Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann og glaðværðin. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar, alltaf tilbú- inn með glens og gaman, brand- ararnir komu á færibandi og hann var sérfræðingur í því að sjá skoplegu hliðarnar á tilver- unni. Ég hef stundum hugsað um að hann hafi kannski ekki valið sér rétta fagið þegar hann gerðist svæfingalæknir! Það var alla- vega engin hætta á að menn sofnuðu þegar hann var nálægur nema hann væri vopnaður svefnsprautu! Hann var líka mjög virkur í tímum í MR, skaut jafnan inn athugasemdum þar sem gamansemin var aldrei langt undan. Því var alla jafna nokkuð vel tekið af kennurum nema einu sinni. Það var þegar við vorum í tíma hjá Guðna, sem varð síðar rektor MR, líklega betur þekkt- ur undir viðurnefninu Guðni kjaftur! Jonni hafði verið með einhver komment sem Guðna mislíkaði og sagði Jonna að halda kjafti. Þessu reiddist Jonni og fannst kannski þetta koma úr hörðustu átt og ég held að við þetta hafi Guðni fallið aðeins nið- ur vinsældalistann hjá Jonna. Það gekk samt yfir og við átt- um seinna eftir að eiga góða stund með Guðna nokkrum árum síðar á einum af okkar árlegu gamlársdagshittingum. Árin í MR voru eftirminnileg, sérstaklega í hinum sögufræga R-bekk. Þar myndaðist mjög sterkur kjarni 23 bekkjarfélaga sem hafa haldið hópinn allar göt- ur síðan og tengst mjög nánum vinaböndum í bekkjarfélaginu Bergelmi sem við stofnuðum á gamlársdag 1967. Við höfum hist reglulega að lágmarki tvisvar á ári, og nú síðustu ár næstum mánaðarlega í hádeginu, auk vor- og gamlársdagshittinga. Ég held að það sé ekki á neinn hallað að segja að Jonni hafi ver- ið hryggjarstykkið í okkar bekkjarfélagi öll þessi ár. Hann var kjörinn fyrsti forseti félags- ins og hefur gegnt því embætti lengur en nokkur annar bekkjar- félaganna, og hafði verið í því embætti í mörg ár þegar hann lést. Þau Ásdís bjuggu í Garða- bæ og hann var því lengi vel eini forsetinn þar. Það voru óneitan- lega nokkur viðbrigði þegar Garðabær og Álftanes voru sam- einuð í eitt sveitarfélag þar sem þá fjölgaði forsetunum í bænum um helming. Jonni var þó lengst- um alveg þokkalega sáttur við kollega sína á Bessastöðum enda voru þeir ekkert að amast við embættisfærslum hans nema síð- ur sé og þá bara í hófi (þetta síð- asta er orðaleikur sem bara Ber- gelmisbræður þekkja)! Mig langar að lokum að minn- ast á Ásdísi, eiginkonu Jonna og hans styrku stoð og styttu, sem náði hámarki eftir hið hörmulega bílslys sem Jonni lenti í fyrir 20 árum þar sem hann lamaðist. Þótt hann hafi í krafti síns mikla viljastyrks náð ótrúlegum bata var hann bundinn við hjólastól allar götur síðan. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig Ásdís hefur annast Jonna þennan tíma. Við Hrefna sendum Ásdísi og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin og frábæra manneskju. Bolli Þór Bollason. Látinn er kær vinur og koll- ega, Jón Sigurðsson svæfinga- og gjörgæslulæknir. Honum kynntist ég árið 1993, þá að stíga mín fyrstu skref sem ungur læknir í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Það gust- aði af Jóni þar sem hann fór um ganga Landspítalans. Hann var alltaf á spani og fylgdist með öllu sem fram fór, sérstaklega hvern- ig okkur ungu læknunum gekk, leiðbeindi og gaf ráð. Hann var frábær svæfingalæknir, vinsæll