Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðþróun seldra íbúða á fjórða árs-
fjórðungi í fyrra bendir til að hægt
hafi á verðhækkunum í Reykjavík.
Þetta má lesa úr samantekt Þjóð-
skrár Íslands fyrir Morgunblaðið.
Blaðið hefur birt slíkar saman-
tektir reglulega síðustu misseri til
að bregða ljósi á verðþróunina. Hafa
ávallt sömu póstnúmerin í Reykja-
vík verið notuð við samanburðinn.
Tölur frá 2013 og fram undir mitt
síðasta ár hafa verið uppfærðar en
tafir geta orðið á þinglýsingu kaup-
samninga.
Söluverð á fermetra í fjölbýli mið-
borginni, 101 Reykjavík, hækkar um
2.500 krónur milli þriðja og fjórða
fjórðungs í fyrra í 548 þúsund. Með
sama áframhaldi stefnir fermetra-
verðið í miðbænum í 600 þúsund
krónur en það var til samanburðar
323 þúsund á fyrsta fjórðungi 2013.
Hafa kaupendur fasteigna í 101
því ávaxtað pund sitt vel síðustu ár.
Verðlækkun í Vesturbænum
Verðið lækkar hins vegar um
rúmar 2.000 krónur í Vesturbænum,
107 Reykjavík, og var 511 þúsund.
Samanburður milli þriðja og
fjórða fjórðungs 2018 í Hlíðunum og
Holtunum, 105 Reykjavík, bendir til
að söluverðið hafi hækkað úr 459
þúsund í 491 þúsund, sem er 7%
hækkun. Hafa þá verið undanskilin
kaup stórs fasteignafélags á fjölda
eigna í póstnúmerinu á þriðja fjórð-
ungi. Vegna þessa er sennilega rétt-
ara að bera saman annan og þriðja
fjórðung í 105 Reykjavík. Verðið
hækkar þar úr 482 þúsund í 491 þús-
und, eða um 2%. Til samanburðar
hækkaði það um rúm 11% milli
fjórða fjórðungs 2016 og 2017́. Slíkar
hækkanir virðast vera að baki í bili.
Lækkun í Seljahverfinu
Þá var meðalsöluverð íbúða í
Seljahverfinu rúmar 373 þúsund
krónur á fjórða fjórðungi í fyrra,
sem var lækkun um á þriðja þúsund
krónur. Til samanburðar var sölu-
verðið 369 þúsund á fjórða fjórðungi
2017 og hefur því lítið breyst um-
fram verðbólgu á tímabilinu.
Verðið breytist að sama skapi lítið
í Breiðholtinu, 111 Reykjavík, en
það var um 379 þúsund krónur á
þriðja og fjórða fjórðungi í fyrra.
Verðið lækkaði um 16 þúsund á
fermetra í Grafarvogi, 112 Reykja-
vík, milli þriðja og fjórða fjórðungs
og var rúmar 415 þúsund krónur.
Nýbyggingar hækka verðið
Það lækkar söluverðið töluvert í
101 Reykjavík að undanskilja ný-
byggingar. Þær eru enda dýrari.
Til dæmis lækkar það fermetra-
verðið í 101 Reykjavík um 24 þúsund
krónur, sem samsvarar 2,4 milljón-
um króna á 100 fermetra íbúð.
Nokkur fjöldi nýrra íbúða hefur
að undanförnu komið í sölu í mið-
borginni og má þar nefna Hafnar-
torg, Frakkastígsreit og Hverfis-
götu 94-96. Fermetraverð á þessum
reitum er í mörgum tilfellum mun
hærra en meðalverð seldra eigna í
fjölbýli á tímabilinu.
Það hefur minni áhrif á söluverðið
í 105 og 107 Reykjavík að undan-
skilja nýbyggingar. Þá er munurinn
nær enginn í 109, 111 og 112 Reykja-
vík en ætla má að það skýrist af tak-
mörkuðu framboði nýrra íbúða í
þessum póstnúmerum á tímabilinu.
Hægt hefur
á hækkunum
í borginni
Söluverð fjölbýliseigna bendir til að
tímabil mikilla hækkana sé að baki
Frá fyrsta ársfjórðungi 2013 til fjórða fjórðungs 2018
PÓSTNR. 101 PÓSTNR. 105 PÓSTNR. 107 PÓSTNR. 109 PÓSTNR. 111 PÓSTNR. 112
Meðalkaupverð
á fermetra,
þús. kr.
