Morgunblaðið - 21.01.2019, Side 23
1965 og var m.a. formaður þess fé-
lags í þrjú ár. Einnig gekk hún í
Hestamannafélagið Hring vegna
mikils áhuga þeirra hjóna á hrossum
og var hún virkur félagi og um tíma í
fjáröflunarnefnd. Nú er hún félagi í
Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð
og hefur verið virk í því félagsstarfi,
m.a. verið fjögur ár í stjórn þess og
starfað í kór eldri borgara. Helstu
áhugamál eru hannyrðir en hún hef-
ur bæði stundað útsaum og prjóna-
skap og einnig fengist við að mála
myndir.
Fjölskylda Árna
Árni giftist 28. desember 1957 Ingi-
björgu Jónínu Björnsdóttur, f. 24.3.
1939, húsmóður. Foreldrar hennar:
Hjónin Björn Jónsson, f. 7.12. 1903, d.
8.3. 1977, bóndi í Ölduhrygg í Svarf-
aðardal, og Þorbjörg Vilhjálmsdóttir,
f. 17.1. 1908, d. 27.1. 1968, húsfreyja.
Börn: 1) Björn Þór, f. 29.9. 1958, d.
31.10. 1989, skipstjóri á Dalvík. Dóttir:
Sigrún Birna Björnsdóttir, maki: Jó-
hann Eðvald Benediktsson og eiga
þau þrjá syni; 2) Helga Kristín, f. 26.1.
1960, fjármálastjóri á Dalvík. Maki:
Guðmundur Guðlaugsson smiður.
Sonur : Björn Þór Guðmundsson; 3)
Óskar Reynir, f. 29.4. 1964, hjúkr-
unarfræðingur í Kaupmannahöfn.
Sonur: Árni Reynir Óskarsson, sam-
býliskona: Helga Guðrún Lárusdóttir
og eiga þau tvö börn: 4) Víkingur Arn-
ar, f. 21.4. 1966, verslunarmaður á Dal-
vík. Maki: Kolbrún Gunnarsdóttir.
Börn: Dagmar Fríða Halldórsdóttir,
maki: Jóhann Torfi Hafsteinsson og
eiga þau tvö börn; Hilmir Freyr Hall-
dórsson; Ingibjörg Ósk Víkingsdóttir,
maki: Árni Brynjólfsson og eiga þau
tvær dætur; Birna Rún Víkingsdóttir,
sambýlismaður: Vignir Logi Ár-
mannsson; 5) Þorbjörg Ásdís, f. 15.3.
1971, hjúkrunarfræðingur á Akureyri.
Maki: Baldur Stefánsson rafvirki.
Börn: Stefán Þór Baldursson, Karen
Dögg Baldursdóttir, Elva Ragnheiður
Baldursdóttir og Arnór Ingi Bald-
ursson; 6) Snjólaug Elín, f. 21.5. 1972,
kennari í Vestmannaeyjum. Maki:
Ingólfur Ingvarsson. Börn: Ingvar,
Þorbjörg Júlía og Árni Þór.
Fjölskylda Ástdísar
Ástdís giftist 10. mars 1956 Sigurði
Ólafssyni sem starfaði sem kennari,
organisti og bóndi, f. 29.7. 1916, d. 5.10.
2005. Foreldrar hans: Hjónin Ólafur
Tryggvi Sigurðsson, f. 2.3. 1891, d.
2.10. 1952, bóndi á Krosshóli í Skíðadal
og síðar í Syðra-Holti, og Kristjana
Jónsdóttir, f. 1.7. 1882, d. 16.1. 1970.
Fóstursonur: Jósef Hrafn Þrastar-
son, f. 31.5. 1958, lærður málmsmiður
og vann við það í mörg ár, starfar nú
hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sam-
býliskona hans er Margrét Jónsdóttir.
Þau eru bús. í Reykjavík.
Systkini og foreldrar
Árna og Ástdísar
Systkini: Aðalsteinn, f. 16.8. 1916, d.
13.2. 1999, skrifstofumaður á Dalvík
og Akureyri, Kristín, f. 16.9. 1920, d.
22.8. 2015, bóndakona í Dæli í Skíða-
dal, Valdimar, f. 25.10. 1922, d. 1.6.
2003, fyrsti sveitarstjóri Dalvíkur-
byggðar, Friðrikka Elísabet, f. 25.6.
1925, d. 13.3. 2017, formaður Félags
eldri borgara á Dalvík og rak handa-
vinnubúð.
Foreldrar: Hjónin Óskar Kristinn
Júlíusson, f. 8.5. 1892, d.14.1. 1993,
bóndi á Kóngsstöðum og vegaverk-
stjóri og Snjólaug Aðalsteinsdóttir, f.
30.10. 1893, d. 27.3., 1980, bóndi á
Kóngsstöðum.
Úr frændgarði Árna Reynis og Ástdísar Lilju
Árni Reynir Óskarsson
og Ástdís Lilja
Óskarsdóttir
Sigurlaug Steinsdóttir
húsfreyja á Berghyl
Friðrik Jónsson
bóndi á Berghyl í Fljótum
Friðrika Elísabet Friðriksdóttir
húsfreyja á Syðri-Másstöðum
Snjólaug Aðalsteinsdóttir
húsfreyja á Kóngsstöðum
Aðalsteinn Runólfsson
bóndi á Syðri-Másstöðum í Skíðadal
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja á Hreiðarstöðum
Runólfur Ísaksson
bóndi á Hreiðarstöðum í Svarfaðardal
Valgerður
Júlíusdóttir
bóndakona
á Ingvörum í
Svarfaðardal
Júlíus
Eiðsson
verkamaður
á Dalvík
Júlíus
Júlíusson
frkvstj. Fiski-
dagsins mikla
á Dalvík
Aðalsteinn
Óskarsson
skrifstofu-
maður á
Dalvík
Snjólaug
Aðalsteinsdóttir
kvenfélagskona
á Akureyri
Karlotta
Aðalsteinsdóttir
endurskoðandi í
Reykjavík
riðrikka Elísabet
Óskarsdóttir
ormaður Félags
ldraðra á Dalvík
F
f
a
Þuríður
Jóhanns-
dóttir dósent
við HÍ Anna Jónsdóttirhúsfreyja á Klængshóli
Rögnvaldur Tímotheus
Rögnvaldsson
bóndi á Klængshóli í
Skíðadal
Kristín Ágústína Rögnvaldsdóttir
húsfreyja á Hverhóli
Júlíus Hallsson
bóndi á Hverhóli í Skíðadal
Valgerður Jónasdóttir
húsfreyja á Krosshóli,
Hverhóli og Kóngsstöðum
Hallur Gíslason
b. á Krosshóli, Hverhóli og Kóngsstöðum
Óskar Kristinn Júlíusson
b. á Kóngsstöðum í Skíðadal
Aðalsteinn Vestmann
listmálari á Akureyri
Margrét Vestmann
húsfreyja á Akureyri
Adam Óskarsson
kennari við VMA
Elías Örn
Óskarsson pípu-
lagningameistari
á Akureyri og
kennir við VMA
Hörður Óskarsson
kennari við VMA
Bryndís Óskarsdóttir
eigandi ferðaþjónust-
unnar Skjaldarvík
Sigurlína
Aðalsteins-
dóttir
húsfreyja á
Akureyri
Lily
Adams-
dóttir
kennari
á Akur-
eyri
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2019
Björn Hannes Ragnar OddssonBjörnsson fæddist í Kaup-mannahöfn 21. janúar 1895.
Foreldrar hans voru hjónin Oddur
Björnsson, f. 1865, d. 1945, prent-
meistari og prentsmiðjustjóri á
Akureyri, og Ingibjörg Benjamíns-
dóttir, f. 1861, d. 1945, húsfreyja.
Björn varð stúdent frá MR 1913
og lagði stund á náttúrufræði og
landafræði við Kaupmannahafnar-
háskóla og lauk þar fyrrihlutaprófi
1917, en settist þá í guðfræðideild
Háskóla Íslands og brautskráðist
þaðan 1921.
Hann vígðist til Þykkvabæjar-
klaustursprestakalls 1922 og varð
þar prestur til 1933, á Brjánslæk á
Barðaströnd 1933-1935, á Höskulds-
stöðum á Skagaströnd 1935-1941 og
á Hálsi í Fnjóskadal 1945-1955.
Hann sinnti ritstörfum og ritstjórn
1941-1945, þar á meðal á tímaritinu
Jörð. Frá 1955 átti Björn lengstum
heima í Reykjavík og frá 1965 óslitið
til æviloka. Þrátt fyrir að hafa fengið
lausn frá embætti 1955 gegndi hann
prestþjónustu í forföllum víða.
Auk prestskapar stundaði Björn
kennslu og margháttuð ritstörf og
eftir hann liggur m.a. fjöldi þýddra
og frumsaminna bóka, en strax á
Hafnarárum sínum hóf hann útgáfu
á Bókasafni alþýðu. Meðal rita sem
hann gaf út var Vestur-Skaftafells-
sýsla og íbúar hennar, útg. 1930,
sem var brautryðjandaverk, og með-
al þýðinga hans má nefna Gamli
maðurinn og hafið eftir Hemingway.
Björn var kvæntur Guðríði
Vigfúsdóttur, f. 2.6. 1901, d. 12.4.
1973, húsfreyju frá Flögu í Skaftár-
tungu. Börn þeirra: Ingibjörg Ragn-
heiður, fv. yfirpóstafgreiðslumaður,
bús. í Rvík, Vigfús, bókbandsmeist-
ari og rithöfundur á Akureyri, d.
