Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
✝ Stefán DanÓskarsson
fæddist á Ísafirði
11. júní 1947. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 14. janúar
2019.
Foreldrar hans
voru Óskar Brynj-
ólfsson, f. 28.
desember 1910, d.
28. júlí 1978, og
Björg Rögnvaldsdóttir, f. 19.
janúar 1920, d. 22. apríl 2008.
Systkini Stefáns eru Margrét
Óskarsdóttir, f. 5. janúar 1946,
Brynjólfur Óskarsson, f. 22. júlí
1950, Rögnvaldur Þór Óskars-
son, f. 12. október 1952, Már
Óskarsson, f. 3. október 1954,
og Arnar Óskarsson,f. 13. febr-
úar 1956.
Eiginkona Stefáns er Rann-
veig Hestnes, f. 14. nóvember
1947, gengu þau í hjónaband 30.
nóvember 1968 og áttu því gull-
brúðkaup árið 2018. Börn Stef-
áns og Rannveigar eru: 1)
1973, hennar synir eru Ismael
Karl Aguilar og Emil Eiríkur
Cruz. Fyrir átti Stefán soninn 5)
Inga Þór Stefánsson, f. 26. júní
1967, hans börn eru Evíta Cesil
Ingadóttir, f. 14. febrúar 2007,
og Símon Dagur Ingason, f. 26.
apríl 2009.
Stefán Dan var fæddur og
uppalinn á Ísafirði og bjó þar
alla sína ævi fyir utan stutta bú-
setu á Flateyri. Hann fór
snemma til sjós, eða aðeins 15
ára að aldri. Hann rak, ásamt
Rannveigu eiginkonu sinni,
Stebbabúð í sex ár og vann aft-
ur að sjómennsku á ýmsum tog-
urum. Árið 1986 lauk hann
námi sem nuddari frá Nudd-
skóla Ágústar Ægissonar og ár-
ið 2006 lauk hann námi sem
áfengis-, vímefna- og fjölskyldu-
ráðgjafi frá Ráðgjafaskóla Ís-
lands. Þau hjónin ráku líkams-
ræktarstöðina Stúdíó Dan í 31
ár og Ráðgjafar- og nuddsetrið
samhliða í tíu ár. Hann vann
ýmis sjálfboðastörf fyrir sam-
félagið fyrir vestan og var m.a.
trúnaðarmaður SÁÁ í tæp 40
ár. Þá var hann einnig í áfalla-
teymi Rauða krossins í rúmlega
tíu ár.
Útför Stefáns Dans verður
gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag,
26. janúar 2019, klukkan 14.
Harpa Stefáns-
dóttir, f. 20. júlí
1969, hennar sonur
er Stefán Diego
Garcia, f. 13.
desember 1992, og
hans sonur er
Christopher Helgi,
f. 24. ágúst 2015. 2)
Selma Stefánsdótt-
ir, f. 26. júlí 1972,
hennar sambýlis-
maður var Jón
Helgason, f. 26. maí 1975, d. 1.
desember 2006. Þeirra börn eru
Aníta Máney Jóndóttir, f. 14.
júní 1996, sem á dótturina Amel
Malía, f. 14. desember 2018,
Glóð Jónsdóttir, f. 25. júní 2001,
Ísól Jónsdóttir f. 25. júní 2001,
d. 29. júlí 2001, og Ísak Castaldo
Ómarsson, f. 22. apríl 2008, fað-
ir hans er Ómar Jökull Ómars-
son. 3) Sverrir Karl Stefánsson,
f. 16. september 1975, d. 13.
október 1996, og 4) Helgi Dan
Stefánsson, f. 13. apríl 1985,
hans unnusta er Sigrún Jó-
hanna Eiríksdóttir, f. 9. júlí
Elsku pabbi.
Það er þyngra en tárum taki
fyrir okkur systkinin að rita nið-
ur þessa kveðju til þín, elsku
pabbi okkar, söknuðurinn er svo
mikill og sár. Þú varst algjörlega
einstakur pabbi, „one of a kind“
eins og sagt er. Stoð okkar og
stytta alla okkar ævi og klettur-
inn í lífi okkar. Þú hefur ávallt
staðið þétt við bakið á okkur, í
gegnum bæði súrt og sætt. Það
var alltaf svo gott að leita til þín.
Hvort sem það voru ráðlegging-
ar við hinu og þessu, huggun þeg-
ar við vorum sár og leið eða hrós
þegar við stóðum okkur vel.
