Morgunblaðið - 15.01.2019, Side 2

Morgunblaðið - 15.01.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ekki bjartsýni á upphafskvóta Loðnuleiðangur Hafrannsókna- stofnunar í samstarfi við útgerðir uppsjávarskipa er langt kominn og er búist við niðurstöðum undir lok vikunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gefa mælingar í leiðangrinum fram til þessa ekki tilefni til að upphafskvóti verði gefinn út. Í leiðangri í haust fannst ekki nægilegt magn til að gefa út upp- hafskvóta og sama var upp á ten- ingnum í leiðangri Heimaeyjar VE skömmu fyrir jól. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði að ef þetta yrði einnig niðurstaðan í yfirstandandi leiðangri væri ekki annað í stöðunni en að halda áfram og fara fljótlega aftur til leitar. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son var um miðjan dag í gær úti af Vestfjörðum á leið til Reykjavíkur. Börkur NK og Aðalsteinn Jónsson SU voru norður af Kolbeinsey og könnuðu hvort eitthvað hefði bæst við frá því að skipin fóru yfir svæðið á vesturleið. Ráðgert var að þau kæmu til hafnar í Neskaup- stað og á Eskifirði á morgun. aij@mbl.is Loðnunót Óvissa er um vertíð í vetur, en loðnuleiðangur er langt kominn.  Niðurstöður loðnuleiðangurs liggja fyrir í vikulok Morgunblaðið/Hanna Hverfi höfuðborgarsvæðisins fengu í gær hvítan lit þegar snjór lét loks sjá sig á suðvesturhorni landsins, en lítið hefur verið um snjó þar það sem af er vetri. Um tíma var kafaldsbylur í borginni og fór umferð því hægar yfir en vanalega. Snjó- ruðningstæki voru þó snögg að ausa salti yfir helstu umferðargötur og yfirleitt fer óþrifnaður- inn sem því fylgir meira fyrir brjóstið á mörgum ökumönnum en þæfingur eða þung færð. Morgunblaðið/Hari Snjór og saltaustur á höfuðborgarsvæðinu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Í gærkvöld hafði borist 821 um- sögn á samráðsgátt stjórnvalda (samrad.is) um hvort færa eigi klukkuna á Íslandi nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Það er hvort henni eigi að seinka um klukkustund eða hún að vera óbreytt frá því sem nú er. Þegar umsagnir eru skoðaðar virðist seinkun klukkunnar njóta stuðn- ings flestra sem hafa veitt umsögn. Í greinargerð sem unnin var í forsætisráðuneytinu kemur m.a. fram að rannsóknir sýni að næt- ursvefn Íslendinga sé almennt of stuttur. Slíkt geti verið heilsuspill- andi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. „Sér- staklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein lík- leg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.“ Umsagnarfrestur um málið hófst 10. janúar sl. og stendur til 10. mars. Umsagnir eru birtar jafn- óðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábend- ingum og athugasemdum sem ber- ast. Fjölbreyttar umsagnir Hér eru birtar fáeinar umsagnir sem valdar voru af handahófi: „Rannsóknir sýna að núverandi ástand raskar lífklukkunni okkar. Það er því ekki spurning að seinka klukkunni um eina stund. Stilla okkur rétt.“ „A eða C, því ég tel að vetrarbirtan nýtist betur að vinnu- degi loknum. Hvort fyrirtæki, stofnanir eða skólar breyta starfs- tíma sínum ætti að vera lýðræð- isleg ákvörðun viðkomandi stofn- unar.“ „Breyta þarf klukkunni til samræmis við hnattstöðu. Við eig- um að kappkosta að hafa hlutina sem réttasta. Að ekki sé talað um ávinninginn lýðheilsulega séð.“ „A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.“ „Best væri að klukk- an fylgdi líkamsklukku, sem sagt, að 12 á hádegi væri sem næst hæstu stöðu sólar.“ Stuðningur er við seinkun klukku  Yfir 800 umsagnir eru þegar komnar um við hvað á að miða klukkuna á Íslandi  Umsagnarfrestur hófst 10. janúar og stendur til 10. mars  Rök með og á móti Getty Images/iStockphoto Tími Margir hafa skoðun á því hvernig á að stilla klukkuna. Engar breytingar verða gerðar á út- hlutun úr launasjóði listamanna. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í gær, en þar var fjallað um mál rithöf- undarins Einars Kárasonar. Að sögn Hlyns Helgasonar, sem er í stjórn launa- sjóðs listamanna, var fundað til að fara yfir stöðuna og sjá hvort ein- hverjar misfellur hefðu átt sér stað við úthlutunina og svo reyndist ekki vera. Þá segist Hlynur ekki geta tjáð sig um ein- staka mál. Einar staðfesti á föstudag við fjöl- miðla að hann hefði ekki fengið út- hlutun úr launasjóði rithöfunda í ár og sagðist þurfa að finna sér eitt- hvað annað að gera. Í fyrradag sagði hann svo á facebooksíðu sinni að út- hlutunarnefnd listamannalauna hefði ekki fengið umsókn frá honum. Þrátt fyrir það fullyrti hann að hann hefði fyllt út umsókn 24. september í fyrra. Alls var úthlutað 555 mán- aðarlaunum úr launasjóði rithöfunda og bárust 253 umsóknir um 2.745 mánuði í launasjóðinn. Engar breytingar á úthlutun  Einar verður ekki á listamannalaunum Einar Kárason A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú verður kl. 10:00 eftir breytingu). C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Þrír kostir kynntir SAMRÁÐS ÓSKAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.