Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
✝ HólmfríðurJónsdóttir
fæddist á Einars-
stöðum í Reykja-
hreppi hinn 7. jan-
úar 1940. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans hinn 15.
desember 2018.
Foreldrar hennar
voru Jón Þór Frið-
riksson Buch, bóndi
á Einarsstöðum í
Reykjahreppi, f. 15.11. 1909, d.
5.2. 1997, og Guðbjörg Pálsdóttir
frá Skógum í Reykjahreppi, f.
5.11. 1911, d. 23.10. 1989. Systk-
ini Hólmfríðar: Guðný Buch, f.
27. júlí 1934, d. 20. 8. 2014, henn-
ar sonur er Jón Þór; Friðrik Júl-
íus, f. 1.11. 1935, kvæntur Krist-
ínu G. Sigurðardóttur og eiga
þau synina Hilmar Hauk og Jón
Sigurð; Páll Helgi, f. 15.10. 1936,
steinsdóttur eru Sandra María,
sambýlismaður Friðrik Páll Atla-
son, börn þeirra Arnar Blær og
Steinunn Viðja, fyrir á Sandra
soninn Eldór Nökkva með Hlyni
Jóhannssyni; Aníta Rut, sambýlis-
maður Casper Hendriks; Arnar
Freyr, unnusta Dísa Björk Birki-
sdóttir. Sambýliskona Guðjóns er
Sigrún Gröndal skrifstofumaður,
dóttir þeirra er Alexía Rún. Fyrir
á Sigrún soninn Óskar Eirík
Sveinsson. 2) Baldvin Trausti,
pípulagningamaður, f. 25. desem-
ber 1972, kvæntur Hilmu Einars-
dóttur leikskólasérkennara. Börn
þeirra eru Stefán Ingvar, unnusta
Viktoría Lovísa Frostadóttir;
Fjalar Örn og Einar Bent. 3)
Hrafnhildur Guðbjörg upplýs-
ingafræðingur, f. 8. júlí 1974. Son-
ur hennar með Stefáni Sverris-
syni er Stefán Sverrir, sambýlis-
kona Díana Sjöfn Garðarsdóttir.
Synir Hrafnhildar með Ólafi
Gunnarssyni eru Gunnar Smári
og Einar Máni.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 7. jan-
úar 2019, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
hans sonur er Krist-
ján Heimir; dreng-
ur, f. 17.2. 1938, dó
óskírður í mars
sama ár; Björn
Ófeigur, f. 22.4.
1941, kvæntur Alice
Gestsdóttur, d. 25.
maí 2017; Hörður, f.
21.1. 1944, d. 18.2.
1947; Kristbjörg, f.
12.9. 1946; Sig-
urveig, f. 15.10. 1947, hennar son-
ur er Jens Nikulás Buch; Ingólfur
Árni, f. 28.9. 1950, dóttir hans er
Thelma Kristín.
Hólmfríður giftist hinn 29. nóv-
ember 1969 Stefáni Baldvinssyni
stýrimanni, f. 9. september 1943 á
Sævarenda í Loðmundarfirði.
Börn þeirra eru: 1) Guðjón
Örn, f. 15. júlí 1969, bifreiðasmið-
ur, börn hans með Helgu Þor-
Elsku amma okkar og tengda-
mamma.
Núna ertu farin frá okkur en
þú verður ávallt í hjörtum okkar.
Við yljum okkur við fallegar
og góðar minningar sem við höf-
um skapað saman.
Elsku Fríða, ég hefði ekki get-
að beðið um betri tengdamóður.
Ávallt til staðar. Ást þín og um-
hyggja fyrir okkur og öðrum í
kringum þig var óendanleg. Það
upplifði ég og mín fjölskylda svo
sterkt þegar við áttum saman
samverustundir. Þú varst svo
dugleg að hringja til okkar til
Lundar og athuga hvernig við
hefðum það, hvernig okkur öllum
gengi í vinnu og skóla. Mikið eig-
um við eftir að sakna þessara
símtala frá þér.