Faðmur þinn og kærleikur var
ætíð til staðar fyrir okkur, hve-
nær sem á þurfti. Þú varst alltaf
svo jákvæður, glaðvær og kær-
leiksríkur, allir áttu sinn sér-
staka stað í hjarta þínu. Þú áttir
svo ótal marga vini, vini á öllum
aldri. Því líkt og ástin þá spyr
vináttan ekki um aldur. Vinir
okkar systkina urðu einnig þínir
vinir og sumir hverjir urðu að
börnum þínum. Heimili þitt og
mömmu var alla tíð opið fyrir öll-
um sem vildu dvelja í lengri eða
styttri tíma. Þú varst ekki bara
pabbi okkar, þú varst einnig
pabbi svo margra annarra.
Við systkinin vorum ætíð með-
vituð um að þú varst sameign, og
við vorum ávallt tilbúin að deila
þér með öðrum sem vildu eða
þurftu á því að halda. Þannig var
það bara, þú hafðir svo mikið að
gefa og kærleikurinn stóð öllum
til boða. Þú varst ekki bara ein-
stakur pabbi, þú varst einnig ein-
stakur afi. Við höfum fyrir löngu
misst tölu á öllum þeim afabörn-
um sem þú varst búinn að eigna
þér. Afahlutverkið var eitt af þín-
um uppáhalds hlutverkum, og
öllum börnum sem urðu á vegi
þínum var velkomið að kalla þig
Stebba afa.
Þú varst óspar á að gefa af þér
og þáðir sjaldnast annað en ást
og umhyggju. Þú kenndir okkur
að opna hjarta okkar, elska
náungann eins og hann er og
dæma ekki fólk. Öll eigum við
okkar fortíð og framtíð, en það er
ávallt framtíðin sem ræður
ríkjum.
Við getum ekki breytt fortíð-
inni en við getum gert framtíðina
eins góða og best verður á kosið.
Þú ert og verður ávallt bestur og
við varðveitum allar góðu minn-
ingarnar um þig. Öll ástin og
faðmlögin þegar lífið sparkaði í
rassinn á okkur. Allar samræð-
urnar um daginn og veginn. Öll
þau skipti sem við veltumst um
úr hlátri. Öll þín uppátæki sem
fékk okkur systkinin til að hrista
hausinn og brosa út í annað. Allar
þær stundir sem við áttum sam-
an sem fjölskylda eru svo dýr-
mætar minningar sem við eigum
þér að þakka. Takk fyrir allt,
elsku pabbi okkar, við elskum þig.
Þegar ég minnist
minnist ég fegurðarinnar
um að hún minnist mín
er ég fell frá
með gleymdum tárum.
(Sverrir Karl Stefánsson)
Helgi Dan, Selma,
Harpa og Ingi Þór.
Stebbi minn Dan, eins og hann
heitir í símaskránni minni. Þegar
ég var 18 ára bauð Stebbi mér að
koma með sér á fyrsta fundinn
minn, sem átti svo seinna eftir að
móta líf mitt. Þá vorum við Selma
vinkona og mágkona alltaf saman
og það var tekið vel á því í
skemmtanalífinu. Þá kom Stebbi
reglulega og breiddi út boðskap-
inn góða fyrir okkur. Mér þótti
strax vænt um hann Stebba minn
Dan, þennan kærleiksbangsa.
Í kjallaranum á Hlíðarvegi
leigði ég um tíma hjá Stebba og
Rannsý. Á þeim tíma eignaðist ég
eldri strákinn minn og oftar en
ekki kom Stebbi niður og fékk
hann lánaðan.
Mörgum árum seinna byrjum
við Helgi Dan að stinga saman
nefjum og eignast ég þá besta
tengdapabba/foreldra sem hægt
er að hugsa sér. Í haust þurfti ég á
andlegri hjálp að halda, tengda-
pabbi kom um hæl. Sátum við þá
saman við eldhúsborðið mitt og
ræddum mikið, sagði hann mér þá
oft hvað það væri mikið í mig
spunnið. Ég væri með háskóla-
gráðu í reynslu og ætti ég að
ganga í hans spor og mennta mig í
fjölskyldu- og áfengisráðgjöf.
Hann styrkti mig mikið eins og
honum einum er lagið.
Það sem ég er þakklát fyrir að
hafa kynnst þér, því verður ekki
orðum lýst.
Elsku tengdapabbi og vinur
minn, ég sakna þín og ég elska
þig. Hvíldu í friði.
Þín tengdadóttir,
Sigrún.
Elsku heimsins besti afi og
langafi okkar. Þótt það sé innilega
sárt að kveðja þig allt of snemma
þá eru ómetanlegar minningar
sem standa hærra. Alltaf varst þú
tilbúinn að verja tíma með okkur
og skapa ógleymanlegar stundir.
