Morgunblaðið - 15.01.2019, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
✝ Sigurður Dav-íðsson fæddist
5. ágúst 1947 í
Keflavík. Hann
lést á líknardeild
Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja 4.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Ólöf Lilja
Sigurðardóttir,
húsmóðir og
verkakona, ættuð
úr Keflavík, f. 14. júlí 1921, d.
26. maí 2007, og Ásmundur
Davíð Gíslason, sjómaður og
verkamaður, ættaður frá Hafn-
arfirði, f. 14. september 1923,
d. 28. nóvember 1978. Eftir
fæðingu Sigurðar hófu þau bú-
skap á Öldugötu 22 í Hafnar-
firði, hjá Kristínu móður Dav-
íðs. Þau fluttu síðan til
Keflavíkur og bjuggu þar æ
síðan.
Systkini Sigurðar eru: a)
Kristín Ása Davíðsdóttir, f. 14.
maí 1957, eiginmaður Stefán
Atli Þorsteinsson, búsett í
Innri-Njarðvík. Þau eiga þrjú
börn, Birgittu Ösp, Lilju Björk
og Davíð Frey. Barnabörnin
eru þrjú, Oliver Líndal, Jana
Líndal og Edda Kristný. b)
ember 2009. Þau eru búsett í
Innri-Njarðvík.
Sigurður bjó nær alla sína
tíð í Keflavík og gekk þar í
barna- og gagnfræðaskóla.
Hann var í sveit nokkur sumur
og undi þar hag sínum vel. Á
unglingsárunum vann hann í
frystihúsum og við önnur til-
fallandi störf. Sigurður var síð-
an lengst af sínum starfsferli
sjómaður og hóf sjómannsfer-
ilinn í skiprúmi með föður sín-
um. Hann var síðan háseti og
stýrimaður á ýmsum bátum og
skipum í mörg ár. Sigurður
lenti í alvarlegu bílslysi árið
1988 og varð þá að hætta sjó-
mennsku að mestu. Eftir það
varð hann sér úti um öfluga
brýningarvél og stundaði
hnífabrýningar.
Í tómstundum stundaði Sig-
urður lax- og silungsveiðar frá
unga aldri og var eldklár og
góður veiðmaður. Var meðal
annars leiðsögumaður laxveiði-
manna nokkur sumur í hinni
rómuðu Grímsá í Borgarfirði.
Þá var hvers konar spila-
mennska í miklum hávegum
höfð, sérstaklega brids og var
hann gildur félagi í Bridge-
félagi Suðurnesja í áratugi.
Einnig mikið spilað heima, með
tryggum hópi spilafélaga og á
netinu.
Útför Sigurðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 15. jan-
úar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Gísli Davíðsson, f.
17. nóvember
1953, ókvæntur og
barnlaus, búsettur
í Keflavík. c) Þórð-
ur Kristjánsson, f.
30. desember 1942,
eiginkona Unnur
Þorsteinsdóttir,
búsett í Keflavík.
Þau eiga dótturina
Lovísu og tvær
dótturdætur, Unni
Láru og Hjördísi Lilju.
Sigurður var ókvæntur, en á
einn son Jóhannes Þór, f. 6.
október 1968. Barnsmóðir Sig-
urðar er Ingibjörg Jóhannes-
dóttir frá Sólvöllum í Skaga-
firði, f. 19. september 1948.
Jóhannes Þór ólst að mestu
upp í góðu yfirlæti hjá móður-
ömmu sinni og -afa á bænum
Sólvöllum við Varmahlíð í
Skagafirði. Jóhannes er sjó-
maður og hefur mest stundað
fiskveiðar á skipum og þá ým-
ist sem háseti, stýrimaður eða
skipstjóri. Eiginkona Jóhann-
esar er Hulda Ólafsdóttir
kennari, f. 7. júlí. 1967, ættuð
úr Hafnarfirði. Synir þeirra
eru: Davíð Már, f. 20. maí 1999,
og Dagur Fannar, f. 30. nóv-
Nú hefur Sigurður bróðir
minn lokið lífsgöngu sinni.
Hann hvarf inn í Sumarlandið á
sinn hljóðlega hátt eftir erfiða
baráttu við krabbamein í nokk-
ur ár. Án efa hefur hann fengið
góðar móttökur foreldra okkar
og annarra ættingja og er nú
laus allra þrauta.