Síðastliðin ár höfum við verið
svo lánsöm að hafa farið saman í
mörg skemmtileg ferðalög víða
um Evrópu. Þú hafðir nánast
alltaf einhverja sögu að segja frá
hverju landi því þú varst búin að
koma til þeirra nánast allra áður,
á ferðum þínum erlendis með
góðu fólki.
Minningarnar frá þessum
ferðalögum eru okkur ómetan-
legar. Síðasta stóra ferðalagið
okkar saman var þegar við fórum
sumarið 2017 til Hollands og
dvöldum þar saman í sumarhúsi í
eina viku. Á þessari viku þeytt-
umst við vítt og breitt. Við fórum
m.a. til Belgíu þar sem við feng-
um okkur belgíska vöfflu og einn-
ig inn í Amsterdam þar sem við
fórum í siglingu og skoðuðum
mannlífið. Þess á milli slökuðum
við á í góða veðrinu, spiluðum og
við tvær skáluðum í Bailey’s sem
okkur þótti nú ekki leiðinlegt.
Þú komst í margar heimsóknir
til okkar til Lundar. Sú síðasta er
okkur ofarlega í huga. Þú komst
til okkar í október síðastliðnum.
Alltaf jafn glæsileg, yndisleg og
góð, með þína endalausu ást og
umhyggju. Að vanda komstu
með fulla tösku af mat, lamba-
læri, hangikjöt og harðfisk, því
eitt af því sem einkenndi þig var
að fólkið í kringum þig varð aldr-
ei svangt. Þú sást alltaf til þess
að maður fengi nóg að borða.
Þú varst alltaf boðin og búin,
fórnfús, lífsglöð, umhyggjusöm,
kraftur í þér og mikill viljastyrk-
ur.
Elsku Fríða mín, ég gæti hald-
ið endalaust áfram og talið upp
frábærar minningar.
Strákarnir eiga eftir að sakna
mikið ömmu Fríðu sem var þeim
alltaf svo góð og hjálpsöm og
vildi allt fyrir þá gera. Við höld-
um minningunum á lofti, yljum
okkur við þær og þær ótal mynd-
ir sem við eigum frá samveru-
stundum okkar.
Margt er í minninga heimi,
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þín verður sárt saknað.
Þín tengdadóttir og ömmu-
strákar,
Hilma, Stefán Ingvar,
Fjalar Örn og Einar Bent.
Guð hið ytra - Guð í mér
ég efa ei tilvist þína hér.
Hvar sem ég lít og áður leit
ásjónu Guðs ég sé og veit.
Að ég er miðill augna þinna
svo sem í uppskeru ára minna.
Sáðmaður sjálfur fræ Guðs í mér
sjálf Guðs að vera eign hans er.
(Úr Rúnabókinni)
Kæra systir, nú er komið að
kveðjustund eftir harða baráttu
við illvígan sjúkdóm, sem þú háð-
ir með miklum dugnaði og æðru-
leysi, svo það var ekki hægt ann-
að en að dáðst að þér. Þú hafðir
gaman af því að ferðast, nú síðast
í sumar fórum við systur norður
með vinkonu okkar undir stýri og
var það ógleymanlegt að fara á
slóðir ömmu okkar, á Ljótsstaði í
Laxárdal, og gestrisnin í gömlu
heimasveitinni var enn til staðar.
Þú varst dugleg að ferðast til út-
landa og eru þau ófá löndin sem
þú heimsóttir. Nú síðast í end-
aðan október fórst þú til Trausta
sonar þíns og fjölskyldu í Sví-
þjóð. Þú varst rík af mannauði
með eiginmann, þrjú börn tíu
barnabörn og þrjú langömmu-
börn.
Elsku systir, takk fyrir tímann
sem við áttum saman. Hvíl þú í
friði.
Það þarf meira en orð
til að láta þig vita,
hvers virði það er mér,
að eiga þig sem vin.
ég get treyst á skilning þinn,
þegar ég er áttavillt,
ég get treyst á hughreystingu,
þegar ég er hrygg,
ég get treyst á hlátur þinn,
þegar ég er glöð
ég er svo þakklát,
að vita að þú ert
ætíð vinur minn.
(Höf. ók)
Kæri Stefán, Guðjón, Trausti ,
Hrafnhildur og fjölskyldur, við
vottum ykkur innilega samúð því
missir ykkar er mikill. Guð
geymi ykkur
Kristbjörg og Sigurveig
Buch.
Hólmfríður
Jónsdóttir
✝ Sólveig Krist-insdóttir fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 2. janúar
1934. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut þann
21. desember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Andrés
Kristinn Jónsson, f.
að Hávarðsstöðum í
Þistilfirði 28. janúar
1886, d. 1. ágúst 1967, og Helga
Jónsdóttir, f. í Njarðvík á Borg-
arfirði eystra 1. janúar 1896, d.
10. desember 1989. Systkini Sól-
veigar voru Áróra, f. 1918, d.
1958, Mínerva, f. 1919, d. 2003,
Iðunn, f. 1920, d. 1991, Jón, f.
1925, d. 2013, og Halldór, f. 1930,
d. 2013. Sólveig giftist Einari
Guðmundssyni, f. 30. september
1933, d. 16. mars 2007, þann 10.
ágúst 1957. Foreldrar hans voru
Sólveig flutti fimm ára gömul
til Reykjavíkur og ólst upp í
Þingholtunum. Hún gekk í Mið-
bæjarbarnaskólann og lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar. Eftir það
starfaði Sólveig við ýmis störf en
lengst af í afgreiðslu Morgun-
blaðsins sem þá var til húsa í
Austurstræti eða allt þar til að
hún gifti sig og hélt til Darm-
stadt í Þýskalandi með eigin-
manni sínum sem þar var við
nám í verkfræði. Þar bjuggu þau
til ársins 1961 að þau fluttu heim
til Íslands að loknu námi Einars.
Sólveig og Einar byggðu sér hús
við Hrauntungu í Kópavogi og
fluttu þangað haustið 1965. Þau
bjuggu þar alla tíð síðan fyrir ut-
an árin 1985 til 1987 þegar þau
voru búsett í Essen í Þýskalandi
þar sem Einar starfaði um tíma.
Sólveig lauk stúdentsprófi frá
öldungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð 1982 og stundaði eftir
það nám í þýsku við Háskóla Ís-
lands.
Sólveig verður jarðsungin frá
Digraneskirkju í dag, 7. janúar
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Guðmundur Konráð
Einarsson, f. 1909, d.
2002, og Guðbjörg
Magnea, f. 1912, d.
2005. Börn þeirra
Sólveigar og Einars
eru 1) Guðmundur
Konráð, f. í Þýska-
landi 7. febrúar
1959. 2) Helga, f. í
Reykjavík 23. janúar
1963. 3) Kristín
Andrea, f. í Reykja-
vík 17. janúar 1966, gift Jóhanni
Ingibergssyni, f. 19. nóvember
1960, dætur þeirra eru: a) Ásdís
Erla, f. 25. júlí 1997, og b) Sigrún
Björk, f. 9. maí 2000. 4) Berghild-
ur Ýr, f. í Reykjavík 13. júlí 1970,
gift Hauki Einarssyni, f. 20. sept-
ember 1969, synir þeirra eru: a)
Einar Aron, f. 27. október 2000,
b) Hilmir Nói, f. 22. september
2006. og c) Birkir Ísak. f. 8. júní
2009.
Á stysta degi ársins þegar
myrkrið grúfir sig yfir litlu eyjuna
okkar hér á norðurhjara veraldar
og dagsbirtu nýtur aðeins stutta
stund, kvaddi elsku móðir mín
þessa jarðvist eftir stutt og snörp
veikindi. Eftir sitjum við afkom-
endurnir og þræðum perlurnar á
band minninganna, sem eru
margar, fallegar og góðar.
Ég minnist þess þegar ég var
lítil stúlka og þú sagðir mér sögur
af uppeldi þínu við kröpp kjör í
Þingholtunum í miðbæ Reykja-
víkur. Aldrei heyrði ég þig kvarta
yfir þessu hlutskipti. Þess í stað
gladdist þú yfir öllu því sem fjöl-
skyldan átti, til að mynda litlu
jólatré sem þú ólst upp við en
þetta tré átti sérstakan heiðurs-
stað á heimili ykkar pabba hin síð-
ustu ár. Með þessu kenndir þú
mér nægjusemi og að vera þakk-
lát fyrir það sem ég hef.
Ég minnist þess þegar þú sagð-
ir mér hvernig skammarverðlaun
sem þú fékkst á spilakvöldi leiddu
þig til fundar við ungan mann,
sem síðar átti eftir að verða lífs-
förunautur þinn til rúmlega 50
ára. Þannig kenndir þú mér að
jafnvel ósigrar geta snúist upp í
stærstu sigrana.
Ég minnist þess þegar þú sagð-
ir mér sögur af fyrstu hjúskapar-
árunum í Þýskalandi þar sem fað-
ir minn stundaði nám í verkfræði.
Það var ekki auðvelt fyrir unga
konu að stíga sín fyrstu skref í bú-
skap í framandi landi þar sem þú
talaðir ekki einu sinni tungumál
heimamanna. En þú kenndir mér
að með samstöðu ykkar pabba
tókst ykkur að snúa mótlæti upp í
meðbyr og yfirstíga alla erfiðleika.
Ég minnist þess hve fallegt
hjónaband ykkar pabba var. Fullt
af kærleika, ástúð og gagnkvæmri
virðingu. Þið studduð hvort annað
í þeim verkefnum sem fyrir ykkur
voru lögð og tókuð hvort öðru aldr-
ei sem gefnu. Þarna gafstu mér
lykilinn að farsælu hjónabandi.
Ég minnist allra samtalanna
sem við áttum á hverju kvöldi. Það
var alveg sama hvað bjátaði á í
þínu lífi, þú sast aldrei auðum
höndum. Þannig kenndir þú mér
elju og iðjusemi og að gefast ekki
upp þótt á móti blási.
Ég minnist þess þegar ég
bauðst til að lesa fyrir þig í veik-
indum þínum. Ég taldi upp nokkra
bókartitla, sem ég vissi að þú
myndir að öllu jöfnu lesa þér til
dægrastyttingar og skemmtunar.
Það var ekki fyrr en ég nefndi bók
eftir Nóbelsskáldið okkar, sem þið
pabbi gáfuð mér í jólagjöf fyrir um
fjörutíu árum, að þú svaraðir loks-
ins játandi. Þannig fór það að loks-
ins lét ég verða af því að lesa um
hann Álfgrím litla í Brekkukoti.
Þarna kenndir þú mér þrautseigju
því bókina góðu var ég að lesa í
fyrsta skipti. Okkur auðnaðist
ekki að klára bókina en þessir sex
kaflar sem eftir eru verða lesnir
upphátt í minningu um þig þegar
sól hækkar á lofti og sorgin ristir
ekki eins djúpt og söknuðurinn
verður ekki jafn sár.
Ég mun halda áfram að þræða
perlurnar á band minninganna
fyrir mig og strákana mína, sem
alltaf áttu hjá þér öruggt skjól og
hlýjan faðm.
Þín dóttir,
Berghildur Ýr.
Elsku amma mín.
Það er svo erfitt að trúa því að
þú sért farin frá okkur og að þetta
hafi allt gerst svona fljótt. Ég hélt
að árin þín með okkur yrðu miklu
fleiri og ég sakna þín meira en orð
fá lýst.
Ég er svo þakklát fyrir allar
góðu stundirnar okkar saman, allt
sem þú hefur kennt mér og allar
minningarnar sem þú hefur gefið
mér.
Öll skiptin sem við komum til
þín og fengum ömmuskyr, gistum
hjá þér og fengum að kúra í afa-
holu, fórum með þér í sumarbú-
stað og í berjamó í Skorradalnum,
allar þessar minningar eru bara
brot af þeim og munu ávallt vera
mér svo kærar.
Ég hefði ekki getað beðið um
betri ömmu en þig. Þú varst alltaf
svo stolt af mér og sýndir það svo
vel, varst alltaf svo yndisleg við
alla í kringum þig og með svo hlýja
nærveru.
Ég vildi óska þess að þú hefðir
verið lengur hjá okkur, en þó að
söknuðurinn sé sár hlýjar hugsun-
in um að þú sért komin til afa mér
og ég veit að þið verðið alltaf hjá
okkur og fylgist með okkur.
Ég elska þig, amma, og mun
geyma minninguna um þig í hjarta
mér alla tíð.
Ásdís Erla.
Amma hugsaði alltaf um fjöl-
skylduna, börnin sín og barna-
börnin sín. Hún vildi aðeins það
besta fyrir okkur og var alltaf að
hugsa um hvað hún gæti gert fyrir
okkur.
Hún bauð mér og Ásdísi alltaf í
mat þegar mamma og pabbi voru
ekki heima og eldaði þá eitthvað
gott. Hún gat ekki hugsað sér að
ég væri ein heima og þá var nota-
legt að fara til hennar og horfa
með henni á sjónvarpið eða spjalla
saman. Ég er þakklát fyrir hana
og allt það sem hún kenndi mér og
gaf mér. Ég hefði ekki getað ósk-
að mér betri ömmu og ég mun
sakna hennar mjög mikið. Amma
mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Sigrún Björk.
Elsku besta amma.
Ég vildi að við hefðum haft
meiri tíma saman heima hjá þér á
Hrauntungunni. Takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér. Takk fyr-
ir allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur og gert með okkur. Fyrir þér
var ég alltaf lítill drengur, ljós og
fagur og þykir mér óskaplega
vænt um þetta gælunafn í dag.
Kær kveðja.
Hilmir Nói.
Elsku besta amma.
Ég vildi svo mikið að þú hefðir
getað verið með okkur á jólunum.
Takk fyrir allar fallegu jólagjaf-
irnar sem ég fékk frá þér. Vona að
þú hafir það notalegt hjá afa.
Litli söngfuglinn þinn,
Birkir Ísak.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(1. Kor 13.4-8)
Þegar unglingar heimsækja
vini sína er misjafnt hvernig full-
orðna fólkið á heimilinu tekur
þessum gestum. Í heimsóknum
mínum til Kristínar Andreu í
Hrauntunguna opnaði ein sú gest-
risnasta kona dyrnar sem ég hef
nokkru sinni kynnst. Þetta var
hún Sólveig, mamma hennar
Kristínar, hlý eins og sólin sjálf og
vissi nákvæmlega hvernig öllum
ætti að líða vel í húsi hennar. Hún
opnaði ekki einungis dyrnar held-
ur einnig hjarta sitt. Mér leið eins
og drottningu í Hrauntungunni og
alltaf lumaði Sólveig á dýrindis
kræsingum og skar aldrei við
nögl. Umhyggjan og kærleikurinn
ávallt til staðar og talaði við mig
eins og jafningja, frá fyrsta degi.
Spurði frétta og hafði einlægan
áhuga á að heyra skoðanir ung-
lingsins á lífinu. Þetta var sjald-
gæft viðmót og ómetanlegt og
hafði mótandi áhrif á mig og því
engin furða að mér þótti frá fyrstu
stundu undurvænt um Sólveigu
og fannst Kristín Andrea búa við
fullkomið ríkidæmi kærleikans.
Kærleikurinn sem Sólveig um-
vafði fjölskyldu sína og vini var
óþrjótandi. Hún bar hag fólksins
síns fyrir brjósti alla tíð, hún var
traust og hún var glettin, gáfuð og
góð. Hún var gull og gersemi og
þannig munum við hana.
Elsku Kristín Andrea og þið öll
systkinin og fjölskyldur – ást
hennar til ykkar verður ljós í
hjartanu um ókomna tíð. Kærleik-
urinn varir.
Valgerður.
Mikil hjálparhella og akkeri
margra er fallin frá. Sólveig Krist-
insdóttir var alla tíð stoð og stytta
fjölskyldu og vina. Eftir sitjum við
með sárt ennið og hálfráðvillt.
Þegar undirrituð flytur nýgift
og ung að árum til Darmstadt í
Þýskalandi er fyrsta verkið að ná
sér í húsaskjól. Á þessum árum
var ennþá mikill húsnæðisskortur
eftir stríðsátökin, en á leigumiðlun
háskólans voru í boði tvö herbergi
með húsgögnum, sem voru leigð
saman. Þetta var í þorpinu Gries-
heim hjá Darmstadt. Á auglýs-
ingablaðinu stóð að Íslendingar
hefðu forgang. Sólveig og Einar
höfðu búið þarna um tíma og getið
sér einstaklega gott orð. Það varð
gæfa mín að fá að njóta orðspors-
ins og búa hjá Kolmersfjölskyld-
unni í Griesheim.
Sólveig var ættuð úr Borgar-
firði eystri og frá Þistilfirði, en leit
dagsins ljós á syðsta hluta lands-
ins – Vestmannaeyjum. Hún
hreifst síðan af pilti frá Siglufirði,
Einari Guðmundssyni. Flott
blanda enda varð til einstakt
hjónaband. Ást, tryggð og um-
hyggja einkenndi þau alla tíð og
einmitt þess vegna var svo gott að
vera í nálægð þeirra.
Þau giftu sig sumarið 1957 og
flutti Sólveig þá til Einars til
Darmstadt, en Einar hafði hafið
þar nám í verkfræði árið 1955.
Guðmundur Konráð sonur þeirra
fæddist þar árið 1959. Þau urðu
fljótt kjölfesta íslensku stúdent-
anna á svæðinu. Þýskaland átti
jafnan stóran sess í lífi þeirra. Allt
í senn tungan, landið, fólkið og
verkkunnátta þeirra.
Þegar heim var komið bættist
fljótt í barnahópinn og um leið tók-
ust þau á við að koma upp húsi í
Hrauntungu og Einar á við for-
ystuhlutverk í Álverinu. Það þurfti
bæði hugprýði og elju að leiða
þessi verkefni öll í farsæla höfn.
Sólveig hafði yndi af fólki, fróð-
leik, menningu og listum. Þegar
um hægðist hóf hún að læra meira
á píanó og hafði af því mikla
ánægju, þá stundaði hún þýsku-
nám í Háskóla Íslands. Aðventu-
ferð til Þýskalands var ómissandi
þáttur hjá Sólveigu. Þau hjón fóru
saman meðan Einars naut við, síð-
an tóku börnin við og glöddu hana
með ljúfum samverustundum í
upphafi aðventu. Þegar Sólveig
veiktist var hún einmitt að undir-
búa þessa árlegu aðventuför.
Með rausn, trygglyndi og sam-
kennd skópu Sólveig og Einar
merkan sess í hjörtum margra.
Ógleymanlegar voru stundirnar
hjá þeim í Hrauntungunni, þar
sem gestir nutu mikillar gestrisni
þeirra og einstakra viðurgjörninga
frá hendi frúarinnar. Eins og
gengur með vini og kunningja get-
ur liðið nokkuð á milli þess að fólk
hafi samband en ávallt var eins og
við hefðum verið saman í gær þeg-
ar Sólveig átti í hlut.
Börn Sólveigar og Einars skrif-
uðu afar fallega um móðurömmu
sína, Helgu Jónsdóttur, þegar hún
kvaddi. Við lesturinn kom í ljós að
Sólveig átti ekki langt að sækja
hæfileika, móðir hennar var ein-
stök dugnaðar- og eljukona.
Merkilegt er að þær mæðgur hófu
báðar lífið í janúarmánuði og luku
því í desember.
Darmstadt-klúbburinn er
snöggtum fátækari eftir árið 2018,
en þrír fyrrum félagar féllu frá á
árinu. Blessuð sé minning þeirra.
Við hin sem eftir lifum sendum af-
komendum Sólveigar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Sigrún Magnúsdóttir.
Sólveig
Kristinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sólveigu Kristinsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.