Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú færð tækifæri til að leita ráða
hjá einstökum aðila í dag. Ef vin þinn vant-
ar peninga, skaltu lána honum þá. Þér eru
allir vegir færir.
20. apríl - 20. maí
Naut Taktu öllum tilboðum sem þú færð í
dag og vit er í. Mundu að ekki hafa allir
sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka
að virða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Tilhneiging þín til að hugsa um of
gæti verið vandamál. Hristu upp í rútínunni,
talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir,
farðu á námskeið eða gerstu sjálfboðaliði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Óvænt uppákoma sem tengist nán-
um vini eða maka gerir þig glaða/n. Þú
færð tilboð sem þú ert hugsi yfir. Settu þér
markmið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver ókunnugur leitar til þín og
biður um þitt álit. Þér finnst þú hafa of
mikið á þinni könnu, fækkaðu þá verk-
efnum, deildu þeim á fleiri og lífið verður
gott.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er viturlegra að biðja um hlutina
kurteislega en krefjast þeirra með ein-
hverjum þjósti. Settu heilsuna í forgang –
þú hefur tíma ef þú vilt það.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinur þinn þarfnast skilnings og góðra
ráða. Gefðu honum tíma. Veikindi hrjá fjöl-
skylduna en þau ganga hratt yfir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt hlutirnir hafi litið vel út
fyrir nokkrum dögum, kann að hafa orðið
breyting á. Hvað ætlar þú að gera varðandi
markmið þín á þessu ári?
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það kann ekki góðri lukku að
stýra að láta fjármálin reka á reiðanum.
Fólk leggur sig sérstaklega fram við að gera
þér til hæfis og öfugt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Samræður við vini þína eru glað-
legar og uppörvandi. Dragðu inn andann
áður en þú gagnrýnir og leyfðu öðrum að fá
sitt svigrúm. Farðu í ferðalag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Næstu vikur henta því vel til að
gera upp gömul deilumál. Þú hittir mann-
eskju sem var stór hluti af lífi þínu áður
fyrr. Mundu að stunda þakklæti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu það vera að flýta þér um of
því það býður hættunni heim og þú skilar
verri vinnu fyrir vikið. Fjölskyldan er sam-
hent og það væri tilvalið að skella sér í bú-
stað.
Á fimmtudaginn skrifaði SigurlínHermannsdóttir að sér fyndist
„frammistöðuvandi“ koma sterk-
lega til greina sem orð ársins 2018:
Sagt að þungum sökum bæri
sjálfan bóndann Þór
því frammistöðuvandinn væri
verulega stór.
Sigrún Haraldsdóttir sagði fleiri
orð koma til greina:
Á fölleitri húðinni fínlega var
farið að bera á gulnun,
hann sat yfir kollu á sorglegum bar
sárlega þjáður af kulnun.
Sigurlín svaraði:
Kallagrobb kallast víst hrútskýring
sá kulnaði gróf sig í strútskýring
en er ferðin var farin
á fámennan barinn
stunduð var eftir-á-stútskýring.
„Eitt orð til,“ sagði Sigrún:
Hann skort‘alla skerpu og frumkvæði
og skapaði alstaðar vandræði.
Hann fræðingar skeindu
og fjölmargir reyndu
að finn‘onum varanlegt úrræði.
Fía á Sandi orti Öfugmælavísu:
Séð hef ég káta kú með hatt
ketti stígvél máta
þrætublækur segja satt
og svindlarana játa.
Helgi Ingólfsson gaf þetta ára-
mótaheit á Boðnarmiði:
Um áramót uppgötvar raftur
hvar innra með honum býr kraftur.
Það ég staðfastur veit
og því strengi ég heit
að stunda loks reykingar aftur.
Vegna umræðu um sölu ríkis-
eigna rifjaðist upp fyrir Dagbjarti
Dagbjartssyni ein gömul síðan eitt-
hvað kom til tals að selja Símann:
Fráleitt verður flanað að neinu
sem Framsókn er bagi.
Síminn verður seldur í einu
– samkomulagi.
Indriði Aðalsteinsson á Skjald-
fönn svaraði:
Nú er illt í efni, Bjartur.
Út við hafsbrún mökkur svartur.
Hvernig fer með formannsskinn,
ef Framsókn gleypir Miðflokkinn?
Pétur Stefánsson er á klassískum
nótum:
Áfram tifar æviklukkan,
aflið minnkar, gránar hár.
Gefi ykkur guð og lukkan
gleðiríkt og farsælt ár.
Ármann Þorgrímsson segir:
„Tíminn heldur áfram“:
Að ósi rennur ævifljót
ég aldurs kvótann fylli
enn samt koma áramót
en orðið stutt á milli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Orð ársins og kýr með hatt
Í klípu
„HVER ER STAÐAN Á HNETUPOKANUM?”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KONAN HANS LEYFIR HONUM ALDREI AÐ
HORFA Á ÞENNAN ÞÁTT!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að þú nýtur
stuðnings.
KATTAHÁR
Á FERÐ OG
FLUGI!
EINS GOTT AÐ ÞETTA SÉ
EKKI KÖNGULÓIN
ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR GÆTT ÝTRASTA
HREINLÆTIS OG ÞVEGIÐ ÞÉR UM
HENDURNAR!
ENGAR ÁHYGGJUR, ÉG FER MJÖG
VARLEGA OG PASSA AÐ FÁ EKKERT AF
ÞESSU SULLI Á MIG!
SLETT
SNARK
Framundan var íþróttamót hvarvænta mátti hundraða barna; lífs-
glaðra og leikinna með boltann. Sjálf-
sagt var að geta þessa í Morgun-
blaðinu með myndum og skemmti-
legri frásögn, því svona efni er
vinsælt meðal lesenda og hvetjandi
fyrir krakkana. Í samtölum blaða-
manns við skipuleggjendur mótsins
mátti þó greina hik í huga varðandi
myndatökur með vísan til nýrra
reglna um persónuvernd. Inntak
þeirra er réttur og svigrúm fólks til að
fela sig í fjöldanum og vera nafnlaust;
einskonar Nebúkadnesar Nebúkad-
nesarsson eða NN, svo vísað sé til
frægrar smásögu Laxness.
x x x
Niðurstaðan af samtali þessu varðsú að fólk skyldi spara áhyggjur
uns á reyndi. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins fór á staðinn og spurði bolta-
börnin hvort hann mætti taka af þeim
myndir til birtingar. Allir sögðu já og
létu sér vel líka. Sama gildir þá vænt-
anlega um foreldra og ömmur og afa
sem klippa myndir af krökkunum út
úr Mogganum og festa á ísskápinn.
Ef einhver hefði sagt nei við mynda-
töku hefði það ekki verið neitt vanda-
mál. Annaðhvort gengur viðkomandi
út úr hópnum eða myndatöku er
sleppt.
x x x
Að mati Víkverja er sturlun líkast efmyndataka af börnum til dæmis í
boltaleik, á skólahljómleikum eða
skrúðgöngu kallar á skriflegt leyfi
foreldra, eins og ýtrustu reglur gera
ráð fyrir. Reglur eftirlitsþjóðfélagsins
stuðla því í reynd að vantrausti fólks á
meðal. Það er vond þróun.
x x x
Víkverji hefur hér aðeins gert per-sónuverndarreglur svonefndar
að umtalsefni en fleira sambærilegt
mætti tiltaka sem einfaldlega stuðlar
að leiðinlegra samfélagi. Þegar öllu er
á botninn hvolft þá er beinlínis ömur-
legt þegar settar eru formlegar regl-
ur um alla skapaða hluti og það jafn-
vel talið bráðnauðsynlegt. Sem alls
ekki er raunin. Sjálfsögð kurteisi, al-
menn skynsemi, að biðja um leyfi,
málamiðlanir, brosa og bjóða góðan
daginn. Slíkt dugar í mörgum málum
og ekkert þarf regluverkið.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku,
kostaðu öllu til að afla þér hygginda.
(Orðskviðirnir 4.7)