Morgunblaðið - 21.01.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
Sólaruppkoma við
Langanes
Glóbrún dags, er gull
og raf
geymir í kistli vænum,
rautt og blátt og rósótt traf
rekur upp úr sænum.
Sindrar eystra um sólarhöll
silfur og gullið bráðið,
sér í Héraðsflóa fjöll
fyrir handan gráðið.
Eymundur
Kristjánsson
✝ EymundurKristjánsson
fæddist 12. október
1945. Hann lést 18.
desember 2018.
Útför hans fór
fram 28. desember
2018.
Kemur fram á víðan
völl
von til nýrrar iðju
þegar manni opnast öll
álfa morgungyðju.
Vonin eigi verður mér
völt í fylling sinni,
ef blámi þessi og birta
er
bjarmi af eilífðinni.
(Guðmundur
Friðjónsson)
Hvíldu í friði elsku Eymundur
okkar, þín verður sárt saknað.
Samúðarkveðja til Lilju, Krist-
jáns, Ástu, Helgu og fjölskyldna
þeirra.
Kveðja,
Indriði og fjölskylda,
Dýrleif og fjölskylda,
Kristín og fjölskylda.
✝ Elena Gure-vich fæddist í
Moskvu 5. janúar
1957. Hún lést fyr-
ir einu ári, 18.
janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Aaron Ja.
Gurevich, f. 12.5.
1924 í Moskvu, d.
5.8. 2006 í
Moskvu, doktor í
sagnfræði (PhD
Hab.), heimsfrægur sérfræð-
ingur í miðalda- og menning-
arsögu, þar á meðal sögu
Norðurlanda, og Esfir I. Shif-
man, f. 15.3. 1922 í Dnepro-
petrovsk, d. 20.8. 1997 í
Moskvu, en hún var einnig
sagnfræðingur að mennt.
Elena lætur eftir sig upp-
kominn son, Peter M. Arka-
diev, f. 15.6. 1982 í Moskvu,
doktor í málvísindum.
lendingaþættir sem grein nor-
rænna fornbókmennta. Elena
er höfundur tveggja grund-
vallarrita um íslenskar bók-
menntir á rússnesku, Drótt-
kvæður kveðskapur (2000,
ásamt Innu Matyushinu) og
Fornnorrænar nóvellur: Skáld-
skaparfræði Íslendingaþátta
(2004), en hvort tveggja kom
út í Moskvu. Þar komu einnig
út helstu þýðingarverk Elenu:
Sverris saga, 137.-182. kafli
(1988, Mikhail Steblin-Kam-
enskij, Aaron Gurevich, Elena
Gurevich og Olga Smirn-
itskaya gáfu út) og Íslend-
ingaþættir (2016, ásamt inn-
gangi og skýringum eftir
Elenu), hvort tveggja í hinni
virtu ritröð Minnisvarðar í
bókmenntum. Þá bjó Elena til
útgáfu íslenskar fornþulur, en
þær komu út í Skaldic Poetry
of the Scandinavian Middle
Ages, bd. III: Poetry from
Treatises on Poetics (2017,
Kari E. Gade ritstýrði).
Elena var jarðsett í Moskvu.
Elena lauk prófi
í norrænum fræð-
um frá skor ger-
manskra fræða
málvísinda- og
bókmenntadeildar
Moskvuháskóla ár-
ið 1979 og dokt-
orsprófi (PhD)
þaðan 1984 er hún
varði lærdóms-
ritgerð sína Heiti í
forníslenskum
kveðskap, en leiðbeinandi
hennar var prófessor Olga
Smirnitskaya. Elena var lekt-
or við sömu skor 1986-1990 en
gegndi rannsóknarstöðu við
deild sígildra Vesturlanda-
bókmennta og samanburðar-
bókmenntafræði við Heims-
bókmenntastofnun Rússnesku
vísindaakademíunnar 1990-
2018. Árið 2007 varði Elena
Hab.-doktorsritgerð sína, Ís-
Elena Gurevich bjó í Moskvu
mestalla ævi en gerði rannsóknir
á íslenskum fornbókmenntum
snemma að ævistarfi. Áhugann
hefur hún fengið í vöggugjöf en
faðir hennar, Aaron Gurevich,
mikilsmetinn menningar- og
sagnfræðingur, lagði m.a. stund
á miðaldasögu Norðurlanda.