Þú gafst krökkunum í fjölskyld-
unni tækifæri á ævintýrum sem
ekki geta talist sjálfsögð. Sum-
arbústaðar-, útilegu-, kajak-,
veiði- og skíðaferðir eru bara brot
af því sem við gerðum saman. Það
var alltaf svo gott að koma til Ísa-
fjarðar til „ópal ömmu og afa“
enda alltaf til ópal þar. Sumarbú-
staðarferðin í Önundarfjörð árið
2005 er ein sú minning sem er
okkur hlýjust. Við fengum að vera
svo frjáls, máttum gera allt sem
okkur datt í hug og fengum að
vera áhyggjulausir krakkaskratt-
ar. Glóð fannst þú segja bestu
bláukodda-sögurnar af öllum! Þú
varst bæði afi og pabbi okkar svo
það má eiginlega kalla þig afa-
pabba eða ofurafapabba.
Þú varst kletturinn okkar og
það var alltaf hægt að treysta á
þig og leita til þín. Við áttum svo
mörg skemmtileg samtöl um lífið
og tilveruna, þú varst sniðugur
með orð, góður að hlusta og leið-
beina. Við munum eflaust oft
hugsa til þinna orða í framtíðinni.
Þú gekkst við hlið okkar gegnum
erfiða tíma og hjálpaðir okkur að
sleppa reiðinni og finna gleðina.
Þú varst miklu meira en bara afi,
þú varst besti vinur okkar. Við
getum með stolti sagt að við séum
manneskjurnar sem við erum í
dag, vegna þín, þú varst svo
sannarlega ein stærsta fyrir-
myndin í lífi okkar.
Þú varst viðstaddur í okkar
fyrstu skrefum og kenndir okkur
svo margt að það fyllir heila bók
að rifja það upp. Þú tókst öllum
manneskjum opnum örmum
sama hver það var og sýndir þeim
hlýju og ást og sýndir okkur að
það skiptir ekki máli hvernig þú
ert eða hvaðan þú kemur, þú átt
alltaf skilið ást. Það er óhætt að
segja að þú hafir snert líf margra
og breytt þeim til hins betra.
Þú varst ekki bara afi okkar
heldur afi allra. Margir segja að
það sé of seint að bjarga heim-
inum frá því að deyja en ef svo er
þá er aldrei of seint að dreifa ást-
inni um heiminn eins og þú sást
hana.
Dagana sem við grátum vitum
við að þú ert í hjarta okkar að
hughreysta okkur öll.
Elsku afi, það eru forréttindi
að hafa alist upp hjá manni eins
og þér og við vitum að þú og Guð
verðið góðir vinir þar sem þú hef-
ur alla bestu eiginleikana frá
Guði.
Þú gerðir himnaríki að betri
stað stundina sem þú steigst inn
fyrir hliðið. Svo nú þegar þú ert
farinn munum við opna faðm okk-
ar eins og þú gerðir, svo þú getir
farið frá okkur með bros á vör.
Við munum ávallt sakna þín.
Það er eflaust erfitt fyrir þig að
geta ekki talað á þessum tímum
þar sem þú vilt segja okkur allt.
Það er sárt að hugsa til þess
hversu tíminn leið hratt á síðustu
árum, en við munum hittast
seinna, og við hlökkum til þess.
Stefán Diego, Aníta Máney,
Ísabella Ósk, Glóð, Ísak
Castaldo, Símon Dagur,
Evíta Cecil, Christopher
Helgi, Amel Malía.
Stefán Dan var elsti bróðir
minn, áratug eldri en ég sem er
yngstur í systkinahópnum. Ég
var aðdáandi hans og sagði oft í
gríni við hann: „Stefán Dan, ég er
fan“.
Það er sárt að missa bróður,
hann fór of snemma, en ljúft að
minnast hans og veitir það hugg-
un í sorginni. Minningabrotin rifj-
ast upp, klink sem Stebbi Dan gaf
mér fyrir ís þegar við bjuggum
saman í Aðalstrætinu á Ísafirði.
Oft fylltist herbergi Stebba af vin-
um, herrailmur fyllti húsið og ég
burstaði skóna þeirra áður en
þeir fóru á dansleikina í Alþýðu-
húsinu sem var skammt frá æsku-
heimili okkar. Þeir vildu hafa
skóna glansandi fína á ballinu.
