Morgunblaðið - 15.01.2019, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2019
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, kennari og skáld, á 75 ára afmæli ídag. Í tilefni dagsins sendir hann frá sér ljóðabókina Bragar-blóm en í henni eru 75 limrur. „Þemað er ekkert sérstakt og
limrurnar eru um allt mögulegt. Ég valdi að hafa þær 75 bókinni í til-
efni 75 áranna, en það varð töluverður afgangur. Það er fljótlegt að búa
til limrur þegar maður er kominn í gírinn.“ Sóley Nótt Jerzysdóttir
myndskreytti bókina, en hún er nemandi í 10. bekk í Foldaskóla.
Bragarblóm er 12. ljóðabók Ragnars Inga en fyrsta bókin eingöngu
með limrum. „Ég þóttist vera skáld en ákvað að skipta yfir og verða
hagyrðingur því mér fannst það skemmtilegra.“
Auk þess að vera duglegur að yrkja hefur hann verið að vinna hjá
Námsgagnastofnun við að setja Íslendingasögurnar í handhægt form
fyrir unglinga. „Það er mjög gaman, ég byrjaði að kenna unglingunum
árið 1968 og hef kennt þeim Íslendingarsögurnar lengi og hef ákveðnar
skoðanir á því hvernig eigi að gera það.“
Ragnar Ingi er ekki alveg hættur að kenna því hann verður nokkrar
vikur að kenna unglingum í Foldaskóla í veikindaforföllum. „Það er
ágætt að halda sér aðeins á tánum.“ Aðspurður segir Ragnar Ingi meiri
breidd vera meðal unglinga í dag en var áður. „Það virðist vera meiri
munur meðal unglinga í dag en var áður. Ég hitti mjög margt ábyrgt og
þroskað fólk í unglingadeildunum í dag.“
Í tilefni afmælisins og útgáfu limrubókarinnar verður Ragnar Ingi
með hóf heima hjá sér. Þar verður ýmislegt til skemmtunar. Jóhann
Björn Ævarsson og Guðný Charlotta Harðardóttir flytja Nocturne eftir
Franz Strauss og við Þráinn Árni Baldursson úr Skálmöld munum flytja
frumsagið lag. Við ákváðum að hafa hlutverkaskipti, ég samdi lagið og
hann samdi textann. Þetta er mitt fyrsta lag og fyrsti textinn hans.“
Eiginkona Ragnars Inga er Sigurlína Davíðsdóttir prófessor emerita
við HÍ. Börn þeirra samtals eru fimm.
Morgunblaðið/Kristinn
Skáldið Ragnar Ingi yrkir enn og er ekki hættur að kenna.
Ný ljóðabók og
frumsamið lag
Ragnar Ingi Aðalsteinsson er 75 ára
H
elgi Seljan er fæddur á
Eskifirði 15. janúar
1934. „Fjögurra mán-
aða var ég tekinn í
fóstur af Jóhönnu
Helgu Benediktsdóttur og Jóhanni
Björnssyni bændum í Seljateigi á
Reyðarfirði og ólst ég þar upp ásamt
Guðrúnu Ásu systur minni við atlæti
einstaklega gott. Seljansnafnið varð
til á göngu minni úr barnaskóla
heima og af því ýmsar sögur.“
Helgi tók landspróf frá Alþýðu-
skólanum á Eiðum vorið 1950 og
kennarapróf frá Kennaraskóla
Íslands vorið 1953.
„Ég kenndi tvo vetur á Búðum í
Fáskrúðsfirði, en einmitt þar var
jafnaldra mín, Jóhanna ( Hanna)
Þóroddsdóttir sem heillaði mig svo
að við urðum hjón, trúlofuðumst 6.
janúar 1955, giftum okkur 15. júní
sama ár og höfum því verið samferða
í lífinu í 64 ár. Við fluttum svo í Selja-
teig, ég fékk kennarastöðu á Reyð-
arfirði og svo sinntum við talsverðum
búskap með foreldrum mínum allt til
1973. Hlutskipti Hönnu minnar var
ekki gott í rafmagnslausum bæ, en
1962 varð ég skólastjóri á Reyðarfirði
og við fluttum þá með börnin í þorpið.
Foreldrar mínir komu svo og bjuggu
með okkur allt til ársins 1985, voru
börnum okkar gæfuvaldar á margan
veg. Samhliða heimilisstörfum sinnti
Hanna síldarsöltun, vinnu í frystihúsi
og fleiru, en börnin voru þá fimm og
oft 10 manna heimili að sjá um.“
Helgi var virkur í félagsmálum
heima, sat í hreppsnefnd, lék burðar-
hlutverk í nokkrum leikritum og
sinnti fleiri félagsmálum. „Í skóla-
starfinu reyndi ég að vera réttsýnn
og fitjaði upp á nýjungum. Alveg
óvænt var ég svo kosinn á þing fyrir
Alþýðubandalagið 1971 og sat þar til
1987, flutti fjölda þingmála sem sum
náðu í gegn. Ég var forseti Efri deild-
ar í fjögur ár og önnur fjögur fyrsti
varaforseti Sameinaðs Alþingis. Ég
sat í fjölda nefnda og ráða. Alþingi er
hinn bezti lærdómsskóli og á ég
góðar minningar þaðan.“ Helgi var í
bankaráði Búnaðarbankans 14 ár og
varð svo félagsmálafulltrúi og rit-
stjóri Öryrkjabandalags Íslands 1988
til 2001. „Þar átti ég gjöful samskipti
við fjölmargt fólk sem var þar að
störfum. Ótalin eru ókjör félags-
starfa annarra að ógleymdum öllum
gamanstundunum sem við áttum,
Karvel Pálmason alþingismaður og
Sigurður Jónsson tannlæknir og pí-
anóleikari. Ég tók svo þátt í félags-
starfi Félags eldri borgara og var
varaformaður þess um skeið. Ég
barðist fyrir bindindi, aðalefni fjöl-
margra greina enda hugsjón númer
eitt. Ég var í Alþýðubandalaginu lífs-
tíð þess og síðan félagi Vinstri
grænna.“
Ógrynni kvæða hefur Helgi samið
af ýmsu tagi, allt frá gamanvísum til
afmæliskveðja og allt þar á milli,
nokkrar smásögur og frásagnir og
greinar svo skiptir tugum. „Ræð-
urnar eru líka óteljandi en af því er
sagt að menn í okkar ætt megi ekki
sjá þúfu svo menn stilli sér ekki þar
upp og haldi ræðu. Hvers konar skrif
hafa verið mér gleðigjafi og síðan
veitt mér samlíðan með öðru fólki í
nokkrum hundraða minningar-
greina.“
Fjölskyldan
Eiginkona Helga er Jóhanna Þór-
oddsdóttir, f. 11.1. 1934 í Víkurgerði í
Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar
voru Anna Hildur Runólfsdóttir og
Þóroddur Magnússon útvegsbóndi.
Börn Helga og Jöhönnu eru 1)
Helga Björk, f. 11.9. 1955, sjúkraliði,
bús. í Reykjavík. Synir tveir með
Herbert Harðarsyni (þau skildu):
Hörður Seljan tölvunarfræðingur og
Hannes Rúnar rafmagnsverkfræð-
ingur kvæntur Bertu Þórhalladóttur
viðskiptafræðingi og sonur þeirra er
Þórhalli Leó. 2) Þóroddur, f. 8.9.
1956, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.
Kona hans er Hildur Magnúsdóttir
deildarstjóri sérkennslu, bús. á
Reyðarfirði. Börn: Jóhanna Seljan
leikskólakennari, (móðir: Inga Mar-
grét Árnadóttir). Jóhanna er í sam-
Helgi Seljan, fyrrverandi skólastjóri og alþingismaður – 85 ára
Fjölskyldan Samankomin á áttræðisafmæli hjónanna fyrir fimm árum en
aðeins munar fjórum dögum á þeim, Jóhanna varð 85 ára 11. janúar sl.
Skrifin hafa veitt gleði
og samlíðan með öðrum
Reykjavík Arlet Saga
Guðmundsdóttir Marcó
fæddist 8. júlí 2018. Hún
vó 3.410 g og var 49 cm
að lengd. Foreldrar henn-
ar eru Guðmundur Rafn
Arngrímsson og Victoria
Marcó Soler.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is