Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Lestrarátak Ævars vísindamanns, sem hefur notið sívaxandi athygli og vinsælda, hóf göngu sína í fimmta og síðasta skiptið á nýárs- dag og stendur til 1. mars næstkom- andi. Í tilkynningu segir að eins og áð- ur geti allir nemendur í 1.-10. bekk tekið þátt en einnig geta íslenskir krakkar erlendis verið hluti af átak- inu. Þá er sú nýlunda í ár að nú geta foreldrar og forráðamenn líka tekið þátt. Reglurnar eru þær að þátttak- endur mega lesa hvaða bók sem er, á hvaða tungumáli sem er, og þá teljast hljóðbækur og bækur sem lesnar eru fyrir þátttakendur líka sem lesnar bækur. Fimm krakkar og eitt foreldri sem taka þátt verða dregin úr inn- sendum lestrarmiðum um miðjan mars og fá það í verðlaun að vera gerð að persónum í síðustu bókinni um Bernskubrek Ævars vísinda- manns; æsispennandi risaeðlu-, vél- menna-, geimveru- og ofurhetjubók. Þá verður sá skóli sem les hlutfalls- lega mest einnig settur í bókina. Átakið sem Ævar Þór Benedikts- son stendur fyrir er unnið í sam- starfi við mennta- og menningar- málaráðuneytið, Brandenburg – auglýsingastofu, Forlagið, Barna- vinafélagið Sumargjöf, Þjónustu- miðstöð bókasafna, Póstinn, Reykja- vík UNESCO Bókmenntaborg og Heimili og skóla. Síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns Átak Ævar Vísndamaður stendur fyrir átakinu í fimmta skipti. Við uppsetningu á vali myndlistar- gagnrýnenda Morgunblaðsins á bestu sýningum nýliðins árs sem birtist um liðna helgi var farið rangt með það hvar sýning bandarísku myndlistarkonunnar Elizabeth Pey- ton, Universe of the World-Breath, var sett upp en það var hjá Kling & Bang í Marshall-húsinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Peyton sýndi í Kling & Bang LEIÐRÉTT Norski presturinn HansEgede (1686-1758) héltárið 1721 ásamt fjöl-skyldu sinni til Græn- lands, hóf þar trúboð og lagði á næstu árum grunninn að byggð þar sem nú er höfuðstaðurinn Nuuk. Nokkrum árum eftir að Egede kom sér fyrir sendi danski konungurinn þangað nokkur skip með vistum, landstjóra, hermönnum, lækni, kaupmanni og refsiföngum, körlum og konum sem höfðu verið gefin saman og gefnar upp sakir til að gerast landnem- ar í hinni nýju dönsku nýlendu. Hún átti að byggjast upp í samvinnu við kristið sam- félagið sem Egede var að móta með þeim svo- kölluðu villimönnum sem hann kristnaði. Hin lánlausa nýlenda Dana á Grænlandi og fólkið sem hana byggði er söguefni þessarar áhrifamiklu skáldsögu dansk-norska rithöfundarins Kims Leine, Rauður maður / Svartur maður. Þetta er annar hluti þríleiks um Dani á Grænlandi en fyrir þann fyrsta, sem er mikill um sig eins og þessi bók, Spámennirnir í Botnleysufirði, hlaut Leine Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 2013. Og hefur höf- undurinn eignast marga aðdáendur fyrir þá sögu, hér sem annars staðar þar sem hún hefur verið gefin út. Í millitíðinni kom út á íslensku opinská, að mörgu leyti hrífandi en æði grimm sjálfsævisaga höfund- arins, Kalak. Þar má meðal annars lesa um árin þegar Leine starfaði sem sjúkraliði á Grænlandi og upp- lifði margt erfitt og átakanlegt; það má sjá hvernig sú reynsla af mann- lífinu sem og af landinu kalda og erf- iða nýtist vel við að móta söguheim- inn hér í þessu nýja verki. Þessi saga hlaut skiljanlega mikið lof þegar þegar kom út í Danmörku í fyrra, og í raun ekki síðri viðtökur en fyrsti hluti þríleiksins. Í eftirmála tekur höfundur fram að Rauður maður/Svartur maður sé skáldverk en standi þó nær skjal- festum sannsögulegum atburðum en Spámennirnir í Botnleysufirði. En söguna beri þó ekki að lesa sem sannferðuga sögulega lýsingu, þótt flestar persónurnar séu byggðar á fólki sem lifði og hét sama nafni og það heitir í skáldsögunni. Margt sem gerist í sögunni hafi gerst í raun og veru en annað sé tilbúningur. Þá birtir höfundurinn við bókarlok lista yfir á þriðja tug bóka sem hann hafi stuðst við og vísar jafnframt les- endum, sem vilja kynnast betur hinni „raunverulegu“ sögu á bækur um efnið að lesa. Og eflaust munu margir taka því fagnandi, því við bókarlok munu líklega margir vilja vita meira um persónur og söguna. Ferðamaður sem kemur til Nuuk sér nafn hans Egede víða og styttur af trúboðanum má finna bæði þar og í Kaupmannahöfn, myndir þar sem hann er sýndur í helgimyndastíl, en því fer fjarri að slík mynd sé dregin upp af klerkinum hér, þar sem hann er fyrir miðju frásagnarinnar ásamt eiginkonu og fjórum börnum. Mynd- in af Egede er sérlega vel mótuð. Hann er