Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 2

Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði fyrstu sögnina á Bridshátíð 2019 sem hófst í Hörpu í gærkvöldi. Rúmlega 120 bridspör taka þátt í hátíðinni, þar af á fjórða tug erlendra para. Meðal erlendra gesta er Zia Mahmood, sem hér stendur við hlið Jafets S. Ólafssonar forseta Bridssambands Íslands, en hann hefur oft spilað á Bridshátíð og unnið. Zia spilar við enska lands- liðsmanninn David Gould. Rúmlega 120 pör spila á Bridshátíð 2019 sem hafin er í Hörpu Morgunblaðið/Eggert Sagði fyrstu sögnina á Bridshátíð Helgi Bjarnason Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Lögð er áhersla á að brotastarfsemi á vinnumarkaði verði stöðvuð tafar- laust, hvort sem um er að ræða fé- lagsleg undirboð eða annars konar brot, í ljósi sameiginlegra hagsmuna launafólks, atvinnulífsins og sam- félagsins alls. Samstarfshópur um undirboð og brotastarfsemi á vinnu- markaði sem starfaði undir forystu Jóns Sigurðssonar, skilaði í gær skýrslu til Ásmundar Einars Daða- sonar félagsmálaráðherra. Hópurinn telur brýnast að taka á kennitölu- flakki. Markmiðið með tillögum hópsins er að regluverk á vinnumarkaði verði skilvirkt og að þær aðgerðir sem ráð- ist verður í skili tilætluðum árangri. Að mati hópsins er skýr pólitískur vilji og stuðningur stjórnvalda for- senda þess að árangur náist. Fjölþættar tillögur „Þarna eru mjög fjölþættar tillög- ur, sem ég er ánægður með, og einn- ig hvað allir sem að þessu koma eru sammála um heildarnálgunina. Það er mikið ánægjuefni og gefur góða von um framhaldið,“ segir Ásmundur Einar um skýrsluna. Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki, eins og fyrr segir, og er lagt til að tillögur Samtaka at- vinnulífsins, Alþýðusambands Ís- lands og ríkisskattstjóra verði lagðar til grundvallar við aðgerðir. Meðal annars er kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaðri ábyrgð. Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumark- aði geri með sér formlegt samkomu- lag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi. Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvalds- viðurlögum. Lagt er til að sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber inn- kaup. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnuman- sals og nauðungarvinnu og upplýs- ingagjöf til erlendra starfsmanna verði bætt. Innlegg í kjarasamninga Ásmundur Einar segir næstu skref vera að kynna ríkisstjórninni skýrsluna formlega og í kjölfarið verði nánari útfærsla tillagnanna rædd, svo sem innleiðing og tíma- setningar. Ráðherra er bjartsýnn á að skýrslan muni liðka fyrir kjara- samningum, enda séu félagsleg und- irboð á vinnumarkaði einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka á. Tekið verði á kennitöluflakki  Starfshópur um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði skilar tillögum til félagsmálaráðherra  Stjórnvöld fái heimildir til þvingunarúrræða og viðurlaga  Ráðherra ánægður með samstöðuna Jón Sigurðsson Ásmundur Einar Daðason Líkurnar á því að hitaveita Veitna þurfi að draga úr afhendingu á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu fóru minnkandi í gær. Er því ekki útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og fyrirtækjum sem kaupa mikið heitt vatn með afsláttarkjörum gegn því að geta átt von á skerð- ingum. Í gærmorgun hætti heitavatns- notkun að aukast á höfuðborg- arsvæðinu og upp úr hádeginu fór að draga úr notkun. Það skýra Veitur meðal annars með því að íbúar hafi brugðist vel við hvatn- ingu um að fara vel með heita vatn- ið. Áfram er spáð kulda og vakta starfsmenn Veitna stöðuna. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæð- inu farin að minnka Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa að næt- urlagi í ágúst árið 2015 haft sam- ræði við þáverandi sambýliskonu sína á heimili þeirra án hennar samþykkis. Fram kemur í ákær- unni að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan fer fram á að maðurinn greiði henni 8 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum sem og málskostnað. Ákærður fyrir of- beldi og nauðgun Alþýðusamband Íslands fagnar tillögum starfshópsins, segir þær í fullu samræmi við áherslur ASÍ. Gerir Alþýðu- sambandið þær kröfur að tillög- unum verði fylgt fast eftir. Mörgum þeirra megi þegar hrinda í framkvæmd en aðrar kalli á frekari vinnu og út- færslur. Mun ASÍ fylgja þessu máli eftir við gerð kjarasamn- inga. Verði fylgt fast eftir ALÞÝÐUSAMBANDIÐ Skipstjóri eins af leiguskipum Eim- skips lést nú í vikunni þegar skipið fékk á sig brotsjó suður af Græn- landi. Þetta staðfesti Elín Hjálms- dóttir, framkvæmdastjóri mann- auðssviðs hjá Eimskip, í samtali við mbl.is í gær. Haft var samband við Landhelgis- gæsluna þegar skipið, EF AVA, var um 700 sjómílur frá Reykjavík, en ekki kom til þess að þyrla yrði send. Erfitt var í sjóinn er atvikið átti sér stað aðfaranótt þriðjudagsins 29. janúar. „Samkvæmt þeim upplýsing- um sem við höfum þá kom brot á skipið með þeim afleiðingum að hann fellur og fær við það höfuðhögg og lætur lífið í kjölfarið,“ segir Elín. Skipstjórinn var af pólskum uppruna og fæddur 1964. Skipið var á leið frá Nýfundna- landi til Reykjavíkur þegar atvikið átti sér stað og lagðist skipið að bryggju í Sundahöfn um miðjan dag í gær. Elín segir tildrög slyssins verða í kjölfarið rannsökuð af viðeig- andi aðilum. Við komuna til Reykja- víkur kallaði útgerð skipsins til fag- aðila til að veita áhöfninni áfallahjálp. Morgunblaðið/Hari Sundahöfn Flutningaskipið EF AVA kom til hafnar í Reykjavík í gær. Lést er brot kom á skipið  Skipstjóri á leiguskipi Eimskips lést á leið til landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.