Helstu áhugasvið Elenu í forn-
bókmenntum voru kveðskapur
(einkum heiti og kenningar,
ásamt þulum) og Íslendinga-
þættir. Dróttkvæðum gerði
Elena skil í doktorsritgerð sinni
um heiti í dróttkvæðum kveð-
skap og skáldskaparfræðum 12.-
13. aldar (1984). Hún fylgdi rit-
gerðinni eftir með 750 blaðsíðna
heildarrannsókn á dróttkvæðum
ásamt æskuvinkonu sinni Innu
Matyushinu (2000). Um Íslend-
ingaþætti birti Elena bók (2004)
og ritaði enn um þá í síðari (æðri)
doktorsritgerð sinni (2007). Þá
vann hún um árabil að tveimur
stórverkum í útgáfu: heildarþýð-
ingu á Íslendingaþáttum á rúss-
nesku – sem varð fyllsta útgáfan
á Íslendingaþáttum á erlendu
máli er hún birtist 2016 á rúm-
lega 1.000 blaðsíðna bók – og
heildarútgáfu á fornum þulum
(2017), hvort tveggja með ýtar-
legum inngangi og skýringum.
Það er mikil huggun í því að
Elena náði að sjá hvort tveggja á
prenti.
Við Elena áttum ekki aðeins
sameiginlegt eiginnafn og upp-
runa í Moskvu heldur fræðasvið
– íslenskar bókmenntir, einkum
þulur, þó að þulurnar sem ég
rannsaka séu mun yngri en þær
sem Elena lagði stund á. Elena
lá aldrei á liði sínu og heldur ekki
á skoðunum, benti bæði á nýleg
fræðirit og ný sjónarhorn. Sam-
töl við hana voru fróðleg og
minnisstæð. Ég naut þeirrar
gæfu að kynnast Elenu betur eft-
ir að ég flutti til Reykjavíkur en
hún kom nokkrum sinnum til Ís-
lands, m.a. á ráðstefnur og fundi.
Tíma sínum á Íslandi varði hún
lengstum á bókasöfnum, einkum
bókasafni Árnastofnunar, en hún
ferðaðist líka um landið og skildi
þá myndavélina ekki við sig. Hún
var næm á fegurð og hafði
glögga tilfinningu fyrir rými –
náði óvenjulegum sjónarhornum
á annars kunnuglegu landslagi
eða á gömlum byggingum í er-
lendum borgum þar sem við hitt-
umst á fornsagnaþingum sem
hún sótti reglulega allt frá 1991.
Elenu þótti gaman að deila
fegurðinni með öðrum. Hún
sýndi mér myndir sínar af merk-
um byggingum og sagði frá af
sömu innlifun og þegar hún
ræddi um bókmenntir. Elenu var
mikið í mun að gera útgáfu sína á
Íslendingaþáttum vel úr garði og
hún gladdist innilega þegar bók-
in var fullkomnuð með kápunni í
hárréttu litbrigði.
Þegar ég kvaddi Elenu á forn-
sagnaþingi í Zürich 2015, síðla
kvölds í hljóðum miðbænum,
skaust skuggi yfir autt torgið.
Elena sá hann fyrr og sagði: Nei
sjáðu, skaufhali! Við töluðum
saman rússnesku – en orðið
skaufhali, gamalt refsheiti úr
þulum, sagði hún á íslensku. Í því
var engin tilgerð, hún var ein-
faldlega svo niðursokkin í þulur
sem hún var að búa undir útgáfu
af mikilli elju. Þessi orð eru mér
minnisstæðust af öllu sem sagt
var þá á fornsagnaþingi. Mig
grunaði ekki að þetta yrðu síð-
ustu orðin sem ég heyrði Elenu
segja og að ég myndi ekki sjá
hana á fornsagnaþinginu 2018
sem var haldið í Reykjavík, en
hingað langaði Elenu að koma
aftur.
Yelena Sesselja Helgadóttir
(Yershova).
Elena Gurevich
✝ Þórdís Jóhann-esdóttir fædd-
ist á Ferjubakka í
Borgarhreppi 5.
ágúst 1938. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 11.
janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Eva Jóns-
dóttir frá Bíldudal
í Arnarfirði og Jó-
hannes Einarsson, f. á Einifelli
í Stafholtstungum. Systkini
Þórdísar voru: Ingibjörg, f. 13.
mars 1927, d. 24. nóvember
1939, Lára, f. 28. júlí 1928, d. 6.
apríl 2010, Júlíus Ágúst, f. 23.
nóvember 1930, d. 16. maí
1963. Eftirlifandi er Ragnar, f.
26. desember 1948.
Þórdís ólst upp á Ferju-
bakka og var þar til 15 ára ald-
urs er hún fór til Reykjavíkur í
vinnu, vann þar ýmis störf, en
var á Ferjubakka á sumrum.