hrokafullur ofbeldismaður sem réttlætir allar sínar gjörðir með meintri trú sinni, lítur niður á inn- fædda og mismunar öllum í kringum sig. Kaflar bókarinnar hefjast á til- vitnunum í dagbækur Egede og er það snjall leikur hjá höfundinum að nota þær sem eina meginrödd frá- sagnarinnar, rödd sem bindur hana saman með svo mörgum öðrum. Þetta er annars margradda frásögn og meistaralega leikið með það að færa sjónarhorn og frásagnarmiðjur milli fólksins sem kemur við sögu. Þannig næst vel að sýna ólíka af- stöðu, trú og hugmyndir söguper- sónanna til atburða og lífsins, sem og lýsa sögusviðinu og knýja frá- sögnina kröftuglega áfram með markvissum hætti. Særingarmaðurinn Aappaluttoq, eða Rauður, hefur frásögnina með því að segja frá því þegar hann af- hendir Hans Egede sitt eina eftirlif- andi barn, Paapa, sem er þá tíu vetra. Egedehjónin ala drenginn upp í kristni sem einn af sínum börn- um, gefa honum hið konunglega nafn Friðrik Kristján og ætla honum að verða trúboði, en samt alltaf ann- ars flokks þegn. Egede og Rauður hafa gjörólíka afstöðu til lífsins, ann- ar hrærist í þröngsýnum trúar- kreddum meðan hinn getur ferðast hvert á land sem er og þekkir heim- inn, en þeir eiga eftir að takast hat- rammlega á um piltinn. Þeir eru tvær aðalpersónanna en meðal ann- arra segja frá börn Egede og eigin- konan snjalla en kúgaða Gertrud, Pors landstjóri, flogaveik og korn- ung ráðskona hans, íslenskur her- bergisþjónn Pors, liðhlaupi og skækjan sem hann giftist, aðstoðar- prestar Egede, skipstjóri sem flytur fólk og vistir til nýlendunnar, sára- læknir nýlendubyggðarinnar, ævin- týramaður sem er þar um tíma og þýskir trúboðar – og eru þá ekki allir sögumenn upp taldir. Inn á milli hef- ur alvitur sögumaður orðið. En þótt raddirnar séu margar þá rennur frá- sögnin afar lipurlega og dregin er upp allsvakaleg og eftirminileg mynd af fólki og djöfullegri lífsbar- áttu, í Danmörku og Noregi en þó einkum í Grænlandi. Hér geisa viðurstyggilegir sjúkdómar og fólk deyr unnvörpum með átakanlegum og stundum gróteskum hætti, hvort sem það er drepið, fyrirfer sér eða skilur við af náttúrulegum orsökum. Allt er morandi í lús, óhreinindin og subbuskapurinn eru yfirgengileg, það er svallað ótæpilega og kynlíf er mikilvægur þáttur lífsins, en lífs- þorstinn er oftast nær til staðar og svo er fólk sífellt að takast á, í orðum eða gerðum, og ólíkir menningar- heimar, hinna evrópsku innflytjenda og heimamanna, mætast með sér- kennilegum og oft ömurlegum hætti. Þá eru látlaus hugmyndafræðileg átök í sögunni, átök einsýnnar og grimmrar kristinnar trúar – líka milli lúterskra og kaþólskra – og hinna umburðarlyndari en þó líka oft köldu siða heimamanna sem Rauður er fulltrúi fyrir. Svo er grænlenska náttúran líka æði grimm, þótt henni sé líka víða fal- lega lýst og af aðdáun og skilningi, og hægara sagt en gert að lifa af í henni – enda sópast persónurnar af sögusviðinu og standa ekki margar eftir í bókarlok. Kim Leine hefur í viðtölum talað um hrifningu sína á norrænum ep- ískum höfundum á borð við Hamsun og Laxness, að hann vilji ganga í flokki með þeim, og það gerir hann svo sannarlega og svo aðdáun vekur. Rauður maður/Svartur maður er áhrifamikil örlagasaga, mjög vel skrifað stórvirki þar sem furðu margt er undir og persónur mótaðar með eftirminnilegum hætti. Það er tekist á við grimma náttúru og ill ör- lög, fulltrúar kynslóða og ólíkrar hugmyndafræði mætast, hér er and- lega veikt fólk, aðrir uppfullir af menntahroka, fólk sem getur lifað með náttúrunni og fólk sem lætur reka á reiðanum og reynir bara að lifa af. En allir eru breyskir, þetta er harður og miskunnarlaus heimur og lítið rými fyrir fegurð og gæsku, þótt það örli á henni innan um ljót- leikann og grimmdina. Að lokum er vert að hrósa þætti þýðandans, Jóns Halls Stefáns- sonar, en hann færir íslenskum les- endum ólíkt og á köflum mergjað tungutak sögumannanna í þessum kalda heimi átjándu aldar listavel. Kaldur heimur og grimmur Morgunblaðið/RAX Kim Leine „… áhrifamikil örlagasaga, mjög vel skrifað stórvirki þar sem furðu margt er undir og persónur mótaðar með eftirminnilegum hætti.“ Skáldsaga Rauður maður / Svartur maður bbbbb Eftir Kim Leine. Jón Hallur Stefánsson íslenskaði. Sæmundur, 2019. Kilja, 551 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR POTTAR OG PÖNNUR Fagmaðurinn velur AMT en þú? Þýsk hágæðavara Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Allt fyrir eldhúsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.