Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mér finnst verkefnavalið á þessum
tónleikum vera djarft og spennandi.
Það er djarft að setja Mahler á efnis-
skrána, því það er mjög stór ákvörð-
un að fást við þessa djúpu tónlist
hans sem er afar mystísk og af
trúarlegum toga, en einstaklega óá-
þreifanleg. Tónlist hans þarf að fá að
svífa og snerta á einhverju sem er
ósnertanlegt, sem er töluverð áskor-
un fyrir flytjendur,“ segir Ólöf
Sigursveinsdóttir, sem stjórnar tón-
listarhópnum Íslenskum strengjum
á tónleikum í tónleikaröðinni Sígildir
sunnudagar í Norðurljósum Hörpu á
morgun, sunnudag, kl. 16.
Á efnisskránni eru tvö ljóð úr tón-
smíðinni „Ich bin der Welt abhanden
gekommen“ eftir Gustav Mahler,
Serenaða op. 31 fyrir horn, tenór og
strengi eftir Benjamin Britten og
Concerto Grosso í d moll „La Folia“
eftir Francesco Geminiani auk þess
sem frumflutt verður verkið Sprund
eftir Birgit Djupedal. Efnisskrána
valdi Ólöf í samstarfi við Sigríði
Bjarneyju Baldvinsdóttur sem er
hennar listræni ráðunautur.
„Ástæða þess að Mahler er settur
á dagskrá helgast fyrst og fremst af
því að mér finnst Hanna Dóra
Sturludóttir ein fremsta messó-
sópransöngkona landsins. Að mínu
mati ætti hún að fá mun fleiri tæki-
færi til að flytja tónlist eftir
Mahler,“ segir Ólöf. Þorsteinn
Freyr Sigurðsson tenór og Joe
Ognibene horn túlka dramatískan
ljóðaflokk Britten. „Við fluttum
þetta verk á tónleikum í haust við
mikinn fögnuð viðstaddra. Ólíkt leik-
húsunum fáum við tónlistarflytj-
endur oft aðeins eitt tækifæri til að
flytja efnisskrár okkar. Við ætlum
hins vegar að leyfa okkur þann lúxus
að flytja þetta verk aftur og leyfa
fleirum að njóta. Síðan spillir ekki
fyrir að vera í þessum frábæru húsa-
kynnum sem Harpa er.“
Spurð um Sprund segir Ólöf
spennandi að frumflytja verk eftir
hina ungu og upprennandi Birgit
Djupedal. „Hún er fædd 1994 og að
stíga sín fyrstu skref sem tónskáld.
Og er afar fær,“ segir Ólöf, en verkið
er samið að beiðni Íslenskra
strengja. „Birgit, sem er norsk,
heillaðist af því hversu mörg orð við
Íslendingar eigum yfir konu. Hún
hugsar verkið sem femínískan
gjörning þar sem þættirnir bera
heiti eins og Telpa, Snót, Hrund og
Fljóð. Þetta er svíta í barokkstíl.“
Í tilkynningu segir að tónleik-
unum ljúki með „kraftmikilli flug-
eldasýningu úr höndum barokktón-
smiðsins Geminiani“. Innt eftir því
hvað það þýði bendir Ólöf á að La
Folia sé víðfrægt verk. „Það er af
rótum gamals þjóðlags. Við tölum
um flugeldasýningu vegna þess að í
þessu verki breytum við dýnamík-
inni í hljómsveitinni. Sigurlaug Eð-
valdsdóttir er konsertmeistarinn
okkar á tónleikunum, en það er stór-
skotalið í hljómsveitinni líka sem fær
að brjótast fram í þessu verki. Þann-
ig fá fiðluleikararnir Chrissie Telma
Guðmundsdóttir og Justyna Bidler,
víóluleikarinn Þórunn Harðardóttir
og sellóleikarinn Helga Björg
Ágústsdóttir að láta ljós sitt skína.
Ég stíg til hliðar sem stjórnandi og
hljómsveitin tekur yfir og lýkur tón-
leikunum af miklum krafti – því
þetta er æðislegt verk. Við hlökkum
því mikið til.“ Miðar fást við inn-
ganginn, í miðasölu Hörpu og á tix.is
„Verkefnavalið djarft“
Íslenskir strengir koma fram á Sígildum sunnudögum í Hörpu á morgun kl. 16 Flytja verk eftir
Mahler, Britten og Geminiani og nýja tónsmíð eftir Birgit Djupedal „Kraftmikil flugeldasýning“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjöldi Ólöf Sigursveinsdóttir ásamt
Íslenskum strengjum á æfingu.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Þessi plata er mest „ég“ af þess-um þremur sem ég hef gefiðút,“ segir Myrra Rós í samtali
við blaðamann vegna Thought Spun,
sem út kom fyrir stuttu (fáanleg á
Bandcamp, Spotify og Youtube eins
og er). Myrra Rós hefur vaxið fal-
lega sem tónlistarmaður, allt síðan
fyrsta plata hennar, Kveldúlfur
(2012) kom út. Á henni var hún að
finna fótum sínum
forráð, nýlögð út á
ísinn og platan bar
ýmis merki
byrjendaverksins.
Risastór skref voru
síðan tekin fram á
við á næstu plötu, One Amongst Ot-
hers (2015) og vart hægt að greina
að hér væri sama listakona á ferð.
Fágæt perla, þar sem allt gengur
upp, hvort heldur í lagasmíðadeild-
inni eða hvað hljóðheim varðar. Fal-
legt, áreynslulaust og snoturt flæði
hvar strengir, píanó og gítarstrokur
synda um í fullkomnum samhljóm.
Það er því æði magnað að
Myrru tekst að toppa sig á þessari
nýjustu plötu, umyrðalaust hennar
langbesta plata til þessa, verkið heil-
steypt bæði og úhugsað. „Ég ætlaði
sko ekkert endilega að gera nýja
plötu“, upplýsir hún. „Ég hafði unn-
ið með Bassa Ólafsyni í tónsmiðju
KÍTÓN í upphafi síðasta árs og
kunni því vel, hljóðverið hans hefur
svo góðan anda. Ég sótti svo um
styrk hjá Rannís með það í huga að
ef ég fengi styrkinn myndi ég vilja
gera næstu plötu með Bassa. Og
þetta varð að veruleika.“
Platan er ólík fyrri plötunum
um ýmislegt, var t.d. tekin upp á ein-
um stað og af einni og sömu
Svefninn laðar
manneskjunni sem Myrra lýsir sem
góðri upplifun. Innihaldslega er hún
samkvæmt Myrru „hreinskilnari og
aðeins meira dimm en hinar.“
Það er ekki alltaf sem lista-
mennirnir sjálfir eru góðir í að lýsa
eigin verkum en þetta með dimmuna
og hreinskilnina er kórrétt. Platan er
myrkari og meira straumlínulaga en
síðasta verk. Meiri naumhyggja og
gotneskur („goth“) blær yfir. Dún-
mjúkt rökkur, biksvartar stemmur.
Tónninn er settur með „Red Thread“
og við rúllum inn í skuggum bundið
svæðið. „Water“ er dularfullt, byrjar
með hálfgerðum Joy Division bassa
og Myrra tónar grandvör yfir. Svo er
skipt glæsilega um gír og dásamleg
bakrödd styður við melódískan fram-
ganginn (Lára Þöll, dóttir Myrru).
Hápunktur plötunnar er svo „Ghost
Birds“, stórkostlegt lag, það er ekki
hægt að lýsa því öðruvísi. Þar heyrir
maður svo vel hversu frábært sam-
starf Myrru og Bassa hefur verið.
Þau eru að lesa hvort annað. Bassi
setur kröftugar trommur undir ann-
ars stighækkandi framvindu sem
brotnar svo upp, hálf óvænt, er langt
er liðið á lagið. „Sleeping is for drea-
mers“ syngur Myrra, viðkvæmnis-
lega og angistin í röddinni er áhrifa-
rík. Önnur lög eru af svipuðum
staðli og ljóst að jólin komu mjög
snemma í ár, ein af plötum ársins
þegar lent og janúar bara hálfnaður.
Vel er þá mannað í brúnni eins og
segir hvað plötuvinnsluna varðar en
auk Bassa koma Lovísa Elísabet Sig-
rúnardóttir (Lay Low), Sóley og Elín
Ey að málum. Ekkert hefur verið
ákveðið með tónleikahald til að
fylgja plötunni eftir og við verðum
því að „spinna“ góðar hugsanir í
garð tónlistarkonunnar, og vona að
þær hrindi henni út í slíka starfsemi.
Karma heimsins myndi hækka, svei
mér þá.
» Platan er myrkariog meira straum-
línulaga en síðasta
verk. Meiri naum-
hyggja og gotneskur
(„goth“) blær yfir.
Thought Spun er ný
plata eftir tónlistarkon-
una Myrru Rós.
Fallegt verk sem ristir
djúpt og er hennar per-
sónulegasta til þessa.
Fegurð Thought Spun,
nýjasta plata Myrru Rósar,
varð nánast til fyrir hendingu.
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal
Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur
úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON
OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is