Morgunblaðið - 07.01.2019, Page 6

Morgunblaðið - 07.01.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mál barna og ungmenna sem eru í vanda og fá ekki aðstoðina sem þarf, eru erfiðustu málin sem hafa komið inn á mitt borð hér,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Fyrstu mánuði mína í embætti ræddi ég við fulltrúa fjölda sam- taka sem vinna að velferð barna til þess að fá innsýn í málaflokk- inn. Einnig komu hingað til mín foreldrar barna í neyslu og stund- um líka ungt fólk sem hafði náð tökum á neyslu sinni og vildi segja sína sögu. Þetta voru lær- dómsrík samtöl sem reyndu veru- lega á, en sögðu mér líka að sam- félagið þarf að gera betur í stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra.“ Ráðuneyti til fyrra horfs Nú um áramót var sú breyt- ing gerð að velferðarráðuneytinu var skipt upp og til fyrra horfs; annars vegar ráðuneyti heilbrigð- ismála og hins vegar félagsmála. Til að skerpa á málum er síðar- nefnda ráðuneytið einnig kennt við barnamál og þar stendur nú yfir vinna þar sem reglur og um- gjörð alls starfs og þjónustu við börn er í endurskoðun. Í þessu tilliti eru lög er varða börn og barnavernd til endur- skoðunar í ráðuneytinu. Til að fá heildstæðari nálgun á málaflokk- inn þá er þessi vinna undir for- ystu nefndar þingmanna sem í sitja fulltrúar allra stjórnmála- flokka sem sæti eiga á Alþingi. Þá verður myndaður stýrihópur full- trúa allra ráðuneyta sem fjalla um málefni barna, sem ásamt sveitarfélögum og fleiri er ætlað að tryggja samræmda fram- kvæmd og þjónustu við börn, ung- menni og fjölskyldur þeirra á öll- um sviðum og markvissa eftir- fylgni með þeim aðgerðum. Brjóta niður múra Fyrstu tillagna frá þessum hópum er að vænta á vordögum og gert er ráð fyrir því að frum- vörp til breytinga á lögum ásamt stefnu Íslands í málefnum barna, verði lögð fram á Alþingi á haust- þingi í ár. Í ráðuneytinu sjálfu verða málefni barna svo rauður þráður í allri stefnumörkun. „Ég tel mikilvægt að brjóta niður þá múra sem eru í kerfinu og á milli stofnana. Hvarvetna í vestrænum samfélögum eru fé- lagsleg velferðarmál ofarlega á baugi og þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að taka sem fyrst á þeirra málum. Hvort sem barn glímir við líkamleg veikindi, er að dragast aftur úr í skólanum, er í vímuefnaneyslu eða annað. Kerfið þarf að geta tekið á svona málum sem fyrst; ella getur vandinn und- ið upp á sig. Valdið barninu og að- standendum þess þjáningu og samfélaginu miklum kostnaði á síðari stigum,“ segir Ásmundur Einar og heldur áfram: „Almennt talað þá er gott að vera vera barn á Íslandi, sé litið til þátta eins og lágrar tíðni ung- barnadauða, aðgengis að heil- brigðisþjónustu, menntun og ann- arra þátta. Þessi jákvæðu atriði breyta samt ekki því að gera má betur. Mér finnst jafnframt mikil- vægt að börn fá betri tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig var fyrsti fund- urinn sem ég tók á nýja árinu með tveimur ungum stúlkum sem eru í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og höfðu svo sannarlega margt til málanna að leggja.“ Vilji til góðra verka Í útvarpsprédikun á jóladag sagði sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands að öll börn ættu að eiga greiðan aðgang að fagfólki þegar vandi steðjaði að. Í ávarpi sínu á gamlárskvöld vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að réttindum barna og í tölu sinni á nýársdag gerði Guðni Th. Jó- hannsson forseti Íslands kvíða, kulnun og streitu að umtalsefni. Einnig að sjálfsvíg eru helsta dán- arorsök ungra karlmanna og mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. „Já, ég veitti þessum ávörp- um athygli og tek undir þau sjón- armið um málefni barna sem þar komu fram. Það er ánægjulegt að finna mikinn stuðning og vilja til samvinnu og góðra verka í þágu barna sem til staðar er í samfélag- inu, hjá almenningi, fagfólki sem og í stjórnmálunum. Við verðum og viljum gera betur; samfélagið getur ekki horft upp á að sjá ung- menni fara út af sporinu svo sem að í viku hverri látist einn af völd- um neyslu lyfja eða fíkniefna eins og gerðist á síðasta ári.“ Nýtt félags- og barnamálaráðuneyti er tekið til starfa Morgunblaðið/Sigurður Bogi Börn fái betri tækifæri  Ásmundur Einar Daðason er fæddur 1982 og með B.Sc.- próf í búvísindum frá LBHÍ. Hefur sinnt ýmsum félags- störfum á Vesturlandi, svo sem í skóla- og íþróttastarfi. Fjölskyldumaður og faðir þriggja dætra.  Alþingismaður Norðvestur- kjördæmis 2009-2016 og síð- an 2017, fyrst fyrir VG og síðar Framsóknarflokkinn. Setið í ýmsum nefndum þingsins. Félagsmálaráðherra frá 30. nóvember 2017. Hver er hann? Ráðherra Samfélagið getur ekki horft upp á að sjá ung- menni fara út af sporinu, segir Ásmundur Einar. Það eru umhleyp- ingar í veðri fram undan, að sögn Haralds Ólafs- sonar, veðurfræð- ings á Veðurstofu Íslands. Veður verður óstöðugt eins og gjarnan á þessum árstíma og það skiptast á hlýir og kaldir dagar. Fyrstu fjórir dagar ársins voru óvenjuhlýir og það heldur áfram að vera hlýtt þótt það komi kaldir dagar inn á milli. Það getur orðið sérstaklega hlýtt á Austfjörðum á miðvikudag. Kaldir og hlýir dagar skiptast á í óstöðugri veðráttu Regnhlíf Á Suður- og Vesturlandi gæti orðið vætusamt. Sjúkraflug jókst á nýliðnu ári, eins og í mörg ár þar á undan. Farið var í 819 flugferðir á árinu 2018 sem er 3% aukning frá árinu á undan, sam- kvæmt því sem Bjarni Jónsson, for- stjóri Sjúkrahússins á Akureyri, skrifaði í pistli á vef spítalans eftir áramótin, en sjúkrahúsið sér um læknisfræðileg mál sjúkraflugsins. Mýflug annast meginhluta sjúkra- flugsins. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu fluttu vélar félagsins 882 sjúklinga á síðasta ári í 806 útköllum. Það er 10 útköllum meira en á árinu 2017. Stöðugur vöxtur hefur verið í sjúkrafluginu hjá Mýflugi og nú er svo komið að þörf er á að hafa tvær sjúkraflugvélar til taks til að anna eft- irspurn. Í hverri ferð í sjúkraflugi er sjúkra- flutningamaður frá Slökkviliði Akur- eyrar og sérhæfður læknir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, þegar um er að ræða alvarlega veika sjúklinga eða fólk sem lent hefur í slysum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Bjarna fór læknir með í liðlega helmingi sjúkra- flugferða í fyrra, eða 52% útkalla. Ef litið er til þess tíma sem Sjúkra- húsið á Akureyri hefur haft umsjón með sjúkrafluginu, frá árinu 2002, sést að ferðum í sjúkraflugi hefur fjölgað nærri þrefalt á þeim tíma. helgi@mbl.is Sjúkraflug eykst stöðugt  Farið í 819 ferðir á síðasta ári Morgunblaðið/RAX Sjúkraflug Mýflug þarf orðið að hafa tvær sjúkraflugvélar til taks. Frá og með deginum í dag má ekki sprengja flugelda lengur, notkun þeirra er aðeins heimil frá 28. desember til 6. janúar. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu þurfti að hnykkja á ýmsum reglum þar að lútandi á Facebook-síðu sinni um helgina. Talsverður erill var annars hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um helgina. Þannig kom upp eldur í nokkrum blaðagámum sem ljóst er að kviknað hefur af mannavöldum. Gluggi var brotinn í skóla í Kópavogi aðfaranótt sunnudags og flugeldi kastað inn en betur fór en á horfðist og tjón óverulegt. Enn fremur kom upp eldur í ruslageymslu við Engihjalla í Reykjavík. Talsverðan reyk lagði frá geymslunni og náði inn í íbúðarhús sem þurfti að reykræsta. Flugeldi kastað inn um glugga í skóla Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Verulegur samdráttur varð í ávís- unum lækna á ópíóða á árinu 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á heimasíðu landlæknis. Þar stendur að ávísunum á ópíóða hafi fækkað um 13,6 prósent milli ára. Í tilkynn- ingunni er tekið fram að vakning hafi orðið meðal lækna um að taka upp nýjar venjur við ávísanir á ópíóða og kann það að hafa sitt að segja í þessari þróun. Íslendingar nota mun meira bæði af þunglyndislyfjum og örvunar- lyfjum en íbúar annarra landa á Norðurlöndum. Þó er notkun þess- ara lyfja hvergi algengari en einmitt þar. Samkvæmt tilkynningunni halda ávísanir á þunglyndislyf og geðrofslyf áfram að aukast og Ísland fjarlægist þannig nágrannalönd sín enn frekar í þessum efnum. Færri ávísanir á ávanabindandi lyf en á árinu 2017 Auk fækkunar á ávísunum á ópíóða dró í fyrsta skipti úr ávísun- um á örvunarlyfið methýlfenidati á milli 2017 og 2018. Notkun þess hafði stóraukist á Íslandi undanfarin ár og var árið 2018 þrefallt meiri en tíu árum fyrr. Þrátt fyrir þessa fækkun á ávísunum á methýlfenidat er neysla lyfsins enn miklu meiri meðal Íslendinga en annarra Norð- urlandabúa. Almennt dró úr ávísunum á mörg ávanabindandi lyf á þessum tíma, sérstaklega á einstök verkjalyf. Þó fjölgaði talsvert ávísunum á gaba- pentín og pregabalín, sem eru notuð gegn flogaveiki, kvíða og verkjum. Lítil breyting hefur verið í ávísunum á svefnlyf, en Íslendingar neyta einnig svefnlyfja talsvert meira en aðrir Norðurlandabúar. Færri ávísanir á ópíóða en áður  Ávísunum á ávanabindandi lyf fækkar en ávísanir á svefnlyf standa í stað Lyf Dregið hefur úr ávísunum á methýlfenidat og ópíóða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.