Þegar hann rak Stebbabúð var
auðvelt að fá sendiferðabílinn lán-
aðan hjá honum ef ég þurfti á hon-
um að halda. En þegar hann var á
sjó, þá urðu samverustundirnar
færri. Síðan komu árin sem
Stebbi rak Stúdíó Dan, líkams-
ræktarstöðina sem hann gaf
rúma þrjá áratugi og sinnti af lífi
og sál. Nuddið og ráðgjafasetrið,
kajakferðir með túrista, bóka-
skrif og hitaklefar, Stebbi sat
aldrei auðum höndum og ekki
skorti hann drauma og hugmynd-
ir sem hann hrinti oftast í fram-
kvæmd. En þeim fylgdi oftar en
ekki „en ekki segja Rannsý“, þar
sem hann þurfti oft að hafa fyrir
því að sannfæra hana um kosti
hugmyndanna. Að hitta Rannsý
var hans mesta gæfa og ríkidæm-
ið sem fylgdi fimm börnum, síðar
barnabörnum og nú barnabarna-
börnum.
Stebbi Dan var ekki bara góð
fyrirmynd, heldur einnig minn
helsti ráðgjafi. Það var mjög gott
að leita til hans á erfiðum stund-
um, oftast hlustaði hann og sagði
lítið en eftir spjallið var sjónin
betri. Þegar syrti í heimi og ver-
öldin var brynjuð klaka var vöru-
merki Stebba að vera í lausninni.
Faðmlagið hans var þétt og hlýtt
og minnti á hvítabjörn. Hann
sagði oft að við mættum öll mót-
byr en þá veltur á því hvernig
maður tekur á því sem upp
kemur.
Við bræður stunduðum skot-
veiðar saman, það er varla til það
svæði á landinu sem við höfum
ekki veitt á. Oft þegar beðið var
eftir gæsum á túni eða við ár-
bakka var spjallað um heima og
geima. Stebbi var góður veiði-
félagi, en betri sjómaður en
skytta. Það kom ekki að sök, þar
sem samveran var dýrmætari en
aflinn.
Í einni slíkri ferð tjölduðum við
á Blöndulóni og vorum með upp-
blásinn gúmmíbát. Það var hefð-
bundinn dagur í veiði og við Stef-
án fórum á bátnum og sigldum
inn að botni lónsins. Það var fal-
legt haustveður, lónið slétt og sól
á lofti. Við spjölluðum um okkar
hagi, áhugamálin og tilveruna.
Fengum nokkra fugla og um
kvöldið var súpukjöt í matinn,
sögur sagðar og mikið hlegið.
Magga systir var svo djörf að
koma með okkur á veiðar tvisvar
eða þrisvar og svo hafa synir
okkar bræðra og vinir bæst í
veiðihópinn.
Það sem upp úr stendur eftir
slíkar ferðir er vinskapur, hlýja
og þakklæti. Það var auðvelt að
þykja vænt um góðan dreng og
harmur að kveðja Stefán. Hann
mun áfram lifa í hjörtum okkar
og hugum.
Arnar Óskarsson.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Minn kæri frændi og vinur
Stefán Dan Óskarsson er fallinn
frá. Við andlát hans er höggvið
stórt skarð í fjölskylduna og erf-
itt að hugsa sér framtíðina án
hans. Þrátt fyrir að við værum
náskyld, næst því að vera syst-
kini, þá kynntumst við ekki fyrr
en við systur fórum í Húsmæðra-
skóla Ísafjarðar 1965, við völdum
ekki síst þann skóla til að kynn-
ast frú Björgu móðursystur og
Óskari föðurbróður sem þar
bjuggu ásamt sínum sex börnum.
Það var alltaf líf og fjör og
aldrei nein lognmolla á heimili
þeirra og nutum við þess að
heimsækja þau. Við Stebbi bund-
umst strax mjög sterkum bönd-
um og aldrei féll skuggi á okkar
vináttu og var hann mér alla tíð
sem besti bróðir. Eftir að við
Dóra systir leigðum okkur íbúð í
Reykjavík voru Vestfirðingarnir
alltaf aufúsugestir hjá okkur.
Þær eru ófáar stundirnar sem við
Stebbi sátum og spjölluðum um
heima og geima því hægt var að
ræða allt við hann, trúa honum
fyrir því sem manni lá á hjarta og
hann hafði áhuga á öllu sem við-
kom lífinu. Stebbi var mikill
sjarmör, hafði einstaka útgeisl-
un, góða nærveru, alltaf glaður,
skemmtilegur og mikill húmor-
isti. Hann hafði stórt hjarta, var
alltaf til staðar og tilbúinn að
hjálpa, hlúa að þeim sem minna
máttu sín og að styðja fólk í
gegnum erfiða tíma í lífi þess.
