Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Inga Sigurjónsdóttir, arkitekt, atvinnurekandi og leiðsögumaður,á 60 ára afmæli í dag. Hún rekur arkitektastofuna Stúdíó Hring íReykjavík. „Ég vinn aðallega við hönnun á húsum og innréttingum, bæði fyrir heimili og fyrirtæki,“ segir Inga en hún nam arkitektúr í París. Auk þess er hún með próf í leiðsögn sem hefur komið sér vel nú þegar hún og maður hennar, Ísak Vilhjálmur Jóhannsson fasteignasali, hafa ver- ið að byggja upp ferðaþjónustufyrirtæki saman í Kerbyggð. Þar bjóða þau upp á lúxushús fyrir ferðamenn. „Ég hannaði húsin og hann stýrir verkinu.“ Inga er áhugakona um útivist og nýtur sín vel í náttúrunni. „Þarna náum við að sameina arkitektúrinn og útivistina í eitt,“ segir Inga en hún hefur jafnframt gaman af bókmenntum og tónlist, enda lærði hún á píanó. Inga ætlar að fara á Hótel Búðir með eiginmanni sínum í dag í til- efni afmælisins. „Það er staður sem við förum oft á tvö ein þegar við ætlum að halda upp á eitthvað sérstakt. Þá get ég farið í góðan göngutúr og svo farið að borða. Þetta er bara draumaafmælisdagur,“ segir Inga. Synir Ingu og Ísaks eru þeir Sigurjón, f. 1993, starfsmaður hjá Samsung í Lundúnum, og Jóhann Einar, f. 1995, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Fyrir átti Ísak einn son. Hjónin Inga og Ísak sælleg í mannfagnaði fyrir ári síðan. Heldur upp á daginn á Búðum Inga Sigurjónsdóttir er sextug í dag K ristín Ágústa Ólafs- dóttir fæddist 3. jan- úar 1949 á Fæðingar- deild Landspítalans í Reykjavík og ólst upp í Stórholti. Hún var í sveit í Síðumúla, Hvítársíðu, Borgarfirði sjö sumur, frá 8 ára aldri, hjá börnum Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Andrésar Eyjólfssonar. Kristín gekk í Austurbæjarskól- ann og síðan Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Leik- félags Reykjavíkur 1969. Kristín lærði söng í Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Engel Lund, nam leikhúsfræði og leikræna tjáningu við Kaupmannahafnarháskóla 1979-1981 og las uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands og lauk þaðan meistaraprófi 2007. Snemma fór Kristín að vinna hjá RÚV, útvarpi og sjónvarpi, og var þar á 7. og 8. áratugnum, m.a. sem útvarpsþulur og umsjónar- maður Stundarinnar okkar. Hún lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og Alþýðu- leikhúsinu en Kristín var einn af stofnendum þess leikfélags. Kristín kenndi leiklist og leik- stýrði við Menntaskólann á Akur- eyri á 8. áratugnum og kenndi leikræna tjáningu og framsögn hjá Þroskaþjálfaskóla Íslands, Kenn- araháskólanum og Háskóla Ís- lands á tímabilinu 1981-2017. Hún hefur einnig kennt framsögn og ræðumennsku á fjölmörgum nám- skeiðum hjá ýmsum félagasam- tökum og vinnustöðum. Kristín tók þátt í pólitísku starfi á árabilinu 1975-1998, sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1986- 1994 fyrir Alþýðubandalagið og Nýjan vettvang. Hún var stjórnar- formaður Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998. Kristín hefur haft söng sem áhugamál frá því hún var ungling- ur, fyrst og fremst vísna- og þjóð- lagasöng. Hún hefur sungið með kórum, í kvartettum og sem ein- söngvari. Nokkrar hljómplötur með söng hennar komu út á tíma- bilinu 1968-1985. Síðustu 13 árin Kristín Á. Ólafsdóttir, fv. kennari við menntavísindasv. HÍ – 70 ára Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Fjölskyldan Kristín og Óskar ásamt afkomendum og tengdabörnum á heimili þeirra í Véum, Reykholti. Myndin er frá 2013 en þá gifti parið sig eftir 34 ára sambúð. Kristín og Óskar hafa búið í Véum í fjórtán ár. Söngfuglinn í Véum Í Alþýðuleikhúsinu Jón Júlíusson, Þráinn Karlsson og Kristín í Skolla- leik Böðvars Guðmundssonar. Reykjanesbær Elva Björk Þórisdóttir er fædd á Landspítalanum við Hring- braut í Reykjavík þann 15. mars 2018. Fæðingar- stundin var kl. 09.00 um morguninn. Þegar hún fæddist vó hún 4.376 grömm og var að lengd 52 cm. Foreldrar hennar eru Dagmar Þráinsdóttir og Þórir Rafn Hauksson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.