Morgunblaðið - 07.01.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Veður víða um heim 6.1., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Hólar í Dýrafirði 1 slydda Akureyri 4 skýjað Egilsstaðir 2 heiðskírt Vatnsskarðshólar 5 rigning Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló -1 þoka Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -2 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Brussel 5 skýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 9 súld London 8 alskýjað París 5 alskýjað Amsterdam 6 skýjað Hamborg 5 súld Berlín 2 léttskýjað Vín 2 skýjað Moskva -8 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 10 heiðskírt Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -2 alskýjað New York 7 alskýjað Chicago 4 skýjað Orlando 16 heiðskírt  7. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:12 15:57 ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:29 SIGLUFJÖRÐUR 11:34 15:10 DJÚPIVOGUR 10:49 15:19 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Gengur í suðaustan 10-18 með rign- ingu, en hægari og þurrt um landið norðaustanvert. Á miðvikudag Suðvestan 15-23 m/s og rigning eða skúrir en þurrt austantil á landinu. Hiti 5 til 13 stig. Vestan 8-13 en norðvestan 13-20 austantil síðdegis. Bjart með köflum, en él á norðaustanverðu landinu fram yfir hádegi. Kólnandi, frost 0 til 6 stig og lægir í kvöld. Snorri Másson snorrim@mbl.is Senn líður að flutningi tveggja smá- hvela, mjaldra, í athvarf sem komið hefur verið upp í Klettsvík í Vest- mannaeyjum. Mjaldrarnir, Litla- Hvít og Litla-Grá, eiga flug frá Sjanghæ til Keflavíkur í marsmán- uði. Allt virðist ætla að fara eftir áætlun, að sögn Írisar Róberts- dóttur, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá því um helgina að mjaldrarnir væru sannarlega á leiðinni en Morg- unblaðið hefur fjallað nokkuð um málið frá því tillögur um það voru kynntar árið 2016. Nú er verið að leggja lokahönd á þjálfun dýranna enda er ljóst að þeim mæta framandi aðstæður, bæði í ferðalaginu sjálfu, fluginu, og svo á leiðarenda, á fyr- irhuguðum griðastað þeirra í Klett- svík. Um er að ræða hvalaathvarf, hið fyrsta sinnar gerðar í heiminum, 32.000 fermetra svæði til að synda um. Þannig verður mjöldrunum tveimur leyft að búa úti í náttúrunni en þó með aðstoð manna; eftir hér um bil ævilanga dvöl í skemmtigörð- um eru þeir ófærir um að spjara sig úti í náttúrunni upp á eigin spýtur. Aðstaða mjaldranna verður mann- gerð laug þegar kalt er í veðri en einkavík á betri dögum. Verið er steypa upp laug við höfn- ina í Vestmannaeyjum sem verður dvalarstaður mjaldranna fyrst um sinn, áður en þeir fá að koma sér fyrir í sjálfri Klettsvík. Þar er ekki úti- lokað að þeir lifi til æviloka enda óráð að sleppa hvaldýrum óstuddum út í náttúruna eftir svo langan tíma í dýragörðum. Ekki þarf til stuðnings þeirri kenningu að leita lengra aftur í tímann en til Keikó, sem dvaldist á sama stað í Klettsvík þar til 2002. Þá var honum sleppt lausum, með þeim afleiðingum að ári síðar drapst hann úr lungnasjúkdómi skammt undan Noregsströndum. Hvalirnir hvalreki fyrir eyna „Þetta er einstakt verkefni,“ seg- ir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið. Og það réttilega: aldrei hefur hvölum á eftirlaunum, sem þessum, verið gert eins kleift að lifa frjálsir en þó undir nauðsynlegu eftirliti sérfræð- inga. Íris segir að Sæheimar, sjávardýrasafn Vestmannaeyja, verði færðir niður á höfn og að þangað verði hægt að koma og skoða hvalina þegar þeir verða þar í lauginni. Á hafnarsvæðinu verður þannig safn með sædýrum ýmsum en ekki síður vængjuðum vinum hafsins: lundanum verður gert hátt undir höfði á safninu. Í téðri laug við höfn- ina geta smáhvelin svo haft vetrar- setu ef þörf krefur, sem ku henda, enda viðkvæm dýr. Auk þess að vera jákvætt skref í verndun dýra segir Íris athvarfið jafnframt mikilvæga viðbót við það sem bæjarfélagið hefur að bjóða ferðamönnum; verkefnið þannig hvalreki fyrir túrisma á eynni. Ekki aðeins sé þetta nýjung í ferðaþjón- ustu á eynni sjálfri heldur líka á Ís- landi gervöllu. Ferðalagið áhættunnar virði Litla-Hvít og Litla-Grá eru tólf ára gamlar og hafa dvalið í búri í Kína síðan 2011, þ.e. lungann úr ævi sinni. Mjaldrar geta náð fimmtugs- aldri frjálsir á höfum úti og ekki úr vegi