Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR ÞORRABLÓTIN HNÍFAR & BRETTI LEIRTAU & GLÖS GASTROBAKKAR FATNAÐUR HITAKASSAR OG TRILLUR HITAPOTTAR, LAMPAR, HITABORÐ O.FL. 15. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.52 120.1 119.81 Sterlingspund 152.62 153.36 152.99 Kanadadalur 90.54 91.08 90.81 Dönsk króna 18.447 18.555 18.501 Norsk króna 14.131 14.215 14.173 Sænsk króna 13.46 13.538 13.499 Svissn. franki 121.61 122.29 121.95 Japanskt jen 1.1034 1.1098 1.1066 SDR 167.09 168.09 167.59 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.4024 Hrávöruverð Gull 1292.8 ($/únsa) Ál 1815.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.19 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Ríflega 784 milljóna króna viðskipti áttu sér stað í Kaup- höll Íslands með bréf Marel í gær. Haggaðist verð bréfanna nær ekkert, þokaðist aðeins upp um 0,13%. Næst- mest voru viðskipti með bréf Reita eða 324 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 2,85% í viðskipt- unum. Þá hækkuðu bréf Regins um 2,68% í 220 milljóna viðskiptum og Eik hækkaði um 2,22% í 113 milljóna við- skiptum. Icelandair hækkaði um 1,65% í 88 milljóna króna viðskiptum. Úrvals- vísitalan hækkaði um ríflega 1% í við- skiptum gærdagsins. Á þeim fáu dög- um sem liðnir eru af árinu hefur hún hækkað um 1,9%. Litið eitt ár aftur í tímann nemur lækkunin hins vegar 4,18%. Um 784 milljóna við- skipti með bréf Marel STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækk- aði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Friðriks Þórs Gunnarssonar, hagfræðings Samtaka fyrir- tækja í sjávarút- vegi, sem birt hefur verið á heima- síðu samtakanna. „Árið 2017 sátu eftir tæpar 11 krónur af hverjum 100 krónum sem fiskvinnslan fékk í tekjur, áður en tekið var tillit til fjármagnskostnaðar og tekju- skatts.“ Sum fyrirtæki í miklum vanda Bendir Friðrik Þór á að tölurnar sem þarna er vísað til eigi við um greinina í heild sinni en segi ekki alla söguna varðandi hvert og eitt fyrirtæki. „Sumar fiskvinnslur munu því standa verr en aðrar. Í mörgum tilvikum mun það raunar standa tæpt hvort rekstrargrund- völlur sé yfir höfuð til staðar til lengri tíma. Sú staða gæti orðið af- drifarík fyrir byggðarlögin sem reiða sig á starfsemi fiskvinnslu,“ segir í samantektinni. Í samtali við Morgunblaðið segir Friðrik Þór að þegar rýnt er í tölur varðandi fiskvinnsluna komi í ljós að það séu ekki breytingar á hrá- efniskostnaði sem dregið hafi úr hagkvæmni og framlegð fyrirtækj- anna á síðustu árum. Skýringanna sé hins vegar fremur að leita í auknum launakostnaði. „Hlutfall kostnaðar vegna að- fanga er nokkuð áþekkt frá einum tíma til annars. Hráefni sem hlutfall af heildar aðfangakostnaði var alla jafna á bilinu 70-80% á tímabilinu 1997-2017. Aðrir einstakir kostnað- arliðir vega ekki þungt. Sumum hættir til að álykta á þá leið, að þró- un hráefniskostnaðar hafi úrslita- áhrif á rekstrarafkomu og hag- kvæmni í vinnslu. Þetta kann að vera rétt fyrir einstaka fyrirtæki og fer eftir því hversu greiðan aðgang það hefur að hráefni. Hins vegar er þetta ekki alls kostar rétt fyrir at- vinnugreinina í heild, enda fylgjast hráefniskostnaður og aflaverðmæti að og þar af leiðandi einnig tekjur.