Morgunblaðið - 21.01.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.2019, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  17. tölublað  107. árgangur  BYGGJA UPP STEMN- INGU Í KRINGUM SÝNINGAR MJÓLKUÐU MEST HJÚKRUN ER STARF MÖGULEIKA OG TÆKIFÆRA KÝRNAR Á HÓLI 4 GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR 6HRÖNN Í BÍÓ PARADÍS 26 Magnús Heimir Jónasson Þorsteinn Ásgrímsson Þrír einstaklingar fengu minniháttar áverka í tveimur slysum sem áttu sér stað í gærkvöldi þegar tvær rútur með alls um 40 manns innanborðs fóru út af Vesturlandsvegi á Kjalar- nesi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið að neinn hafi slasast alvar- lega. Önnur rútan lenti utan vegar og valt á Kjalarnesi á veginum norður af Grundahverfi en hin fór út af veginum nær Hvalfjarðargöngum. Vesturlandsvegi var í kjölfarið lok- að á milli Mosfellsbæjar, við Þing- vallaveg, og Hvalfjarðarganga enda ekkert ferðaveður í gærkvöldi. Mikill vindur var á svæðinu og náði vind- hraði í um 18 m/s og 24 m/s í hviðum. Vettvangsliðar á vegum björgunar- sveitarinnar á Kjalarnesi voru kallað- ir út strax eftir fyrra slysið og sinntu þeir fyrsta viðbragði á staðnum. Kyndill flutti farþega í bæinn Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðis- ins var virkjuð og þá var björgunar- sveitin Kyndill í Mosfellsbæ einnig ræst út. Að sögn lögreglu voru 27 í fyrri rútunni sem valt og 11 manns í þeirri seinni sem ók út af veginum. Voru farþegarnir erlendir ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum og voru þeir fluttir í fjöldahjálparmið- stöð í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoð- unar. Aðstæður á vettvangi voru erf- iðar í gærkvöldi að sögn lögreglu enda slæmt veður, hálka og lítið skyggni. Davíð Már Bjarnason, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að Kyndill hefði flutt farþega rútunnar í skjól. Valdís Steinarsdóttir, neyðarvarnarfulltrúi hjá Rauða krossi Íslands, var í Varm- árskóla í gærkvöldi. Hún sagði í sam- tali við mbl.is að allt hefði gengið vel. Góð samskipti hefðu verið milli við- bragðsaðila og allir brugðist fljótt við. Hún segir ástandið á fólkinu sem þangað leitaði hafa verið gott. Ein- hverjir hafi verið með eymsli og öðr- um hafi verið brugðið. Fólkið var á öllum aldri og þar af voru tvö börn á aldrinum 8-9 ára. Snéru heim á hótel á ný Jón Brynjar Birgisson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum og var í aðgerðastjórn í gær, segir að langflestir þeirra sem leituðu í fjölda- hjálparmiðstöðina hafi getað snúið aft- ur beint á það hótel sem þeir gistu á. Tvær rútur lentu utan vegar í aftakaveðri á Kjalarnesi  Fjörutíu farþeg- ar sluppu með minniháttar meiðsli Lokun Vesturlandsvegur var lokaður umferð og mynduðust langar bílaraðir. Morgunblaðið/Eggert Fjöldahjálparmiðstöð Farþegar úr rútunum tveimur dvöldu í Varmárskóla þar til versta veðrið var liðið hjá. AFP HM Frakkar sigruðu 31-22. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknatt- leik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni. Mikið gekk á þegar Ísland lék gegn Þýskalandi á laugardaginn en þá varð fyrirliðinn Aron Pálmars- son fyrir meiðslum sem og marka- hæsti maður íslenska liðsins, Arnór Þór Gunnarsson. Fyrir vikið fylgd- ust þeir með leiknum gegn Frakk- landi í gær af áhorfendapöllunum. Hinn 17 ára gamli Haukur Þrastar- son frá Selfossi fékk því tækifæri og lék í gær sinn fyrsta leik á stór- móti. » Íþróttir Töp gegn stórþjóð- unum í Köln á HM Jón Birgir Eiríksson Magnús Heimir Jónasson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum. „Hins vegar erum við reiðubúin til að gera allt sem við getum til að greiða fyrir því að hægt sé að lenda málunum,“ segir Katrín. Átakshópur um húsnæðismál kynnir tillögur sínar á samráðsfundi stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði á morgun, en Katrín segir tillögurnar góðar „til skemmri og lengri tíma“. Hlutur stjórnvalda ráði úrslitum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hlutverk stjórnvalda munu ráða úrslitum um framhaldið í kjara- viðræðum. Í samtali við Morgunblað- ið segir hann að ekki hafi verið ákveð- ið hvaða tímarammi verði gefinn stjórnvöldum til að grípa til aðgerða. Ragnar Þór bindur miklar vonir við fyrrnefndar tillögur í húsnæðismál- um og segir líklegt að VR slaki á launakröfum sínum komi stjórnvöld „með myndarlegum hætti“ að málinu. Boðað hefur verið til sáttafundar í viðræðum Eflingar, VR, Verkalýðs- félags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á morgun. Ekki er ósennilegt að Samtökum atvinnulífsins (SA) og Samiðn takist að ná samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar, en félögin ræddu um vinnutíma í síðustu viku. VR og Efl- ing hafa hafnað þessu, en Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að möguleikar geti falist í styttingu vinnuviku fyrir iðnaðarmenn. »10 Þurfa að komast lengra  Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin að greiða fyrir  Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiski- stofu um að svipta togarann Kleifa- berg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vik- ur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, kveðst bjartsýnn á að ákvörðun Fiskistofu verði endurskoðuð, en félagið hefur gagnrýnt Fiskistofu og heldur því m.a. fram að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi. »8 Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kleifaberg Fiskistofa svipti skipið leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf vikur. Veiðileyfissviptingu Kleifabergs frestað  Netöryggis- sveit mun ekki geta sinnt hlut- verki sínu sam- kvæmt frum- varpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra inn- viða þar sem það tryggir ekki að- gengi sveitar- innar að nauðsynlegum upplýs- ingum með ótvíræðum hætti. Þetta kemur fram í umsögn Póst- og fjar- skiptastofnunar um frumvarpið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að það sé lykilatriði að hægt sé að móta svokallaða ógnarmynd svo koma megi á framfæri upplýs- ingum um veikleika eða aðferðir við netógnir sem þekkt eru á hverj- um tíma. Hrafnkell segir að raun- tímaupplýsingar úr kerfum fyrir- tækja sem falla undir lögin séu nauðsynlegar. »9 Netöryggissveitin fái ekki næg gögn Öryggi Deilt um upplýsingaheimild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.