að ætla þessum gestum Íslend- inga styttri ævi. Klettsvík á að verða heimili þeirra til æviloka. Mjaldurinn er 4-6 metrar á lengd og 500-1.500 kg á þyngd. Kálfar af tegundinni eru gráir en fullorðin dýr hvít. Þetta eru ólík dýr háhyrn- ingum eins og Keikó, að því leyti að þessi smáhveli eiga erfiðara upp- dráttar í miklum kulda og miklum veðrum. Þau hvekkjast auðveldlega og því þarf að vanda vel til verka þegar verið er að laga þau að að- stæðum. Sem stendur er verið að þjálfa Litlu-Hvít og Litlu-Grá stíft en þær eiga framundan þrjátíu klukku- stunda flugferð, um 10.000 kíló- metra. Umfangið er því töluvert og áhættan um leið, en talsmenn fram- kvæmdarinnar tala um afarkosti í samtali við Independent: „Þetta er örðugt verk en hinn kosturinn er að skilja dýrin eftir í steyputanki í Sjanghæ.“ Enn eru 3.000 hvalir, höfrungar og hnísur fangin í búrum víða um heim og nauðug látin leika listir sín- ar fyrir mönnum. Hvalirnir fljúga heim í Klettsvík  Tvö smáhveli fara á eftirlaun undir eftirliti við Íslandsstrendur  Mikið lagt í aðbúnað við Vestmannaeyjar  10.000 km ferðalag frá Sjanghæ til Keflavíkur  Hvalreki fyrir túrismann Reuters Mjaldrar Mjaldurskálfurinn er grár en fullorðinn verð- ur hann hvítur. Dýrið er kubbslegt og allþybbið. Morgunblaðið/RAX Keikó Háhyrningurinn Keikó dvaldist í Klettsvík 1998- 2002. Honum var þá sleppt lausum og hann drapst ári síðar. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Skrið er komið á kjaraviðræður en á annan tug funda eru á dagskrá í vik- unni. Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir mikla vinnutörn framundan. „Ég bind vonir við að línur skýrist fyrir vikulok og næsta vika geti farið í úrvinnslu,“ segir Halldór. Á dagskrá fyrri hluta vikunnar eru fundir Samtaka atvinnulífsins með samninganefnd iðnaðarmanna og seinni hluta vikunnar eru á dag- skrá fundir með samninganefnd Starfsgreinasambandsins. Fundur Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness og SA er hjá ríkissátta- semjara á miðvikudag og vinnuhóp- ar iðnaðarmanna, Starfsgreinasam- bandsins og Landssambands verslunarmanna dreifðir yfir vik- una. „Við reiknum fastlega með að fá svar við spurningu okkar hvort kjarasamningurinn gildi frá 1. jan- úar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness, um fundinn á miðvikudag. Hann segir erfiðan kjaravetur í vændum líti Samtök atvinnulífsins svo á að svigrúm til launabreytinga sé ekki meira en 1,9 prósent, en það er meðalmat félagsmanna SA á svigrúmi til launahækkana á árinu 2019. Vilhjálmur segir í samtali við Morgunblaðið alveg ljóst að kjara- deilan verði ekki leyst nema með umtalsverðri aðkomu stjórnvalda. „Við erum svolítið hissa á aðgerða- leysi og skilningsleysi stjórnvalda í deilunni sem framundan er,“ segir Vilhjálmur og nefnir húsnæðismál, skattlagningu lágtekjuhópa, vaxta- umhverfi og verðtryggingu sem mál er snúa að stjórnvöldum. Samningar gildi frá áramótum Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að á tveimur fundum iðnaðar- manna með Samtökum atvinnulífs- ins á morgun verði byrjað á að fara yfir launaliðinn. „Við munum ræða hann aðeins, hver staðan er þar. Síðan munum við fara yfir sértæk málefni sem eru þær kröfur sem við höfum farið fram á að verði breytt í greinum kjarasamningsins,“ segir Kristján en átta félög taka þátt í viðræðum iðnaðarmanna. „Við höfum verið að funda viku- lega en erum að setja meiri kraft í þetta núna. Samningarnir eru runn- ir úr gildi og við erum að pressa á að ná samningum með þá kröfu að þeir gildi frá áramótum,“ segir Kristján. „Menn eru að tala saman en það hefur sáralítið komið frá SA af málefnum inn í samninga,“ segir hann. Hjá Starfsgreinasambandinu eru í dag fundir í undirhópum, bæði hjá byggingarstarfsmönnum og bif- reiðaþjónustu. „Maður fer í þetta já- kvæður,“ segir Arnar G. Hjaltalín, framkvæmdastjóri Drífanda. „Það er rólegur gangur í þessu.“ Á annan tug funda á dagskrá í vikunni  Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vonar að línurnar í kjaraviðræðum skýrist fyrir vikulok  Verkalýðsforingi segir harðan vetur í vændum telji SA svigrúm til hækkana ekki meira en 1,9% Halldór Benjamín Þorbergsson Kristján Þórður Snæbjarnarson Vilhjálmur Birgisson Arnar G. Hjaltalín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.