Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 ✝ ÖgmundurFrímannson fæddist í Reykja- vík 31. janúar 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. desember 2018. Foreldrar hans voru Ingibjörg Narfadóttir frá Hverakoti í Grímsnesi, f. 13. júní 1900, d. 7. júní 2002, og Frímann Ingvarsson frá Þóroddsstöð- um í sömu sveit, f. 20 apríl 1898, d. 24. júlí 1976. Ög- mundur var yngstur systkina sinna. Elstur var Árni, f. 26. maí 1925, d. 21.október 1992, þá Dóra, f. 4.mars 1929 sem lifir systkini sín, næstyngst var Katrín, f. 11.janúar 1931, d. 21. september 2017. Ögmundur eignaðist tvo syni, þá Elí Leó, f. 22. febrúar 1959, með Nönnu Tryggvadóttur, f. 31. mars 1931, d. 3. janúar 2004, og Harald, f. 29. maí 1969, með Auðbjörgu Pét- ursdóttur eigin- konu sinni, f .24. júní 1926, d. 8. september 1997. Haraldur á tvær dætur, Ísold Marín og Sóldísi Söru. Ögmundur ólst upp í for- eldrahúsum á Grettisgötunni og hóf ungur störf hjá Síman- um með föður sínum. Hann starfaði þar alla sína starfs- ævi. Síðari hluta ævinnar bjó Ögmundur í Kópavogi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorláksmessukvöld 2018. Þá sat ég úti við ströndina skammt frá heimaslóðum mínum í Nor- egi, horfði út á Norðursjóinn og fylgdist með sólarlaginu. Kvöld- ið er kyrrlátt og friðsælt. Á þessari stundu vissi ég að þetta væri síðasta kvöldið sem faðir minn myndi lifa. Kvöldið áður hafði hann verið fluttur á sjúkrahús og fljótlega varð ljóst hvert stefndi. Og ég var svo fjarri og gat ekki komist til hans til að vera hjá honum síðustu stundirnar. Ég rifjaði upp liðna tíma á meðan ég fylgdist með sólarlaginu. Allar skemmtilegu og skondnu stundirnar, grínið, glensið, ferðalög, söfnin, sög- urnar, hversu mikið hann gladd- ist í hvert sinn sem hann hitti afastelpurnar sínar, og margt fleira rifjast upp. Svo margs að minnast. Ég mun ævinlega vera þakk- látur fyrir alla þá aðstoð og stuðning sem hann sýndi mér í gegnum árin og þá sérstaklega á námsárum mínum í Bandaríkj- unum og einnig núna síðustu ár- in eftir að ég fluttist frá Íslandi. Ég hreinlega efast um að ég væri staddur á þeim stað sem ég er í dag ef hans hefði ekki notið við. Þegar sólin var sest og nátt- myrkrið hafði tekið við þá vissi ég að það var ekki mikið eftir. Faðir minn kvaddi svo þennan heim aðfaranótt aðfangadags 2018. Hvíl í friði, faðir. Haraldur Ögmundsson. Ögmundur Frímannsson móðurbróðir okkar lést að morgni aðfangadags síðastliðins tæplega 87 ára. Mundi frændi var um margt sérstakur maður. Hann var félagslyndur einfari, sjálfum sér nógur um flest en naut sín vel í góðum hópi. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var hreinn og beinn, talaði tæpitungulaust og fór ekki í manngreinarálit. Hann var gjörvilegur maður á yngri árum og gekk þá stundum fullhratt um gleðinnar dyr en varð nægjusamt gamalmenni sem gaf ekkert fyrir tildurmennsku og prjál. Framan af ævinni ferðað- ist hann mikið, fór m.a. á stórt skátamót í Frakklandi sem haldið var að loknu seinna stríði. Þá var ekki algengt að fimmtán ára unglingar ferðuðust um heiminn. Mundi byrjaði ungur að vinna með föður sínum hjá Símanum eins og Árni eldri bróðir hans. Algengt var á þessum árum að ungir menn fylgdu þannig í fót- spor feðra sinna. Hann var fær símamaður og vann þar alla sína starfsævi. Eitt af því sem bræð- urnir áttu sameiginlegt var söfnunarárátta og hún nýttist vel þegar kom að því að safna saman gömlum símabúnaði. Þeir ásamt fleirum voru burðarásar í stofnun símaminjasafns. Munda sárnaði ákaflega þegar skiln- ingsleysi