Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 17

Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 Allt búið Nú þegar jólunum er formlega lokið samkvæmt dagatali verður jólaskraut víða tekið niður, en vonandi fá sum ljósin að lifa. Hari Það er orðið næsta óumdeilt að loftslags- breytingar eru einhver al- varlegasta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir. Án aðgerða er ljóst að afleiðingarnar geta orðið geigvænlegar. Fyrir vikið hefur verið efnt til margháttaðs al- þjóðlegs samstarfs í því skyni að minnka hvers konar mengun með magntakmörk- unum á losun tiltekinna gróðurhúsa- lofttegunda. Með Parísarsamningnum um loftslagsmál sem gekk í gildi fyrir um tveimur árum settu aðildarríkin sér markmið um að draga úr þessari losun. Ísland hyggst taka þátt í því með ESB- ríkjunum að minnka losunina um 40 prósent fram til ársins 2030. Jafnframt hafa íslensk stjórnvöld markað stefnu um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Þetta eru sannarlega metnaðarfull markmið, en óhjákvæmileg. Til þess að ná þeim þarf sameiginlegt átak margra, ekki síst atvinnulífsins. Í þessum anda ákvað Landssam- band fiskeldisstöðva að láta gera skýrslu um kolefnisspor íslensks lax- eldis og aðgerðir til að minnka það. Til verksins fengum við hið færasta fólk, þau Stefán Gíslason og Birnu Sigrúnu Hallsdóttur hjá Umhverfisráðgjöf Ís- lands og kom skýrsla þeirra út nú í desember. Grunnt kolefnisspor í íslensku laxeldi Meginniðurstaða skýrslunnar er að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá laxeldi í sjó hafi verið um 31 þúsund tonn CO2 ígilda árið 2017, eða sem nemur 3,21 kg CO2 ígilda á hvert kíló af tilbúinni afurð. Þetta eru sannarlega uppörvandi niðurstöður og sýna að kol- efnisfótspor í fiskeldi er mjög grunnt. Svipað og við veiðar á villtum fiski, svo sem þorski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum. Til þess að átta sig betur á þessu, er ágætt að bera saman kolefnissporið við aðra matvælaframleiðslu, samkvæmt sambæri- legum meðaltölum er- lendra greininga. Lægst er kolefnissporið í græn- metisframleiðslu, vel inn- an við 1 kg CO2 ígilda á hvert kíló af tilbúinni af- urð. Kjúklingur og svína- kjöt eru með allnokkru dýpra fótspor en laxinn en lambakjöts- og nauta- kjötsframleiðslan átta til nífalt meira en laxeldið. Þegar kemur að kol- efnissporinu, lykilhugtakinu þegar við tölum um hlýnun andrúmsloftsins, hef- ur laxeldi í sjó því afar góða sögu að segja. Með auknu fiskeldi á Íslandi má draga enn úr kolefnissporinu Það kolefnisspor sem laxeldi skilur þó eftir sig, má að langmestu leyti rekja til fóðurframleiðslu ( 93%), sem þýðir að íslensku laxeldisfyrirtækin hafa að óbreyttu takmarkaða mögu- leika til að draga úr þessum áhrifum. Í dag er langmestur hluti fóðurs til lax- eldis/fiskeldis fluttur inn. En þver- sagnarkennt er það óneitanlega að hluti fóðursins verður til úr íslensku hráefni. Mjöl og lýsi er flutt er til Nor- egs og notað í fóður fyrir fiskeldi, sem aftur er svo flutt hingað til lands. Þessu má breyta. Með auknu fiskeldi hér á landi á komandi árum skapast forsendur til aukinnar innlendrar fóðurframleiðslu sem mun þá hafa já- kvæð áhrif á kolefnissporið. Þróun í framleiðslu fóðurs að öðru leyti stuðlar einnig að því að draga úr kolefnisáhrif- unum og mun þess ábyggilega sjá stað í náinni framtíð. Hægt að kolefnisjafna alla losun frá laxeldi á Íslandi Aðrir þættir í fiskeldisframleiðsl- unni vega minna þegar kemur að kol- efnissporinu. Þrjú prósent stafa frá framleiðslu og flutningi umbúða og tvö prósent af flutningi afurða til dreifing- arstöðvar. Þarna liggja líka tækifæri, þó þau muni augljóslega hafa minni áhrif. Í skýrslu þeirra Stefáns Gíslasonar og Birnu Sigrúnar Hallsdóttur er bent á að „hægt væri að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá lax- eldi á Íslandi með landbótaaðgerðum, þ.e.a.s landgræðslu, skógrækt og end- urheimt votlendis“. Þarna blasa því bersýnilega möguleikar við, sem fyrir- tækin munu núna í framhaldinu hyggja vel að. Komið til að vera Fiskeldi er komið til að vera á Ís- landi, eins og stjórnvöld fyrr og síðar hafa margoft bent á. Þar liggja tæki- færi til vaxtar fyrir íslenskt samfélag. Ekki er fyrirsjáanlegt að afrakstur fiskimiðanna á heimsvísu verði meiri á næstunni og víða í heiminum er sótt að ræktarlandi, meðal annars vegna auk- innar þéttbýlismyndunar. Hvarvetna gera menn sér því ljóst að til þess að mæta vaxandi fæðuþörf mannskyns og aukinni velmegun er brýnt að auka fiskeldisframleiðslu í góðri sátt við náttúruna. Hagkvæm framleiðsla með grunnt kolefnisspor Talið er að jarðarbúum fjölgi um milljarð til ársins 2030 og um 1,2 millj- arða til viðbótar til ársins 2050 og verði þá um 9,8 milljarðar með samsvarandi aukningu á fæðuþörf. Þeirri eftirspurn verður ekki mætt án aukins fiskeldis af fjölþættum toga. Á sama tíma þurfum við að minnka kolefnissporið sem fylgir flestum mannlegum athöfnum. Í því samhengi mun fiskeldi skipta miklu máli; hagkvæm og vistvæn aðferð við matvælaframleiðslu sem skilur eftir sig lítið og grunnt kolefnisspor. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Þegar kemur að kolefnissporinu, lykilhugtakinu þegar við tölum um hlýnun andrúmsloftsins, hefur laxeldi í sjó því afar góða sögu að segja. Einar K.Guðfinnsson Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Grunnt kolefnisspor í íslensku laxeldi Langafabörn sem litu dagsins ljós á síð- asta ári búast nú til að taka sín fyrstu skref. Þegar horft er á þessi kríli er sú spurning áleitin hvaða aðstæður bíði þeirra og annarra ungmenna á lífsleið- inni. Endist þeim aldur verða þau rösklega átt- ræð þegar næsta öld gengur í garð, en það er nokkurn veginn meðalaldur Íslendinga nú um stundir. Sem þjóð stöndum við um margt vel í alþjóðlegum samanburði svo og miðað við sögu liðinna alda. Þetta endurspeglaðist m.a. í máli flestra þegar minnst var aldar- afmælis fullveldis 1. desember sl. Einnig um nýliðin áramót báru for- ystumenn ríkisstjórnarinnar sig vel, enda virðist samstarf þessara annars ólíku flokka ganga betur en margir spáðu fyrir við myndun stjórnar- innar fyrir rösku ári. Allir eiga for- mennirnir þar góðan hlut að máli, en sérstaka athygli hefur vakið farsæl og myndug forysta Katrínar Jakobs- dóttur. Á aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnina mun reyna á næstu mánuðum, en fyrirfram er ekki ástæða til að ætla annað en komist verði klakklaust frá þeim sam- skiptum. Stjórnarfarslegur stöðug- leiki ásamt réttlátri stefnu gagnvart þeim sem hallast standa í samfélag- inu skiptir hér mestu máli. Miklar blikur eru nú á lofti í alþjóðamálum, jafnt í Evrópu sem ann- ars staðar og enn stærri áskoranir eru úti við sjóndeildarhring- inn. Að þeim horfum og framtíðarrýni verður vikið hér á eftir. Loftslagsváin, vistkreppan og kjarnorkuógnin Lítum fyrst á hinar ytri takmarkanir og ógnir sem varða mann- kynið allt og framtíð þess. Þar ber hæst manngerðar breytingar á lofthjúpi jarðar sem hafa munu róttæk áhrif hvarvetna á lönd og höf. Það tók þjóðir heims hátt í mannsaldur að horfast í augu við hvert stefndi. Segja má að allt sé í húfi að takast megi að stöðva og snúa við þeirri vá sem ella blasir við og það í tíð núlifandi kynslóða. Enn finnast leiðtogar fjölmennra þjóða eins og Bandaríkjamanna og Bras- ilíumanna sem hóta að segja sig frá Parísarsamkomulaginu og brátt fer að reyna fyrir alvöru á aðila að standa við ákvæði þess. Deilur í Þýskalandi um mengun frá dísil- bifreiðum og óeirðirnar í Frakklandi undanfarið eru vísbendingar um við- brögð við fyrstu aðgerðum sem hvar- vetna munu reyna á innviði, að okkar fámennu þjóð meðtalinni. – Gífurleg röskun vistkerfa af mannavöldum er ekki ný af nálinni, eins og rýrnun gróðurþekju Íslands ber órækan vott um. Fjórföldun á íbúatölu jarðar síðustu hundrað árin ásamt með áburðaraustri, eyðingu skóga og framræslu þrengir enn frekar að líf- vistum og veldur rýrnun og útrým- ingu tegunda í áður óþekktum mæli. Við þessa röskun bætast síðan ágengar framandi lífverur, sem við verðum æ meira vör við hérlendis. – Aðeins elstu núlifandi kynslóðir muna eftir seinni heimsstyrjöldinni og þeim hörmungum sem henni fylgdu. Við lok hennar sáu menn framan í ógnarafl kjarnorkusprengj- unnar, sem síðan hefur vofað yfir mannkyni, nú magnaðri að eyðingar- mætti en nokkru sinni fyrr. Níu ríki ráða nú yfir slíkum vopnum, sem enginn má hugsa til að beitt verði í styrjaldarátökum. Eftir sem áður er þessi ógn til staðar og minnir meira á sig nú en verið hefur frá lokum kalda stríðsins. Upplýsingaveitur, gervigreind og líftækni Vísindi og tækni hafa í tíð núlif- andi kynslóða opnað fyrir samfélags- lega og viðskiptalega þróun sem eng- an óraði fyrir. Tölvur og upplýsinga- streymi netsins eru þar ráðandi öfl sem gerbreyta munu þeim að- stæðum sem mannkynið hefur búið við til þessa. Fátt veldur meiri óvissu á næstu áratugum en áhrif gervi- greindar (artificial intelligence) á störf, vinnumarkað og umhverfi. Tölvustýrð sjálfvirkni hefur víða tek- ið við af færibandinu og er að halda innreið sína m.a. í samgöngum þar sem sjálfstýring er talin munu leysa mannshöndina af hólmi innan skamms. Hliðstæð þróun gæti orðið á fjölmörgum sviðum á næstu áratug- um og leitt til stórfelldrar fækkunar starfa svo skipt geti milljörðum á heimsvísu þegar nálgast miðja öld- ina. Þótt sumir hafi trú á að ný störf fylgi þessum breytingum, blasir óvissan við að hve miklu leyti þau nái að jafna metin. Jafnframt leiða þessi umskipti til langtum örari breytinga á störfum með tilheyrandi álagi fyrir flesta á vinnumarkaði. Að baki þess- arar umbyltingar er sú staðreynd, að samþætt tölvukerfi reynast taka mannshuganum fram, t.d. í mati á að- stæðum í umferð, og með þeim er hægt að breyta skipunum á örskots- stundu. Þessir eiginleikar tölvukerfa eru engan veginn bundnir við sýnileg verkefni, svo sem stjórnun flókinna tækja, heldur talið að þau muni í vax- andi mæli ná yfirhöndinni í lífvís- indum, læknisfræði og á sviði félags- fræða og stjórnsýslu. Fullyrt er að með gervigreind megi í senn takast að uppfæra og samtengja nýja þekk- ingu langt umfram það sem manns- hugurinn hefur getu til. Félagslegir og pólitískir ofurskjálftar Ofangreind þróun með öllum sín- um óvissuþáttum upptekur nú hugi margra, þótt minna fari fyrir um- ræðu um hana hérlendis en víða annars staðar. Margir sjá fyrir sér fjöldaatvinnuleysi í áður óþekktum mæli með tilheyrandi ólgu og upp- reisnarástandi. Þegar slíkt bætist við þá ótrúlega hröðu samþjöppun eigna á örfárra hendur sem orðið hefur á alþjóðavísu minnkar tiltrú almennings á lýðræði og réttlátt stjórnarfar. Við samþjöppun áþreif- anlegra eigna bætist nú spurningin um eignarrétt á upplýsingum um mig og þig: Verður hann í höndum Google eða Facebook og viðlíka of- ursamsteypna, eða sameign mann- kyns undir gagnsærri almanna- stjórn? Þeir sem rýna vilja í þessa óræðu framtíð geta m.a. leitað fanga hjá ísraelska sagnfræð- ingnum Yuval Noah Harari (f. 1976), höfundi metsölurita eins og „21 Lessons for the 21st Century“ (London 2018). Hann víkur þar m.a. að hugmyndum um svonefnd borg- aralaun (universal basic income) sem fjármögnuð yrðu með skatt- tekjum frá eignamönnum og stór- fyrirtækjum og dugi til að mæta grunnþörfum fjöldans og halda reiði hinna eignalausu og atvinnu- lausu í skefjum. Í upphafi minntist ég á það ung- viði sem nú er að taka fyrstu skref- in. Þeirra bíður önnur og um margt enn ótryggari veröld en sú sem við kynntumst í köldu stríði. Verkefnið er að búa þau sem best undir glím- una við þann óblíða heim sem þau hafa fengið í arf. Eftir Hjörleif Guttormsson » Fátt veldur meiri óvissu á næstu ára- tugum en áhrif gervi- greindar á störf, vinnu- markað og umhverfi. Tölvustýrð sjálfvirkni er tekin við af færibandinu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Hverjar verða aðstæður manna er nálgast aldamótin 2100?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.