Morgunblaðið - 21.01.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.01.2019, Qupperneq 32
15% AFSLÁTTUR af sérpöntunum til 27. janúar Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.comHáþróaður svefnbúnaður Náttúruleg efni, einstakt handverk og PASCAL gormakerfið gera rúmin okkar að athvarfi fyrir stöðugan gæðasvefn. FRUMKVÖÐLAR SÍÐAN 1926 Klæðskerasniðin þægindi Íslensku perlurnar er yfirskrift tón- leika sem Jóhanna Guðrún heldur í Bæjarbíói á fimmtudag kl. 20.30. Á efnisskránni eru uppáhalds ís- lensku sönglögin að mati söngkon- unnar. Þeirra á meðal eru Tvær stjörnur, Vetrarsól, Álfar og Slá í gegn. Með henni leikur hljómsveit reyndra tónlistarmanna undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Íslenskar perlur í Bæjarbíói á fimmtudag MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Að sjálfsögðu var gaman að koma inn á leikvöllinn í fyrri hálfleik. Það hefur lengi verið draumur minn að leika á heimsmeistaramóti í hand- bolta með landsliðinu og ekki var það verra að draumurinn rættist í leik á móti heimsmeisturunum. Það var geggjað að koma inn á,“ sagði Haukur Þrastarson m.a. í samtali við Morgunblaðið. »1 Frumraun á stórmóti gegn heimsmeisturum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Fremstu hlaupakonur landsins, Aníta Hinriksdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fara vel af stað í ár. Þær settu báðar mótsmet á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll í gær. Guðbjörg í 200 metra hlaupi og Aníta í 800 metra hlaupi. Báðar unnu þær örugga sigra í sínum hlaupum og ætla sér stóra hluti á nýju ári. Hafdís Sigurð- ardóttir vann lang- stökk og hafnaði í 2. sæti í 60 metra hlaupi og María Rún Gunnlaugs- dóttir vann þrjár greinar. »2 Aníta og Guðbjörg Jóna fóru vel af stað Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Átta Íslendingar tóku þátt í hundr- að kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina, en aðeins fimm þeirra luku keppni. Aðstæður í hlaupinu voru krefjandi að sögn Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé, sem er þaulreyndur fjallahlaupari og kom fyrst í mark af Íslendingunum. Hún hljóp hundrað kílómetra með 5.400 metra hækkun á átján klukkustund- um og 43 mínútum og varð 53. kon- an í mark. Setur ávallt fjögur markmið Halldóra tók þátt í fjallahlaupinu í Hong Kong þriðja árið í röð. Hún hefur bætt tímann jafnt og þétt í ár- anna rás en ávallt sett sér sömu markmiðin. „Ég set mér fjögur markmið fyrir hvert hlaup, þau eru að komast að ráslínu, að klára hlaupið, að hafa gaman af því alla leið og að bæta tímann minn ef ég hef áður keppt í hlaupinu,“ segir Halldóra. Fyrir ári hljóp Halldóra á 19 klukkustundum og 20 mínútum en hlaupaleiðin var lengd um 6 kíló- metra í ár og hækkuð um 500 metra, svo bætingin er vel merkjanleg. Keppendur hlupu við ströndina og á hálendi og fengu að njóta út- sýnis yfir Hong Kong-borg í leið- inni. Á hlaupaleiðinni mátti sjá víga- lega apa, hunda og kýr á hverju strái en sérstakar aðstæður gerðu það að verkum að stór hluti kepp- enda lauk ekki hlaupinu. „Í keppninni var mikið brottfall og yfirmaður hlaupsins sagði að um 30% keppenda hefðu dottið úr keppni. Aðstæðurnar eru krefjandi, andrúmsloftið rakt og hitinn yfir 20 gráður,“ segir Halldóra. Næsti Íslendingur í mark varð Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sem kláraði hlaupið af dugnaði þrátt fyr- ir veikindi sem upp komu skömmu fyrir hlaupið. Hún hljóp á nítján klukkustundum og átján mínútum og varð 60. konan í mark. Hafdís hljóp hundrað sinnum á Esjuna á síðasta ári og segist munu halda uppteknum hætti, þar sem æfingin hefur skilað góðum árangri. „Ég setti mér það markmið að klára hlaupið á innan við 20 klukkustund- um, svo fékk ég flensu, en ég kláraði þetta samt og leið þokkalega,“ segir Hafdís. Þriðji Íslendingurinn í mark var Sigurður Hrafn Kiernan en hann hljóp á 19 klukkustundum og 25 mínútum. Rúna Rut Ragnarsdóttir og Þorsteinn Tryggvi Másson luku einnig hlaupinu, Rúna hljóp á 22 klukkustundum og 23 mínútum og Þorsteinn kláraði hlaupið á 23 klukkustundum og 42 mínútum. Dugnaður Sigurður Kiernan, Halldóra G. Matthíasdóttir Proppé og Hafdís G. Hilmarsdóttir náðu góðum árangri. Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong  Átta Íslendingar tóku þátt í utanvegahlaupi en fimm luku keppni  Halldóra kom fyrst af Íslendingunum í mark

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.