Hann hafði mjög gott lag á fólki
og átti auðvelt með að umgang-
ast alla, börnin löðuðust að hon-
um og hann hafði alltaf tíma til að
spjalla við þau.
Ýmsar minningar leita á eins
og þegar hann vakti mig upp um
miðja nótt eftir ballferð og gaf
mér stóran blómvönd sem ég
uppgötvaði síðar að hann hafði
tínt í görðum á leiðinni en hugs-
unin var að gleðja frænku sína.
Ekki er hægt að minnast
Stebba án þess að nefna Rannsý
sem var hans stoð og stytta alla
tíð og mat hann hana mikils. Þau
stóðu alltaf þétt saman bæði í
gleði og sorg og ekki síst þegar
þau misstu Sverri Karl son sinn
en það var þeim mikið áfall.
Börnin þeirra öll og seinna afa-
og langafabörnin voru honum
hugleikin og bar hann hag þeirra
alltaf fyrir brjósti. Hann og
Rannsý unnu saman og voru
óþreytandi að byggja upp fyrir-
tæki sitt en Stebbi var hug-
myndaríkur frumkvöðull og
stofnaði fyrstu líkamsræktarstöð-
ina á Ísafirði eftir að hann hætti á
sjónum. Honum var ofarlega í
huga að stuðla að bættri heilsu og
vellíðan, fór á ófá námskeið til að
læra ýmsar leiðir til þess og var
óþrjótandi að miðla til annarra.
Minningarnar eru margar og
margt ber að þakka og nú síðast
fyrir ómetanlegan tíma sem við
Björgvin áttum með Stebba og
Rannsý síðasta haust í Noregi hjá
Hörpu og Hákoni bróður Rann-
sýjar.
Elsku Rannsý, Ingi Þór,
Harpa, Selma, Helgi Dan og öll
fjölskyldan, að leiðarlokum vil ég
fyrir hönd systkina minna og fjöl-
skyldna senda okkar innilegustu
samúðarkveðjur, missir ykkar er
mikill en minningin um ljúfan
dreng lifir.
Hafdís frænka.
Það er stórt skarð höggvið í
vinahópinn okkar kaffifélaganna
4́7 á Ísafirði. Hann Stebbi Dan er
dáinn, of snemma og svo skyndi-
lega.
Við misstum þarna góðan og
skemmtilegan félaga, félaga til 70
ára. Stefán var hugljúfur og
hjálparhella allra Ísfirðinga, rak
hér nuddstofu og líkamsræktar-
stöð áratugum saman. Í nokkur
ár höfum við skólabræðurnir hist
á hálfsmánaðar fresti á kaffihúsi
hér í bæ og fengið okkur kaffi og
brauðtertu. Stefán mætti alltaf en
oftast þurftum við að hringja í
hann og minna á fundinn,hann
gleymdi sér oft við vinnu sína á
nuddstofunni, sá veiki gekk fyrir.
Eitt það skemmtilegasta við
Stefán var hvað hann gat gert
mikið grín að sjálfum sér, svo ekki
sé minnst á allar sögurnar frá
gamla tímanum sem við fengum
að heyra. Já, við félagarnir eigum
eftir að sakna hans við okkar borð
á kaffihúsinu, en minningin um
góðan félaga mun lifa með okkur.
Samúðarkveðjur til Rann-
veigar og fjölskyldu þeirra.
Kaffiklúbbur 4́7,
Bergmann, Ernir, Reynir,
Sævar og Önundur.
Stefán Dan
Óskarsson
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför okkar kæra bróður, mágs,
bróðursonar og vinar,
KONRÁÐS STEFÁNS KONRÁÐSSONAR
Guð blessi ykkur.
Linda Louise Konráðsdóttir
Páll D. Konráðsson Alice B. Konráðsson
Hans Christian D. Konráðss.
Pétur Önundur Andrésson Margrét Björk Andrésdóttir
Elskulegur bróðir minn og frændi,
GUÐMUNDUR GÍSLASON,
Grundargötu 51, Grundarfirði,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. janúar.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Sigríður Gísladóttir
og börn
Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og kærleiksríka vináttu við
andlát föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
GUÐNA INGIMUNDARSONAR,
Guðna á trukknum
heiðursborgara Garðs.
Sigurjóna Guðnadóttir Ásgeir M. Hjálmarsson
Ingimundur Þ. Guðnason Drífa Björnsdóttir
Árni Guðnason Hólmfríður I. Magnúsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn