Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Mér er í fersku minni fyrirlestraröð í heimspekilegum for-spjallsvísindum á fyrsta háskólaári mínu. Þar töluðureyndir fræðimenn með mikla yfirsýn. Einn þeirra varHalldór Halldórsson (1911-2000) málfræðingur. Ég vissi að hann hafði skrifað um hefðbundna málfræði og orðtök en einnig þýtt nýlega bók eftir helsta byltingarmann málfræðinnar Noam Chomsky: Mál og mannshugur (1973). Halldór ræddi um málvöndun við okkur og mér kom á óvart að þessi hvíthærði málhirðir lagði útaf því að hann væri enn að læra íslensku; kynnast á hverjum degi málnotkun og nýj- um orðum sem hann hefði ekki heyrt áður. Ég sá fram á langa og stranga göngu í náminu áður en ég kæmist að fjallsrótunum þar sem yrði á þann bratta að sækja sem Halldór talaði um. Myndin af þessum langþroskaða fræðimanni og öllu því sem hann hafði að miðla hefur rifj- ast upp fyrir mér nú í hinu árvissa samfélags- þrasi um úthlutun lista- mannalauna. Mörgum þykir sjálfsagt að sölu- tekjur höfunda og verð- laun skuli skerða skáldalaun líkt og við- bótartekjur skerða ör- orkubætur og eftirlaun enda sé það skáldum eðlislægt að vera á lúsarlaunum; jafnvel hollt að vera ekki á neinum launum um tíma á besta sköpunaraldri svo hægt sé að hleypa nýju fólki að. Þessar skoðanir skaða tunguna og lífsmöguleika hennar. Það veldur engum deilum í samfélaginu þegar hið opinbera veitir háum fjárhæðum til að styrkja stoðir íslensk- unnar; taka saman fræðilegar handbækur og kennsluefni og nú síðast hjálpa tungunni til máltæknilegrar tölvuvæðingar. Við skiljum öll að þetta kosti ófa mikið fé og sé óhjákvæmilegt til að íslenskan lifi af á hinni snjöllu framtíðaröld. En þegar kemur að því að launa þeim hug- myndaríku skáldum sem eru vakin og sofin yfir því öllum stundum alla ævi sína að segja okkur sögur og miðla hugsunum sem hægt sé að tjá með þessu sama tungumáli svo það megi dafna og auðgast þá kippum við að okkur hendinni. Að sjálfsögðu á að tryggja skáldum sem hafa sannað ágæti sitt stöð- ug laun án þess að þau þurfi að skrifa niðurlægjandi umsóknir á hverju ári, um leið og við veðjum á ungskáld sem hafa komist yfir fyrstu hindrunina hjálparlaust. Það er galin hugmynd að hægt sé að henda skapandi fólki inn og út af launaskrá. Þau sem fást við listir þroskast og vaxa með aldrinum og ná afburðatökum á list sinni með langri ástundun. Engum ætti að detta í hug að ráða kennara og fræðimenn til starfa með sífelldum tímabundnum samningum til eins árs í senn og ólaunuðum hléum á milli. Þessi sannindi blöstu við mér þegar ég sat og hlustaði á Halldór Halldórsson tala í Hátíðarsal Háskólans; svona reynslu, yfirsýn, þekkingu, lítillæti og virðingu gagnvart viðfangsefni sínu öðlast fólk ekki nema með því að fá tækifæri til að sinna starfi sínu og lífsköllun alla ævi. Og samfélagið nýtur góðs af með andlegri næringu og afleiddum störfum. „Það vorar ekki með einni svölu eða einum blíðskapardegi“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Listamannalaun „Að sjálfsögðu á að tryggja skáldum sem hafa sannað ágæti sitt stöðug laun.“ Morgunblaðið/Kristinn Stórpólitísk umbrot í okkar heimshluta á síð-ustu árum og jafnvel áratugum eða frá því aðkalda stíðinu lauk fyrir tæpum 30 árum hafaframkallað meira uppnám í stjórnmálum lýð- ræðisríkja Vesturlanda en sjá mátti fyrir, þegar Berl- ínarmúrinn féll og Sovétríkin og þeirra valdakerfi í kjölfarið. Sú heimsskipan sem sigurvegarar heims- styrjaldarinnar síðari komu á að styrjöldinni lokinni er að riðlast án þess að ljóst sé hvað taki við. Banda- ríkin eru að draga sig í hlé. Kína er að birtast við sjóndeildarhringinn. Þetta er hin stóra mynd en hún birtist með ýmsum hætti í einstökum ríkjum. Í Bandaríkjunum sjálfum eru uppákomurnar þannig að gamlir stuðningsmenn og samherjar þeirra eru orðlausir og stundum miður sín. Á meginlandi Evrópu hefur lengi verið að búa um sig eins konar uppreisn gegn umboðslausum og and- litslausum skrifstofumönnum í Brussel, sem reyna hvað þeir geta að búa til Bandaríki Evrópu, þrátt fyr- ir augljósa andstöðu almennra borgara í einstökum Evrópuríkjum. Í einstökum ríkjum eru afleiðing- arnar þær, að hefðbundnir stjórn- málaflokkar sem hafa hvorki skilið né skynjað þær breytingar sem eru að verða, eru í vörn gagnvart nýj- um stjórnmálaöflum sem sækja fram. Þetta á við um hefðbundna flokka bæði til hægri og vinstri. Jafnaðarmannaflokkar Vesturlanda, sem lengi hafa verið viss kjölfesta í stjórnmálum sumra þessara ríkja, eru í tilvistarkreppu. Þeir hafa misst tengslin við rætur sínar og að margra mati orðið „vinstri sinn- uðum menntaelítum“ að bráð. Hefðbundnir hægri flokkar eiga líka í vaxandi mæli í tilvistarvanda. Í Þýzkalandi hefur orðið til flokkur til hægri við Kristilega demókrata, sem byggir bæði á andstöðu við innflytjendur og efasemdum um samein- ingarþróun Evrópusambandsins og hefur náð til sín umtalsverðu fylgi. Í Frakklandi beinist athyglin að Þjóðfylkingu Marine Le Pen. Í Bretlandi er eins og Íhaldsflokkurinn sé að leysast upp gagnvart Brexit. Í fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna eru flokkar lengst til hægri við völd og líta aðdáunaraugum til Pútíns Rússlandsforseta. Á öllum Norðurlöndum utan Ís- lands hafa orðið til sterkir flokkar til hægri við hefð- bundna hægri flokka í þeim löndum, sem sumir hverj- ir eru nánast að hverfa eins og danski Íhalds- flokkurinn. Hér á Íslandi eru það hvorki sameiningarþróun Evrópu né innflytjendur sem valda usla í heimi stjórnmálanna, þótt spurningin um aðild að Evrópu- sambandinu hafi leitt til klofnings í Sjálfstæðis- flokknum, heldur hrunið, sem í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart. Það hafði mikil áhrif á líf tugþúsunda Íslendinga, sem hafa látið minna til sín heyra en ætla hefði mátt en afleiðingarnar hefur mátt sjá í meiri breytingum á fylgi hefðbundinna stjórnmálaflokka en við höfum vanizt á æviskeiði þeirra sem nú byggja þetta land. Nýjar kynslóðir hafa tekið við forystu allra þessara flokka en þær hafa ekki séð ástæðu til að ræða vanda þessara flokka, hvorki inn á við né út á við. Það hefur smátt og smátt komið í ljós að fyrrum flokkar jafn- aðarmanna og sósíalista, sem áður byggðu fyrst og fremst á fylgi félagsmanna verkalýðsfélaganna, hafa misst tengsl við þá kjósendahópa og afleiðingin er sú að þeir eru ófærir um að endurspegla viðhorf, skoð- anir og tilfinningar þeirra kjósendahópa. Um þennan veruleika er ekki rætt, hvorki hjá Sam- fylkingu né Vinstri grænum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður var kjölfesta í ís- lenzkum stjórnmálum og þar með í samfélaginu og í raun vettvangur margvíslegrar mála- miðlunar, er ekki svipur hjá sjón í fylgi og erfitt að finna aðrar skýringar á því en hrunið. Sá veruleiki hefur heldur ekki verið til umræðu á vettvangi þess flokks að nokkru ráði, þótt sjá megi á stöku stað vísbendingar um að það kunni að vera að breytast. Hins vegar hefur ekki, enn sem komið er, orðið sama þróun hér og annars staðar á Norðurlöndum eða í öðrum Evrópuríkjum að orðið hafi til öflugur flokkur til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Um skeið mátti velta því fyrir sér hvort Miðflokkurinn væri á þeirri leið en heimilisvandamál