Sumarið 1956 fór hún til Siglu-
fjarðar á síld. Í ágúst 1959 hóf
fyrir fjölmörg önnur. Þau
ræktuðu garð og höfðu áhuga
á skógrækt og að ferðast,
fræðast og skoða.
Þau Óskar og Dísa eignuðust
þrjú börn: Önnu Heiðu, Hrein
Ágúst og Evu Jóhönnu. Anna
Heiða er gift Bergsteini Brynj-
ólfssyni. Börn þeirra eru: Emil
Atli, Óðinn Breki og Una Sól-
veig. Hreinn Ágúst er giftur
Helgu Eygló Hilmarsdóttur.
Börn þeirra eru: Helga Ósk,
Heiðdís Rut, Hilmar Þór og Ha-
fey Lilja. Eva Jóhanna er gift
Svavari Sigurðssyni. Börn
þeirra eru: Helena Þórdís,
Anna Valgerður og Óskar Hall-
ur. Barnabarnabörnin eru fjög-
ur. Emil Atli og kona hans
María Ósk Stefánsdóttir eiga
Önnu Lovísu. Óðinn Breki og
kona hans Katrín Hrönn
Guðnadóttir eiga Vigni Leó,
Karítas Elbu og Hrafnhildi
Emmu.
Útför Þórdísar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag, 21.
janúar 2019, klukkan 15.
hún búskap með
Óskari Ágústssyni.
Þau giftu sig 7.
júlí 1960, á 90 ára
afmæli Jóns móð-
urafa Þórdísar.
Fyrsta heimili
þeirra var í Skipa-
sundi 45 í Reykja-
vík en svo fluttu
þau til Reyðar-
fjarðar. Það átti að
vera til bráða-
birgða vegna atvinnuleysis en
þar ílentust þau. Fyrst voru
þau á Grund, síðan í Kirkju-
stræti, þaðan fluttu þau í
Tungu og svo byggðu þau eig-
ið hús við Mánagötu 27 og
fluttu inn 8. apríl 1965. Þórdís
vann við fiskverkun, síld-
arsöltun, saltfiskverkun og í
frystihúsi. Þegar liðagigtin
reyndi meira á kraftana vann
hún við skúringar en síðan sem
skólaliði og matráður í grunn-
skólanum á Reyðarfirði. Einn-
ig var hún dagmamma fyrir
nokkur börn og aukaamma
Jæja, elsku amma mín. Nú
ert þú horfin á braut í leit að
ævintýrum með honum Óskari
afa. Þegar ég hugsa til baka
koma alltaf fyrst upp minningar
tengdar Mánagötunni þegar ég
var send til ykkar á sumrin eða
á öðrum tímum ársins svo
mamma gæti tekið próf í friði
eða bara fengið smá tíma með
pabba í útlöndum. Seinna meir
komu svo fleiri systkini sem
voru líka send með mér austur
til þín.
Það var alltaf mikið ævintýri
að koma til ykkar, því þar fékk
ég að gera svo margt sem
kannski mátti ekki heima.
Drullukökur í kofanum (sem
kom með fleiri barnabörnum),
rabarbari, sem var borðaður
beint úr garðinum, og glas með
sykri. Kennslustundir í pönnu-
kökubakstri voru líka nauðsyn-
legar á hverju sumri. Nýjar gul-
rætur, sem var svo fyndið að
borða því þær voru svo litlar og
svo tjörnin í garðinum. Þar óð
maður út í og lék sér með
pleymókarla og litla trébáta
sem afi hjálpaði við að setja
saman. Við saumuðum líka oft
saman; bæði dúkkuföt og svo föt
á ótal barbie-dúkkur. Á kvöldin
var spilað rommí og þegar ég
varð eldri; endalausir scrabble-
leikir með þér og afa. Þar voru
stundum mjög áhugaverðar um-
ræður um hvort mætti nota
þetta eða hitt orðið. Stundum
trúði ég ekki að orð væru til á
íslensku fyrr en þið sýnduð mér
það í orðabókinni. Krakkar
halda nefnilega alltaf að þeir viti
allt.
Ég man eftir að hafa ferðast
þónokkuð með ykkur skötuhjú-
unum og þá þurfti alltaf að
heimsækja alla kirkjugarða og
ég man hversu skrítið mér
fannst það. Skildi ekki þá að
það var tengingin við fortíðina
sem þú varst alltaf svo áhuga-
söm um. Það var alltaf gaman
að hlusta á sögurnar sem þú
hafðir að segja, um hvernig þið
afi hittust, um pabba þegar
hann var lítill og af alls konar
fólki sem þú hafðir þekkt.