2010, Sigríður Sveinbjörg Pálína
myndlistarmaður, bús. í Rvík, Odd-
ur, rithöfundur og leikstjóri í
Reykjavík, d. 2011, og Sigrún, leik-
ari, leiklistarkennari og fyrrverandi
skólastjóri Nýja tónlistarskólans í
Reykjavík, bús. í Rvík.
Björn lést 29. september 1975.
Merkir Íslendingar
Björn O.
Björnsson
95 ára
Erna Kristjánsdóttir
90 ára
Svanhildur L.
Aðalsteinsdóttir
85 ára
Alda Sófusdóttir
Árni Reynir Óskarsson
Ástdís Lilja Óskarsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Ragnar Birkir Jónsson
80 ára
Guðmundur Sigurjónsson
Gunnar J. Magnússon
75 ára
Aðalheiður Sigurðardóttir
Skúli M. Gestsson
Sólrún Jósefína Valsdóttir
70 ára
Auður Sigurdís Þorvaldsd.
Eyþór Örn Óskarsson
Halldóra Ólafsdóttir
Helga Þórunn Bjarnadóttir
Hilmar Hansson
Jóakim Tryggvi Andrésson
Karen B. Valdimarsson
Ragnheiður G.
Sigurjónsdóttir
Valdís Oddgeirsdóttir
60 ára
Aldís Schram
Ásgeir Jónsson
Baldvin R. Baldvinsson
Bjarki Pétursson
Danuta Jadwiga Zawalska
Gunnar Kjartansson
Hanna Jóna Ástvaldsdóttir
Ingi Þór Skúlason
Jóhanna Guðmundsdóttir
Magnús Ingi Ásgeirsson
Marinó Már Marinósson
Ósk Sigurjónsdóttir
Ryszard Szurgot
Sigurður Ingi Ingimarsson
Sigurður Jón Ragnarsson
Skúli Lárus Skúlason
Stefán Garðar Óskarsson
50 ára
Baldur Sigurðarson
Ewa Palka
Guðni Sigurbjarnason
Paolo Di Dino
Ragnar Björn Agnarsson
Ríkharður F. Jensen
Þorlaugur Gunnarsson
40 ára
Anna Ingibjörg Hallgrímsd.
Arnar Hreinsson
Björgvin Helgi Jóhannsson
Bragi Finnbogason
Christopher Donald Jagger
Davíð Hreiðar Stefánsson
Elísabet Inga Marteinsd.
Fannar Bergsson
Josef Kubu
Laura Martin Merino
Marine Petrosyan
Piotr Wawro
Sandra G. Guðmundsdóttir
Slawomir Jerzy Bulga
Þór Gunnlaugsson
Þórir Þorsteinsson
30 ára
Ante Balov
Daníel Smári Hauksson
Esther Gunnarsdóttir
Eygló Sigríður Kristjánsd.
Guðmundur R. Gunnarss.
Guðrún Gróa Þorsteinsd.
Helgi Rúnar Olgeirsson
Laufey Viðarsdóttir
Olegs Komarovs
Rósa María Sigurgeirsdóttir
Sigrún Vala Vilmundard.
Til hamingju með daginn
30 ára Sigrún Vala fædd-
ist í Vestmannaeyjum en
býr á Selfossi. Hún er
snyrtifr. á Snyrtistofunni
Evu.
Maki: Sindri Karl Krist-
insson, f. 1989, bifvélavirki
á Bílaþjónustu Péturs.
Börn: Vilmundur Kristinn,
f. 2011, og Patrekur Óliver,
f. 2013.
Foreldrar: Vilmundur Sig-
urðsson, f. 1968, og Svala
Möller Jónsdóttir, f. 1967,
bús. í Reykjavík.
Sigrún Vala
Vilmundardóttir
40 ára Björgvin er Reyk-
víkingur og tölvunar-
fræðingur.
Maki: Ása Björk Valdi-
marsdóttir, f. 1988, tölv-
unarfræðingur hjá Cyren.
Börn: Fenrir Breki, f.
2017.
Foreldrar: Jóhann Helgi
Helgason, f. 1959, leigu-
bílstjóri, bús. á Blönduósi,
og Sigríður Magnea
Björgvinsdóttir, f. 1962,
tölvunarfr. hjá Five De-
grees, bús. á Selfossi.
Björgvin Helgi
Jóhannsson
40 ára Þórir er Keflvík-
ingur og er lögreglu-
maður hjá Lögreglustjór-
anum á Suðurnesjum.
Maki: Berglind Ósk Guð-
mundsdóttir, f. 1976, tal-
meinafræðingur hjá
Reykjanesbæ.
Börn: Andrea Ósk, f.
2003, og Ari Sævar, f.
2008.
Foreldrar: Þorsteinn
Marteinsson, f. 1953, og
Maríanna Einarsdóttir, f.
1952, bús. í Keflavík.
Þórir
Þorsteinsson
NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin
Opið virka daga kl. 10.00-18.00
Loðfóðruð barnastígvél
fyrir veturinn