Morgunblaðið - 07.01.2019, Page 1
M Á N U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 5. tölublað 107. árgangur
FLÉTTAR SAMAN
MANNFRÆÐI OG
LISTSKÖPUN
SMÁHVELI Á EFTIRLAUN
LEIKSTÝRA
AÐEINS 8%
TOPPMYNDA
FLYTJA TIL VESTMANNAEYJA 4 HALLAR Á KONUR Í HOLLYWOOD 27HULDA RÓS Í BERLÍN 26
Borinn var eldur að mörgum kestinum í gærkvöld er Íslend-
ingar víða um land kvöddu jólin, eins og þeirra er vandi á þess-
um tíma árs. Þrettándagleðin var haldin hátíðleg og var dag-
skráin margvísleg og að vonum mismunandi eftir stöðum. Eins
og sést á forsíðumynd af brennunni við Ægisíðuna fylgdust íbú-
ar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíðahverfis þar lotningarfullir
með kyndilbera kveikja undir báli því sem markar endalok
jólahátíðarinnar um sinn. Sami háttur er hafður á víða um borg
og brennur til dæmis haldnar bæði í Grafarvogi og Grafarholti.
Nokkuð rigndi á borgara sem lögðu leið sína að eldinum en
þeim var þá huggun harmi gegn að fá að orna sér við bjarma
eldsins og ekki síður tilhugsunina um nýja tíma. snorrim@mbl.is
Sagt bless við blessuð jólin með blysför á brennustað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bónus og Krónan hafa í verslunum
sínum sérstaka penna sem strokið er
eftir peningaseðlum til að kanna
hvort þeir séu gildir. „Við höfum
nokkrum sinnum stoppað fólk sem
ætlar að nota falsaða seðla. Yfirleitt
er það þannig að þegar starfsmaður
hringir í vaktstjóra til að láta vita læt-
ur viðkomandi sig hverfa. Hefur ætl-
að að láta á þetta reyna. En einnig
hefur komið saklaust fólk sem fengið
hefur falsaða seðla til baka í öðrum
verslunum og á engan hlut að máli,“
segir Gréta María Grétarsdóttir,
framkvæmdastjóri Krónunnar. »2
Stoppa fólk með
falsaða seðla
Andri Steinn Hilmarsson
Ómar Friðriksson
Hátt í tuttugu fundir eru á dagskrá í
vikunni í kjaraviðræðum. Forystu-
menn verkalýðshreyfingarinnar og
Samtaka atvinnulífsins binda vonir
við að línur taki að skýrast í vikunni.
M.a. verður fundað í deilu VR, Efl-
ingar og Verkalýðsfélags Akraness
við Samtök atvinnulífsins hjá ríkis-
sáttasemjara á miðvikudag. Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, og
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segja SA
þurfa að svara því á fundinum hvort
samningarnir gildi frá áramótum.
„Ef þeir hafna kröfunni um að
samningar gildi frá 1. janúar eða
segja að ekkert sé til skiptanna eins
og hefur komið fram í máli Samtaka
atvinnulífsins og tengdra aðila, s.s.
Viðskiptaráðs, þá segir það sig sjálft
að deilan endar í dómi fé-
lagsmanna,“ segir Ragnar Þór. „Það
er félagsmanna að ákveða á end-
anum hvort við förum í hart eða
ekki,“ segir Ragnar en hann kveðst
þó bjartsýnn á að lending náist í
kjaraviðræðum. „Við finnum að okk-
ar baklandi er misboðið vegna verð-
tryggingar, vaxtamála, húsnæðis-
mála og hvernig efsta lagið hefur
skammtað sér laun,“ segir Ragnar
og bætir við að SA hafi ekki gefið
verkalýðshreyfingunni svör um
hversu mikið sé til skiptanna við
gerð nýrra kjarasamninga.
Hafa ekki frítt spil
Ef viðræður sigla á endastöð
þrátt fyrir sáttamiðlun ríkissátta-
semjara getur atburðarásin orðið
hröð og aðdragandi að átökum stutt-
ur. Stéttarfélögin hafa þó ekki frítt
spil heldur verða að uppfylla fjöl-
mörg skilyrði vinnulöggjafarinnar ef
boða á til vinnustöðvunar og það
verður ekki gert nema hún hafi ver-
ið samþykkt í leynilegri atkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna.
Auk fundarins hjá ríkissáttasemj-
ara á miðvikudag eru á dagskrá
fyrri hluta vikunnar fundir Samtaka
atvinnulífsins með samninganefnd
iðnaðarmanna og seinni hluta vik-
unnar fundir samninganefndar
Starfsgreinasambandsins með SA.
Þá eru fundir vinnuhópa iðnaðar-
manna, SGS og Landssambands
verslunarmanna dreifðir yfir vikuna.
„Ég bind vonir við að línur skýrist
fyrir vikulok og næsta vika geti farið
í úrvinnslu,“ segir Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
SA.
Vilhjálmur Birgisson segir erfið-
an kjaravetur í vændum sé svigrúm
til kjarahækkana ekki meira en
1,9%.
Mikil törn framund-
an í kjaraviðræðum
Hátt í 20 fundir í vikunni Telja línurnar skýrast í vikunni
MÁ annan tug funda »4 og 16
Kjaraviðræður
» VR, Efling og Verkalýðsfélag
Akraness eiga fund hjá ríkis-
sáttasemjara á miðvikudag.
» Félögin gera kröfu um að
samningar gildi frá áramótum.
» Framkvæmdastjóri SA bind-
ur vonir við að línurnar í kjara-
viðræðum skýrist fyrir vikulok.
» Telja erfiðan kjaravetur í
vændum sé svigrúm til kjara-
hækkana aðeins 1,9%.
Stjórnarráðið hefur ekki hlotið jafn-
launavottun þrátt fyrir að því hafi
verið gert skylt að uppfylla skilyrði
vottunarinnar fyrir árslok 2018.
Fimm af tíu ráðuneytum eru enn
án jafnlaunavottunar. Katrín Björg
Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu, segir ólíklegt að
Stjórnarráðið verði beitt dagsektum
enda séu þær neyðarúrræði.
Einungis 42 fyrirtæki hafa hlotið
jafnlaunavottun hingað til en 1.180
atvinnurekendur þurfa að öðlast
vottunina.
„Ég geri ráð fyrir að þetta komi
inn af meiri þunga á þessu ári,“ segir
Katrín. »10
Morgunblaðið/Ómar
Vottunarlaust Stjórnarráð Íslands.
Enn án
vottunar
Stjórnarráðið án
jafnlaunavottunar
Íslensk forn-
leifarannsókn leið-
ir í ljós að hestar
voru grafnir í
kumlum með vík-
ingum á Íslandi en
ekki hryssur.
Rannsóknin var
birt í alþjóðlega
vísindatímaritinu
Journal of Archa-
eological Science.
Einungis eitt af 19 hrossum sem
voru kyngreind var hryssa.
Albína Hulda Pálsdóttir dýra-
beinafornleifafræðingur segir at-
hafnirnar í kringum kuml hafa verið
dramatískar og því líklegt að það
hafi þótt áhrifameira að fórna hest-
um en hryssum. »2
Lítið um hryssur
í kumlum víkinga
Albína Hulda
Pálsdóttir