þess flokks hafa dreg- ið úr líkum á því. Heildarmyndin í okkar litla samfélagi er hins vegar sú, að af þessum ástæðum nái stjórnmálaflokkarnir og þar með Alþingi ekki að endurspegla viðhorf al- mennra borgara nægilega vel og þar með verður til skortur á tengingu á milli þings og þjóðar, sem aftur skýrir hvers vegna ráðamenn hverju sinni virðast stundum hafa misst allt jarðsamband. Önnur áhrif eru þau að til hafa orðið fleiri stjórn- málaflokkar, en enginn þeirra hefur náð verulegu flugi, þótt býsna sterk staða Pírata ætti að verða öðrum flokkum nokkurt umhugsunarefni. Það er ekki allt fengið með nýjum flokkum. Hinir hefðbundnu flokkar og að sumu leyti arftakar þeirra (Samfylking og VG) ættu að hugleiða, hvort leiðin út úr þeirri sjálfheldu, sem flokkarnir eru óneitanlega í, geti ekki verið sú lýðræðislega leið að efna til opinna umræðna í þeim öllum og sjá til hvers slíkar um- ræður leiða. Fullyrða má að almennir flokksmenn í þessum flokkum vilja slíkar umræður, þótt þeir fari sér hægt við slíka kröfugerð vegna kurteisi og tillits- semi við forystumenn sem standa í ströngu. Það er líka umhugsunarefni fyrir þessa lýðræðis- sinnuðu flokka, hvort lýðræðislegri vinnubrögð innan þeirra mundu kannski koma að gagni. Vandi hefðbundinna flokka Mundu opnari umræður og lýðræðislegri vinnu- brögð koma að gagni? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ungur vinstrimaður flutti ádögunum jómfrúræðu á Al- þingi. Hafði hann áhyggjur af því að í heiminum væru hinir ríku að verða sífellt ríkari og vitnaði í svo- kallaða fjalldalareglu bandaríska heimspekingsins Johns Rawls í túlkun Þorsteins Gylfasonar: „Fjöll mega ekki vera hærri né tignari en þarf til þess að dalirnir séu sem blómlegastir og byggilegastir.“ Regla Rawls var með öðrum orð- um sú að það þjóðskipulag væri eftirsóknarverðast þar sem hinir verst settu væru sem best settir þegar til langs tíma væri litið. Þessi ungi maður virðist ekki hafa skilið aðalatriðið í kenningu Rawls. Hann fjölyrti á Alþingi um hversu ofurríkir sumir væru orðn- ir, svo að taka þyrfti af þeim fé með ofursköttum. En Rawls hafði ekki áhyggjur af hinum ríku, held- ur hinum fátæku. Rawls vildi þá og því aðeins jafna kjörin að hinir verst settu yrðu við það sem best settir. Hann spurði: Hvernig vegn- aði þeim? Og sannleikurinn er sá að hinum fátæku hefur aldrei vegnað betur. Fátækt er almennt að snarminnka í heiminum. Hinir ríku eru að verða ríkari og hinir fátæku eru að verða ríkari. Dýr- keypt reynsla frá Venesúela sýnir einnig að hinir fátæku verða ekki ríkari við það að hinir ríku verði fátækari. Þeir, sem hafa aðeins áhyggjur af hinum ríku, eru sekir um eina af höfuðsyndunum sjö, öfund. Það orð er komið af því að af-unna, geta ekki unnt öðrum einhvers. „Það er ekki nóg að mér gangi vel. Öðrum þarf að ganga illa,“ sagði W. Somerset Maugham. Eitt besta dæmið er úr Íslendingasögum. Hrafn Önundarson og Gunnlaugur Ormstunga kepptu um ástir Helgu hinnar fögru. Eftir harðan bar- daga hjó Gunnlaugur fótinn af Hrafni, en sá aumur á honum og sótti honum vatn, eftir að Hrafn hafði heitið að gera honum ekki mein. Þegar Gunnlaugur kom með vatnið, lagði Hrafn til hans. „Illa sveikstu mig nú,“ sagði Gunn- laugur. „Satt er það,“ svaraði Hrafn, „en það gekk mér til þess, að ég ann þér ekki faðmlagsins Helgu hinnar fögru.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Niður með fjöllin? KRINGLU OG SMÁRALIND DÖMUSKÓR SKECHERS GO WALK OUTDOORS DÖMU VETRARSKÓR. FÁST EINNIG BRÚNIR. 97 3.995 LA % >> 8.3 VERÐ ÁÐUR 1 ÚTSA 40 AFSLÁTTUR >>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.