Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 32
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
20 - 50% afsláttur af útsöluvörum
10% afsláttur af nýjum vörum
J A N Ú A R Ú T S A L A
-20%
20-40%
20 -40%
af smávörum
af PÚÐUM
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Tved sófi kr. 187.400
NÚ KR. 140.550
Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í
Garðabæ fer í gang á ný á morgun og
verða þrennir tónleikar haldnir frá
janúar fram í mars, annan þriðjudag
hvers mánaðar. Röðin er haldin í
samvinnu við KÍTÓN, félag kvenna í
tónlist, og fara tónleikarnir fram í sal
Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkju-
lundi 11, kl. 20. Djasssöngkonan
María Magnúsdóttir ríður á vaðið en
með henni leika Sara Mjöll Magnús-
dóttir píanóleikari og Sigmar Þór
Matthíasson bassaleikari.
María ríður á vaðið
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Óvænt úrslit urðu í Dominos-deild
karla í körfuknattleik í gær þegar
Þór Þorlákshöfn gerði sér lítið fyrir
og lagði topplið Tindastóls að velli
á heimavelli sínum í Þorlákshöfn.
Íslandsmeistarar KR gerðu góða
ferð í Borgarnes og lögðu Skalla-
grím, Stjarnan vann öruggan sigur
gegn ÍR og Grindavík vann Breiða-
blik í framlengingu. »4-5
Óvæntur sigur Þórs
gegn toppliðinu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik vann Hollendinga 27:23 í
síðasta leik sínum fyrir heims-
meistaramótið sem hefst í Þýska-
landi og Danmörku í vikunni. Ísland
vann tvo af þremur leikjunum sín-
um á fjögurra þjóða mótinu í Noregi
sem lauk í gær og hafnaði í öðru
sæti á eftir Norð-
mönnum. Fyrsti
leikur Íslands á
heimsmeist-
aramótinu
verður gegn
Króatíu í Mün-
chen í Þýska-
landi á föstu-
daginn. »1-2
Ísland í öðru sæti á
æfingamótinu í Noregi
Hafþór Hreiðarsson
korri@internet.is
Skömmu fyrir jól opnaði fyrirtækið
Húsavík öl bruggstofu sem er til húsa
í gömlu mjólkurstöðinni þar í bæ.
Upp á ensku heitir þetta taproom, en
það er skilgreiningin þegar brugghús
og gestastofa eru undir sama þaki.
„Viðtökur hafa verið frábærar og far-
ið fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Þorsteinn Snævar Benedikts-
son, bruggmeistari og eigandi Húsa-
vík öl. Starfsemina segir hann enn
vera í mótun en í byrjun verði hún op-
in fimmtudags-, föstudags- og laugar-
dagskvöld en alla daga á sumrin.
Krubbur og Rjúpa
Fyrirtækið var stofnað í janúar á
síðasta ári og hófst framleiðsla þess í
fyrravor. Eru nú bjórtegundir fyrir-
tækisins á markaði orðnar á þriðja
tug en þar er einungis bruggað öl,
það er ekki lagerbjór, mjöður eða
annað áfengi. „Ég rúlla þessu aðeins
og nýjar tegundir eru sífellt í þróun,
bjórinn hefur til þessa aðallega verið
í boði á veitingastöðum á Húsavík og
á R5 á Akureyri. Þá eru Sjóböðin á
Húsavíkurhöfða með bjórinn á boð-
stólum fyrir gesti sína,“ segir Þor-
steinn Snævar og bætir við að innan
skamms verði bjór frá honum fáan-
legur á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og fyrr segir eru nýjar bjór-
tegundir stöðugt í þróun hjá Húsavík
öl og um jól og áramót var til að
mynda hægt að fá Krubb og Rjúp-
una. „Krubbur er milkstout-bjór og
nafnið á honum kom nú bara þannig
til að það var djöfullegt krubbsveður
hér þegar ég bruggaði hann. Um
Rjúpuna var það þannig að ég
auglýsti eftir bláberjum og tvær kon-
ur hér í bæ létu mig fá slatta sem ég
nýtti í þennan bláberja-„saison“,“
sagði Þorsteinn Snævar. Bætir hann
við að sarpur rjúpunnar sé stútfullur
af berjum og lyngi eins og þessi bjór
og því hafi nafnið Rjúpan bókstaflega
blasað við.
Leitaði víða að betri bjór
Þorsteinn Snævar var á fjórða ári í
Menntaskólanum á Akureyri þegar
bjóráhuginn kviknaði. „Mér fannst
vanta betri bjór og byrjaði strax að
ferðast og leita. Flutti til Austurríkis
þar sem ég ætlaði í bjórgerðarnám. En
svo fór nú að ég nam fræðin í Bretlandi
og útskrifaðist frá Brewlab í Sunder-
land sem er samvinnuverkefni brugg-
húsa og háskólanna í Sunderland og
Newcastle á Englandi,“ segir Þorsteinn
og heldur áfram:
„Ég var alltaf ákveðinn í að koma upp
brugghúsi á Húsavík og hvergi annars
staðar. Eftir að ég kom heim þurfti ég
að vinna og safna peningum í startið og
eins huga að húsnæði fyrir brugghúsið.
Ég fékk svo mjög góða aðstoð hjá
Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga sem
reyndist mér vel við að koma þessu
verkefni af stað – og skál fyrir því!“
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Bjór Alltaf ákveðinn í að koma upp brugghúsi á Húsavík og hvergi annars staðar, segir Þorsteinn Snævar.
Bruggað í mjólkurstöð
Tugir nýrra bjórtegunda á Húsavík Brugghús og
gestastofa undir sama þaki Fullt af berjum og lyngi