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
2013, 1. ársfj. 323 307 282 282 297 297 213 213 218 200 230 230
4. ársfj. 340 328 289 289 320 320 220 220 216 214 247 247
2014, 1. ársfj. 370 350 300 300 321 321 216 216 229 229 259 259
4. ársfj. 383 368 342 331 351 351 249 249 245 245 272 272
2015, 1. ársfj. 397 375 345 333 351 351 257 257 256 255 283 283
4. ársfj. 413 406 364 365 396 396 274 274 284 284 302 302
2016, 1. ársfj. 459 452 371 371 375 375 286 286 301 300 313 312
4. ársfj. 467 467 427 428 437 441 326 326 325 325 346 344
2017, 1. ársfj. 510 509 458 459 452 458 354 354 354 354 379 379
4. ársfj. 520 518 475 473 480 476 369 369 385 385 396 396
2018, 1. ársfj. 554 543 474 474 469 468 365 365 372 372 402 402
2. ársfj. 537 514 482 479 499 500 372 372 378 378 400 400
3. ársfj. 545 536 312* 297 513 512 376 376 379 379 432 432
4. ársfj. 548 524 491 485 511 507 373 373 379 379 415 415
Breyting frá
1. ársfj. 2013 69,7% 70,6% 74,3% 72,3% 72,0% 70,8% 75,2% 75,2% 73,9% 89,5% 80,2% 80,2%
Breyting frá
4. ársfj. 2017 5,3% 1,2% 3,3% 2,6% 6,5% 6,4% 1,1% 1,1% -1,5% -1,5% 4,8% 4,8%
Breyting frá
3. ársfj. 2018 0,5% -2,2% 57,4% 63,4% -0,4% -1,0% -0,7% -0,7% 0,0% 0,0% -3,8% -3,8%
Breyting frá
4. ársfj. 2016
til 4. ársfj. 2017
11,4% 10,8% 11,2% 10,6% 9,7% 8,0% 13,1% 13,1% 18,5% 18,5% 14,6% 15,1%
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Verðþróun seldra fasteigna í fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík
*Kaup stórs fasteignafélags á fjölda eigna á fjórðungnum hafa áhrif á meðalverðið til lækkunar á þessum fjórðungi.
Án þessa aðila hefði meðalverðið verið 459 þús. kr., allar fjölbýliseignir, og 450 þús. kr. án nýbygginga.
Verðþróun seldra fasteigna í fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík
Heimild: Þjóðskrá
550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 4. ársfj. 2018
Póstnr. 109 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 4. ársfj. 2018
Póstnr. 111 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 4. ársfj. 2018
Póstnr. 112
550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 4. ársfj. 2018
Póstnr. 101 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 4. ársfj. 2018
Póstnr. 105 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 4. ársfj. 2018
Póstnr. 107
323
548
213
373
282
491
218
379
297
511
230
415
Breyting frá 4. ársfj. ’17: 5,3%
Breyting frá 4. ársfj. ’17: 1,1%
Breyting frá 4. ársfj. ’17: 3,3%
Breyting frá 4. ársfj. ’17: -1,5%
Breyting frá 4. ársfj. ’17: 6,5%
Breyting frá 4. ársfj. ’17: 4,8%
Kaup stórs
fasteignafélags
á fjölda eigna
Reyndur fasteignasali sem
Morgunblaðið ræddi við sagði
óvissu í efnahagsmálum hafa
haft markverð áhrif á fasteigna-
markaðinn fyrir áramót. Mikið
hafi þá verið rætt um kjarakröf-
ur og möguleg verkföll í vor.
Nú væri hins vegar að lifna
yfir markaðnum á ný. Svo virtist
sem margir kaupendur hefðu
ákveðið að láta óvissuna ekki
standa í vegi fasteignakaupa.
Samkeppni við Skuggann
Annar reyndur fasteignasali
benti á stóraukið framboð
lúxusíbúða í miðborg Reykja-
víkur. Á Hafnartorgi og við
Austurhöfn við Hörpu væru að
koma um 140 íbúðir sem mark-
aðssettar eru sem lúxusíbúðir.
Með því væri Skuggahverfið að
glata sérstöðu sinni sem eina
lúxushverfið fyrir íbúðir í mið-
borginni. Sú breyting gæti aftur
haft áhrif á söluverð í Skugga-
hverfinu á næstunni.
Óvissan hafði
sín áhrif
KJARADEILUR Í HAUST
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum