fólk.
Afi var skapmaður og lét oft
vel í sér heyra, held stundum að
ég hafi erft blótsyrðin frá honum,
þó það sé kannski ekki til að
hrósa happi yfir.
Í nokkur ár var afi forstöðu-
maður Íþróttahússins í Borgar-
nesi og efa ég ekki að margir af
minni kynslóð gleymi seint þrum-
andi rödd þess gamla sem skikk-
aði ungviðið til og fáir þorðu að
sleppa sturtu þegar að sá gamli
var á vakt, en inn við beinið var
hann meyr og það sýndi sig alltaf
betur og betur eftir því sem hann
eltist meira, hversu barngóður og
vænn hann var.
Mjög var gestkvæmt á heimili
ömmu og afa á Böðvarsgötunni,
oft var húsið þéttsetið af barna-
börnum þeirra heiðurshjóna. Og
allt vildu þau gera fyrir okkur.
Ég leyfi að lokum að fylgja
texta lags sem ég veit að var í
miklu uppáhaldi hjá þér, afi
minn:
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængjavíddir,
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartasláttinn, rósin mín.
Er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Hvíldu í friði, afi minn góður,
minning þín lifir áfram í sóma
erfingja þinna og við sjáumst síð-
ar í sumarlandinu fagra.
Jóhann Waage.
Hann afi minn, Jóhann Waage
húsasmíðameistari, lést þann 21.
desember 96 ára gamall, tilbúinn
til að kveðja og sáttur með sitt.
Afi minn var hlýr og góður maður
sem ljúft var að heimsækja og
eiga samtal við. Skýr var hann
fram á síðasta dag og minnugri
en ég og þú. Ártöl viðburða gat
hann rakið eins og ekkert var, gat
ég ekki annað en dáðst að og öf-
undað hann af þessum eiginleik-
um. Afi var einstaklega fær í tré-
skurði og smíðum og er mér
minnisstætt þegar ég um árið tók
tal við mann sem heyrði að ég var
barnabarn Jóhanns Waage. Sá
maður hafði unnið fyrir afa eða
var honum samferða um tíma,
a.m.k. þekkti hann til. Fyrir utan
að lofsyngja hæfileika hans á
sviði smíða þá tók hann það sér-
staklega fram hversu glæsilegur
og myndarlegur afi þótti á hans
yngri árum. Um sveitirnar var
víst talað um hans mikla þokka.
Þessi lýsing kemur vel heim og
saman við afa en hann var ein-
staklega myndarlegur maður,
snyrtimenni mikið og man ég
aldrei eftir því að hafa séð hann
öðruvísi en óaðfinnanlega greidd-
an, skegg og hár nýsnyrt og rak-
spíri á vanga. Snyrtilegri eldri
mann hef ég aldrei séð. Hann
hafði svartan húmor, var skoð-
anafastur skapmaður en um leið
afskaplega ljúfur og hlátur-
mildur. Hann var mikill söng- og
vísnamaður líkt og fjölskyldan
öll, og gleymi ég seint þeim degi
þegar stór hópur okkur barna-
barnanna gerði sér ferð í Borgar-
nes til ömmu og afa og söng fyrir
þau þeirra uppáhaldslög.
Sem barn á ég ótal minningar
sem munu ylja mér um ókomna
tíð. Böðvarsgata 13 var iðulega
full af lífi og fjöri en ég er svo lán-
söm að tilheyra stórum hópi
systkinabarna sem saman eigum
dýrmætar minningar frá tímum
afa og ömmu. Stóra hengirólan,
litríku blómin hennar ömmu, sól-
hýsið á pallinum sem afi byggði,
þegar hann tók krumma í fóstur
og síðust en ekki síst sundlaugin
við klettabeltið í bakgarðinum
sem hann byggði gagngert fyrir
okkur barnabörnin til að njóta. Í
seinni tíð komst ég að því hversu
einstaklega barngóður hann afi
var, en ég sá það best hvernig
hann ljómaði í hvert skipti sem ég
kom í heimsókn með Símon og
Silju og gaf þeim ávallt hlýtt
faðmlag. Afi var sá maður sem
hafði líf umfram þau níu kattar-
ins, og hef ég oftar en einu sinni í
gegnum árin farið upp á sjúkra-
hús og kvatt hann. Sú kveðja hef-
ur ávallt fyrnst skömmu síðar
þegar hann reis úr rekkju með
þeim orðum að það taki því nú
ekki að fara að kveðja núna,
hress sem aldrei fyrr, með bros á
vör og hlátur í röddu. Það kom þó
að því að hann reis ekki aftur úr
rekkju og kveður nú amma mín
eiginmann sinn til 65 ára.
Ég kveð elskulegan afa minn,
þann eina sem ég hef átt og var
svo lánsöm að geta kynnt hann
fyrir börnunum mínum og haft
hann í lífi mínu í 38 ár. Hjartans
þakkir fyrir allt, elsku afi minn,
ég mun alltaf sakna þín, syng í
hjartanu fyrir þig þín uppáhalds-
lög, góða ferð.
Lilja Björg Eiríksdóttir.
Jóhann Waage húsasmíða-
meistari var tengdafaðir minn í
um þrjá áratugi. Þann tíma sem
við Jensína dóttir hans vorum
samferða. Hann var afi þriggja
dætra okkar og langafi tveggja
barnabarna. Jóhann var mikill
öndvegismaður, átti stundum
erfitt með skap og gat verið
hrjúfur í framkomu en var innst
inni viðkvæmur og ljúfur. Jóhann
er fallinn frá, hátt á tíræðisaldri,
saddur lífdaga. Líf hans var á
margan hátt athyglisvert enda
því lifað á öld mikilla breytinga.
Hann var fæddur á fjórða ári
fullveldisins. Kannski má segja
að Jóhann hafi verið réttborinn
sonur þess. Líf hans var saga ein-
staklings sem fæddist í dögun
nýrra tíma, einstaklings sem
braust á unglingsárum undan oki
gamalla hefða, harðneskjulegs
uppeldis, frá fátækt og skorti og
leitaði nýrra tækifæra og betri
lífsskilyrða. Og það tókst honum.
Jóhann var fæddur í Selárdal,
sonur þurrabúðarmanns, og ólst
upp við þröngan kost. Á þriðja ári
missti hann móður sína. Fljótlega
kom til sögunnar stjúpa sem
reyndist ekki vandanum vaxin.
Við þessar aðstæður skyldi ekki
búið. Fyrsta tækifæri til aukins
sjálfstæðis var að fara til sjós.
Fjórtán ára varð Jóhann háseti á
báti frá Bíldudal og ári síðar var
hann orðinn formaður. Um tíma
átti hann eigin bát. Síðar lá leiðin
suður. Þar lærði Jóhann iðn sína
og kynntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðrúnu B. Björnsdóttur,
henni Gígju.
Velmektarár Jóhanns og Gígju
voru í Borgarnesi. Þar eignuðust
þau fallegt heimili og traustan
sess í bæjarfélagi sem kunni að
meta þau og börn þeirra að verð-
leikum. Jóhann vann lengst af við
húsasmíðar. Hann var valinkunn-
ur verkmaður og afburðasmiður.
Hann var hamhleypa til verka og
stundum fannst mér hann vinna á
við marga menn. Hann var sí-
starfandi og hlífði sér aldrei,
vann jafnvel sárþjáður af verkj-
um. Þegar mér barst fréttin um
lát Jóhanns komu í hug mér þessi
orð úr sögu Hellismanna: „fallinn
er hann Fjögramaki“.
Jóhann flíkaði ekki tilfinning-
um sínum en hann sýndi þeim
mun skýrar hug sinn í verki. Á
frumbýlingsárum okkar Jensínu
var hann ætíð boðinn og búinn að
koma hjálpandi hendi. Hann
smíðaði húsgögn, byggði bílskúr,
endurnýjaði þak, fræsaði glugga,
glerjaði, reisti milliveggi, lagði
parket og svo framvegis. Þegar
Jói kom til okkar og taka skyldi
til hendinni við eitthvert ofantal-
inna verkefna, stýrði hann auð-
vitað verki og ég var handlangari.
Ekki stóð ég alltaf undir vænt-
ingum. „Ekkert hangs drengur“
og „áfram, kaffitíminn er búinn“
eða jafnvel „áttu koníak?“ og
áfram var unnið.
Jói Waage reyndist mér og
minni fjölskyldu frábærlega vel
og ég mat hann mikils. Ég hugsa
til hans með hlýju, þakklæti og
virðingu. Far vel, fjögurra maki.
Við hlið manns síns stóð Gígja
tengdamamma, góðvildin holdi
klædd. Vakin og sofin að hugsa
um velferð barna sinna og barna-
barna. Betri manneskju hef ég
ekki kynnst. Ég votta henni,
börnum þeirra og öðrum afkom-
endum innilega samúð mína.
Eiríkur G. Guðmundsson.
Fallinn er frá í hárri elli mikill
fjölskylduvinur okkar – heiðurs-
maðurinn og meistarasmiðurinn
Jóhann Waage. Hann var einn
myndarlegasti maður sem gekk
um götur þessa lands – líktist
helst kvikmyndagoðinu Clark
Gable þegar þeir báðir voru upp á
sitt besta. Jóa kynntumst við
fyrst árið 1961 eða fyrir tæpum
60 árum þegar við hjónin eign-
uðumst okkar fyrstu íbúð og
fengum þennan frábæra smið til
að smíða allar innréttingar í
hana. Síðan hafa vinaböndin aldr-
ei slitnað og fátt hefur t.d. verið
gert í sumarbústöðum fjölskyld-
unnar án þess að hann hafi komið
þar við sögu eða alla vega gefið
þar góð ráð.
Í dag sitjum við oft í sumarbú-
stað okkar og horfum bara á
handbragð fagmannsins hvort
sem það eru gluggarnir eða hurð-
irnar sem bera gott vitni um
hversu listrænn og frábær smið-
ur hann Jói okkar var.
Jói lenti í mjög alvarlegu bíl-
slysi fyrir mörgum árum og var
marga mánuði að jafna sig eftir
það slys. Faðir minn vissi ekki af
þessu slysi en átti von á stórvini
sínum í heimsókn frá Þýskalandi
og vildi hann endilega láta lag-
færa forstofuna á bústaðnum áð-
ur en sá kæmi í heimsókn. Kom
hann við hjá Jóa í Borgarnesi og
kom Jói þá til dyranna á hækjum
og á hækjunum kom hann í bú-
staðinn til að vinna verkið. Og
aldrei var það svo að hann gæfi
sér ekki tíma til að sinna verkum
sem við báðum hann að fram-
kvæma – alltaf tilbúinn og alltaf
voru sömu vönduðu úrræðin og
vinnubrögðin.
Og mikið skelfing erum við nú
búin að hlæja mikið saman í
gegnum árin. Jói hafði nefnilega
mjög góðan húmor og kunni einn-
ig að taka stríðni og fékk nú nóg
af henni frá okkur, enda vissi
hann vel að þetta var bara alltaf
saklaust grín og sjaldan eða aldr-
ei bjó nú mikill sannleikur eða al-
vara á bak við grínið.
Þessa góða vinar verður sárt
saknað af öllum í okkar fjölskyld-
um og eitt er víst að verkin og
handbragðið verða vonandi lengi
til staðar til að minna okkur á
þennan mikla meistara tréverks-
ins.
Við munum svo sannarlega
sakna hans Jóa – mannsins sem
reyndist okkur svo frábærlega
vel í þessi tæpu sextíu ár sem við
þekktum hann. Fyrir hans hönd
gleðjumst við þó yfir því að hann
fékk að kveðja þennan heim á
svona snöggan hátt – þurfti ekki
að kveljast eða dvelja langdvöl-
um á sjúkrahúsum – svona hefði
hann örugglega kosið sjálfur að
fá að kveðja. Það voru mikil for-
réttindi að hafa fengið að kynnast
Jóhanni Waage og eiga hann sem
vin í tæpa sex áratugi.
Við sendum eiginkonu, börn-
um og öðrum aðstandendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur –
minningin um góðan dreng og
frábæran vin mun aldrei gleym-
ast.
Hjördís og
Kristmann Magnússon.
Jóhann Waage
Mín fyrstu kynni
af Valgarði voru er
hann kenndi mér
frumulíffræði við
læknadeild Háskóla Íslands fyr-
ir hartnær fjórum áratugum.