Þú hafðir líka alltaf tíma til
að hlusta. Man að kvöldið fyrir
brúðkaup mömmu og pabba
sváfum við í sófanum frammi í
stofu og töluðum um alla heima
og geima að því er mér fannst
langt fram á nótt. Ég var nú
ekki nema átta ára og hef áreið-
anlega sofnað fljótt en tíminn
sem þú hafðir handa mér var
mér alltaf mjög dýrmætur.
Það var líka alltaf gott
seinna, þegar maður varð eldri,
að hringja í þig og segja frá
hvað drifið hafði á daga mína
frá því við töluðum síðast saman
því þú hafðir alltaf svo gaman af
því að heyra hvað var í gangi í
mínu lífi. Hvaða ævintýrum ég
hafði lent í.
Amma þú varst hlátur og
bros, hlýja og knús, ljóð og sög-
ur, húmor og sígarettureykur.
Nú ert þú komin á betri stað og
er ég viss um að hann Óskar afi
hefur tekið vel á móti þér. Við
áttum okkar upp og niður tíma
eins og allir en þú varst og
munt alltaf vera amma mín og
ég mun ávallt geyma þig í
hjarta mínu.
Þú kallaðir mig alltaf ljósið
þitt, sem og okkur öll hin barna-
börnin, núna ert þú ljósið mitt.
Helga Ósk Hreinsdóttir.
Kooooomdu sæl! var kveðja
sem hljómaði oftar en ekki yfir
símann í þau ófáu skipti sem
elsku amma Dísa vildi heyra í
okkur systkinunum. Hún lagði
sig ávallt fram við að vera með
á nótunum, hvað á daga okkar
hafði drifið, þrátt fyrir að búa
langt frá okkur, og eru margar
ljúfar minningar sem koma upp
í hugann nú þegar komið er að
kveðjustund.
Sérstaklega eru okkur minn-
isstæðar ævintýralegar lengri
og styttri dvalir yfir sumartím-
ann fyrir austan hjá ömmu og
afa.
Amma Dísa var alltaf tilbúin
til þess að gera eitthvað spenn-
andi með okkur krökkunum og
okkur leiddist sannarlega aldrei
fyrir austan. Sama hvort það
voru leiðangrar í kríuvarpið,
fiskveiði á bryggjunni, leyni-
sundferðir eftir lokun, leikur í
tjörninni, sílaveiði, lúpínustríð
eða drullukökusmökkun – amma
Dísa lét sig aldrei vanta og gott
ef hún var ekki aðaldrifkraft-
urinn á bak við flest okkar æv-
intýri fyrir austan.
Að loknum erilsömum degi
mátti síðan alltaf stóla á pönnu-
kökubakstur, sérstaklega ef
maður var tilbúinn að læra
handtökin, og vínarbrauð eða
rabarbara með sykri. Gott ef
það var ekki í boði að spila kana
eða rommí rétt fyrir svefninn.
Ef kom fyrir að við værum aum
eða þreytt fengum við, ljósin
hennar ömmu, klapp á kinn, út-
breiddan faðm og vorum sungin
í svefn með Aravísum.
Við þökkum fyrir allar fallegu
minningarnar sem þú skapaðir
með okkur, elsku amma Dísa,
og geymum þær í hjarta okkar.
Litlu ljósin þín,
Heiðdís, Hilmar og Hafey.
Þórdís Jóhannesdóttir
Elskulega frænka okkar og mágkona,
JÓNA SVEINSDÓTTIR,
Nóatúni 32,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 13. janúar á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 25. janúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Félag heyrnarlausra.
Marie Muller
Stefanía Muller
Björg Muller
Leifur Muller
Sveinn Muller
Sigurður M. Harðarson Anna María Harðardóttir
Ásdís Sigurðardóttir
þeirra fjölskyldur, börn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
BORGHILDUR SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR,
Seljabraut 36,
lést á Landspítalanum, Hringbraut,
mánudaginn 14. janúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn
24. janúar klukkan 13.
Tómas Rögnvaldsson
Ólafur B. Tómasson
Jón S. Tómasson
og barnabörn
Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGVELDUR TEITSDÓTTIR,
Fagraþingi 6,
203 Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni fimmtudagsins 17. janúar.
Jarðarför auglýst síðar.
Gunnar Torfason
Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir Jónas Karl Þorvaldsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Teitur Gunnarsson Jana Kristín Alexandersdóttir
Birta Líf, Gunnar Aron, Tinna Líf
Arnar Breki, Tara Dögg og Róbert Ingi
Móðursystir okkar,
KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ,
áður til heimilis á Bárugötu 23,
Reykjavík,
lést 13. janúar síðastliðinn.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að hennar ósk.
Vigdís Bjarnadóttir
Kristján Bjarnason Kristbjörg Bjarnadóttir
og fjölskyldur