Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
Ég er stödd á Tenerife og ætla að halda upp á afmælið mitt hérmeð vinum mínum og manni,“ segir Þórdís Sólmundardóttirsem á fimmtugsafmæli í dag.
Hún hélt jólin sömuleiðis hátíðleg á Tenerife með eiginmanni, sonum
og móður, og kom þangað 22. desember. Móðir hennar og synir eru far-
in heim til Íslands en vinirnir komu í staðinn. „Við erum tíu hérna í allt
núna.“ Þórdís hefur einu sinni áður haldið jólin erlendis, en þá var hún
á Gran Canaria og segir að það hafi verið ljúft þá eins og nú.
Þórdís rekur Pylsuvagninn á Selfossi ásamt móður sinni, sem stofn-
aði hann árið 1984 ásamt þáverandi maka og fósturföður Þórdísar.
Staðurinn fagnar því 35 ára afmæli á næsta ári.
Þórdís, sem hefur ávallt búið á Selfossi, sér núna um reksturinn
ásamt móður sinni, Ingunni Guðmundsdóttur. „Það hefur ýmislegt
breyst á þessum tíma en samt eru hamborgararnir og pylsurnar alltaf
vinsælust. Það nýjasta á matseðlinum er fish ’n’ chips, sem var fyrir út-
lendingana en Íslendingar eru líka duglegir að kaupa það.“
Eiginmaður Þórdísar er Símon Ingvar Tómasson, fangavörður á
Litla-Hrauni, en hann verður sextugur á föstudaginn. Synir þeirra eru
Magnús Bjarki, f. 1995, Eyþór, f. 1998, og Sólmundur Ingi, f. 2005.
Veitingakonan Þórdís rekur Pylsuvagninn á Selfossi.
Fagnaði jólum og
afmælinu á Tenerife
Þórdís Sólmundardóttir er fimmtug í dag
G
uðmundur Óli Scheving
fæddist í Vestmanna-
eyjum 7. janúar 1949
en flutti fljótlega til
Reykjavíkur og ólst
upp í Grjótaþorpi og miðbæ
Reykjavíkur. „Ég er KR-ingur en
Vestmanneyingur þegar KR og
Vestmanneyingar eru að spila.“
Guðmundur Óli gekk í Miðbæj-
arbarnaskólann og fór síðan í
Gaggó Vest. Hann lauk svo námi
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
sveinsprófi í vélvirkjun hjá Lands-
smiðjunni og meistaraprófi og vél-
stjóraprófi frá Vélskóla Íslands.
Hann var til sjós í 27 ár og
starfaði lengstum sem yfirvél-
stjóri. Hann fór síðan í Háskóla
Íslands og tók þar nám í að setja
upp gæðakerfi fyrir lítil og meðal-
stór fyrirtæki.
Árið 2003 fékk Guðmundur Óli
réttindi sem meindýraeyðir og
hefur sinnt því starfi í 15 ár. Árið
2014 gaf hann út bókina Upplýs-
ingar og fróðleikur um meindýr og
varnir.
Guðmundur Óli stofnaði fyrir-
tækið Stúdíó Norn ehf. í Tangar-
höfða 5 þar sem er hljóðstúdíó og
eina sérverslunin fyrir meindýra-
varnir á höfuðborgarsvæðinu.
Fimmtán ára gamall byrjaði
Guðmundur að semja tónlist og
ljóð en það var ekki fyrr en árið
2014 að fyrsti diskurinn kom út og
núna eru komnir fjórir diskar með
lögum eftir hann. Hann notar
nafnið Góli á hljómdiskunum.
„Þetta var því 50 ára draumur
sem hefur ræst en sum laga
minna eru orðin þetta gömul.
Þetta er mömmu að þakka því hún
gaf mér ljóðabókina Svartar
fjaðrir eftir Davíð Stefánsson og
ég varð fyrir miklum áhrifum af
henni. Einn af diskunum mínum,
Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir – 70 ára
Tónlistarmaðurinn Guðmundur Óli lét 50 ára draum rætast með því að gefa út sinn fyrsta tónlistardisk árið 2014.
Meindýraeyðir, söngva-
skáld og útvarpsmaður
Garðabær Rún Steins-
dóttir fæddist 1. febr-
úar 2018 kl. 12.14. Hún
vó 3.740 g og var 52 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Hildur Símonar-
dóttir og Steinn Hildar
Þorsteinsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Við notum ekki MSG í súpuna okkar.
Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.
Súpan er fullelduð og aðeins
þarf að hita hana upp