Morgunblaðið - 15.01.2019, Side 25

Morgunblaðið - 15.01.2019, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 25 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattamál Föstudag 18. janúar 2019, Gullteigur á Grand Hóteli Reykjavík Ráðstefnustjóri: Hildur Jónsdóttir, endurskoðandi Kl. 8:00-8:30 Skráning og kaffisopi Kl. 8:30 Setning ráðstefnu H. Ágúst Jóhannesson, formaður FLE Skattalagabreytingar – af nægu er að taka Bjarni Þór Bjarnason, lögfræðingur og sviðs stjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Vandi skattrannsókna Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður LOGOS fjallar um heildarmálsmeðferð í skatta rannsóknum og úrbætur til að færa mál til betri vegar. Kl. 9:55-10:15 Kaffihlé Nýlegir úrskurðir og dómar Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skatta rétti við HÍ fer yfir nýlega úrskurði og dóma. Af borði Ríkisskattstjóra Snorri Olsen, ríkisskattstjóri fer yfir stöðu mála hjá Ríkisskattstjóra, verkefni fram undan, frestmál og fleira. Framtalsfrestir – er komið að þolmörkum? Alexander Eðvardsson, endurskoðandi hjá KPMG fer yfir stöðu mála og hugsanlegar lausnir á vandanum. Kl. 12:30 Ráðstefnulok Þátttökugjald: kr. 26.000 fyrir félagsmenn FLE og starfsfólk, en kr. 38.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem áhuga hafa. Vinsam- legast skráið þátttöku á www.fle.is eigi síðar en á hádegi 17. janúar 2019. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Göngu- ferð kl. 10.15. Zúmba Gold 60+, byrjendur, kl. 10.30. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Bíó í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl. 11. Brids kl. 13. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20. Allir velkomnir, Safnaðarfélag kirkjunnar Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Yngingarjóga kl. 9-9.50, allir velksmnir. Opin hand- verksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30. Qigong kl. 17.30-18.30. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Gestir koma frá SOS Barnahjálp og kynna starfið. Hefðbundið starf að öðruleyti. Allir eru hjartanlega velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Velkomin! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Kl. 9-12 bútasaumshópur, kl. 9-13 gler- list, kl. 10.30 hópþjálfun með sjúkraþjálfara, kl. 13-17 bókband, kl. 13- 16.30 frjáls spilamennska, kl. 13-16 opin handverkstofa. Hádegis- verður frá kl. 11.30-12.30, kaffisala frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Verið velkomin. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9, botsía kl. 9.30, málm-/silfursmíði, kanasta og tréskurður kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, allir velkomnir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, söngstund með Márton kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður Hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar kl. 10.30-11.30, Listasmiðjan er opin frá kl. 12.30, Kríur myndlistarhóp- ur kl. 13, brids kl. 13-16, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, enska I kl. 13, kaffi kl. 14.30, enska ll kl. 15. U3A kl. 17. Uppl. s. 411-2790. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum og botsía kl. 10 og kl. 16 í Borg- um. Helgistund í Borgum kl. 10.30 og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í Egilshöll. Sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug og heimanáms- kennsla í Borgum kl. 16.30 í dag. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 10.15, tréútskurður kl. 13-16, opin listasmiðja kl. 9-12 og 13-16, upplestur kl. 11-11.30, kaffihúsaferð kl. 14, botsía, spil kl. 16, tölvu og snjalltækja- kennsla kl. 17. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Í dag koma nemendur 5. bekkjar Mýrarhúsaskóla í heimsókn á Skóla- brautina og spila með okkur bingó milli kl. 13 og 14. Fólk hvatt til að fjölmenna. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimil- inu kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir. Söngfélag FEB kóræfing miðvikudag 16. janúar kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Íslendingasögu-/ fornsagnanámskeiðið hefst föstudaginn 18. janúar kl. 13 og verður á hverjum föstudegi í tíu vikur (kl. 13-15 með kaffi- hléi). Opið öllum. Verð kr. 16.500. Góð samvera í góðum hópi. Kennari sem fyrr Baldur Hafstað. Skráning á feb@feb.is - sími 5882111. Félagslíf  EDDA 6019011519 I Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. BátarBílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja ! Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Glæsibær Sími 7730273 Til sölu 200 mílur mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Helgi Ólafssonfæddist 25. des- ember 1926 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum, Vífils- stöðum, 6. janúar 2019. Foreldrar hans eru Ólafur Auð- unsson, trésmiður í Reykjavík, f. 6. mars 1882, d. 31. desember 1969, og Lára Guð- mundsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júlí 1896, d. 12. ágúst 1930. Systkini Helga eru 1) Kristín, f. 5. júlí 1923, d. 5. október 1924, 2) Magnús Krist- inn, f. 7. ágúst 1924, d. 23. des- ember 1924. Helgi kvæntist Mundu Krist- björgu Guðmundsdóttur f. 27. september 1926, d. 4. janúar 2009, 23. júlí 1949. Börn Helga og Mundu Kristbjargar eru 1) Guðmundur Óli, f. 24. febrúar 1949, og er sonur hans Krist- björn Orri, f. 18. nóvember 1970, kvæntur Björgu Guð- mundsdóttur, f. 29. júlí 1966. Þeirra börn eru a) Edda Lind, f. 25. ágúst 1989, b) Karen Ösp, f. 2. júní 1992, c) Regína Eik, f. 20. nóvember 2002, 2) Guðrún Lára, f. 25. mars 1955, gift Christer Bo Allanson, f. 29. júlí 1953. Þeirra börn eru a) Fredrik Bald- ur, f. 15. júní 2002, b) Júlía Sunneva, f. 29. desember 2004, 3) Þórólfur Örn, f. 31. ágúst 1959, 4) Hulda Hrönn M., f. 6. júní 1961, 5) Kjartan Orri, f. 19. nóvember 1967, kvæntur Guð- laugu Erlu Hall- dórsdóttur, f. 7. október 1975. Þeirra börn eru a) Helga Karen, f. 8. febrúar 1991, sam- býlismaður hennar er Hilmar Vignir Birkisson, f. 6. júní 1988. Þeirra börn eru 1) Áshildur Emý, f. 7. ágúst 2013, 2) Ólavía Embla, f. 24. júlí 2016, b) Kári Fannar, f. 28. október 2006, c) Auður Lára, f. 9. febrúar 2011. Helgi lauk prófi frá Verzl- unarskóla Íslands í Reykjavík árið 1949 og M.A. (ord.) í hag- fræði og stjórnmálafræði frá St. Andrew‘s University í Skotlandi 1954. Helgi var starfsmaður Fiskifélags Íslands 1950-1951, aðstoðarmaður innkaupastjóra Aðalverktaka á Keflavíkur- flugvelli 1955, sérfræðingur í hagdeild Framkvæmdabanka Ís- lands 1955-1958, skrifstofustjóri Félags íslenskra iðnrekenda 1959-1961, skrifstofustjóri og síðar framkvæmdastjóri Rönn- ing hf., síðar Ljósvirkis hf. 1962- 1970, deildarstjóri áætlana- deildar Efnahagsstofnunar 1971, sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-1983. Eftir það starfaði Helgi fyrir Seðlabanka Íslands og fleiri aðila. Útför Helga fer fram frá Langholtskirkju í dag, 15. jan- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Nú hefur hann elsku afi minn og nafni kvatt þennan heim. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir.) Helga Karen Kjartansdóttir. Helgi Ólafsson Einu sinni sem oftar sátum við Ingibjörg í stof- unni í Ásklifinu í Stykkishólmi og skemmtum hvor annarri með lestri. Við biðum eftir að fara að sækja Gunnar Dofra af leikskólanum sem þá var í klaustri og spítala St-Franziskussystra. Að þessu sinni lásum við úr minningar- greinum Morgunblaðsins og af nógu var að taka. Gert var við bílvélar, skyrtur straujaðar, barna gætt og mikið bakað af pönnukökum, jafnvel súkku- laðikökum sem þóttu svo góðar að höfundar létu uppskriftir fylgja. „Ég treysti því, Ragnheiður mín,“ sagði hún þá og hló við, „að þú skrifir um mig minning- argrein þar sem ekki verður minnst á bakstur eða húsverk.“ Og að sjálfsögðu lofaði ég því, hugsaði ekki út í það þá að þetta loforð yrði að efna eins og önnur loforð. Og núna þegar að því er komið dytti mér síst af öllu í hug að tengja minningu hennar við hið forboðna efni, Ingibjörg Þorvaldsdóttir ✝ Ingibjörg Þor-valdsdóttir fæddist 25. júní 1925. Hún lést 18. nóvember 2018. Útför hennar fór fram 6. desember 2018. bakstur og hús- verk, þótt þau verk hafi hún unnið vel. Um leið og hún kom inn fann mað- ur fyrir nærveru hennar, smitandi lífsgleði, öryggi og hlýju. Henni fylgdi andi menningar og menntunar þess sem er sigldur en ber um leið meiri virðingu fyrir því sem íslenskt er, fólki, störfum þess og hand- verki. Mesta virðingu held ég þó að hún hafi borið fyrir börn- um. Hún taldi þau búa yfir meiri visku en flest fullorðið fólk og kenndi mér að leyfa sonum mínum að ala mig jafn- mikið upp og ég þá. Þar voru ráðin hennar ómetanleg. Að vita af henni í húsinu þegar ég kom heim með sonarson hennar Sverri Inga af fæðingardeild- inni var besta gjöf sem hægt var að færa móður og nýfæddu barni. Og svo þegar Kjartan kom þakkaði hún mér þolin- mæðina og æðruleysið sem hún fann að fæðing og umönnun hans krafðist. Það eru forréttindi að hafa verið tengdadóttir hennar og notið vináttu hennar í jafnrík- um mæli og ég fékk. Löngu og farsælu dagsverki er lokið, hvíl í friði. Ragnheiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.