Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 69
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þótt vissulega kveði ekki við al-
gjörlega við annan tón er Hending,
nýjasti geisladiskur Agnars Más
Magnússonar, tónskálds og píanó-
leikara, um margt ólíkur þeim
fimm sem hann hefur áður sent frá
sér. „Hending er með klassísku
ívafi, en svolítið frábrugðin að því
leyti að ég samdi tónlistina fyrir pí-
anó og gítar og með það í huga að
við Lage Lund værum einu flytj-
endurnir, hann á gítar, ég á píanó.
Hljómræna uppbyggingin er að
miklu leyti tekin úr klassíkinni.“
Hending hefur að geyma níu lög
með frumsaminni djasstónlist sem
Agnar Már samdi gagngert fyrir
plötuna. „Reyndar fann ég tveimur
lögum af fyrstu plötunni minni, 01,
frá árinu 2001 farveg á þessari –
endurskapaði þau eða endurvann ef
svo má að orði komast,“ segir Agn-
ar Már og kynnir Lage Lund til
sögunnar:
„Norðmaður sem hefur búið í
Bandaríkjunum í um tvo áratugi og
starfað með mörgum af þekktustu
djasstónlistarmönnum samtímans.
Ég hafði hlustað mikið á plöturnar
hans og þótt ég vissi að hann vissi
ekkert um mig, datt mér í hug að
senda honum línu til að reyna að fá
hann til að spila með mér á Jazzhá-
tíð Reykjavíkur í hittifyrra. Það
gekk reyndar ekki eftir fyrr en á
hátíðinni 2018, en hins vegar sótti
ég um og fékk styrk til að taka upp
samleik okkar á plötu. Í vor gerði
ég mér svo ferð vestur um haf til
að við gætum tekið hana upp í Sys-
tems Two hljóðverinu í New York.“
Straumarnir í New York
Agnar Már var á kunnuglegum
slóðum því eftir tónlistarnám í FÍH
og Conservatorium í Amsterdam
dvaldi hann þar um eins og hálfs
árs skeið á árunum 2000 og 2001.
„Ég sótti einkatíma hjá Larry
Goldings, einum af mínum
uppáhaldstónlistarmönnum, og
fleiri kennurum og var bara svona
almennt að taka inn í mig strauma
borgarinnar og spila með fólki hér
og þar,“ segir Agnar Már.
Inntur nánar segist hann til
dæmis hafa spilað í „djammsess-
ion“ opnunarbandi öll laugardags-
kvöld. „Þangað mættu tónlistar-
menn sem kannski höfðu aldrei hist
áður og spiluðu saman. Við í opn-
unarbandinu hituðum upp og grip-
um stundum inn í ef vantaði mann-
skap.“
Fyrsti geisladiskur Agnars Más,
01, var gefinn út af spænsku fyrir-
tæki og fór í alþjóðlega dreifingu
með litla áherslu á Ísland, en á
þeim tíma voru Spotify og áþekkar
streymisveitur óþekkt fyrirbæri.
Diskarnir sem á eftir komu eru
Láð, Kvika, tvöfaldi hljómdiskurinn
Hylur og Svif, sem gefnir voru út á
árunum 2007 til 2016. Og svo núna
Hending árið 2018. Hann fékk Ís-
lensku tónlistarverðlaunin fyrir
tónverk ársins, Láð, árið 2007, og
sem tónskáld ársins fyrir Hlyn árið
2012.
Innblásturinn og andagiftin
Agnari Má finnst erfitt að lýsa
innblæstrinum, enda verði músíkin
til með mismunandi hætti. „Fyrir
mér er „inspírasjón“ hugarástand
þar sem maður er vel upplagður og
finnst eins og allt sé hægt. Mér
finnst ég helst komast þangað ef ég
hef fengið tíma til að slaka á og
gera eitthvað skemmtilegt með fjöl-
skyldunni.“
Þótt tónlistin á Hendingu sé
samin fyrirfram, gátu þeir Lage
Lund ekki stillt sig um að taka
saman nokkrar spunalotur í hljóð-
verinu. „Við tókum langa opna
spunakafla, sem ég þó á endanum
ákvað að geyma því mér fannst
platan heildstæðari án þeirra.“
Tónlistarstjóri Matthildar
Hér heima kennir Agnar Már í
FÍH og Menntaskóla í tónlist
(MÍT) og hefur lengi spilað á orgel
í ASA-tríóinu ásamt þeim Scott
McLemore trommuleikara og
Andrési Þór Gunnlaugssyni gítar-
leikara. Tríóið fór í smá Evrópu-
reisu fyrir nokkrum árum, en kem-
ur annars aðallega fram á djass-
hátíðum, í Múlanum, Kex og fleiri
stöðum. Þó kann að verða minna
um spilamennsku hjá þeim félögum
á næstunni því Agnar Már hefur
verið ráðinn tónlistarstjóri söng-
leiksins Matthildar, sem frum-
sýndur verður í mars í Borgar-
leikhúsinu.