Siggi fæddist í húsi móður-
ömmu okkar og -afa á Austur-
götunni í Keflavík. Hann fékk
gott uppeldi, fyrstu fimm árin í
Hafnarfirði og síðan í Keflavík,
þar sem hann átti heima nær
alla tíð. Siggi var líflegur og
uppátækjasamur á uppvaxtar-
árunum og þótti sumum stund-
um nóg um, en allt var þetta nú
meinlaust og hlaut enginn
skaða af svo ég viti. Mestur
tími fór í fótbolta, bryggjuveið-
ar og aðra leiki. Siggi hafði
yndi af dýrum og var í sveit
nokkur sumur, fyrst á Skíð-
bakka í Landeyjum og síðar á
Selá á Skaga. Á Selá komst
hann í kynni við stangveiðar og
varð þá ekki aftur snúið. Stang-
veiði í ám og vötnum var upp
frá því hans mesta yndi og
dvaldi hann löngum stundum
við stangveiðar á hverju ári.
Siggi hélt alla tíð góðu sam-
bandi við fólkið á Selá og fór
stundum oft á sumri þangað
norður til veiða. Hann var fisk-
inn og laginn veiðimaður. Færi
maður með honum í veiði var
hann oftar en ekki með mestan
afla.
Siggi fór ungur til sjós og
eftir nokkurn tíma á sjónum fór
hann í Stýrimannaskólann og
aflaði sér réttinda. Upp frá því
varð sjómennska hans aðal-
starf, eða til ársins 1988 er
hann lenti í alvarlegu bílslysi,
sem gerði það að verkum að
hann hætti að mestu til sjós.
Hann bróðir minn batt þó
ekki alltaf bagga sína sömu
hnútum og aðrir. Lífsgæða-
kapphlaupið og peningasöfnun
var ekkert fyrir hann.
Hann vann til að lifa, en lifði
ekki til að vinna. Hann vann oft
í skorpum og tók sér svo löng
frí á milli. Fór þá gjarnan í
veiði eða gerði bara það sem
hann langaði til í það og það
skiptið. Siggi var samt bæði
duglegur og vel liðinn í vinnu.
Hann var líka barngóður og
klikkaði aldrei á því að færa
afastrákunum sínum og systk-
inabörnum afmælis- og jóla-
gjafir og þá oftast í félagi við
Gísla bróður. Síðastliðna tvo
vetur undi hann sér vel í hit-
anum á Kanarí þar sem vetr-
arveðráttan hér heima fór illa í
hann.
Fyrir allmörgum árum
greindist Siggi með lifrarsjúk-
dóm, sem með tímanum varð að
krabbameini.
Sumarið 2013 fór hann fór til
Svíþjóðar í lifrarígræðslu, en
það dugði ekki til og með tím-
anum dreifðist meinið og tók að
lokum yfirhöndina. Siggi var
samt ótrúlega harður af sér,
kvartaði aldrei, var oftast með
grín á takteinum og kvaddi
jarðlífið með reisn.
Að leiðarlokum þökkum við
Unnur, eiginkona mín, elsku
Sigga samfylgdina og biðjum
Hinn hæsta höfuðsmið himins
og jarðar að gæta hans.
Blessuð sé minning þín.
Þinn bróðir,
Þórður Kristjánsson.
Þegar ég frétti af andláti
vinar míns, Sigga Davíðs, komu
upp í hugann minningar frá
Smáratúninu í Keflavík, frá
þeim tíma þegar við vorum litl-
ir pollar að leika okkur ásamt
öðrum börnum í götunni.
Húsin nr. 14, 13 og 7 voru
eins og eitt heimili. Siggi átti
heima á nr. 14, ég á 7 og Halli
(Hallmann) á nr. 13.
Í þá daga léku börn sér langt
fram á kvöld. Ég get sagt
margar sögur frá æskuárum
okkar í Keflavík. Leiksvæðin
voru heiðin, fjaran og ekki síst
bryggjan í Básnum þar sem við
stunduðum veiðiskap á sumrin.
Strákarnir voru oft svangir eft-
ir langan dag og komu þá við á
Austurgötunni hjá afa og
ömmu Sigga til þess að fá
mjólk og kex.
Við vorum oftast í sama
bekk í barna- og gagnfræða-
skóla. Siggi var vel gefinn, góð-
ur í lestri og reikningi, hand-
laginn og ekki síst góður
liðsmaður í handboltanum og
fótboltanum hjá Sigga Stein-
dórs í KFK. Þar vorum við
saman strákarnir frá Túnunum
ásamt mörgum öðrum.
Siggi Steindórs var okkar
íþróttaforingi þegar við vorum
að alast upp. Oft lékum við
okkur á Jónstúnunum og á
túninu hjá Sigga svína, fórum
upp að Vötnum, út á Berg og í
kríueggjaleit uppi í heiði á vor-
in. Að ógleymdum Slippnum í
Keflavík og eltingaleiknum við
sprettfiskinn í fjörunni.
Svona var lífið hjá okkur
sem fæddumst árið 1947 í
Keflavík. Það var frjálst og
spennandi og í leikjum okkar
lærðum við að lífið er dásam-
legt og þess vert að því sé lifað
til fulls.
Við áttum samleið til 15 til
16 ára aldurs en þá fórst þú,
Siggi, þína leið og ég mína.
Okkar gamli vinskapur lifði
samt alla tíð og þegar við hitt-
umst byrjuðum við strax að
rifja upp gömlu og góðu árin.
Þú varst tvö sumur á bænum
Selá í Skagafirði. Jón á Selá
var bóndi þar og þar lærðir þú
margt um lífið og tilveruna, allt
um lax- og silungsveiði og um
búskaparhætti í sveitinni. Þeim
tíma gleymdir þú aldrei og tal-
aðir oft um dvölina á Selá.
Ég nefndi húsin á Smáratúni
nr. 7, 13 og 14, húsin sem voru
heimili okkar allra og þar sem
við fengum alltaf eitthvað gott í
gogginn hjá mömmunum sem
allar voru heimavinnandi en
pabbarnir úti að starfa á sjó
eða í landi.
Við áttum allir vinirnir far-
sæl æsku- og uppvaxtarár og
nutum góðs atlætis í foreldra-
húsum.
Góði vinur, nú hefur tíma-
glasið þitt tæmst, en minning
um góðan dreng gleymist ekki.
Kveðja,
Sævar Halldórsson.
Sigurður
Davíðsson
✝ Helga SigríðurGíslason Ing-
ólfsdóttir fæddist í
Winnipeg í Mani-
toba í Kanada 19.
mars 1931. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans 7.
janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Helgi Ingólfur
Gíslason, f. 1899, d.
1968, og Fanney Gísladóttir, f.
1912, d. 2004. Systkini Helgu
eru Erna (Edda), f. 1928, d.
ardóttir, f. 1889, d. 1955. Börn
Helgu og Hermanns eru: 1)
Rannveig Helga, f. 20.7. 1956,
gift Ómari G. Jónssyni. Synir
þeirra eru Magnús Dan, f.
14.10. 1988, og Helgi Hrafn, f.
17.9. 1994. 2) Jón Ingólfur, f.
28.12. 1961.
Helga var á fjórða ári þegar
fjölskyldan flutti heim til Ís-
lands. Hún hafði frá barnsaldri
mikinn áhuga á hestum og var
sem unglingur knapi á mörg-
um kappreiðum. Helga og Her-
mann bjuggu í Reykjavík fyrir
utan ellefu ár sem þau dvöld-
ust í Kaliforníu sér til heilsu-
bótar.
Minningarathöfn um Helgu
fer fram í ríkissal Votta Je-
hóva í Reykjavík í dag, 15. jan-
úar 2019, klukkan 14.
2001, Hörður, f.
1930, d. 1996, Ing-
ólfur Gísli, f. 1941,
d. 1996, Lára Sig-
rún, f. 1943, Ólaf-
ur, f. 1945, d.
2016, og Sigurður
Valur, f. 1948.
Helga giftist 15.
september 1955
Hermanni Hall-
grímssyni, f. 15.9.
1928, d. 27.4. 2001.
Foreldrar hans voru hjónin
Hallgrímur Jónsson, f. 1890, d.
1973, og Rannveig Sigurð-
Upp úr áramótum bárust
mér fréttir til Kaliforníu að
Helga móðursystir mín hefði
veikst alvarlega og væri á spít-
ala. Í fyrstu var ekki hægt að
trúa öðru en að þessi fínlega,
sterka kona, sem sigrast hafði
á svo miklu áður, myndi gera
það líka nú. Því miður reyndist
tímaglas hennar runnið út og
hún kvaddi okkur 7. janúar.
Systurnar, Edda móðir mín
og Helga, giftu sig með stuttu
millibili á 6. áratugnum og
eignuðust börnin á árunum eft-
ir það. Það var því eðlilega
mikill samgangur á milli heim-
ilanna. Við Jón Ingólfur vorum
miklir félagar á æskuárum og
erum enn. Ég var oft í fóstri
eða í heimsókn hjá þeim og á
góðar minningar frá þeim ár-
um. Sumar af stærstu stundum
æsku minnar tengjast Helgu og
fjölskyldu. Ég var hjá þeim
vorið ’67 þegar mamma lá á
sæng þegar Helga kallaði á mig
til að segja mér að ég væri búin
að eignast lítinn bróður. Tæp-
um fjórum árum seinna var ég
líka hjá þeim fyrstu dagana eft-
ir að við misstum bæði hann og
heimilið. Þá var gott að eiga
þau að. Helga gerði það sem
hún gat til að hugga og styrkja
unga systurdóttur sína í mikilli
sorg og áfalli.
Ég var því ekkert sérlega
spennt þegar ævintýramennsk-
an greip þau og þau fluttu öll
út til Kaliforníu á áttunda ára-
tugnum. En Helgu leið vel í
veðráttunni hér og lofaði hana
mikið. Það vildi maður ekkert
endilega heyra, bara fá þau
heim. Síðar æxlaðist það þann-
ig, eftir að þau voru öll, nema
Jón Ingólfur, flutt aftur heim,
að ég kom hingað út og ílentist,
sem upphaflega stóð ekkert til.
Hef oft hugsað til frænku með
kímni þegar ég hljóma alveg
eins og hún og dásama veðrið í
Kaliforníu. Þau hjónin komu
lengi árlega hingað í heimsókn
til Jóns Ingólfs, þá áttum við
oft góðar stundir saman.
Helga og Hermann voru ein-
staklega samhent hjón og nán-
ast háð hvort öðru að manni
fannst. Við höfðum því í fyrstu
svolitlar áhyggjur af Helgu er
hann féll skyndilega frá hér í
Kaliforníu vorið 2001, tveimur
vikum á undan mömmu. Ég
man að ég flýtti mér áhyggju-
full til frænda þar sem þau
voru í heimsókn og hálfbjóst
við að finna Helgu þar niður-
brotna. Ég kom að bílskúrnum
opnum og þar sem ég gekk inn
í hús sá ég að þvottavélin var í
gangi. Þá vissi ég að við þyrft-
um ekki að hafa áhyggjur af
Helgu. Á meðan við vorum öll
eins og hún, í áfalli yfir fráfalli
Mannsa, var hún að þvo þvott
og sinna gestum. Jú, því lífið
verður að halda áfram og hún
sýndi sannarlega styrk sinn
vikurnar þar á eftir við tvöfalt
áfallið. Við áttum margar góðar
stundir í Kaliforníu og heima á
Íslandi, mikið spjallað og hleg-
ið. Við vorum ólíkar en Helga
var alltaf svo falleg, kát, með
hlýja og góða viðveru. Alltaf
svo fín, vel tilhöfð og virtist lít-
ið eldast.
Eitt sem einkenndi hana alla
tíð, og við áttum sameiginlegt,
var ást hennar á hestum og
dýrum yfirleitt. Hún var mikil
hestakona og knapi á yngri ár-
um og keppti sem slík á mót-
um. Hlaut þá marga byltuna
sem síðar áttu eftir að segja til
sín vegna bakmeiðsla. Fólk sem
er gott við dýrin er gott fólk að
mínu mati og það var Helga.
Takk fyrir allt elsku frænka,
innilegar samúðarkveðjur til
Rannveigar og fjölskyldu og
Jóns Ingólfs.
Kristrún Þórdís Stardal.
Helga Sigríður
Gíslason Ingólfsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON,
M.A., fv. framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins,
Raufarseli 11, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. janúar, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 16. janúar
klukkan 13.
Guðrún Helga Sigurðard. Friðrik Friðriksson
Benedikt Sigurðsson
Kjartan Emil Sigurðsson
Aldís Eva Friðriksdóttir
Dagur Páll Friðriksson
Emelía Rut Viðarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
EMILÍA GUÐRÚN SVAVARSDÓTTIR,
Baughóli 4, Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Skógarbrekku, laugardaginn 12. janúar.
Hún verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
19. janúar klukkan 14.
Steingrímur Hallgrímsson
Guðný Steingrímsdóttir Björn Rúnar Agnarsson
Bylgja Steingrímsdóttir Kristján Hjaltalín
Harpa Steingrímsdóttir
Svava Steingrímsdóttir Brynjar Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
ÓTTAR ARNARSON,
Víðihlíð 29, Reykjavík,
sem lést á Landspítala, Fossvogi,
fimmtudaginn 3. janúar, verður jarðsunginn
í Háteigskirkju hinn 16. janúar klukkan 15.
Örn Logason, Sigríður Birna Kristinsdóttir
Birkir Arnarson
Hekla Arnardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langlangamma,
RÁÐHILDUR INGVARSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11,
áður Álftamýri 2, Reykjavík,
sem lést 27. desember, verður jarðsungin
frá Háteigskirkju fimmtudaginn 17. janúar
klukkan 15.
Einar Magnússon
Sigmundur H. Valdimarsson
Sigurjón H. Valdimarsson Guðlaug Elíasdóttir
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar