Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 63
mánudagur og hann þurfi að fara á
svið og standa sig, hvað sem tautar
og raular. „Áskorunin sem fólgin er
í starfinu verður áfram sú sama,“
ítrekar Fiennes.
Talið berst að Brexit, útgöngu
Breta úr Evrópusambandinu, og
einnig ástandinu í Evrópu, öfgum
bæði til hægri og vinstri í stjórn-
málum og vaxandi þjóðernis- og ein-
angrunarstefnu víða, m.a. í Ung-
verjalandi. „Þetta veldur mér
hugarangri,“ segir Fiennes sem
kom einnig inn á ástandið í þakk-
arræðu sinni um kvöldið.
Spurður hvort hann telji listir
geta haft áhrif á ástandið segist
Fiennes telja það og þá sérstaklega
kvikmyndir. „Það er eitthvað við
myndmálið og frásögnina í kvik-
myndaforminu og meira að segja
teiknimynd ætluð börnum getur
innihaldið alls kyns hugmyndir sem
opna hug barna og efla samkennd
og skilning,“ segir Fiennes. Kvik-
myndagerðarmenn verði að eiga
rétt á því að ögra og reyna á þol-
mörk áhorfenda. „Þær kvikmyndir
sem höfða hvað mest til mín og
hreyfa mest við mér eru þær sem
kafa djúpt í hvað það þýðir að vera
mennskur,“ segir Fiennes og nefnir
myndir leikstjóra á borð við Ingmar
Bergman og Yasujirô Ozu sem eigi
margt sameiginlegt með leikritum
Tsjekoffs. „Þegar slíkar kvikmyndir
eru vel gerðar hreyfa þær við okkur
og vekja til umhugsunar.“
„Af því bara“
Fiennes hefur leikið nokkur ill-
menni, m.a. nasistaforingja og
Voldemort, en hann segist ekki
lengur hafa áhuga á að leika ill-
menni. Hvers vegna ekki? spyr er-
lendur blaðamaður. „Af því ég vil
það bara ekki,“ segir Fiennes og
hlær að einföldu svarinu. Hann hafi,
samt sem áður, enn gaman af því að
leika í ævintýramyndum á borð við
myndirnar um galdrastrákinn
Harry Potter. Og ein ævintýraleg
er fram undan, nokkurs konar for-
saga að Kingsman-myndunum sem
segja af ungum njósnurum sem
lenda í átökum og ævintýrum.
Fiennes er spurður hvort hann
noti einhverja tiltekna aðferð sem
leikari og segir hann það aðallega
velta á leikstjórunum, þeir gefi leik-
urum mismikið frelsi og svigrúm.
Hann nefnir Wes Anderson, sem
leikstýrði honum í gamanmyndinni
The Grand Budapest Hotel, sem
dæmi um afar áhugverðan leik-
stjóra. „Hann er mjög nákvæmur
og það má ekki breyta einu einasta
orði,“ segir Fiennes. Anderson vilji
ótalmargar tökur fyrir hvert atriði
og prófa ólíkar nálganir innan hins
fyrirfram ákveðna ramma. „Honum
finnst gaman að leika sér og ég
kann að meta það.“
Var talinn slakur gamanleikari
Íslenski blaðamaðurinn finnur að
nú er lag og spyr af hverju Fiennes
hafi ekki leikið í fleiri gaman-
myndum á ferlinum, aðeins fjórum,
ef rétt er talið: In Bruges, The
Grand Budapest Hotel, Hail Ceas-
ar! og Holmes and Watson. Hvernig
skyldi standa á því? „Tja, lengi vel
gaf fólk sér að ég væri vonlaus
gamanleikari, í ljósi þess sem ég
hafði gert,“ segir Fiennes og upp-
sker hlátur viðstaddra. Fyrsta gam-
anhlutverkið hafi svo einfaldlega
leitt til annars. „Vonandi er þetta
ekki búið, vonandi kem ég til greina
í fleiri hlutverk vegna hæfileika
minna í gamanleik,“ segir Fiennes
brosandi og klórar sér í skegginu.
Sá illi Fiennes í hlutverki hins skelfilega Voldemorts í einni af kvikmyndunum um Harry Potter.
Sprenghlægilegur Fiennes sýndi gamanleikhæfileika sína í The Grand Budapest Hotel sem frumsýnd var 2014.
Hrollvekjandi Fiennes lék nasista í Schindler’s List. Skalli Fiennes í hlutverki Púskíns í The White Crow.
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Elly (Stóra sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s
Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s
Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s
Stjarna er fædd.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s
Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s
Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s
Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s
Sannar en lygilegar sögur!
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s
Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30
Lau 2/2 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 19:30
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 22:30
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 22:30
Fim 17/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200