Hann var ekki bara læknir
heldur líka rithöfundur og
skáld. Þannig gat hann sem
sagnameistari dregið upp
myndir af flóknum fyrirbrigðum
svo unun var á að hlusta. Þann-
ig efldi hann áhugann á faginu,
ekki bara hjá mér heldur náði
hann til flestra nemenda. Þessi
kennsla jók áhuga minn á vís-
indum og rannsóknum. Ég
ræddi við Valgarð um fagið og
fór svo að ég heimsótti hann á
Valgarður Egilsson
✝ Valgarður Eg-ilsson fæddist
20. mars 1940.
Hann lést 17. des-
ember 2018.
Útför Valgarðs
fór fram 28. desem-
ber 2018.
skrifstofuna hans.
Ég trúði varla eigin
eyrum þegar hann
bauð mér vinnu við
vísindarannsóknir
þá um sumarið sem
reyndar varð að
hlutastarfi á vetr-
um líka meðan á
náminu stóð. Þetta
var upphaf sam-
vinnu okkar og
ævilangrar vináttu.
Þannig kynntist ég Valgarði
fyrst og fremst sem vísinda-
manni og persónu.
Fyrstu verkin voru að að-
stoða við gerfrumurannsóknir
en Valgarður hafði fengið afnot
af litlu hornherbergi í gamla
þvottahúsi Landspítalans við
Eiríksgötu. Þar setti hann upp
frumuræktunaraðstöðu. Ekki
var miklum fjármunum veitt til
vísindarannsókna en Valgarður
dó ekki ráðalaus heldur leitaði
hann fanga víða og fékk iðn-
aðarmenn Landspítala til liðs
við sig en útbjó af útsjónasemi
hluti sem vantaði. Mér er sér-
staklega minnisstætt þegar við
fórum inn í sölunefnd varnar-
liðseigna til að leita að hlutum
sem nota mætti í hristivatnsbað
svo rækta mætti frumurnar.
Þetta var mikið ævintýri og
útbúið var tæki sem virkaði – í
einhverja stund. Við skiptumst
svo á að mæta á tveggja tíma
fresti til að mæla vöxt frum-
anna við hin ýmsu skilyrði.
Þarna lærði ég mikilvæga lexíu
af mínum mentor; hlutirnir
koma ekki sjálfkrafa til þín
heldur þarftu að beita útsjón-
asemi og leggja – oft mikið á
þig – viljir þú geta gert það sem
hugur þinn stefnir til. Það voru
ófá tækin og tólin sem við út-
bjuggum fyrir rannsóknirnar
þótt vissulega fengist margt
með þrotlausri sókn í rann-
sóknastyrki.
Þegar rannsóknastofu Val-
garðs óx fiskur um hrygg og
meira rými fékkst þá voru ófáar
stundir sem vísindamenn á
Landspítalalóð eyddu á skrif-
stofu Valgarðs við umræður um
vísindi og heimspeki. Valgarður
hafði nefnilega einstaklega góða
nærveru og var óþreytandi í að
kenna, leiðbeina og rökræða.
Fyrir mig sem læknanema var
það ómetanlegt að fá að njóta
leiðbeiningar manns sem hafði
þann mikilvæga eiginleika að
geta leyft öðrum að blómstra og
reyndar ýtti undir það að aðrir
þroskuðust og gætu gert sína
eigin hluti. Kannski var það
lexía númer eitt sem ég lærði af
Valgarði og lýsir honum hvað
best.
Þau mörgu ár sem við unnum
saman lögðu grunn að mínum
ferli en ég fór í framhaldsnám í
læknavísindum. Þótt haf væri á
milli okkar þá voru ófá skiptin
sem Valgarður kom við hjá mér
á leið sinni til samstarfsmanna í
London. Þær stundir voru
ómetanleg upprifjun á því sem
mikilvægast er í lífinu. Slíka
upprifjun áttum við reglulega
alveg fram á síðustu ár. Ómet-
anlegt.
Minn kæri vinur, að leiðar-
lokum vil ég þakka allt sem þú
kenndir mér og innrættir.
Hvíl í friði.
Vilmundur Guðnason.
Vegna skertra rekstrarframlaga til kirkjugarða verður
afgreiðslutími skrifstofu Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæma í Gufuneskirkjugarði styttur um
helming frá 2. janúar 2019.
Frá og með nýju ári verður skrifstofa KGRP í Gufunes-
kirkjugarði opin frá klukkan 9 til 13 alla virka daga.
Styttur opnunartími skrif-
stofu í Gufuneskirkjugarði
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir