Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er ekki skrítið að það skuli vera
stutt í samfélagsrýnina í verkum
Huldu Rósar Gunnarsdóttur. Hún
lauk jú gráðu í mannfræði áður en
hún fór í meistaranám í gagnvirkri
hönnun hjá Middlesex University og
síðan í BA-nám í myndlist hjá LHÍ.
Lesendur ættu að þekkja Huldu
Rós fyrir verk á borð við myndina
Kjötborg, sem hún gerði með Helgu
Rakel Hrafnsdóttur um bræðurna
Gunnar og Kristján og verslun
þeirra á Ásvallagötu; eða myndina
Keep Frozen þar sem rýnt er í erfið
störf löndunarmanna í Reykjavíkur-
höfn.
Samhliða gerð listrænna heimild-
armynda hefur Hulda Rós unnið að
alls kyns verkefnum og síðast tók
hún þátt í samsýningunni „Exclus-
ively Inclusive“ í Gerðarsafni, „Bas-
ed on a True Story“ í Meetfactory í
Prag, og núna í janúar verður hún
með einkasýninguna „All is Full of
Love“ í Künstlerhaus Bethanien í
Berlín frá 17. janúar til 10. febrúar.
Þó að hún hafi verið meira eða
minna búsett í Berlín í röskan ára-
tug beinir Hulda Rós núna aftur
sjónum sínum að íslensku atvinnu-
lífi. Í þetta skiptið er það ferðaþjón-
ustan sem er kominn tími til að
skoða frá ýmsum hliðum.
Áður en lengra er haldið er samt
vissara að fræða lesendur um
Künstlerhaus Bethanien þar sem
Hulda Rós hefur haft aðsetur und-
anfarið ár. Um merkilega myndlist-
arstofnun er að ræða og ekki lítil
upphafning fyrir íslenskan lista-
mann að hafa verið valinn þar inn.
Lítill hópur listamanna fær að
starfa í húsinu og skiptast á að
halda einkasýningar í rými sem er á
jarðhæðinni. „Stofnunin var sett á
laggirnar árið 1974 og það góða orð-
spor sem hún hefur áunnið sér varð
ekki til á einni nóttu“ útskýrir
Hulda Rós.
Fjöldaframleiðsla verður list
Þó að sýningin „All is Full of
Love“ hefjist 17. janúar vill Hulda
Rós líta svo á að verkefnið hafi byrj-
að miklu fyrr, eða þegar hún setti í
loftið hópfjármögnunarherferðina
„#puffinlove“ hjá Karolina Fund.
„Árið 2019 er runnið upp og netið er
orðið opinbert rými, og fannst mér
spennandi að opna sýninguna þar –
reyna að hefja samtalið utan við
hefðbundið sýningarrými,“ útskýrir
hún og bætir við að það hafi verið af
ásetningi gert að velja hópfjár-
mögnun sem upphafspunkt: „Virði
samtímalistar virðist oft eiga að fel-
ast í því að viðhalda einhverri „mys-
tík“ – að hún sé bara ætluð fáum út-
völdum – en hópfjármögnun er
andhverfa þess.“
Með hópfjármögnuninni, og sýn-
ingunni sjálfri, bregður Hulda Rós
m.a. á leik með eðli fjöldaframleiðslu
en hún lét framleiða þúsundir lunda-
bangsa fyrir verkefnið og verða
þrjátíu þeirra valdir úr fjöldanum,
merktir sérstaklega og númeraðir
og þannig gerðir að listaverkum
frekar en ódýrum minjagrip:
„Það koma nokkrir þræðir saman
í þessu verki og sumir ná jafnvel
þrettán ár aftur í tímann. Ég gerði
fyrst lundaverk í Listaháskólanum
árið 2006 á meðan ég var skiptinemi
í Berlín. Kveikjan var sú að ég hafði
tekið eftir risastórum lundabangsa
fyrir utan verslun á Akureyri og
villtist síðan inn í búð í Reykjavík
þar sem var til sölu bleik reglustika
fyrir stelpur þar sem lundinn var
gerður í senn barnalegur og tælandi
á einhvern pervertískan hátt,“ út-
skýrir Hulda Rós. „Ég sá þarna
m.a. tengingu við þá ímynd sem
hafði orðið til af íslenskum lista-
mönnum í útlöndum; sem einhvers
konar barnalegum sakleysingjum í
miklum tengslum við náttúruna –
hálfgerð villibörn í anda eftir-
nýlendukenninga – sem samt um-
breytast eftir miðnætti í frjáls-
lyndar kynferðisverur sem Iceland-
air notar sem efni í auglýsingar um
„One Night Stand“ í Reykjavík. Það
sama hafði verið gert við lundann og
við listamanninn.“
Fagurfræði fyrri stétta
Tæpum tíu árum seinna, við gerð
Keep Frozen-myndarinnar, tók
Hulda Rós síðan eftir því hvernig
hefðbundin sjávarútvegsstarfsemi
við Reykjavíkurhöfn var að víkja
smám saman fyrir verslunum, þjón-
ustu og lundabúðum. „Ákveðin orð-
ræða var farin af stað um að „færa
líf í höfnina“, en ferlið allt bar skýr
einkenni heldrunar (e. gentrifica-
tion) og minnti á hvernig Grayson
Perry hefur fjallað um hið svokall-
aða stéttahlaup í Bretlandi: Þar fær-
ist fólk á milli stétta á einni kynslóð
eða tveimur en heillast áfram af fag-
urfræði þeirra stéttar sem það kom
úr, t.d. verkamanna-fagurfræðinni –
og vill samt aðgreina sig á einhvern
hátt og búa til eigin fagurfræði sem
sýni svo ekki verður um villst að
þeim hafi tekist að færast ofar í stig-
anum.“
Þótti Huldu Rós upplagt að nota
lundann sem upphafspunkt í n.k.
sjálfsskoðun á þróuninni sem er að
eiga sér stað á Íslandi og hvernig
gamlar atvinnugreinar víkja fyrir
nýjum. Um leið gafst henni tækifæri
á að kafa ofan í heillandi heim
fjöldaframleiðslu: „Það var mikil-
vægt að ég myndi ekki hanna lunda-
bangsann sjálf og leiddi leitin mig til
Alibaba þar sem ég setti mig í sam-
band við tíu framleiðendur og átti
við þá stórskemmtilegt samtal. Ég
uppgötvaði, til dæmis, að þó að allir
tíu ættu myndir af lundabangsa þá
átti aðeins einn sýnishorn til að
senda mér.“
Hulda Rós komst líka að því að
ekkert minna en 3.000 bangsa pönt-
un myndi duga til að fá að stíga fæti
Í gegnum linsu
lunda-bangsans
Hulda Rós sá í lundanum enduróm af þeirri mynd sem er-
lendir fjölmiðlar drógu upp af íslenskum listamönnum sem
barnalegum sakleysingjum Sýnir í Künstlerhaus Bethanien
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Lang-
vinsælastur
hollusta í hverjum bita
Lítið hefur farið fyrir hljómsveit-
inni Hjaltalín hin síðustu ár en
hún sneri óvænt aftur nú í byrjun
árs og sendi frá sér lag sem finna
má á Spotify. Þá var einnig til-
kynnt á föstudaginn var að hljóm-
sveitin myndi halda tónleika í
Eldborgarsal Hörpu laugardags-
kvöldið 7. september.
Lagið nýja heitir „Baronesse“
og er eftir Hjört Ingva Jóhanns-
son, hljómborðsleikara hljóm-
sveitarinnar, og hefur einnig verið
gert myndband við það en Andrea
Björk Andrésdóttir sá um gerð
þess. Lagið má finna á Spotify á
slóðinni sptfy.com/baronesse og
myndbandið á slóðinni youtu.be/-
1NvLs9kVEBs.
Hljómsveitin vinnur nú að nýj-
um lögum og eru frekari útgáfur
á árinu 2019 áætlaðar, að því er
fram kemur í tilkynningu frá
sveitinni.
Hjaltalín boðar tón-
leika og gefur út lag
Ljósmynd/Kári Björn
Endurkoma Hljómsveitin Hjaltalín er risin úr dvala, gaf út lag fyrir helgi og
tilkynnti að hún myndi halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu í haust.