Hann er enginn nýgræðingur á
þeim vettvangi því áður hefur hann
haft tónlistarstjórn með höndum í
Söngvaseið, Billy Elliot og Mary
Poppins. „Skemmtilegt og krefj-
andi starf og gaman að vinna með
frábæru fólki í leikhúsi, sem styður
við bakið á svona stórsýningum.
Æfingar hefjast í janúar og síðan
verður söngleikurinn á fjölunum
fjórum til fimm sinnum í viku og
gert ráð fyrir allt að 61 sýningu
fram á sumar. Þetta er mjög bind-
andi en samt með því skemmtileg-
asta sem ég geri,“ segir hann.
Hending með klassísku ívafi
Agnar Már Magnússon, tónskáld og píanóleikari, með frumsamda djasstónlist fyrir píanó og gítar
á sínum sjötta geisladiski Næst á dagskrá er að stjórna tónlistinni í söngleiknum Matthildi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Innblásturinn „Fyrir mér er „inspírasjón“ hugarástand þar sem maður er vel upplagður og finnst eins og allt sé
hægt,“ segir Agnar Már Magnússon og jafnframt að músíkin verði til með mismunandi hætti.
Nú um áramótin féll fjöldi bók-
menntaverka úr höfundarrétti í
Norður-Ameríku og geta þá forlög
jafnt sem einstaklingar gefið verk-
in út án leyfis og áhugasamir unnið
með þau hvernig sem er, til að
mynda gert eftir þeim kvikmyndir,
skopstælingar, eða breytt þeim og
bætt, án þess að afla leyfis ættingja
höfundanna og umboðsmanna
þeirra, með tilheyrandi greiðslum.
Ólíkt höfundaréttarlöggjöf í Evr-
ópu, þar sem verk eru varin í 70 ár
eftir andlát listamannanna, byggist
annars flókin lagaumgjörð vestan-
hafs á því hvenær verk voru fyrst
gefin út. Nú féllu því verk sem gef-
in voru út árið 1923 úr rétti en svo
mörg verk féllu nú úr rétti því árið
1998 voru samþykkt á Bandaríkja-
þingi lög sem lengdu höfundarrétt-
arvörnina um tvo áratugi, úr 75 ár-
um í 95 ár. Fyrir vikið hafa fá verk
komið í almannaeigu undanfarna
tvo áratugi en nú munu mörg for-
lög, erfingjar og umboðsmenn
missa spóna úr öskum sínum þegar
þeim berast ekki höfundarréttar-
greiðslur.
Samkvæmt The New York Times
eru lögin sem sett voru árið 1998
oft kennd af gagnrýnendum þeirra
við Mikka Mús, þar sem þau hafa
tryggt að fyrsta teiknimyndin um
Mikka, Steamboat Willie, sé varin
af löggjöfinni til ársins 2024.
Nú um áramótin féll höfundar-
réttur vestanhafs meðal annars af
hinu vinsæla kveri Kahils Gibran,
Spámanninum, sem selst hefur í
milljónum eintaka, sem og af þekkt-
um verkum eftir Marcel Proust,
Willa Cather, D.H. Lawrence,
Agöthu Christie, Joseph Conrad,
Edith Wharton, P.G. Wodehouse,
Rudyard Kipling, Katherine Mans-
field, Robert Frost og Wallace Stev-
ens. Mun Google Books til að
mynda hafa sett fjölda nýrra titla
sem upphaflega komu á prent árið
1923 á netið nú í byrjun árs.
Höfundarréttur
af fjölda verka
Vinsæl Ákveðin verk eftir Agöthu
Christie falla nú úr rétti vestanhafs.
ICQC 2018-20