þeirra sem koma að minjasöfnun var algjört að hans mati. Safnið var lagt niður og munirnir hurfu út og suður. Það var ekki allt guðsorð sem hann viðhafði um þann gjörning. Um þrítugt eignaðist hann eldri son sinn Gunnar, sem síðar tók sér nafnið Elí Leó Dýri, og þar sem aðstæður barnsmóður hans voru erfiðar tók hann drenginn til sín en hann bjó þá í foreldrahúsum. Amma og afi, sem þá voru orðin roskin, að- stoðuðu hann vel og dyggilega. Hann réðst svo í húsbyggingu á Kársnesinu og byggði þar snot- urt einbýlishús í nágrenni við eldri systkini sín. En fljótlega kynntist Mundi Auðbjörgu Pét- ursdóttur, myndarlegri og vel gerðri konu og eignaðist annan dreng, Harald, með henni. Fjöl- skyldan bjó í Holtagerðinu þar til Auðbjörg lést, þá flutti hann í litla íbúð í Hamraborginni. Þar var stutt í þá þjónustu sem hann þurfti á að halda. Um tíma lagði hann leið sína daglega í lítinn veitingastað í nágrenninu. Þar söfnuðust að honum skemmti- legir karakterar og þar naut hann sín vel. En þegar veitinga- maðurinn hækkaði kaffið um nokkra tíkalla steinhætti Mundi að mæta á þennan uppáhaldstað sinn. Þarna birtist þrjóska hans og sérlyndi. Mundi var glöggur maður með mikla þekkingu á sértæku efni og afburðaminni. Hann hafði sérstakan áhuga á gömlu Reykjavík og sögu hernáms- áranna. Rýndi í bækur um þessi efni, kom öðru hvoru auga á staðreyndavillur í mynda- eða bókatexta, glotti þá við tönn eins og Skarphéðinn forðum og sagði: „Þessir sagnfræðingar, allt vita þeir.“ Í stigaganginum sínum í Hamraborginni tók hann að sér ýmis smáverk, sá um rusla- geymsluna og þ.h. Hann náði ágætu sambandi við unga fólkið, nágranna sína, sem margt er af erlendu bergi brotið og þau litu til með honum eftir því sem að- stæður leyfðu. Síðustu æviárin mátti oft sjá Munda rölta með sínu lagi yfir Hálsatorgið í Bóka- safnið. Þar sat hann í kaffihorn- inu dágóða stund og gluggaði í blöð og bækur og spjallaði við gesti og gangandi. Líkaminn var að sönnu orðinn hrörlegur en hugurinn frjór og sívakandi. Við kveðjum Munda með þakklæti fyrir samfylgdina. Ingi, Gunnlaugur, Helgi og Guðrún, Dóru- og Helgabörn. Ögmundur Frímannsson ✝ Einar Gylfasonfæddist 19. júní 1974 í Reykjavík. Hann lést í Da Nang í Víetnam 31. desember 2018. Foreldrar Einars eru Svava Árna- dóttir, f. 13. mars 1949, og Gylfi Þór Einarsson, f. 24. mars 1950. Systur Einars eru Erna Kristín Gylfadóttir, f. 2. mars 1976, og Ragnheiður Þór- dís Gylfadóttir, f. 12. október 1982. Dætur Ernu Kristínar eru Hrafnhildur Hlín Jónsdóttir, f. 1995, Elena Kristin Mendez, f. 2006, og Sofia Marie Mendez , f. 2007. Maki Ragnheiðar er Björn Viðarsson og dætur þeirra eru Kristín, f. 2005, Þórdís Svava, f. 2008, og Brynhild- ur Ása, f. 2013. Einar bjó í for- eldrahúsum fram undir tvítugt. Allt frá barnæsku var heimili móðurfor- eldra, Ragnheiðar og Árna, hans annað heimili og athvarf. Einar gekk í Árbæjarskóla og síðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands þar sem hann lauk versl- unarprófi 1992. Hann fór ungur inn á vinnumarkaðinn og starfaði um árabil hjá upplýsinga- og fjar- skiptafyrirtækjum. Einar var ókvæntur og barnlaus. Útför Einars hefur farið fram í kyrrþey. Í fullkomnum heimi á ekki að þekkjast að foreldrar missi börn sín. Við lifum hins vegar ekki í heimi fullkomnunar. Þess vegna horfa nú Svava systir mín og Gylfi, maður hennar, á eftir frum- burði sínum til annars heims. Sárt og óvænt – snertir okkur öll. Hann Einar frændi sem var svo ýktur í öllum sínum gjörðum. Þessi fallegi, ungi maður sem átti svo blítt bros. Skarpari pera en flestir aðrir, hljóp maraþon á undir þremur tímum og var svo glöggur á umhverfi sitt. Það sem hann vildi það gat hann. Á hinn bóginn ýktur í þeim veikleikum sem líklega drógu hann til sín. Einan á fjarlægri strönd. Erfitt að sætta sig við en óumflýjanlegt. Sorgina reynum við að sefa með fallegum myndum úr hug- skoti þar sem Einari bregður fyr- ir af sinni blíðu og leiftrandi hug- myndum. Elsku Svava og Gylfi, Erna Kristín, Ragnheiður Þórdís og fjölskyldur. Missirinn er mikill og hugur okkar dvelur hjá ykkur. Við kveðjum Einar frænda í þögn og af virðingu. Hjálmar og Soffía Árnabörn og Ragnheiðar. Einar Gylfason Ég veit hann misvirðir ekki við mig þessi síðbúnu kveðjuorð, öðling- urinn Tryggvi Ólafsson listmálari, sem nýverið hvarf til feðra sinna. Á kveðju- stund var ég nefnilega upptek- inn við að skoða með nemend- um mínum verk eftir Edouard Manet, sem var einn þeirra listamanna sem Tryggvi hafði velþóknun á. Og talaði sjálfur um af fágætri innsýn. Ágæti Manets og annarra snillinga lýsti hann einnig á póstkortum sem bárust mér, eins og fleir- um, í áraraðir. Fyrir Tryggva var myndlistin alltaf uppfull með brýnan og uppbyggilegan boðskap sem færa þurfti öllum landslýð hið snarasta. Fleiri standa sennilega í þakkarskuld við Tryggva Ólafs- son en nokkurn annan íslensk- an myndlistarmann. Fyrir myndlistina að sjálfsögðu, og þá ekki aðeins litrík og margræð höfundarverk hans sjálfs, held- ur ýmiss önnur viðvik í þágu hennar og fulltrúa hennar, kynningar á myndlist í blöðum, aðstoð við myndlistarmenn, unga sem gamla, og svo tak- markalaust örlæti: teikningar, grafísk verk og jafnvel málverk sem óforvarandis bárust þeim sem ekki höfðu tök á að eignast myndir með öðrum hætti, börn- um vinafólks, góðgerðarsam- tökum og öðrum þurfandi að- ilum. Ekki er síður þakkarverð hlý nærvera Tryggva, sem æði margir Kaupmannahafnarfarar urðu aðnjótandi, ýmist yfir góðu gúllasi og öli heima á Stampesgade, eða á gönguferð- um um borgina. Þar þekkti Tryggvi hvern kima, söguna eins og hún birtist í hverjum turni og dyrapósti og einnig á kránum þar sem hann var á tal- Tryggvi Ólafsson ✝ Tryggvi Ólafs-son fæddist 1. júní 1940. Hann lést 3. janúar 2019. Útför Tryggva fór fram 14. janúar 2019. fæti við sérhvern staðarhaldara og stammgesti. Að degi til var áfanga- staðurinn ýmist Þjóðlistasafnið eða Glyptotekið, en að kvöldi til var ósjaldan stefnt á jazzklúbb þar sem Tryggvi gat tiltekið hvaða ópusa Dex- ter Gordon lék upp á sitt besta. Í forbífarten rakti hann ferðir íslenskra lista- manna um Kaupmannahöfn í tímans rás, sigra þeirra, sorgir og spaugilegar uppákomur tengdar þeim. En mikilvægastur var kannski frásagnarmátinn, þar sem ábúðarmikill sögumaðurinn byrjaði á því að hvima augum til allra átta, yfir færðist svo skelmislegur svipur, síðan kom hálfglott og loks saga með svo mörgum hápunktum og útúr- dúrum að áheyrendur náðu ekki andanum fyrir hláturgusum. Þessum frásögnum fækkaði ekki þótt Tryggvi væri sestur í hjólastól, en fóru þá fram við eldhúsborðið að Öldugranda í smávindlareykmekki, þar sem hann tók á móti gestum og gangandi að viðstaddri Gerði konu sinni og uppáhaldsketti. Og fyrst nefnd eru tengsl ís- lenskra listamanna við Kaup- mannahöfn þá markar andlát Tryggva sennilega endapunkt í næstum tveggja alda sam- skiptasögu íslenskra mynd- listarmanna og Konunglegu akademíunnar. Kynslóð Tryggva var sú síðasta til að sækja þangað menntun sína; eftir það komust aðrir áfanga- staðir í tísku meðal myndlistar- manna. Með Tryggva Ólafssyni er fallinn hinn ágætasti listamað- ur, en einnig manneskja sem fól í sér „allan heimsins marg- breytileika“ eins og skáldið Walt Whitman sagði um sjálfan sig, þar á meðal manngildishug- sjónir, sem vísast eru líka komnar úr tísku. Hans er víða saknað. Aðalsteinn Ingólfsson. Látinn er vinur minn og Kiwanis- félagi Þorsteinn Sigurðsson. Kynni okkar hófust þegar hann gerðist félagi í Kiwanisklúbbnum Heklu árið 1972 en Hekla er fyrsti Kiw- anisklúbburinn sem stofnaður var á Íslandi, árið 1964. Þor- steinn var þá rúmlega fertugur og rak fyrirtækið Jarðvinnsluna. Um þessar mundir vorum við hjónin að koma okkur upp húsi og fengum Þorstein til að koma með tæki sín til þess að koma lóðinni í lag. Þetta voru fyrstu en ekki síð- ustu verkefni hans í okkar þágu því að eftir þetta sá Þorsteinn um að halda bifreiðum okkar í góðu lagi. Við Þorsteinn ferðuðumst saman vegna Kiwanis bæði innan lands og utan og eru ferðir okkar til Færeyja og á Heimsþing Kiw- anis í Nice í Frakklandi með þeim Erlu konu hans mjög minnis- stæðar því að í París á heimleið- inni nutum við leiðsagnar Sigurð- ar, sonar þeirra, sem var þar öllum hlutum kunnugur. Þá er líka vert að minnast á margar haustferðir okkar í Veiði- vötn á Landmannaafrétti með Magnúsi G. Jenssyni, látnum Kiwanisfélaga okkar. Þar voru Þorsteinn Sigurðsson ✝ Þorsteinn Sig-urðsson fædd- ist 26. mars 1931. Hann lést 12. jan- úar 2019. Útför Þorsteins fór fram 22. janúar 2019. oft stórir fiskar dregnir á land. Þorsteinn átti hálfa húseignina Síðumúla 25 og rak bílaverkstæði á neðstu hæð. Önnur hæð hússins var tilbúin undir tré- verk. Þessa hæð tókum við fjórir tannlæknar og tannsmiður á leigu árið 1981 og innréttuðum þá vel búnar tannlæknastofur og tann- smíðaverkstæði. Við Þorsteinn unnum þarna undir sama þaki í rúm 30 ár og hittumst næstum daglega. Þegar Þorsteinn gekk til liðs við okkur Heklubræður kom í ljós að við höfðum eignast frá- bæran félaga, sem tók þátt í starfi klúbbsins af lífi og sál. Hann var forseti Heklu þrisvar sinnum, fyrst árin 1981-82 síðan árin 1991-92 og loks árin 2004-05. Þá var hann ritari klúbbsins oftar en tölum taki. Auk þess sat hann í ýmsum nefndum og tók þátt í öll- um málum sem snertu Heklu. Hann var einnig svæðisstjóri Þórssvæðis árin 1985-86. Þorsteinn var sannur Kiwanis- maður og við færum honum bestu kveðjur og þakkir fyrir störf hans í þágu Kiwanis-hreyfingarinnar. Við sendum eftirlifandi eigin- konu hans, Erlu H. Þorsteins- dóttur, og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorsteins Sigurðssonar. Ólafur G. Karlsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall móður okkar og tengdamóður, SIGURBJARGAR GEIRSDÓTTUR, Stóru-Reykjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fossheima á Selfossi, fyrir einstaka umönnun, nærgætni og hlýju. María I. Hauksdóttir Ólafur Kristjánsson Margrét Hauksdóttir Guðni Ágústsson Gerður Hauksdóttir Gísli Hauksson Jónína Einarsdóttir Vigdís Hauksdóttir Hróðný Hanna Hauksdóttir Hróbjartur Eyjólfsson og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLDU ÞORGRÍMSDÓTTUR, Brekkugötu 38, Akureyri. Ómar Garðarsson Rannveig Benediktsdóttir Smári Garðarsson Páll Garðarsson Sigurður Ö. Guðbjörnsson Eydís Garðarsdóttir Bjarni Einarsson Viðar Garðarsson Sigríður Á. Viðarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS FINNS HELGASONAR húsasmíðameistara, Iðalind 3, Kópavogi. Vigdís Björnsdóttir Ingibjörg Halla Þórisdóttir Bárður Sveinbjörnsson Helgi Þórisson Sigríður Pálsdóttir Björn Þórisson Kristín Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.