samstarfsmaður og framúrskar- andi kennari; vel lesinn, handlag- inn, natinn, opinn fyrir nýjung- um, léttur í lund og spaugsamur. Jón lenti í alvarlegu umferða- slysi árið 1998 og við tók margra vikna gjörgæslulega. Löng gjör- gæslulega er öllum erfið en aukaverkanir eins og óráð (delirium) og ýmsar óþægilegar upplifanir geta fylgt. Síðar hélt Jón margoft vandaða fyrirlestra um upplifanir sínar sem hann setti í fræðilegt samhengi. Þeir fyrirlestrar létu engan ósnortinn og lagði Jón þannig sitt af mörk- um til að gjörgæslulæknar og -hjúkrunarfræðingar öðluðust betri og dýpri skilning á vanda- málum og upplifunum sjúklinga við slíkar aðstæður. Jón var bundinn við hjólastól eftir slysið og varð að láta af starfi svæfingalæknis. Hann lét þó ekki deigan síga og tókst á við hlutskipti sitt af einstöku æðru- leysi og reisn. Jón hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og hélt áfram kennslu læknanema. Hann tók virkan þátt í starfi Svæfingalæknafélagsins, var duglegur að sækja fundi og við- burði á vegum þess. Þar kynnt- umst við svæfingalæknar sam- spili þeirra hjóna, Jóns og Ásdísar, sem annaðist mann sinn af sérstakri natni og var lykillinn að lífsgæðum hans. Eins naut hann dyggs stuðning barna sinna sem og kollega. Jón vann afrek er hann lauk við og gaf út bók, Svæfingar á Ís- landi í 150 ár. Það er merk saga, frá fyrstu svæfingunni á Akur- eyri árið 1856 fram til ársins 2006 en bókin er jafnframt góð heimild um sögu heilbrigðisþjón- ustu í landinu. Að baki lá um- fangsmikil gagnasöfnun og mikið grúsk. Bókin ber vitni um ná- kvæmni Jóns og vandvirkni en einnig spaugsemi því á forsíða er mynd á honum við svæfingarvél og með fylgir athugasemd höf- undar: „Glöggir lesendur sjá að á forsíðumyndinni eru augu bókar- höfundar lokuð. Svæfingalæknir má þó alls ekki sofna á verðinum en verður þvert á móti að hafa vakandi auga á öllu sem fram fer.“ Og þannig var Jón svo sannarlega. Ég þakka Jóni velvild og vin- semd alla tíð og votta honum mína dýpstu virðingu. Ásdísi og öðrum ástvinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Sigurðssonar. Þú veist það nú að vafi er ei um það og verður þráfalt vissu þeirri feginn: Sú eina trú er færir fjöll úr stað er ávallt – á eigin mátt og megin. Þú lærir samt er lokin nálgast fer, og leggur skafl á lífið, daginn, veginn: að dauðinn jafnt að dyrum allra ber: – Þar brestur afl þín eigin. (Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni) Alma D. Möller. „Dáinn, horfinn!“ Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Góður vinur og spilafélagi til margra tuga ára, Jón Sigurðsson (Jonni) svæfingalæknir, er allur. Hann andaðist á Landspítalan- um 29. desember sl. Nú eru um 20 ár síðan Jonni slasaðist illa í bílslysi þannig að hann lamaðist frá hálsi. Við vorum fimm sem stofnuðum briddsspilaklúbb 1964 í 4. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Nú eru tveir látnir en Gísli Benediktsson lést í júlí 2016. Það ár gekk Benedikt í spilaklúbbinn. Hann var bekkjarfélagi okkar í MR. Við fimm, sem stofnuðum spila- klúbbinn, áttum allir heima í Smáíbúðahverfinu þegar við kynntumst. Við gengum í Háa- gerðis-, Breiðagerðis- og Réttar- holtsskóla. Að loknu landsprófi lá leiðin í MR. Þaðan útskrifuðumst við stúdentar úr 6. bekk R vorið 1967. Síðan lá leið okkar í há- skóla. Jonni fór í læknisfræði og lauk framhaldsnámi í svæfinga- lækningum í Gautaborg. Jonni var ljúfur, geðfelldur, viðræðugóður og gamansamur. Hann var frábær vinur og félagi. Þrátt fyrir að hann væri bundinn við hjólastól síðustu 20 ár ævinn- ar þá aftraði það honum ekki frá að taka þátt í ýmsum viðburðum. Hann hélt góðu sambandi við kollega sína á Íslandi og á Norðurlöndum. Hann samdi rit um svæfingar á Íslandi í 150 ár, frá 1856 til 2006. Það kom út í mars 2010 og var mikið þrekvirki. Hann ferð- aðist um landið og til útlanda í fylgd Ásdísar konu sinnar sem var alltaf hans stoð og stytta. Hún annaðist hann af æðruleysi og á mjög stóran þátt í því hvað Jonni var brattur þrátt fyrir fötl- unina. Umhyggju og ást hennar virðast engin takmörk sett. Henni verður seint fullþakkað. Eftir stúdentspróf stofnuðum við R-bekkingar félag sem kennt var við hrímþursinn Bergelmi. Þar var Jonni í fararbroddi. Í spilaklúbbnum var hann hrókur alls fagnaðar, léttur og kátur. Þeir voru ófáir brandararnir sem féllu stundum þeir sömu aftur og aftur þegar við spilafélagarnir hittumst. Var þá oft hlegið hátt og mikið. Bornar voru fram veit- ingar og fréttir sagðar af fjöl- skyldum spilafélaga. Alltaf hafði Jonni frá mörgu áhugaverðu að segja. Fyrstu árin var oft spilað frá kvöldmat fram á rauða nótt. Smám saman dró úr þessu næturbrölti og síðustu árin spil- uðum við síðdegis. Öll árin spil- uðum við Vínarkerfið sem við höfum endurbætt eftir okkar höfði. Síðasti spiladagur okkar í klúbbnum var 8. nóvember sl. Í síðasta spilinu sagði Jonni al- slemmu, 7 tígla, sem hann stóð með glans. Var hann mjög ánægður með það spil og hafði orð á því nokkrum dögum síðar hvað þetta hefði verið skemmti- legt spil. Nú er Jonni allur, hans verður sárt saknað. Hann spilar ekki fleiri alslemmur hér á jörðu en hver veit nema þeir Gísli æfi sig hinum megin og bíði eftir okkur þar. Við spilafélagar og konur okkar sendum Ásdísi, börnum, tengdabörnum og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Benedikt Steinar Steingrímsson, Guðmundur Pálmi Kristinsson, Hilmar Þórisson, Ómar Kristinsson. Það er á unglingsárum að vin- áttubönd verða til sem endast til æviloka ef þau eru ræktuð. Við vorum 23 R-bekkingar sem út- skrifuðumst stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1967. Við höfðum farið í gegnum súrt og sætt árin á undan í námi, prófum og frístundum. Við ákváðum að halda saman þótt hver færi í sína átt, höfðum það formlegt og stofnuðum reglu sem við nefndum Bergelmi. Fyr- irmynd sóttum við í Snorra- Eddu og höfðum mikla skemmt- un af að semja lög byggð á Snorra og nýyrðum sem við fundum upp. Í hádeginu á gaml- ársdag höfum við hist í 52 skipti, – á Hámessu. Nú síðast minnt- umst við Jóns Sigurðssonar, Jonna, en á undan honum voru fimm bræður farnir. Nokkrir okkar náðu að kveðja Jonna á sjúkrahúsinu áður en hann skildi við. Við erum sann- færðir um að þá stóð Jonni upp og losaði sig úr því hafti sem hann var bundinn í fyrir tuttugu árum. Jonni hefur verið foringi okk- ar, forseti, eins lengi og elstu menn muna. Fyrir nokkru vorum við að gantast með af hverju menn tækju svona til orða og fundum út að það væri vegna þess að elstu menn væru farnir að gleyma öllu. Það var Jonna líkt því alla tíð hélt hann sínum gamla léttleika. Eftir Hámessur tókum við hópmynd. Þegar við skoðum þessar 52 myndir sjáum við hvernig lífið breytir okkur, við þroskumst, eldumst og svo fara menn að tínast úr hópnum. Í menntaskóla átti Jonni góða myndavél og tók myndir af bekkjarlífinu og laumaðist líka til að taka myndir af kennurunum. Þessum gömlu fauskum sem á myndunum eru ungir og ferskir enda kenndu þeir okkur margt sem við höfum haft gagn af. Og þeim farnaðist líka vel eftir sam- skiptin við okkur, urðu skóla- meistarar úti um allt land, pró- fessorar og forseti lýðveldisins. Frá bróður sínum átti Jonni líka litlar myndir m.a. af latneskum stílum sem gott var að hafa í lóf- anum í prófum hjá verðandi rektor. Við vorum í stærðfræðideild en kunnum setningar eins og cave canem og pax vobiscum. Þegar við hugsum til baka er það allt það góðlátlega sprell sem Jonni stóð fyrir sem fyrst kemur upp í hugann. Aldrei lagði hann illt til nokkurs manns. Við fylgdumst með honum kvænast, eignast börn, fara í framhalds- nám til Svíþjóðar, koma heim aftur og taka til hendinni. Og við nutum nákvæmni hans þegar Hámessur og Stórmessur með mökum/skessum voru skipulagð- ar að vori. Jonni hafði vakandi auga á framgangi okkar og sendi okkur hvatningu og uppörvun þegar við átti. Síðustu árin höfum við að vetrarlagi hist einu sinni í mán- uði, borðað saman í hádeginu og haft unun af samskiptum hver við annan. Nú verður skarð fyrir skildi en þá er að taka því og kyrja eins og svo oft áður: Ek mynda nú andask, ungr vask harðr í tungu, senn, ef sálu minni, sorglaust, vissak borgit; veitk, at vætki of sýtik, valdi guð hvar aldri, dauðr verðr hverr, nema hræðumk helvíti, skal slíta. Við höfum dáðst að styrkleika þínum, Ásdís. Við flytjum þér og öllum ástvinum innilegustu sam- úðarkveðjur frá bræðrum í Ber- gelmi og skessum. Í huganum geymum við minn- ingu um góðan dreng og tryggan vin. Jón Hálfdanarson, Sveinn Rúnar Hauksson. Á lífsleiðinni verða á vegi manns margir einstaklingar sem hafa áhrif á lífshlaupið. Jón Sig- urðsson svæfingalæknir var einn þeirra sem höfðu hvað mest áhrif á mig á þeim árum sem ég var að taka mína stefnu í lífinu og ákveða hvað mig langaði að vinna við eftir nám í læknadeild. Fyrst hitti ég Jón á Sjúkra- húsinu á Selfossi í ágústmánuði árið 1981. Ég var þá læknanemi að taka mín fyrstu spor í lækn- isstarfinu í afleysingastöðu að- stoðarlæknis Daníels Daníels- sonar yfirlæknis. Jón var þá nýkominn heim til Íslands eftir sérnám í svæfingum og gjör- gæslulækningum í Gautaborg. Hann kom austur til að svæfa nokkra sjúklinga á aðgerðardegi. Mér varð þar ljóst að Jón var mikill fagmaður og vakti það hjá mér frekari löngun til að feta í fótspor hans. Nokkrum árum síðar falaðist ég eftir vinnu á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans og kynntist þar Jóni vel. Við urðum mestu mátar. Hann lagði sig all- an fram við að kenna mér tökin á svæfingum, deyfingum og gjör- gæslu og að útsetja mig fyrir sem flestu til undirbúnings undir frekara sérnám erlendis. Vakti einnig áhuga minn á rannsókn- arvinnu sem við unnum að saman þrátt fyrir litla aðstöðu, sem engu að síður var gerð af metn- aði. Jón var vitur, vel lesinn, skyn- samur, úrræðagóður, fyndinn og skemmtilegur. Við eyddum löngum stundum í umræður og rökræður um úrlausnir hinna ýmsu mála innan fagsins og utan. Finna sem flesta fleti og komast að sem réttastri niðurstöðu. Jón hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og studdi þær með haldgóðum rökum. Það var mikið áfall þegar Jón slasaðist alvarlega í umferðar- slysi fyrir tuttugu árum og gat ekki lengur sinnt starfi sínu á Landspítalanum. Hann var einn af máttarstólpum svæfinga- og gjörgæsludeildarinnar og varð þar skarð fyrir skildi. Ég á margar góðar minningar um Jón sem hafa yljað mér um hjartrætur í gegn um tíðina og mun halda svo áfram um ókomin ár. Góður vinur og leiðbeinandi er genginn. Mestur er missir fjöl- skyldunnar. Við Dóra sendum Ásdísi, Sigga, Tobbu, Hemma og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Valtýsson. Kveðja frá Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Í dag er borinn til hinstu hvílu Jón Sigurðsson, einn af heiðurs- félögum Svæfinga- og gjör- gæslulæknafélags Íslands. Jón var einn af máttarstólpum Svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítalans um árabil. Hann starfaði á Svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans við Hringbraut frá því að hann kom heim frá sérnámi í Gautaborg ár- ið 1981 og þar til hann lét af störfum eftir umferðarslys í lok árs 1998. Hann hélt áfram kennslu læknanema við Háskóla Íslands eftir að hann lét af störfum á Landspítala og starfaði einnig um árabil fyrir Tryggingastofn- un ríkisins. Jón tók alla tíð virkan þátt í starfi Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags Íslands. Hann sat í stjórn félagsins samfleytt frá árinu 1981 til 1989 og var for- maður félagsins 1984 og 1985. Hann var einnig stjórnarmaður í norrænum samtökum svæfinga- og gjörgæslulækna (Scandinavi- an Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine) í nokkur ár. Hann sat einnig í stjórn Fé- lags ungra lækna og í stjórn Fé- lags íslenskra lækna í Svíþjóð. Eftir að Jón slasaðist skrifaði hann bókina Svæfingar á Íslandi í 150 ár, 1856 til 2006. Bókin var gefin út á 50 ára afmæli Svæf- ingalæknafélagsins árið 2010. Ritun þessarar veglegu bókar var ekkert annað en þrekvirki. Það var unnið af Jóni, Ásdísi konu hans og fjölskyldu þeirra. Jón pikkaði bókina á tölvu, bók- staflega staf fyrir staf með strok- leðursenda blýants í greip sinni. Það lýsir eldmóði hans og áhuga á sögunni. Bókin er fjársjóður Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags Íslands en saga félagsins er listilega samofin sögu svæf- inga á Íslandi og ómetanleg heimild um framþróun þessarar mikilvægu sérgreinar á Íslandi. Það tókst ágætur vinskapur með okkur Jóni þegar ég var að- stoðarlæknir á Svæfinga- og gjörgæsludeildinni við upphaf sérnáms míns. Jón var traustur og skemmtilegur vinnufélagi, at- hugull og nákvæmur í allri sinni vinnu. Hann var duglegur að kenna okkur yngri læknunum og fórst það frábærlega vel úr hendi. Jón hafði síðan í tímans rás forgöngu um það að útvega mér námsdvöl á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg og fyrir það er ég honum þakklátur. Við vottum Ásdísi, börnum þeirra og fjölskyldum og öllum öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð við fráfall hans og á þeim erfiðu tímum sem fram- undan eru. Við varðveitum minninguna um góðan vin og vinnufélaga í hugum okkar um ókomin ár. Kári Hreinsson, formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.