Morgunblaðið - 21.01.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 21.01.2019, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019 Að aka til vinnu á Þingvöllum héðan úr Hveragerði á morgnanaer gæðastund dagsins. Veður, birta og útsýni breytast sífelltsvo mér finnst ég stundum stödd í lifandi málverki,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Þjóðgarðsins á Þingvöll- um, en hún er 48 ára í dag. „Starfið er fjölbreytt og líflegt, þó ekki sé nema að á Hakið koma um tvær milljónir ferðamanna á ári og því er í mörg horn að líta. Bæði þarf að sinna umhverfinu með allskonar framkvæmdum og svo kallar gestafjöldinn líka á margvíslega þjón- ustu sem við veitum. Nýlega opnuðum við til dæmis stafræna sýningu um náttúru og sögu staðarins sem vakið hefur mikla athygli.“ Guðjóna á sínar rætur í Hveragerði. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum að Laugarvatni fór hún í Háskólann á Bifröst í Borgarfirði og nam þar viðskiptafræði með áherslu á stjórnun. Að því loknu var hún í nokkur ár skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og hafði þar um- sjón með rekstri og umhirðu borgarlandsins. „Ég kom til starfa á Þingvöllum fyrir tæpum þremur árum og finnst munur að þurfa ekki að fara í Reykjavíkurstressið á degi hverjum,“ segir Guðjóna sem á fjölmörg áhugamál. Fyrir nokkrum árum tók hún sér tak og byrjaði að æfa crossfit. Finnst það vera einkar fjölbreytt þjálfun sem geri henni gott. Hefur einnig áhuga á óhefðbundnum lækningum og líf- rænni ræktun enda er hún breskmenntuð í hómópatíu. „Krökkunum mínum finnst ekkert sjálfsagðara þegar þau fá pest en ég kokki einhverja mixtúru í þau,“ segir Guðjóna sem er gift Ár- manni Jón Garðarssyni, verkstjóra hjá Ístaki. Börnin eru tvö: Ester Helgu sem er 18 ára og Árni Geir átta ára. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvergerðingur Guðjóna Björk æfir crossfit og er hómópati að mennt. Í lifandi málverki Guðjóna Björk Sigurðardóttir 48 ára í dag Á rni Reynir Óskarsson og Ástdís Lilja Óskars- dóttir fæddust 21. janúar 1934 á Sjúkrahúsinu á Akureyri en ólust upp á Kóngsstöðum í Skíðadal. Haustið 1949 fluttu tvíburarnir og foreldrar frá Kóngsstöðum til Dalvíkur. Æviferill Árna Árni gekk í farskóla á Þverá í Skíða- dal, síðan í unglingaskóla á Dalvík. Hann tók gagnfræðapróf frá Lauga- skóla í Reykjadal 1952 og tók nokkur námskeið í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Árni var á fimm vertíðum í Sand- gerði og var á sjó á Björgúlfi EA 312. En lengst vann hann hjá útibúi KEA á Dalvík í flestum deildum en lengst á Frystihúsinu sem verkstjóri og sem frystihússtjóri 1974-1979. Hann vann líka í fiskeftirliti Sambandsins nokkur sumur. Árið 1980 keypti hann hlut í útgerð- arfyrirtækinu Stefáni Rögnvaldssyni ehf. á Dalvík og sá um landvinnslu fé- lagsins þar til það var selt 2007. Árni hefur alltaf starfað mikið við félagsstörf, t.d. í Ungmennafélagi Svarfdæla. Hann er í Lionsklúbbi Dal- víkur og er Melvin Jones-félagi. Einn- ig í Félagi eldri borgara á Dalvík. Hann söng í Karlakór Dalvíkur, kirkjukór Dalvíkurkirkju og kór eldri borgara. Í nokkur ár dansaði hann í þjóðdansahóp eldri borgara. Æviferill Ástdísar Ástdís fór í farskóla á Þverá í Skíðadal frá 10 ára aldri en þá hófst skólaskylda, síðan tvo vetur í ungl- ingaskóla Dalvíkur og síðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann á Akureyri þar sem hún var í tvo vetur, hún útskrif- aðist gagnfræðingur vorið 1953. Ást- dís vann sem kaupakona á nokkrum bæjum á sumrin á skólaárunum. Ár- in 1953 til 2007 var hún bóndi og hús- freyja í Syðra-Holti í Svarfaðardal þar sem hún gekk í öll störf bæði úti og inni. Einnig fóstraði hún mörg börn sem komu til hennar í sveit á sumrin og sóttu mörg þeirra í að fá að koma aftur og jafnvel í heimsóknir í páska- og jólafríum sínum. Ástdís gekk í Kvenfélagið Tilraun Árni Reynir og Ástdís Lilja Óskarsbörn – 85 ára Tvennir tvíburar Árni og Ástdís ásamt hinum tvíburunum í fjölskyldunni, Elvu Ragnheiði og Arnóri Inga. Tvíburarnir frá Kóngsstöðum Fjölskyldan á Kóngsstöðum Ástdís og Árni ásamt systkinum og foreldrum. Ólafsfjörður Natalía Fönn Jónsdóttir fæddist 16. maí 2018 kl. 17.21. Hún vó 2.896 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Alda Hrönn Magnúsdóttir og Jón Bjarni Sigurjónsson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.