“ Friðrik Þór segir að mikill auk- inn launakostnaður fiskvinnslunnar á Íslandi sé ekki síst athyglisverður í ljósi þess að starfsfólki í greininni hefur fækkað um rúmlega 64% frá árinu 1997. Tölurnar tali hins vegar sínu máli. 40% samdráttur á áratug „Á tímabilinu 2008-2017 dróst framlegð í hlutfalli við tekjur í fisk- vinnslu saman um tæplega 40%, þrátt fyrir því sem næst óbreytt hlutfall vinnsluvirðis af tekjum. Rekja má þá þróun nær eingöngu til hækkana á launakostnaði og íþyngjandi gjöldum sem tengjast launum.“ Friðrik Þór segir þessa þróun í raun annað og meira en at- hyglisverða. Hún sé uggvænleg þar sem að ef sama þróun haldi áfram sé ljóst að starfsemin hætti að vera sjálfbær. Starfsemin flyst úr landi „Fyrirtækin hafa sífellt meiri hvata til þess að flytja fiskinn úr landi óunninn. Það er ekki góð þró- un að mínu mati. Við Íslendingar getum talið okkur fremst á heims- vísu þegar kemur að gæðum og fullvinnslu sjávarafurða. Sú staða hefur tryggt góð og örugg störf um land allt, auk þess að leggja til hag- sældar þjóðarbúsins með ríflegum útflutningstekjum. Augljóst er að sú staða mun tapast ef fram heldur sem horfir.“ Versta afkoman í áratug hjá fiskvinnslunni árið 2017 Fiskvinnsla – framlegð í hlutfalli við tekjur 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild:SFS17,0 20,8 16,2 19,1 17,2 17,0 14,2 13,5 11,9 10,6 Miklar breytingar » Starfsfólki í fiskvinnslu hef- ur fækkað um 64% á tveimur áratugum. » Framlegð í hlutfalli við tekjur í fiskvinnslu dróst sam- an um 40% frá 2008 til 2017 » Hráefni sem hlutfall af heild- ar aðfangakostnaði fiskvinnsl- unnar hefur haldist á bilinu 70- 80% síðastliðna tvo áratugi.  Meginorsökin er hækkandi launakostnaður, að mati hagfræðings SFS Friðrik Þór Gunnarsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verðmætasköpun Fiskvinnslan skilar þjóðarbúinu miklum tekjum. Tilboð fjarskiptafélagsins Nova á Apple TV með 12 mánaða ljósleið- aratengingu sem félagið bauð á síð- asta ári braut í bága við fjarskiptalög þar sem kveðið er á um sex mánaða hámarksbinditíma þjónustuáskriftar fjarskiptafyrirtækja við áskrifendur. Þetta kemur fram í nýbirtum úr- skurði Póst- og fjarskiptastofnunar, PFS. Síminn kvartaði upphaflega undan tilboðinu í september sl. en Síminn taldi að það skilyrði Nova fyrir af- slætti, að ef viðskiptavinur hætti með ljósleiðaraþjónustu innan 12 mánaða frá því að hann keypti Apple TV-tækið yrði hann að greiða mis- muninn á tilboðsverði og fullu verði í þann fjölda mánaða sem eftir væru, færi gegn fjarskiptalögum. Ekki myndlykill Í andsvari Nova í úrskurði PFS segir fyrirtækið að Apple TV-tækið sé alls ekki myndlykill heldur streymistæki sem auðveldi neytend- um aðgang að streymisefni á vefn- um. Tækið sé notendabúnaður á sama hátt og sjónvarpstæki og þess háttar búnaður sem neytendum standi til boða á hverjum tíma, með ýmiss konar tilboðum eða afsláttum. Þá hafnar Nova því alfarið í svari sínu að tilboðið fari gegn fjarskipta- lögum. Í úrskurðinum segir m.a. að af- staða PFS í málinu skýrist einkum af því mati stofnunarinnar að gjald sem tilkomið er vegna þjónustuflutnings neytenda verði ótvírætt hindrun í vegi þeirra að því er varðar frelsi neytenda til að skipta um þjónustu- veitanda. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Tilboð Síminn kvartaði undan til- boði sem innihélt Apple TV. Novatilboð braut fjarskiptalög  Kvörtun Símans laut að 12 mánaða bindingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.